Þjóðviljinn - 20.11.1977, Side 3
Sunnudagur 20. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA .3
Söfnuðir bandarískra lútherstrúarmanna taka upp helgisiöi gyðinga
Aftur til frumkristni
Bandaríska blaðið New
York Times skýrir svo frá/
að lútherska kirkjan í
Bandaríkjunum saki ýmsa
söfnuði sína um að taka
upp gyðinglega helgisiði,
og að sögn blaðsins eru þær
ásakanir ekki með öllu
rakalausar. Eru til nefndir
tveir söfnuðir lútherana i
Long island/ sem leggi að
vísu út af guðspjöllunum í
kirkjum sína/ en viðhafi
helgisiði gyðinga.
„Viö höfum lika tekiö upp nokk-
uö svo gyöinglegt liferni,” segir
John Hove, einn þriggja presta
sem þjónar téöum söfnuöum.
Hann segir að þvi fylgi aö
safnaðarfólkið tileinki sér mata-
ræöi gyðinga, og við guðsþjónust-
ur klæöist þaö jarmútk og talliþ
(bænasjali gyðinga) og syngi og
biðjist fyrir á hebresku.
,/Jesús var gyðingur."
,,Ég skynja mig sem gyðing,”
segir séra Hove. ,,Ég vil lifa eins
og gyöingur, lifa eins og lögmál
gyöinga (Tora) segir aö ég skuli
lifa.”
Hvers vegna?
Annar prestanna þriggja, séra
Donald Smestad, svaraöi spurn-
ingunni þannig: „Jesús var gyö-
ingur, er gyöingur og veröur allt-
af gyöingur.” — Frá sjónarmiöi
þeirra, sem ekki taka helgisögn-
ina um hið guölega faöerni höf-
undar kristindómsins bókstaf-
lega, er þaö vist mála sannast.
Þar viö má bæta aö margir virt-
ustu lúthersku guöfræöingar
samtimans halda þvi fram aö
meistaranum frá Nasaret hafi
áreiðanlega aldrei dottiö þaö i
hug að hann væri aö stofna ný
trúarbrögö.
Prestar þeir þrir, sem hér um
ræöir, eru allir um hálffimmtugt
að aldri og hafa allir komist aö
núverandi sannfæringu sinni siö-
ustu tiu árin eöa svo. Þeir segjast
hvergi hræddir við æöstu ráöa-
menn lúthersku kirkjunnar i
landinu, þvi aö miöstjórnarvald
hennar sé i rauninni ekkert. Hver
söfnuður er sjálfstæöur og þótt
hægt sé aö reka hann úr sam-
bandi lúthersku safnaðanna, er
ekki hægt að banna honum að
hafa þá helgisiöi, sem hann helst
vill.
Helgisiðir
heiðingja
Sóknarbörn prestanna þriggja
hafa brugðist mjög misjafnlega
viö þessari ráöabreytni þeirra.
Sumir hafa gengið úr söfnuöun-
um, aðrir orðiö eftir I von um aö
helgisiðunum yrði aftur breytt til
réttrar lúthersku og enn aðrir
hafa sætt sig viö nýbreytnina.
Ennfremur hafa þó nokkrir nýjir
safnaðarmeðlimir bæst viö, bein-
linis vegna nýbreytninnar. í öör-
um safnaöanna eru nú aðeins eft-
ir rúmlega tuttugu af um 700
sóknarbörnum, sem voru I söfn-
uöinum þegar byrjaö var aö
messa á hebresku, en hinsvegar
hafa nokkrir nýjir bæst viö i staö
þeirra sem fóru.
Þá má geta þess aö innbrot var
framið i aöra kirkjuna og rifiö
hliföarhylkiö utan af bókrollu
með lögmáli gyöinga. Prestarnir
segja aö ekki sé vafi á þvi aö gyö-
ingahatarar séu I söfnuðunum,
kannski meira aö segja margir.
„Þegar viö byrjuöum á þessu,”
sagði einn þeirra, „uröu mörg
sóknarbarna okkar gyðingahatar-
ar eða uppgötvuöu aö þau höföu
alltaf veriö þaö.”
„Meginmunurinn á okkur og
gyðingum er sá, að viö viður-
kennum Jesús sem Messias,”
segir séra Smestad.
Fyrst þeir viðurkenna Jesús
sem Messias, hversvegna vikja
þeir þá frá venjulegri kristni?
„Við höfum kosið aö likjast
kristinni kirkju eins og hún var á
fyrstu öld, þegar margir gyöingar
viöurkenndu Krist sem Messias,”
svarar séra Smestad.
„Jerúsalem var lögö i eyði áriö
70 og þar meö missti kirkjan miö-
stöö sina. Þá glataöi kristin
kirkja gyöinglegum erfðavenjum
sinum og tók upp siði heiðingja.”
Séra Smestad hefur tekið upp
nýtt merki fyrir söfnuð sinn, og
fara þar saman krossinn og
Daviðsstjarnan. Hann játar hins-
vegar aö hann sé nokkuð utan-
veltu. „Hvorki lútherska kirkjan
né trúarsamtök gyðinga vilja
telja mig i sínum hópi,” segir
hann.
Sjálfum datt honum aldrei i hug
aö hann yrði höfundur nýrra
trúarbragða, aö áliti margra nú-
timaguöfræöinga.
dþ.
5 ÁR
1972
25. nóv
1977
/
I tilefni þess að fimm ár eru nú frá opnun
J.L. Hússins bjóðum við
viðskiptamönnum okkar 5% aukaafslátt af öllum
Höfundur
F.
Astríks
látínn
Réne Goscinny, höfundur Ast-
riks og Steinriks og Lukku láka og
ýmissa merkra kunningja ú
heimi teiknimyndasagna er lát-
inn.
Hann féll af þolhjóli: hjartaö
þoldi ekki áreynsluna.
Goscinny var afburöasnjall
teiknari, sem hefur haft áhrif á
heila kynslóö myndasögusmiöa.
Hann, ásamt belgiumanninum
Hergé (höfundi Tinna) hefur öör-
um fremur unnið aö þvi að trufla
þá einokun sem Bandarikja-
menn höföu lengst á þessum
áhrifamikla fjölmiöli.
Myndin sýnir Ástrik og Steinrik
bera höfund sinn til grafar.
Bókmenntakynning
í Norræna húsinu
I dag, sunnudag, kl. 3 e.h. verður bókmenntakynning i
Norræna húsinu. einar Bragi leá úr öðru bindi Eskju,
bókarinnar um Eskifjörð. Á eftir verður sýnd litkvik-
mynd um Eskifjörð.
Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Einar Bragi mun árita bókina
fyrir þá sem óska.
Bókin kemur út á mánudag og veröur dreift frá Frimerkjahúsinu,
Lækjargötu 6 A, simi 11814 og bæjarskrifstofunni á Eskifirði, simi
976170.
vörum J.L. Hússins öðrum en
eldhúsinnréttingum og heimilistækjum.
Þetta gildir aðeins í þessari viku frá mánudegi
til föstudags
5%
staðgreiðsluaf-
sláttur af málningar-
vörum, veggfóðri, gólf-
dúk, flisum, verk-
færum, hreinlætis-
tækjum, rafljósum,
raftækjum og innflutt-
um húsgögnum.
/■/>.* staðgreiðsluafsláttur
I af islenskum
JL / ö húsgögnum.
á\CY7 staðgreiðsluafsláttur
1 1 a^/á\ afstökum mottum og
Ji. vr / U gólfteppum.
afsláttur af öllum
kaupsamningum.
ATH. við veitum einnig staðgreiðsluafslátt
af póstkröfusendingum.
Komið og skoðið mesta húsbúnaðarúrval landsins
á einum stað. 5 hæðir — 5000m
Jón Loftsson hf. rTt'H?!.....H..f'TI'fHirr*.
Hringbraut 121 Sími 10600