Þjóðviljinn - 26.11.1977, Qupperneq 1
djodviljinn
Laugardagur 26. nóvember 1977 —42. árg. 265. tbl.
Sjávarútvegsráðherra á þingi LÍU:
I ræðu sem Matthias
Bjarnasori/ sjávarútvegs-
ráðherra,hélt á þingi Liú í
Grindavík í gær, boðaði
hann 12 daga þorskveiði-
bann í desember mánuði
nk. Þetta bann verður með
þeim hætti að togurum
verður leyft að stunda
veiðar, en með þvi skilyrði
að hlutdeild þorsks í af lan-
um nemi ekki meiru en
10% aflans.
Þá gat hann þess, að hugleiddar
hafi veriö ýmsar leiðir til tak-
mörkunar á þorskveiðum á næstu
vertið og nefndi eina þeirra, en sú
loönuskipa og eins á milli loðnu-
vertiða, auk þess sem ráðherra
sagði að veita yröi netaveiöiskip-
um miklu meira aðhald en verið
hefði, þar sem það væri viður-
kennt aö reglur um netafjölda á
bát væru þverbrotnar.
Menn taki eftir þvi að hér talar
sá sem valdið hefur og ber aö sjá
um að öllum reglum sé fylgt.
Matthias Bjarnason hefur hvað
eftir annað ráðist að fiskifræðing-
um okkar og sagt að ekkert mark
væri takandi á spám þeirra og
hefur neitað hvað eftir annaö að
fara eftir tillögum þeirra um tak-
mörkun á þorskveiðum. Ræða
hans að þessu sinni var engin
undantekning, en þar sagði hann
m.a. orðrétt:
KORTSNOJ VANN AFTUR — SIÁ SÍÐU 9 ingalitið hefur sjávarútvegsráöu- neytið farið að tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar og góð sam- vinna verið um framkvæmdir. Ein af undantekningunum var ákvörðunartakan um hámarks- afla á þorski, en má ég enn einu sinni minna á, að ósk Hafrann- sóknastofnunarinnar um 230 þús- und tonna hámarksafla árið 1976 kom fram eftir að sjávarútvegs- ráðuneytið baö um tölulegar upp- Framhald á bls. 18.
V erkalýðsf élögir i á Vestfjörðum
Segja upp
samningum
Skálum vonandi í kampavíni
fyrir nýjum samningum
um áramótin, segir Pétur
Sigurösson form. ASV
Verkalýðsfélagið Baldur á ísa-
firði og verkalýðsféiögin á Bildu-
dal og i Bolungarvik, hafa sagt
upp kauplið gildandi kjarasamn-
inga, frá og með næstu áramótum
og að sögn Péturs Sigurðssonar,
formanns Alþýðusambands Vest-
fjarða, og má búast við að öll
verkalýðsfélögin innan sam-
bandsins geri slikt hið sama, inn-
an tiöar.
Þegar Vestfirðingarnir sömdu
á sl. sumri komu þeir ákvæði
þess efnis inni samningana, að ef
fjölmennir hópar i þjóöfélaginu
næöu betri samningum, mætti
segja kaupliðnum upp og hefja
nýja samninga.
,,Nú hefur þetta einmitt gerst.
Eins og allir vita hefur það verið
siður mjög fjölmennra félaga og
annarra starfshópa, að láta
verkamenn draga vagninn i öll-
Pétur Slgurðsson,
form. ASV.
um samningum, en hiröa siðan
það sem þeir hafa fengið og meira
til á eftir. Við þetta vildum við
ekki lengur una og fengum þvi
þetta ákvæði inni siöustu samn-
inga og ætlum þvi aö nota þaö nú,
þegar BSRB og fleiri hafa fengið
meiri hækkanir en við fengum sl.
sumar”, sagði Pétur Sigurösson.
Hann sagði að enn væri ekkert
farið að ræðast við um nýja
samninga, enda hafa ekki öll fé-
lögin innan ASV enn sagt upp
samningum.
,,En ég vona að við getum skál-
að i kampavini um næstu áramót,
til að fagna nýjum samningum,”
sagði Pétur að lokum. — s.dór>
Tólf daga þorskveiðibann
í desember
Ráðherra heldur áfram að
hnýta í fiskifrœðinga
Daggjöld á
lelkskóla 35
þúsund á
mánuði?
SIÁ BAKSÍÐU
LANDHELGIN
1
Þjóöverjarnir
út á mánudag
A mánudaginn, þann 28. nóv-
ember, rennur út samningur
tslendinga og V-Þjóðverja um
veiðiheimildir til handa V-Þjóð-
verjum innan 200 mflna land-
helginnar á vissum sivsðum.
Samkvæmt þessum samningi
var Þjóðverjum heimilt að
veiða alls 60 þúsund lestir af
fiski þar af 5 þúsund lestir af
þorski. Þennan aflakvóta hafa
Þjóðverjar ekki nýtt, hvorki 1
fyrra né i ár. Frá 1. des. 1976 til
1. okt. 1977 höfðu þeir veitt sam-
tals 43.500 lestir, þar af 1581 lest
af þorski.
Þegar nú Þjóðverjar fara út
fyrir landhelgismörkin, eru enn
eftir Norðmenn, Færeyingar og
Belgíumenn. Belgarnir mega
Þá eru enn eftir
Fœreyingar,
Belgiumenn og
Norðmenn
vera hér með 12 togara á móti
þvi aö Þjóðverjarnir máttu vera
með 40 togara, og þessir 12 tog-
arar Belganna mega veiöa sam-
tals 6.500 lestir, þar af 1500 lestir
af þorski. Færeyingar mega
veiða 17.000 lestir alls, þar af
8.000 lestir af þorski, með 10
togurum, linuveiðurum og
handfæraveiðiskipum.
Norðmenn mega einungis
stunda hér linuveiöar og afla-
kvóti þeira er óákveðin, en var i
fyrra 2.800 lestir, mest megnis
langa og keila. Þeirra veiðar er
hægt að stöðva fyrirvaralaust
og var þaö til að mynda gert sl.
sumar.
Nú hefur þvi verið lýst yfir af
sjávarútvegsráðherra að Fær-
eyingar fái áfram að veiða i
islenskri landhelgi, en sjómenn
eru almennt andvigir þvi og
benda á aö á sama tima og
Færeyingum er leyft að stunda
veiðar hér við land, taki útlend-
ingar um 60 þúsund lestir á ári á
Færeyjamiðum. Þeim beri þvi
að hreinsa sina landhelgi og þar
með hafi þeir mun meiri afla en
þeir mega veiða hér við land —
—S.dór
EFNAHAGSBANDALAGIÐ VILL:
Hrekja Færeyingana
af Grænlandsmiðum
eða þvinga þá inn 1 EBE
Líkur benda til þess# aö
vegna aöildar Danmerkur
að Efnahagsbandalaginu
verði Færeyingar að sætta
sig við minni réttindi á
Grænlandsmiðun en fiski-
menn frá Bretlandi,
Þýskalandi og öðrum
EBE-löndum.
Fyrst ætluðu Danir að koma
þvi svo fyrir að allir þegnar
danska rikisins hafðu sama rétt
til fiskveiða viö Grænland, en
Grænlendingar sjálfir hefðu þó
sérréttindi nokkur.
Þetta viil yfirstjórn Efnahags-
bandalagsins i Brussel ekki sætta
sig við, að þvi er blaðið Inform-
ation hermir nú á miðvikudag.
Færeyjar eru- aðilar að danska
rikinu, en hafa ekki viljað gerast
aðili að EBE. Þvi eiga Færeying-
ar að vera eins og hver önnur
„þriðja þjóö” að þvi er varðar
fiskveiöar við Grænland, segja
þeir i Brtíssel.
EBE segir: Það skiptir meiru
að Danmörk (meö Grænlandi) er
i EBE en að Færeyingar eru
danskir rikisborgarar, búsettir i
Færeyjum. Fyrst á þvi að semja
um rétt grænlenskra og danskra
fiskimanna við Grænland, siöan
um rétt annarra fiskimanna
EBE-landa, og siöastir koma
Færeyingar.
Færeyingar hafa veitt 7000
smál. af þorski og 12.000 tonn af
rækjum við Grænland á ári og
mega illa viö að missa þann afla.
Færeyingar hafa verið óánægöir
með samskipti sin við EBE ; þeir
segja að sjómenn frá EBE-mið-
um taki fjórum sinnum meira
afla við Færeyjar en Færeyingar
taka á EBE-miðum i Norðursjó.
Efnahagsbandalagið svarar þvi
til, að Færeyingar eigi að reikna
Grænlandsveiðar sinar meö i
þessu dæmi.
Information telur að með þessu
móti sé EBE að reyna að þvinga
Færeyinga inn i Efnahagsbanda-
lagið.