Þjóðviljinn - 20.11.1977, Side 24

Þjóðviljinn - 20.11.1977, Side 24
DIQÐVIUINN Sunnudagur 20. nóvember 1977 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. L 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. tttltiUHK Hver urðu áhrif íslenskrar iðnkynningar Betur má ef duga skal L Hver urðu áhrif ís- lenskrar iðnkynningar á viðhorf almennings gagnvart íslenskum iðn- aði og breytingar fólks á innkaupum? Hvað segja þær kannanir, sem Hag- vangur hf. hafði með höndum um það? Hagvangur framkvæmdi fjór- ar spurningakannanir, þar sem ýmsar spurningar voru lagöar fyrir valiö úrtak heimila. Jafn- framt var athuguö sala á nokkr- um vöruflokkum i þremur verslunum á Reykjavikursvæö- inu til þess aö ganga úr skugga um raarkaöshlutdeild islensks iönvarnings. Kannanirnar voru geröar i mai 1976, júni 1976, fe- brúar 1977 og október 1977. Þrjár siðari kannanirnar leiddu i ljós vaxandi áhuga á málefnum iönaöarins. Sem dæmi má nefna aö i siðustu könnuninni töldu 46% spuröra að I sambandi við innkaup iön- varnings bæri að hafa i huga þjóöarhag, gjaldeyrissparnaö, trygging atvinnu o.s.frv. Til- svarandi tala i fyrstu könnun- inni var 16%, i annari 27% og þriöju 41%. Þeir, sem töldu, aö fátt eöa ekkert gott væri viö is- lenskan iönvarnig voru meö öllu horfnir i tveim siðari könnunun- um en voru 12% I þeirri fyrstu og 5% I annari. Tvær fyrstu kannanirnar sýndu ekki marktækar breyt- ingar á markaöshlutdeild is- lenskra iönvara. Þriöja könnun- in sýndi hinsvegar umtalsverða aukningu. Fjórða könnunin, sem gerö var eftir að iönkynn- ingu lauk, leiddi I ljós að mark- aöshlutdeildin fór aftur minnk- andi. Af niöurstööum þessara skoö- anakannana viröist mega á- lykta aö áhrif iðnkynningarinn- ar hafi einkum verið tvennskon- ar: 1. Annarsvegar viröist hafa tekist að auka vitneskju fólks og breyta viðhorfum almennings til isl. iðnaðarvara. Þaö er nú betur upplýst um islenskan iön- að og gildi hans en áður. Búast má viö að áhrif þessi séu nokkuð varanleg. 2. Hinsvegar gefa niðurstöður markaðskönnunarinnar tilefni til aö álykta, að markaössókn islenskra iðnaöarvara sé ekki varanleg, þrátt fyrir þann áróö- ur, sem rekinn var um tima. A meöan auglýsingaherferðin stóö sem hæst jókst markaðshlut- deildin en er dregið var úr henni minnkaði hlutdeildin á ný. Virö- ist því aö mun meira þurfi til þess að breyta innkaupsvenjum fólks en sú auglýsingaherferö, sem rekin var. —mhg nhg j CIA Njósnurum nú fækkað WASHINGTON. Stans- field Turner, núverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA hefur tilkynnt að hann ætli að fækka fólki í njósna- deild þjónustunnar. Nú þegar hefur um 200 njósnur- um verið sagt upp störfum, og á næsta sumri á aö segja 700 til viðbótar upp. Þetta þykir njósnurum allmikil blóðtaka og segir Herald Tribune, að mórallinn sé i lakasta lagi I bækistöövum CIA vegna uppsagnanna. Sú deild sem er um aö ræöa hefur 4000 njósnara á sin- um snærum og þeir hafa' 4000 manna aðstoðarliö. Turner segir, aö meginástæöan fyrir þessari fækkun sé sú, aö njósnatæki allskonar hafi fleygt mjög fram, þær upplýsingar sem t.d. gerfihnettir búnir næmum ljósmyndatækjum geta aflað eru á viö marga njósnara. Þá er önnur ástæöa fyrir ráð- stöfunum Turners sú, að meöan á Vietnamstriöinu stóö^hljóp mikil þensla i starfsmanna hald hjá CIA. Laun hækka í Sovétríkjunum MOSKVU 15/11 Reuter — Nærri niu miljónir sovéskra verkamanna sem starfa viö skólakerfiö, heilsugæslu, fram- reiðslu og fleira fá launahækkun að meöaltali 18% fra byrjun næsta mánaöar, að þvi er Tass- fréttastofan tilkynnti I dag. Ekki kom fram i tilkynningunni hve hátt kaup fólk I þessum starfs- greinum hefur eins og er, en flest af þvifær að likindum minna en - sem nemur sovéskum meöal- launum, sem eru nærri 39 rúblur á viku. Sú upphæö samsvarar 52 dollurum. Tass sagöi aö launa- hækkunin væri liður i fyrirætlun um að veita þriöjungi sovéskra verkamanna launahækkuh á timabili yfirstandandi fimm ára áætlunar, er nær til 1980. Vopnasala Bandaríkja manna fer fram úr áætlun WASHINGTON. Bandariska varnarmálaráðuneytið hefur nú játaö, aö Bandarlkin hafi selt úr landi vopn fyrir 11.3 miljaröi doll- ara þaö sem af er árinu. Er þaö 1.4 miljarði hærri upphæö en ráö haföi veriö fyrir gert. Þessar upplýsingar koma heldur illa við stjórn Carters vegna þess aö hún hafði skuld- bundiö sig til aö draga úr vopna- sölu til annarra rikja. Rex Granum, aöstoöarblaöa- fulltrúi Hvita hússins hefur reynt að skjóta sér bak viö þaö, aö tölv- ur I Pentagon hafi ekki varað menn viö i tima vegna bilana, en talsmenn varnarmálaráöuneytis- ins hafa borið þá einkennilegu af- sökun til baka. *r

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.