Þjóðviljinn - 20.11.1977, Page 11
Sunnudagur 20. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Kalli: Pabba langar til að teygja á þér nefbroddinn hringinn f kringum jörðina — með viðkomu bæði i
Moskvu og Peking...Munda (Bryndis Pétursdóttir), Kaili (Sigurður Sigurjónsson), Stjáni (Sigurður
Skúlason).
kjarnafjölskyldunnar mjög ná-
komin. betta varð til þess að
áherslan fluttist yfir á kjarna-
fjölskylduna i félagslegu sam-
hengi. Engu að siður speglast i
verkinu ýmsar hugmyndir minar
um sósialiska hreyfingu á tslandi,
án þess þó þær verði rikjandi eða
ég reyni að þvinga skoðunum
minum upp á áhorfandann.
Leikritsformið býður upp á það
að höfundur tefli fram hugmynd-
um án þess að hafa mjög hátt um
sihar eigin. Ég á mér enga mál-
pipu á sviðinu, enda þótt segja
megi að Hulda og Kalli segi
margt það, sem mér er ekki fjar-
lægt. Minar hugmyndir koma
fyrst og fremst fram i þeim átök-
um sem eiga sér stað á sviðinu.
Forystan og fíflin
á mottunni
Þær eru fyrst og fremst tengdar
gagnrýni á forræðishyggju,
átoritet. íslensk sósialisk hreyf-
ing frá KFI og áfram er ekki und-
antekning frá þvi sem annarstað-
ar gerist i þessum efnum. Og ég á
þá ékki aðeins við staliniska þró-
un, heldur og við átoritera arfleið
frá bolsévikum sem mótuðu við-
horf og aðferðir. Hugmyndir um
fory stusveitina, úrvalsliðið
mikla.sem á ævinlega að hafa vit
fyrir hinum vinnandi fjölda.
Flokkskenning Lenins byggir á
þvi, að fjöldinn geti ekki öðlast
sósialiska vitund nema hið
menntaða úrvalslið blási fjöldan-
um þessari vitund i brjóst. Við
erfiðar aðstæður bolsévika fyrir
byltingu sköpuðust lika ákveðnar
hefðir fyrir skilyrðislausri hlýðni
óbreyttra liðsmanna við vilja
forystunnar. Annarsvegar er
menntaður kjarni, hinsvegar
fjöldinn sem hlýðir og fram-
kvæmir skipanir. Eða eins og
Kalli segir i leikritinu: ,,Sam-
kvæmt leikreglum hins lýðræðis-
lega miðstjórnarvalds halda fiflin
sér á mottunni”.
Þetta gerist einnig i islenskri
sósialiskri hreyfingu. Það skap-
ast fljótlega ákveðinn kjarni sem
fær og skapar sér ákveðið áhrifa-
vald sem hleður svo utan á sig.
En skuldinni verður ekki skellt á
forystuna eina — vandinn er sá að
við lifum i þrælátoriteru þjóðfé—
lagi, og fólk sem alið er upp við
hvern valdapýramidann af öðr-
um (allt frá kjarnafjölskyldunni),
það kallar sjálft á undirgefni og
foringjatrú þegar það kemur i
pólitisk samtök. Það er ekki
aðeins að forystan lití stórt á sig,
heldur litur fólk stórt á forystuna
fyrirfram. Þetta er vitahringur
sem erfitt er að losna úr, og það
hefur ekki gerst enn þann dag i
dag.
Sjálfskipulagning
verkalýðsins
Þessi viðhorf koma hvarvetna
við sögu i pólitiskum praxis
hreyfingarinnar. Mér finnst t.d.
mega sjá það á framkvæmd verk-
falla, að jafnvel strax á þeim
tima þegar verkalýðshreyfingin
var að berjast fyrir tilverugrund-
velli sinum verður það mjög
áberandi, að forystan þarf að
koma vel út úr verkfallinu. I stað
þess að höfuðáhersla væri lögð á
að verkalýðurinn lærði eitthvað
af hverju verkfalli, lærði að
stjórna sér sjálfur, skipuleggja
sig sjálfur. Og þetta fór versn-
andi þvi meiri áherslu sem flokk-
urinn lagði á baráttu innan
ramma hins borgaralega þing-
ræðis. Verkfall má fyrir alla muni
ekki „tapast”, þvi þá gæti fjöld-
inn misst trú á forystuna sem lagt
hefur á ráðin og stjórnað öllu sem
máli skiptir. Fjöldinn gæti meira
að segja tekið upp á þeim fjára að
stjórna sér sjálfur. Og hvað yrði
þá um forystuna? Og til hvers
væri þá flokkurinn?
Nei, þetta að tapa verkfalli, það
er ekki það eitt að fara úti aðgerð-
ir og fá svo ekki kaupkröfunum
framgengt. Hér tapast öll verk-
föll. Hér lærir nefnilega verkalýð-
urinn ekki það á verkföllum sem
hann gæti gert og mestu máli
skiptir: að skipuleggja sig og eig-
in framleiðslu.
Hvers konar
stalínismi?
— Notar þú ekki stundum hug-
takið stalinismi i háskalega við-
tækri merkingu? Eg á við það að
átoritetstrú, foringjadýrkun og
pýramidaskipulag einkenna alla
hugsanlega flokka og hreyfingar
um langan aldur, þessi fyrirbæri
eru engin einkaeign þeirra sem
höfðu trú á Sovétrikjum Stalins,
eins og við reyndar komum að áð-
an.
— Það er rétt, ég nota hugtakið
stalinismi i nokkuð viðri merk-
ingu. En þetta sem þú neínir og
stalinisminn á sameiginlegt með
flestum hreyfingum og stofnun-
um sem mannkynið hefur hrundið
af stað, það er aðeins litill hluti af
þvi sem ég á við með hugtakinu
stalinismi. Aðalatriðin eru ger-
ræðislegir stjórnarhættir og
fræðileg eymd, með öðrum orðum
úrkynjun marxismans. Þetta
tvennt helst einnig i hendur hér á
landi, enda þótt Sósialistaflokk-
urinn næði aldrei álika langt i
gerræðislegum aðferðum og
skyldir flokkar á Vesturlöndum.
Þetta held ég að hafj m.a. stafað
af þvi, að þjóðernishyggjan var
sterkur þáttur i þessari hreyf-
ingu frá upphafi, auk þess sem
þjóðernishyggjan var fræðilega
séð miklu fyrr tekin hátiðlega hér
en annars staðar. Þetta hvort
tveggja gerði flokkinn miklu opn-
ari i starfsháttum, en bauð um
leið heim alls konar borgaraleg-
um bábiljum og hefur margsinnis
leitt til viðurstyggilegrar þjóð-
rembu. Landhelgismálið getur
hér þjónað sem dæmi. Það sýndi
okkur einnig, hversu auðvelt
borgarastéttin á með að yfirbjóða
andstæðingana I þessum efnum.
— Fræðilega fór þó flokkurinn
enn verr út úr stalinismanum,
enda þótt kreddufestan yrði hér
aldrei eins mikil og viða annars
staðar. Alþýðubandalagið er fræði
lega geldur flokkur: stundum er
engu likara en að hann hræðist
alla teoriu yfir höfuð. Þingmenn
og þingmannsefni flokksins þeysa
t.d. um landið og kynna nýja
stefnu sem kölluð er „islensk
atvinnustefna”, án þess að flokk-
urinn hafi látið frá sér fara svo
mikið sem yfirborðslega útlistun
á fyrirbærinu.
Síðstalínismi
— Hvernig kemur leikritið inn i
þessa þróun?
— Það gerist 1957 eins og áður
segir. Kalda striðið er i
algleymingi og hægri öflin i sókn.
Flokkurinn er i rikisstj. og samt
er ekki farið að hrófla við banda-
riska hernum, hvað þá að bóli á
einhverjum sósialiskum úrræð-
um. Það er með öðrum orðum
enginn hægðarleikur að vera
kommi eins og Þórður. Og ekki
bætir það úr skák, að þetta er timi
hins byrjandi siðstalinisma, sem
ég kalla svo.
Fyrir 1956 var i þessari
sósialisku hreyfingu á Vestur-
löndum nokkuð fortakslaus trú á
þvi að framtiðarrikið væri orðið
eða i þann vegin að verða að
veruleika i Sovétrikjunum. Þar
var verið að framkvæma hið göða
með hihu góða. En eftir 1956, eftir
ræðu Krúsjofs á tuttugasta
flokksþinginu og eftir uppreisn-
ina i Ungverjalandi, þá fara
margir að efast, smám saman
tekur framtiðarrikið að gliðna i
hugum þessa fólks. Flestir verja
þó grunninn áfram. Það er aðeins
viðurkennt að gerð hafi verið
ákveðin mistök. Þórður vitnar i
ummæli ungs menntamanns:
„Raunveruleikinn er mótsagna-
kenndur. Stundum er ekki hægt
að framkvæma hið góða nema
gegnum hið illa”. Þetta finnst
mér siðstalinisminn i hnotskurn.
Villimennskan afsökuð með hug-
hyggju sem gaf rannsóknarrétt-
inum á Spáni ekkert eftir. Þetta
sést sem betur fer ekki lengur.
Bjartsýni
og bölsýni
— Að lokum þetta, Vésteinn:
finnst þér þetta vera bölsýnt
verk?
— Nei, fjandakornið. En þar
með er ekki sagt að það ieki af
þvi bjartsýnin. Ég hef enga
patentlausn á vandamálum
mannkynsins, hvað þá ég hafi
troðiðeinhverjuslíku inn i verkið.
Ahorfandinn verður sjálfur að
draga sinar ályktanir af þvi sem
gerist. En vafalaust er grunntónn
verksins ekki úr takt við viðhorf
min til samtimans. Og ég get ekki
sagt að ég sé bjartsýnn á núver-
andi þróun, Ég er hræddur um að
við eigum eftir að búa lengi enn
við siðleysi kapitalismans og þá
menningarlegu og tilfinningalegu
örbirgð sem einkennir lif alþýðu á
Vesturlöndum i dag — og á
trúlega eftir að fara versnandi.
Auk þess er margt ósennilegra en
að Vesturlönd eigi eftir að ganga i
gegnum eitt fasismatimabilið
enn. Þessi viðhorf gera það að
verkum, að ég er ekkert upplyftur
i bjartsýni. Það er heldur ekkert
nýtt. Sumum sýndist skáldsaga
min, Gunnar og Kjartan, vera
bjartsýnislegt verk. En eins og
mér var bent á vestur á Isafirði
um daginn: i þeirri sögu, alveg
eins og þessu leikriti, felst fram-
tiðarvonin i barni sem er að fæð-
ast.
Arni Bergmann.
í desember bjóðum við sérstök
folafargjöld frá Norðurlöndum til íslands.
Þessi jólafargjöld sem eru um 30% lægri en venju-
lega, gera fleirum kleift að komast heim til íslands
um jólin.
Ef þú átt ættingja eða vini erlendis, sem vilja halda
jólin heima, þá bendum við þér á að farseðill heim til
íslands er kærkomin gjöf.
Slíkur farseðill vekur sannarlega fögnuð erlendis.
/SLAJVDS