Þjóðviljinn - 20.11.1977, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.11.1977, Síða 7
Sunnudagur 20. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 „Þýdingarmest tel ég þó ad sveitarfélögunum og íbúum þeirra verdi færð aukin völd í hendur með auknum tekjum og verkefnum...” Logi Kristjánsson, bæjarstjóri: Stærri sveitarfélög - þj ónustumiðstöðvar Þróun islensks atvinnulifs hefur á siöastliðnum árum einkennst mjög af tveimur þátt- um. A landsbyggðinni hafa at- vinnutækin i sjávarútvegi og fiskvinnslu verið endurnýjuð og með þvi komið i veg fyrir ár- visst atvinnuleysi. A höfuð- borgarsvæðinu hafa riki og borg keppst við að koma upp ýmiss konar samfélagsstarfsemi. önnur þjónustustarfsemi þar hefur svo með beinum og óbein- um aðgerðum rikisvaldsins orð- ið að helstu guilnámu einka- framtaksins. í þjónustugrein- unum hefur ágóðavonin verið mest og gróðinn fljótteknastur. Þær hafa þvi dregið til sin óeðli- lega mikið fjármagn og starfs- lið. Þessi þróun hefur leitt til þess að landsmenn eiga nú mjög misgreiðan aðgang að almennri þjónustu og greiða auk þess misjafnlega mikið fyrir hana eftir þvi hvar þeir búa. Auknar tekjur — fleiri verkefni Sambærileg almenn þjónusta á svipuðu verði um allt land er sjálfsagt réttlætismál. Eflaust má benda á margar leiðir til að ná þvi marki t.d. jafnaðarverð á rafmagn og sima, bættar samgöngur, tillögu þingmanna Alþýðubandalags- ins um að fleiri fyrirtæki og stofnanir greiði landsútsvör eða sérstaka skattlagningu sveitar- félaga sem hafa eða fá til sin rikisstofnanir og fyrirtæki svo eitthvað sé nefnt. Þýðingarmest tel ég þó að sveitarfélögunum og ibúum þeirra verði færð aukin völd i hendur með auknum tekjum og verkefnum, en þau eru mjög misjafnlega undir það búin. Kaupstaðirnir standa ágæt- lega að vigi og stærri hrepparn- ir þokkalega. Hins vegar eru of margir hreppanna, sakir fá- mennis, ekki færir um að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað, þvi siður aö taka við nýj- um. Þannig stendur hreppa- skipunin beinlinis i vegi fyrir bættri þjónustu við ibúana sem jafnvel geta verið hlunnfarnir, þar sem hreppurinn hefur ekki bolmagn til að greiða laun til starfsmanns sem fylgi málum þeirra eftir. Stærri sveitarfélög Þar sem talið er að sveitar- félögin geti almennt ekki tekið við auknum verkefnum hafa menn viljað gera landshluta- samtökin að nýrri stjórnsýslu- einingu. I dagskrárgrein 21. sept. sl. bendir Skúli Alexander- son á nokkra annmarka þess að gera landshlutasamtökin að stjórnsýslustofnunum og vill þess i stað stofna héraðsþing sem kosið yrði til á lýðræðis- legri hátt en nú er gert til þinga landshlutasamtakanna. Ég er sammála gagnrýni Skúla á kosningu til þinga landshluta- samtakanna, en ósammála um nauðsyn þess að setja á fót nýja stjórnsýslueiningu til að sinna ýmsum sameiginlegum hags- munamálum fyrir heilt hérað eða kjördæmi. Ég er ósammála Skúlá af tveim meginástæðum. I fyrsta lagi vegna þess að jafn fámenn þjóð hefur ekkert að gera við nýja stjórnsýsluein- ingu (nýtt bákn) á milli þeirra tveggja sem fyrir eru, þ.e.a.s. rikis- og sveitarfélaga. í öðru lagi færðu 2-3 stjórn- sýslueiningar i landshlutanum þjónustuna litið nær stærsta hluta íbúanna; fyrir þá gæti ver- ið jafn hagkvæmt að sækja þjónustuna til Reykjavikur. Við þurfum stærri og öflugri sveitarfélög, sem geta tekiö við auknum verkefnum og staöið undir nauösynlegri þjónustu i nútima þjóðfélagi, en ekki nýja stjórnsýslueiningu. Stærri en færri sveitarfélög styrktu hin fjálsu hagsmunasamtök þeirra — landshlutasamtökin — og gerðu kosningu á þing þeirra mun lýðræðislegri. Visir að stærri sveitarfélögum hefur myndast viða um landið, þar sem sveitarfélög hafa tekið sig saman um stofnun og rekst- ur félagsheimila, skóla, heilsu- gæslustöðva og elliheimila svo eitthvað sé nefnt. Þar sem svo er komið er aðeins eftir að reka smiðshöggið á sameininguna. En alltof hægt miðar i samein- ingarátt og virðist þvi eðlilegt, að við förum eins að og frændur okkar Norðmenn, Danir og Svi- ar að sameina sveitarfélögin meö lögboði. Slikt lögboð er ekki eins sárs- aukafullt og menn vilja vera láta. Sveitarstjórnarmenn eru almennt á móti lögboðinni sam- einingu sveitarfélaga og meiri- hluti þingheims vill vafalaust ekki setja lög á mót vilja ihalds- samra oddvita. Stjórnsýslu og þjónustumiöstöðvar Ég vil þvi benda hér á leið sem þessir aðilar gætu sæst á. Á einum stað i héraði verði komið á fót stjórnsýslii og þjónustu- miðstöð þ.e.a..s. sameiginlegri starfsaöstöðu og hagkvæmu samstarfi opinberra stofnana og einkaaðila til þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Þess- ar stjórnsýslumiðstöðvar yfir- tækju þá stjórnsýslu þeirra sveitarfélaga, sem að þeim stæðu og veittu alla þá almenna þjónustu sem skrifstofur bæjar- fógeta sjúkrasamlög og bæjar- skrifstofur veita. Auk þessa yrði aukin þjónusta frá skattstofum, Fasteignamati rikisins, Bruna- bótafélagi Islands, Húsnæðis- málastofnun rikisins og Fram- kvæmdastofnun og jafnvel fl. Ég tel, að 700 manna byggð réttlæti byggingu slikrar mið- stöðvan en við ákvörðun á fjölda og staðarvali má styðjast við hugmyndir sameiningarnefnd- arinnar frá 1969 um 66 athug- unarsvæði. Kostir þessa fyrir- komulags eru margir. Þessar miðstöðvar ykju valddreifingu og drægju úr miðstjórnarvaldi. Sameinuð „stærri” sveitarfélög yrðu fær um að taka við auknum verkefnum og auka og bæta þjónustuna við ibúana. Ekki þyrfti að leggja niður hreppana og þeir gætu starfað áfram sem félagslegar heildir og hrepps- nefndir starfað áfram sem slik- ar. Slik sameining stjórnsýsl- unnar ætti ekki að auka skrif- finnskubáknið, heldur leiða til margvislegrar samvinnu opin- berra stofnana og gæti þannig aukið hagkvæmni og sparnað i rekstri þeirra. Tvö dæmi Mig langar til að nefna hér tvö dæmi um á hvern hátt slik stjórnsýslumiðstöð (vel búin tækjum) gæti orðið visir að end- urskipulagningu hinnar opin- beru þjónustu. Húsbyggjandi þyrfti aðeins að fara i þjónustumiðstöðina til þess að ganga frá lánsumsókn- um til Húsnæðismálastofnunar- innar og/eða lifeyrissjóðs og þaðan ætti lánið að afgreiðast til húsbyggjandans. 1 miðstöðinni lægju fyrir allflestar upplýsing- ar, sem umræddar lánastofnan- ir gera kröfu til. Með aðstoð tölvu ætti að vera fljótlegt að nálgast þær og koma til viðkom- andi lánastofnunar á margfalt færri eyðublöðum en nú er. Hitt atriðið sem ég vildi minn- ast á er að með tilkomu mið- stöðvanna ætti að vera mun ein- faldara að koma á og fram- kvæma staðgreiðslukerfi skatta. I þvi sambandi vildi ég skylda alla launagreiðendur til að láta launaútreikninga og greiðslur fara fram i miðstöðinni. Þannig væri tryggð' staðgreiðsla á félagslaunum, hverju nafni sem þau nefnast, og þá ætti að spar- ast mikil vinna og fjármunir við yfirferð skattframtala og inn- heimtu félagslauna. Ennfremur yrði gagnasöfnun ýmiss konar t.d. fyrir Hagstofu og Fram- kvæmdastofnun einfaldari og áreiðanlegri og launagreiðend- ur losnuðu við margar skila- greinar um mánaðamót og ára- mót. Hugmyndir þessar eru engan veginn fullmótaðar, og ég hef ekki lagt niður fyrir mér hver yrði heildarkostnaður við slika uppbyggingu, en hér er varla um meira átak að ræða en uppbyggingu félagsheimilanna á sinum tima. Ef við vinnum þessar hug- myndir nánar og hrindum upp- byggingu þjónustumiðstööva skipulega og myndarlega af stað. verður þess ekki langt að biöa að landsmenn fái áþekka þjónustu fyrir sama krónu- fjölda, hvort heldur þeir búa á höfuðborgarsvæðinu eðá i hin- um dreifðu byggðum landsins. Neskaupstað 7. nóv 77 Logi Kristjánsson Frægustu rithöfundar USA í hár saman Alþýðuvöld berast ekki á silfurdiski Samhliða baráttu fyrir skipu- legri aðhlynningu og uppbygg- ingu innlendra atvinnuvega, f yrst og fremst á félagslegum grund- velli, riður á að sósialistar stuöli aðauknu starfialmannasamtaka, einkum verkalýðs- og samvinnu- hreyfingarinnar. Báðar þessar áhrifamiklu félagsmálahreyf- ingar eiga að höfða til beinnar þátttöku alþýðu og geta verið mikilvægur vettvangur i þjóð- mála-, menningar- og fræðslu- starfi, aðeins ef menn finna tóm til að nýta þann vettvang. Alþýðuvöld verða ekki að veru- leika á meðan margir alþýðu- menn laðast fremur til starfa i allskyns klúbbun að borgaralegri fyrirmynd en vanrækja þann vettvang, þar sem örlög geta ráö- ist um afkomu þeirra og þjóðar- heildarinnar. Deyfð i samtiScum launafólks er ætið vatn á myllu borgarstéttarinnar og þeirra, sem einskorða vilja lýðræði við fulltrúakjör endrum og eins. Vítahringur sem verður að rjúfa Réttilega er á það bent, að hinn óhóflegi vinnudagur hjá stórum hluta launamanna standi i vegi fyrir félagslegum afskiptum, fræðslu- og menningarsókn alþýðu. Vinnuþrælkunin er afleið- ing hins lága kaupgjalds og dýr- tiðar á lifsnauðsynjum, ekki sist húsnæðis. Hér er á ferðinni vita- hringur, sem verkalýðshreyfing- in, fagleg og pólitisk, verður að leggja rika áherslu á að rjúfa sem fyrst, þvi að þar er að finna einn stærsta þröskuldinn i vegi fyrir lýðræðislegri hlutdeild og mann- sæmandi lifskjörum alþýðu á Islandi. Ábyrgð félagshyggjumanna Gegn veldi auðmagnsins verður alþýðan að beita þvi afli sem felst i samtakamætti verkalýðshreyf- ingar og pólitiskra málsvara heninar. Innlend borgarstétt hefur sýnt það rækilega á þeim áratug- um, sem liðnir eru síðan lýðveldi var hér stofnað, að henni er hvorki treystandi til að gæta póli- tiskra né efnahagslegra hags- muna þjóðarinnar. og undir for- ystu hennar eru burðarásar lýð- veldisins svignaðir og ekki langt i það þeir bresti. Sú upplausn og spilling sem við blasir á efna- hagssviðinu og viða i pólitisku lifi hefur þegar rýrt tiltrú margra á helstu stofnunum lýðveldisins og kallað fram lýðskrumara og hreinræktaða landsölumenn. Gegn þessu ástandi verður fylk- ing félagshyggjumanna i landinu að risa og leitast við að skapa hér lýðræðislegt vald, sem sé þess megnugt að slökkva elda óða- verðbólgunnar og koma á viðun- andi jafnvægi ,i efnahagsmálum um leið og búið verði svo að inn- lendum atvinnuvegum að þeir fái staðið til frambúðar undir mann- sæmandi lifskjörum án yfirvinnu. Forystu fyrir slikri umsköpun er aðeins að vænta frá Alþýðu- bandalaginu. Til þess verða gerð- armiklarkröfur æf mögrum á þvi tiunda ári flokksins, sem nú fer i hönd. Hjörleifur Guttormsson Norman Mailer og Gore Vidal eru liklega þekktustu rithöfundar Bandarikjanna af þeim, sem fram hafa komið eftir siðari heimsstyrjöld. Það er liklega ein skýringin á þvi, að þeir eru litlir vinir, og kveður svo rammt að þvi að þeir þola illa að sjá hvor ann- an. Báðir eru þcir nú rúmlega fimmtugir að aldri. Vidal er al- mennt viðurkenndur sem einhver orðheppnasti maður og um leið einn snjallasli rithöfundur Bandarikjanna eftir heimsstyrj- öldina siðari (aö sjálfsögðu alveg óþýddur á fslensku). Nú á dögunum bar svo til að þeir Mailer og Vidal voru báðir staddir i partfi, sem haldið var fyrir ýmiskonar glæsifólk i sam- kvæmislifi New York-borgar, rit- höfunda, leikara, þekkta blaða- menn o.fl. Og varla höfðu téðir tveir keppinautar á ritvellinum komið auga hvor á annan en þeir voru komnir i hár saman. Mailer, sem þráfaldlega hefur kallað Vid- al lygara, hræsnara og fleiri álika fallegum nöfnum skvetti úr glas- inu sinu yfir Vidal i hundrað gesta viðurvist og bætti slðan um betur með þvi að gefa honum svo rækilega á hann, að vörinsprakk. Til skýringar á þessu gat Mailer þess, að Vidal hefði móðgað hann kerfisbundið árum saman, svo að Norman Mailer heiður sins vegna hefði hann orðið að láta hefndir fyrir koma. Vidal lét sér ekki mjög við bregða og sýndi fljótt að hann gat svarað fyrir sig sem áður, þrátt fyrirsprungna vör. Hann sagði að Mailer væri vorkunn, þótt hann léti svona, þvi að það væri „engan veginn auðvelt að vera misheppn- aður eins og Mailer.,; Vidal gat Gore Vidal þesseinnig, að Mailer hefði ráðist á sig með „Pearl Harbor-aðferð- inni”. „Hann skvetti úr glasinu sinu framan i mig, og meðan ég var blindaður, rak hann þetta hnefaörverpi sitt framan i mig. Ennþá einu sinni reyndist hann ekki maður til að standa fyrir 'sinu með orðum.” dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.