Þjóðviljinn - 26.11.1977, Page 6

Þjóðviljinn - 26.11.1977, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. nóvember 1977 Agreiningur milli stj ór nar flokkanna um raforkumálin Agreiningur milli stjórnar- flokkanna um stefnuna i orku- málum hefur komiö greinilega fram i umræöum á Alþingi siöustu daga. Framsóknarmenn hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um skipulag orkumáia sem er andstæö hugmyndum sjálf- stæöismanna, og hafa þingmenn Sjálfstæöisflokksins gagnrýnt þetta „frumhlaup” framsóknar- manna, einkum i ljósi þess, aö nú starfar nefnd á vegum iönaöar- ráöherra aö þvi aö gera tillögur um heildarskipulag og yfirstjórn orkumáia. Framsóknarmenn leggja til aö komiö veröi á fót einu fyrirtæki sem annist alla meginraforku- vinnslu og flutning raforku á milli landshluta. Aöilar aö þessu fyrir- tæki og stjórn þess veröi rlkis- sjóöur og landshlutaveitur, en eignarhluti rikissjóös veröi aldrei minni en 50%. Fyrirtækiö skuli undirbúa virkjanir og láta virkja. Þá veröi komiö á fót landshluta- veitum sem annist alla dreifingu og sölu á raforku i viökomandi landshluta. Þessi tillaga framsóknar- manna er mjög svipuö tillögum sem alþýöubandalagsmenn hafa lagt fram á Alþingi um skipulag orkumála, og auk þess hefur Jón Arm. Héöinsson lýst þvi yfir á Alþingi aö þingmenn Alþýöu- flokksins séu sammála megintil- gangi tillögunnar. Er þvi ljöst aö meirihlutier fyrir hendi á Alþingi til aö endurskipuleggja raforku- mál landsins. Til hjálpar þegar háska ber að höndum Indónesía: eru ódýrar, handstöövar um 20 þús. kr. en bilastöðvar um 60 þús. Þær eru auk þess svo léttar og handhægar, að stinga má þeim i vasa. Unnið er að þvi af Norræna sambandinu að gera mönnum kleift aö nota talstöðvar sinar hvar á Norðurlöndunum sem þeir eru staddir. — Tilgangur okkar með þessum félagssTkap er einkum sá, — auk þeirra almennu þæginda, sem stöðvarnar veita, — að kenna mönnum að nota þær þegar háska ber að höndum, svo að auðveld- ara verði um aðstoð, sagði Þor- lákur Asgeirsson. Aðalstjórn félagsins skipa: Þorlákur Asgeirsson, formaður, Sverrir Þorleifsson, ritari, Bjarni Jónasson, gjaldkeri, Sævar Sverisson og Ólafur Friðjónsson, meðstjórnendur. —mhg 100.000 pölitískir fangar? JAKARTA 23/U Reuter — Indónesisk yfirvöld ætla nú aö stefna fyrir rétt um 1600 póiitisk- um föngum, sem hafa verið i haldi siðan 1965, að sögn yfir- manns öryggisiögreglu ríkisins. Yfirmaðurinn, Sudomo aðmiráll, sagði að siðan þá hefðu um 900 pólitiskir fangar verið dæmdir til dauða og teknir af lifi. Hann gat um 400 pólitiska fanga aðra, sem hann gaf til kynna að ekki yrðu látnir lausir. t siöastliönum mánuði til- kynntu indónesisk stjórnarvöld að um 31.500 pólitiskir fangar væru i landinu og yrðu 10.000 þeirra látnir lausir i desember, jafnmargirá komandi ári og 3000 1979. Mannréttindasamtökin Amnesty International halda þvi fram aö tala pólitiskra fanga i Indónesiu sé miklu hærri, eða að minnsta kosti um 55.000 og ef til vill allt að 100.000. Fiskiþing sett um helgina Fiskiþing verður sett i Fiski- félagshúsinu á mánudagsmorg- uninn kemur, kl. 10 f.h. Kynning á félagi farstöðvaeigenda Sýningum Alþýðuleikhússins á leikriti Böðvars Guðmundssonar, Skollaleik, fer nú senn að ljúka. Skollaleikur hefur að undan- förnu verið sýndur i Reykjavik og nágrenni, en siðustu sýningar i Reykjavik verða í Lindarbæ sunnudag og mánudag, 27. og 28. nóvember. Sýnt verður á Selfossi ikvöld, laugardag.og Minni-Borg, Grimsnesi á þriðjudag. Að loknum þessum sýningum verður sýnt á fimm stöðum norðanlands: Skagaströnd, Hofs- ósi, Ólafsfirði, Dalvik og Akureyri.og mun þar með ljúka lengstu leikför islensks leikhúss til þessa, en hún hefur staðíð óslitið siðan3.ágúst,s.l. Sýningar eru nú þegar orðnar 85 á 54 stöð- um hér heima og erlendis. Sýn- ingin hlaut einróma lof leiklistar- gagnrýnenda og hefur hvarvetna verið forkunnar vel tekið, enda talin einn merkasti leiklistarvið- burður islenskur um árabil. —mhg — Hvað er nú það, spurði blaða- maður þegar hringt var i hann og honum tiikynnt um fréttamanna- fund hjá Félagi farstöðvaeig- enda. Liklega þykir ekki gáfulega spurt en þó grunar okkur að þeir séu æði margir, sem ekki vita mikil skil á Félagi farstöðvaeig- enda, þótt það sé búið að starfa i 7 ár. Má þvi e.t.v. ætla, að þetta sé ærið siðbúinn fréttamannafundur og hefði kannski dregist lengur ef ekki hefði viljað svo til, að félagið er nú að opna skrifstofu i Siðu- múla 22. Verður hún opin frá kl. 13-17 og þar að auki á fimmtu- dagskvöldum, frá kl. 20-22. Formaður félagsins skýrði svo frá að nýlega hefði verið haldinn i Lysekill stofnfundur Nordisk Radio Samarbete og verður Leif Samuelsen formaður þess næstu tvö árin. En þessi hlédrægi félagsskapur hefursamtekki setið aðgerðalaus undanfarin ár. Komið hefur verið upp deildum og miðstöðvum vitt um landið, sem fólk getur haft samband við, ef það lendir I erfiðleikum á ferðum sinum um landið og hefur talstöð meðferðis. Miðstöðvum verður fjölgað eftir þvi sem félagatala eykst úti um land. 1 miðstöðvunum eru um- boðsmenn félagsins og geta félagsmenn snúið sér til þeirra. Þess má geta, að nýr umboðs- maður er nú tekinn við á Akureyri, Paul Hansen. Félaginu hafa verið úthlutaðar 8 talrásir en það telur sig þurfa 23. Mjög mikið öryggi er i þvi að hafa talstöðvar með sér á ferða- lögum, ef slys, villur eða önnur óhöpp bera að höndum. Er þá oft- ast hægt að ná sambandi við ein- hverja miðstöð eða einstakling og verður það þvi auðveldara sem netiö þéttist meir. Talstöðvarnar Skollaleikur sýndur á Sel- fossi í kvöld Kóngurinn i salarkynnum slnum Snædrottningin sýnd í dag og á morgun Leikfélag Kópavogs sýnir barnaleikritið Snædrottninguna tvivegis nú um helgina. Sýnt er i Félagsheimili Kópavogs, þarsem áður var Kópavogsbió, og eru sýningarnar i dag kl. 17 og á morgun, sunnudag, kl. 15. Miöa má kaupa eða panta I Félags- heimilinu. Snædrottningin er leikrit eftir Jewgeni . Schwarz byggt á samnefndu ævintýri H. C. Ander- sen. Leikritið eins og raunar öll ævintýri H. C. Andersen á i raun jafnmikið erindi til fullorðinna og barna, en þó er þetta fyrst og fremst barnasýning. Snædrottningin hefur nú verið sýnd tvær helgar og hefur leikn- um verið vel tekið. Leikendur eru um 20 talsins, áhugafólk úr Kópa- vogi, en einnig eru þrir nýútskrif- aðir leikarar með I leiknum. Leikritið hefur fengið góða dóma gagnrýnenda dagblaðanna, enSnædrottningin er fyrsta frum- sýning á barnaleikriti þessa vetr- ar á höfuðborgarsvæðinu. Leikstjóri Snædrottningarinnar er Þórunn Sigurðardóttir, leiktjaldateiknari Þórunn S. Þor- grímsdóttir, og leikhljóö eru gerð af Gunnari Reyni Sveinssyni. Allir aðgöngumiðar að Snædrottningunni eru seldir á barnaverði, og þá má kaupa eða panta i Félagsheimilinu, sima 41391. Tvö stjórnarfrumvörp Nýlega voru lögð fram á alþingi tvöný stjórnarfrumvörp, Hið fyrra felur i sér breytingu á læknalögunum i þá átt að ráð- 'herra geti veitt mönnum tak- markað lækningaleyfi, ef þeir hafa til þess næga þekkingu að dómi landlæknis og hann mælir með leyfisveitingunni. Þetta ákvæðivaráður i læknaiögum, en féll Ut úr þeim þegar gerð var breyting á lögunum 1973. Siðara frumvarpið felur i sér breytingu á lögum um kjara- samninga opinberra starfs- manna, og lýtur að þvi að Kjara- dómur ákveði launakjör ráðu- neytisstjóra, en Kjaradómur ákveður nú launakjör raðherra, hæstaréttardómara og rikissak- sóknara. Júgóslavía: Pólitískir fangar náðaðir BEOGRAD 24/11 Reuter — Talsmaður utanríkis- ráðuneytis Júgóslavíu til- kynnti í dag, að nú um helgina yrðu að meira eða minna leyti náðaðir 723 fangar í tilefni þjóðhátið- ardags Júgóslavíu, sem er á þriðjudaginn. Sumir fanganna verða látnir lausir og fangelsisdómar annarra styttir. Þar á meðal eru 218 pólitískir fangar, einn þeirra hinn kunni rithöfundur AAihajlo Mihajlov, sem látinn verð- ur laus. Mihajlov, sem er 42 ára að aldri, var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar i febrúar 1975, sakaður um að dreifa áróðri fjandsamlegum Júgóslaviu. Mannrettindasamtök á Vestur- löndum hafa reynt að fá hann lát- inn lausan og snúið sér til Titos Júgóslaviuforseta I þeim tilgangi. Samkvæmt opinberum skýrslum eru nú rúmlega 500 pólitiskir fangar i júgóslavneskum fangels- um. Mihajlov hefur nokkrum sinn- um gert hungurverkfall i fangels- inu til þess að fá ákveðnum kröf- um framgengt, og segir fjöl- skylda hans að gengið hafi verið að þeim flestum. Mihajlov krafö- ist þess meðal annars að fá til sin bækur og blöð og að fá að hafa rit- vél og útvarpstæki i fangaklefa sinum. Nemendasamband Löngumýrarskóla: Basar í Lindarbæ Nemendasamband Húsmæöra- skólans á Löngumýri heldur köku- og hlutabasar I Lindarbæ laugardaginn 26. nóvcmber kl. 14. Þarverða á boðstólum gómsæt- ar kökur og ýmsir smámunir, hentugir til jólagjafa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.