Þjóðviljinn - 20.11.1977, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 20.11.1977, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. nóvember 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýöshreyfingar og þjóöfrelsis (Jtgéfandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Auglýsingastjori: Clfar Þormóðsson Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar srðumúla 6. Simi 81333. Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Prentun: Blaðaprent hf. Islensk atvinnustefna í ræðu sinni á landsfundi Alþýðubanda- í kjölfar stóriðju-hugmyndanna hefir lagsins á föstudaginn, ræddi Lúðvik Jó- sepsson, alþingismaður, itarlega stefnu- mörkun flokksins i efnahags- og atvinnu- málum. Lúðvik sagði m.a. ,,'Atökin um verðbólguna, kjaramál dagsins og tima- bundnar ráðstafanir til þess að draga úr verðbólguvandanum og skipa reksturs- málum þjóðarbúsins eitthvað skynsam- legar en nú er gert, eru að visu mikilvæg mál og stór-mál — en þau eru þó lítil i samanburði við átökin um það, hvernig is- lenzkt þjóðfélag skuli þróast á komandi árum á sviði atvinnumála. Þau öfl i okkar þjóðfélagi, sem hafa ein- sett sér að sveigja islenskt atvinnulif i vaxandi mæli inn á braut erlendrar stór- iðju, eru býsna sterk. Þau öfl hafa sér- staklega hreiðrað um sig i forystuliði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins og einnig talsvert i liði Alþýðu- flokksins. Þessi öfl hafa uppi mikil áform um erlenda stóriðju og vilja jafnframt ryðja erlendu einkafjármagni braut inn i islenskt atvinnulif. Þau knúðu fram byggingu járnblendi- verksmiðjunnar i Hvalfirði, sem nú dreg- ur til sin milljarða króna, sem beint fram- lag rikissjóðs. Þau knúðu fram ákvörðun um byggingu Hrauneyjarfossvirkjunar ekki fyrir is- lenskan atvinnurekstur, heldur með stækkun Alversins i Straumsvik i huga. Þessi öfl hugsa sér erlenda stóriðju á Norðurlandi, á Austurlandi og Suðurlandi og þau hafa gengið svo langt að ræða um þann möguleika að ísland og erlendur auðhringur stofnuðu með sér eitt risa-fyr- irtæki um stóriðju á íslandi, þar sem ís- lendingar leggðu fram, sem sinn hlut, allar helstu vatnsorku-auðlindir landsins, en hinn erlendi auðhringur sæi hins vegar um stóriðju-reksturinn. siðan siglt áróður gegn islenskum at- vinnuvegum. Fullyrt hefur verið að sjávarútvegurinn geti ekki tekið við fleira fólki á næstu árum, þar sé um ofveiði að ræða og gildi hans i þjóðarbúinu geti ekki orðið meiri en hann er i dag. Landbúnaðurinn hefur þegar verið dauðadæmdur af öllum stóriðju-postulum. Iðnaðurinn fær að visu nokkurt lof i orði hjá þeim stóriðjumönnum, en ekki þarf lengi um málefni hans að ræða til þess að ljóst verði, að islenskan iðnað hugsa stór- iðjumenn sér aðeins, sem minniháttar þjónustugrein við hinn erlenda storiðnað. Það er gegn þessari stefnu um erlenda stóriðju á íslandi sem við Alþýðubanda- lagsmenn risum. Við teljum okkur skylt að upplýsa þjóðina sem best um eðli- og tilgang þessarar stefnu og þær gifurlegu hættur sem þjóð og þjóðerni og öllu efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er búið af framkvæmd hennar. Stóriðjustefnan getur fyrr en varir náð undirtökunum i islensku atvinnulifi jafn- vel þó að hún sé framkvæmd i áföngum —• fyrst ein verksmiðja hér, siðan önnur á öðrum stað o.s.frv. íslenskt efnahagskerfi er litið og þolir ekki mikla erlenda innrás. Gegn þessari stóriðjustefnu reisum við Alþýðubandalagsmenn okkar íslensku at- vinnustefnu. Með henni viljum við sýna og sanna þjóðinni að möguleikar hennar til atvinnu- uppbyggingar og atvinnulegra framfara eru gifurlega miklir. Auðlindir hafsins i kringum landið, landsins sjálfs, gróður- moldar, heita vatnsins og fallvatnanna eru svo stórkostlegir að það er hrein firra að tala um verkefnaskort okkar litlu þjóð- ar á komandi árum. Við höfum reynt i tillögum okkar að draga fram ýmsar staðreyndir um þessa atvinnumöguleika. í málflutningi okkar Alþýðubandalagsmanna á þessu sviði er það höfuð nauðsyn, að okkur takist að kveða niður hinn erlenda stóriðju-draug, og jafnframt að sannfæra almenning um það, að islensk atvinnustefna er rétt og að henni eigum við að snúa okkur. Það er af hálfu okkar Alþýðubandalagsmanna grundvallaratriði nýrrar atvinnustefnu að íslendingar eigi og ráði sjálfir sinum at- vinnutækjum og að atvinnureksturinn sé miðaður við þarfir fólksins og hagsmuni þjóðarheildarinnar, en ekki þröng gróða-sjónarmiðsvonefndra eigenda at- vinnutækjanna. 1 þeim kosningum sem i hönd fara verð- ur að venju tekist á um mörg mál. Af okk- ar hálfu mun bera hæst á sviði efnahags- og atvinnumála, baráttan gegn erlendri stóriðju, og baráttan fyrir islenskri at- vinnustefnu, og baráttan gegn gengis- lækkun og kjara-skerðingarstefnu rikis- stjórnarflokkanna, og baráttan fyrir þvi að allt launafólk i landinu og allt það fólk, sem vinnur fyrir sér með hörðum hönd- um, til lands og sjávar, sameinist i póli- tiskri hagsmunafylkingu fyrir réttlátum hluta sér til handa af arði þjóðarbúsins. Alþýðubandalagið er óumdeilanlega orðinn forystuflokkur launafólks á Islandi, eini trausti verkalýðsflokkurinn. Það er jafnframt eini stjórnmálaflokkurinn sem berst óhikað og án undansláttar gegn hernaðarlegri, pólitiskri og efnahagslegri ásælni útlendinga i islensk málefni. Það er ekki takmark okkar Alþýðu- bandalagsmanna að komast i rikisstjórn að loknum næstu kosningum — heldur er hitt takmark okkar að Alþýðubandalagið verði svo stór og öflugur flokkur, að af- loknum kosningum, að engum detti i hug að ráða fram úr hinum þýðingarmestu málum þjóðarinnar án þess að hafa um það samráð við verkalýðshreyfinguna, i viðustu merkingu þess orðs, og flokk hennar Alþýðubandalagið. VISINDAMENN VELTA VÓNGUM YFIR Hinu þriðja formi lífs sem er um leið hið fyrsta Fyrr á tímum greindu menn lifríkið í tvennt, dýr og plöntur, dýraríkið og plönturíkið. Með tilkomu smásjárinnar og viðkynn- ingu við smásæjar lifverur kom.í Ijós að þessi tvískipt- ing dugði alls ekki til, ekki var hægt að f lokka nær all- ar örverur til þessara tveggja meginstofna stærri lífvera. Nú á timum er lifrikinu enn skipt i tvo meginstofna. Þaö eru þ<5 ekki hinir tveir upprunalegu, heldur kjarnfrumur, sem bæöi dýr og plöntur teljast til og dreif- kjörnungar, sem gerlar teljast til. Tvö lifsform Þessi tvö lifsform eru álitin eiga sameiginlegan forfööur langt aftur i árdaga, en þau eru mjög frábrugöin hvort ööru I allri gerö. Kjarnfrumur, sem æöri Hfverur eru byggöar úr, eru 1000 sinnum stærri en gerlarnir, kjarni þeirra er skýrt afmarkaöur meö himnu, i frumunni eru eiginleg frumulif- færi, sem starfa nær sjálfstætt aö frumuöndun, ljóstilllfun kjarn- skiptingu og fleira. Nokkuö er um liöiö siðan þaö varö almennt viöurkennt aö þessi örsmáu frumuliffæri hafa skipm lag dreifkjörnunga (gerla) og uppruni þeirra er hinn sami. Kjarnfrumurnar hafa þvi ein- hvern tima aftur i öldum tekið ör- smáa dreifkjörnungana i þjón- ustu slna, innlimaö þá I skipulag sitt þar sem þeir sáu um frumu- öndunina og ljóstilllfunina.en meö þróuninni hafa þeir algerlega misst sjálfstæði sitt og geta ekki lifaö utan kjarnfrumunnar, og hún getur heldur ekki lifað án þeirra. Dreifkjörnungar eöa gerlar eru mjög fjölbreytilegir aö gerð og starfsemi. Sumir þeirra þarfnast sólarljóss, aörir myrkurs, sumir hita, aörir kulda, sumir lifa ekki nema inni I sérstökum hýslum þar sem þeir valda oft sjúkdóm- um. Þessir gerlar eru allir flokk- aöir eftir skyldleika og umhverfi niöur i ættir og tegundir. Fjöl- breytni þeirra hefur þó valdiö þvi aö enn eru þekktir hópar dreif- kjörnunga sem ekki er hægt aö finna staö i flokkunarkerfi lif- fræöinnar. Eldra og einfaldara Nýlega birtist i International Herald Tribune grein þar sem skýrt er frá rannsóknum erfða- fræöings, sem Woese heitir. Hann fullyrðir aö hann hafi fundiö nýtt lifsform sem sé eldra og uppruna- legra en þau sem menn hafa hing- að til haldið hin elstu. Visindamennirnir viö Illinois háskólann i Bnadarikjunum voru kostaöir til rannsóknanna af NASA, geimferðaáætlun Bandarikjanna og Visindasjóöi Bandarikjanna. Tilgangurinn meö rannsóknunum var aö öðlast meiri vitneskju um uppruna lifs- ins á jöröinni til þess aö gera menn hæfari til aö skilja og finna lif, sem gæti hafa þróast einhvers staðar annars staöar I geimnum eöa sólkerfi okkar. Þetta þriöja lifsform, sem dr. Woese telur sig hafa fundiö, er einfaldara aö gerö en bæöi gerlar og kjarnfrumur. Eftir biljónir ára finnst lifs- formið aöeins i súrefnissnauöu umhverfi eins og djúpum heitum uppsprettum i Yellowstone þjóö- garðinum, á botni sjávar og i innyflum búpenings. Þessar lifverur hafa hingaö til veriöálitnarein gerö gerla og vit- aö hefur veriö aö þær geta þrifist viö lifsskilyröi sem voru á jörö- inni 1 árdaga. Þær lifa á koltvi- sýningi, vetni og vatni en láta frá sér metangas (CH4). I greininni segir aö þessi nýja uppgötvun Woese og félaga hans muni ekki breyta neinu I þeim áætlunum sem geröar hafa veriö til þess aö finna lif á öörum hnött- um. Geimskip sem send hafa ver- ið til tunglsins og Marz höföu sér- : staka skynjara sem heföu fundiö sérhverja metangasuppsprettu og heföu þvi átt aö finna eöa varða varir viö lifverur af þessu tagi þar. Engar visbendingar ; hafa þó fundist um slikt lif á þess- um hnöttum. Tvær ættir eða þrjár Woese og aðrir þróunarfræö- Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.