Þjóðviljinn - 20.11.1977, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.11.1977, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. nóvember 1977 Hann Þórður gamli þraukar enn... Stalínismi og einkalíf Fyrrverandi belja er óklár á básakerfinu... Úr uppgjöri Huldu (Stein- unn Jóhannesdóttir) og Þórðar (Rúrik Haraldsson) i siöasta atrifti. Myndirnar eru teknar á æfingu. Viðtal við Véstein Lúðvíksson út frá nýju leikriti, frumsýndu og prentuðu Vesteinn: Karlrembir? — Já, auðvitað! 1 fyrrakvöld frumsýndi Þjóð- leikhúsið nýtt leikrit eftir Véstein Lúðviksson: Stalin er ekki hér. Sama dag kom leikritið út á bók. Persónur eru sex, allar tengdar fjölskylduböndum. Heimilisfaðir- inn, Þórður, roskinn járnsmiður, kommi af gamla skólanum, hefur ríkt yfir þrem börnum af fyrra hjónabandi, seinni koriu, einum væntanlegum tengdasyni. Hann er einn þeirra sem vilja gjarna skapa heiminn, eða að minnsta kostisina srráveröld.i sinni mynd. En áhrifavald hans er á undan- haldi, einingar fjölskyldunnat stefna hver i sina áttina. Mesti skiptir aö Hulda, eftirlæti föður sins, er heim komin eftir þriggja ára útivist og héfur giörbrevtta afstöðu til sambýlis og stjórn- mála. Vésteinn er spurður um þetta leikrit — af hverju vill hann helst kalla það fjölskyldudrama? Fjölskylda, hlýöni, undirgefni — Þetta er fjölskyldudrama, en kannski ekki alveg i venjulegum skilningi. A bak við vakir minn pólitiski skilningur á kjarna- fjölskyldunni, á borgaralegu fjölskylduformi i okkar samfé- lagi. Og skoðuð er sú þverstæða, að þeir sem heita vilja sósiaiistar og vilja gjörbreyta þjóðfélaginu skuli una við þetta sambýlisform, sem hefur að minu viti þvi hlut- verki að gegna að viðhalda rikj- andi skipulagi og gildismati, ala upp fólk sem er hlyöið og undir- i . Er sjonvarpió bilaó?^ ío i'xffe 'm Skjarinn Siónvarpsverbtó: I sími ;iaðasfrffl‘r3812-19-40; gefið og ekki liklegt til að gera uppsteyt gegn einu né neinu. Hér er ekki aðeins um það að ræða að oft verður einn aðili ráð- andi i fjölskyldu og ráðskast með hina. Heldur er kjarni málsins sá, að sjálf tvivéra manns og konu, sambúðar- og tilfinningatengsl þeirra innan lokaðs hrings, kallar á valdabaráttu og hamiar, þegar til lengdar lætur, tilfinningum og þroska. Ég get ekki imyndað mér að það liggi i eðli tegundarinnar homo sapiens að tjóðra sig við einn einstakling af sömu tegund og þá allra sist að loka sig inni með honum I einhverju stein- hreiðri alla sina tið. Tilfinningaleg fátækt og tog- streita þessa sambýlisforms kemur siðan niður á börnunum — mynstrið endurskapar sig sjálft i sifellu. Ég lit svo á að þetta sé i and- stöðu við grundvallarhugsun sósialismans. Gamlar og nýjar lexíur Þessi mál voru á dagskrá hjá ýmsum frumkvöðlum sósialiskr- ar hugsunar.áður fyrr, en hafa legið i láginni á þessari öld. For- ræði stalinismans gerði það að verkum að gagnrýni á hina borg- aralegu fjölskyldu var fljótt tekin af dagskrá bæði i Sovétrikjum og annarsstaðar. — En nú er það gömul stað- reynd, að i róttækri verklýðs- hreyfingu hafa verið uppi tveir andstæðir straumar: Annar boð- ar tilraunastarfsemi og frelsi i sambúð kynja, hinn tekur upp eindregið hanskann fyrir kjarna- fjölskylduna i nafni dyggða og barna og gagnrýni á yfirstéttar- spillingu i kynferðismálum. — Já, ■— til dæmis er það fróð- legt, að með stjórnleysingjum á Spáni, sem voru ansi hressir að mörgu leyti, kviknaði aldrei veruleg gagnrýni á fjölskylduna. Fn með undanhaldi átoriters reynt að taka þessi mal upp á vinstrisveifíu 1968, hafa menn reynt að taka þess mál upp á nýtt, nýtt, rifja upp gamlar lexiur. (Ath. hér á eftir er „átoritet” notað talsvert, og nær yfir áhrifa- vald að ofan, ofríki forystu, og fleira það sem er i andstöðu við jöfnuð sannan — áb) „Karlkerlingar” — Nú munu konur sjálfar telja sig eiga frumkvæði i þessum efn- um, rauðsokkar, hinir nýju feministar. — Jafnréttishreyfingin nýja hefur hleypt miklu lifi i þessar umræður með þeirri áherslu sem hún hefur lagt á efnahagslega og kynferðislega kúgun kvenna. En einnig i þessari hreyfingu, eða réttara sagt þeim hluta hennar sem kenndur er við feminisma, eru sterkir hreinlifisdrættir, og róttæk gagnrýni á borgaralega fjölskyldu sem slika heyrir til undantekninga. Þar má lika oft finna mjög neikvæða afstöðu til kynlifs. Eftir þessu er jafnréttis- hreyfingin oft dæmd, sem er auð- vitað ekki réttmætt. Hún hefur viða um lönd náð langt útfyrir viðhorf illra menntaðra karlkerl- inga. — Karlkerling, hvað er það? — Það er kona sem er svo grimmilega mótuð af karlræðinu, oftast bæði tilfinningalega og hugmyndalega, að hún er ófær um að heyja nokkra baráttu eftir öðrum leiðum en þeim sem karl- ræðið og kapitalisminn hafa valið sér. Pólitiskt séð finnst mér eng- inn munur á slikum konum og venjulegum karlhlunkum. Ég tek t.d. ekki undir kröfuna um fleiri konur á þing. Krafan er nefnilega vitlaust mótuð. Spurningin er ekki um konur, heldur hvers kon- ar konur. Alþingi yrði nákvæm- lega sama eymdarstofnunin og það er, þótt borgaralegum karl- kerlingum fjölgaði þar úr þremur og upp I sextiu. „Pungrottur” — Skáldsögur þinar hafa verið gagnrýndar frá feministasjónar- horni. Ertu samþykkur þvi að i þeim felist fordómar „pungrott- unnar”? — Aður en ég svara þessu langar mig tii að fara nokkrum orðum um „pungrottuna”, eins og nú er farið að þýða „male chauvinist pig”. Þetta orð er ein- mitt gott dæmi um þessa neikvæðu afstöðu til kynlifs sem mér finnst einkenna feminism- ann. Ég lit svo á að kynfærin séu það fallegasta og besta sem viö eigum. Þegar kynfæraheitin eru notuð i niðrandi merkingu lýsir það öfugsnúnu kynlifsmati. Fólk erdregið niður á kynfærunum. Að kalla menn pungrottur er það sama og þegar konur eru kallaðar „tussur”. — Hvort ég er karl- rembir, þeirri spurningu svara ég auðvitað játandi. Ég er ekkert kraftaverk. Það er fullkomlega útilokað að nokkur karlmaður get’ alist upp i þessu þjóðfélagi án þess að hann verði fyrir áhrif- um af rikjandi kynjaviðhorfum. Og þetta hlýtur að speglast i min- um verkum. Hitt er annað mál að það liggur ekki utan á þeim eins og sumir virðast halda hér á eyði- sandi bókmenntafræðinnar. Við- horf persónanna þurfa auðvitað ekki að vera viðhorf höfundanna. Og ef þau eiga að vera það, þá getum við jarðsungið skáldskap- inn á stundinni. 1 þessum efnum sem öðrum leitast ég við að horf- ast i augu við ástandið eins og mér finnst það vera og greina frá þvi i samræmi við það. Og raun- veruleikinn er þvi miður ekki alltaf sérlega hughreystandi. Sem dæmi getum við tekið kven- legan massókisma, sæluhroll undirgefni og kúgunar. Feminist- um ýmsum finnst það rógur að um þetta sé fjallað. Konur eiga ekki að vera svona. Þetta er svona álika blindni og hjá stalin- istunum i gamla daga. Þá áttu verkamenn að vera svona og svona i bókmenntunum hvort sem þeir voru þannig i raunveruleik- anum eða ekki.. — Þú talar um vissar stað- reyndir, viss áhrif sem þú sjálfur jafns sem persónur þinar séu undir settar. En hver er þá sekt einstaklings, til dæmis Þórðar fjölskyldustjóra i leikritinu nýja? — Sektin er fyrst og fremst samfélagsins. En þar með er ekki sagt að hann sé firrtur persónu- legri ábyrgð. Harmleikur Þórðar er sá, að hann er ófær um að horf- ast i augu við sina stöðu, vegna þess að hann er bundinn á klafa karlræðis og stallnisma. Pólitík og einkalíí — Þú notar i leikritinu ákveðn- ar pólitiskar staðreyndir án venjulegs feluleiks: blaðið heitir Þjóðviljinn, flokkurinn er Sósialistaflokkurinn, árið er 1957, Krúsjof hefur haldið leyniræðu. það var uppreisn i Ungó. Þórður er sósialisti af gamla skólanum, Hulda dóttir hans er vegna óvenjulegrar lifsreynslu erlendis skyld nýju vinstri kynslóðinni frá 1968. Hvaða hlutverk ætlar þú þessum pólitisku staðreyndum i verkinu? — Ég er að reyna að sýna hvernig pólitik og einkalif eru samtengd. Við erum þvi vön, að i hugum fólks sé pólitisk hugsun og starf eitthvað fullkomlega aðskil- ið frá einkalifi. 1 raun er þessu á annan veg farið. Þessi fjölskylda min er að þvi leyti ekki dæmigerð að i henni eru tveir einstaklingar sem hafa brennandi áhuga á pólitik, það er vist ekki algengt, a.m.k. ekki lengur. En hjá hinum fjórum, sem eru heldur sinnulaus i þessum efnum, er einnig um ákveðið gildismat að ræða sem er pólitiskt þegar allt kemur til alls, þótt þau geri sér ekki grein fyrir þvi. Þóröur er dæmigerður fyrir þessa borgaralega sundurhólfun. Hann er fórnfús sósialista, vill jafnrétti og bræðralag manna, en hegðun hans heima fyrir er i and- stöðu við þessi grundvallarvið- horf. Ekki nóg með það: hann getur sjálfur ekki komið auga á þessa skiptingu. Hulda gerir sér grein fyrir þessu, en hún er fórnarlamb borgaralegrar fjölskyldu. Hún er tilfinningalega bækluð mann- eskja, kannski alla sina ævi ófær um að takast á við sinn samfé - lagslega veruleika, þótt henni finnist hann óþolandi. Án málpípu — Nú munu menn sjálfsagt lesa ýmislegt út úr þessu leikriti um viðhorf þin til sósialiskrar hreyfingar. — Áherslur hafa reyndar breyst i þessu leikriti mjög mikið frá þvi ég byrjaði á þvi. Þá átti það að gerast 30. mars 1949 og sósialisk hreyfing á Islandi var þá beinlinis þungamiðjan. En ég hvarf frá þvi um leið og ég breytti timasetningunni. Bæði vegna þess, að mér fannst þessi fjöl- skyída ekki vera réttur vettvang- ur fyrir slika umræðu, og svo vegna þess að min persónuleg reynsla gerði þessi pólitisku til- finningamál og vandamál

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.