Þjóðviljinn - 26.11.1977, Síða 7
Laugardagur 26. ndvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
„Mér er nær að halda að forsenda umskipta I
menntunarmálum þjóðarinnar sé sú að
breyta grundvallargerð þjóðfélagsins —
hvorki meira né minna”
Ægir
Sigurgeirsson
kennari
Hafnarfirði
Skólinn er hluti
af stærri heild
Á landsfundi Alþýöubanda-
lagsins um siöustu helgi voru
samþykkt þau tilmæli til ný-
kjörinnar miöstjórnar flokksins
aö hiin gangist fyrir ráöstefnu
um skólamál á yfirstandandi
vetri. Af þessu tilefni langar
migaö tæpa á nokkrum atriöum
varöandi þennan málaflokk.
Ekki vegna þess aö ég telji mig
hafa á hendinni allsher jar lausn
á þessum málum — f jarri þvi —
heldur fyrst og fremst til aö
setj a fram nokkrar hugleiöing-
ar sem hugsanlega gætu vakiö
fólk til umhugsunar og umf jöll-
unar um þennan málaflokk sem
snertir á einn eöa annan hátt
hvern einasta ibila þessa lands.
Ég geri mér ljóst, aö i stuttri
blaöagrein sem þessari er víti-
lokaö aö fjalla nema um ein-
staka þætti þessara mála og
reyndar lauslega þó.
Vinnutimi nemenda
Ég tel aö nám sé vinna, aö
visu vinna með öörum hætti en
sú sem unnin er i frystihiísi eða
á skrifstofu svo dæmi sé tekiö —
en vinna eigiaö siður. Meö þetta
I huga er þvi eölilegt aö lita I
fyrsta lagi á þaö hver vinnutimi
nemenda er og i ööru lagi hver
vinnuaöstaöa þeirra er. Varö-
andi fyrra atriöiö hljóta aö
vakna spurningar eins og: Hver
er vinnutimi nemenda i dag?
Hversu langurá vinnutíminn aö
vera? Varöandi vinnutima
nemenda minnist ég þess ekki
aö hafa séö neittrökstuttálitum
þaö hversu langur vinnutimi sé
æskilegur hjá nemendum á hin-
um ýmsum skólastigum. Ég
minnist þessekkiheldur að gerö
hafi verið á þvi marktæk rann-
sókn hver vinnutimi nemenda
er I raun. Þessir hlutir mega
ekki gleymast i allri þeirri um-
ræöu sem fram fer um skóla-
mál. Hér veröur aö afla eins
haldgóðra upplýsinga og frekast
er kostur. Samhliöa þvi þarf aö
meta hver sé æskilegur vinnu-
timii hverjum aldursflokki. Þaö
er skoöun min aö vinnutlmi
stórs hluta nemenda sé of lang-
ur, i sumum tilfellum alltof
langur i raun*aö sú vinnuþrælk-
un sem viðgengst i þjóöfélaginu
nái einnig til nemenda. A und-
anförnum árum hafa sifellt auk-
ist kröfur um bætta aðbUÖ á
vinnustööum — og er þaö vel.
Þetta atriöi má heldur ekki
gleymast þegar fjallaö er um
fjölmennasta vinnuhóp þessa
lands, skólafólkið.
Markmið hans
I fyrsta kafla grunnskólalag-
anna annarigrein stendur þetta
m.a.: „Grunnskólinn skal leit-
ast við aö haga störfum sinum i
sem fyllstu samræmiviö eöli og
þarfir nemenda og stuðla aö al-
hliöa þroska, heilbrigöi og
menntun hvers og eins.
Grunnskólinn skal veita nem-
endum tækifæri til aö afla sér
þekkingarog leikni og temja sér
vinnubrögö, sem stuöli aö stöö-
ugri viöleitni til menntunar og
þroska. Skólastarfiö skal þvi
leggja grundvöll aö sjálfstæöri
hugsun nemenda og þjálfa hæfni
þeirra til samstarfs vib aöra.”
Þó aö þessi tilvitnun sé úr
grunnskólalögunum.þá telég aö
hún geti veriö a.m.k. i öllum að-
alatriðum sameiginlegt mark-
mið allra skóla. Ef menn eru
sammála um þaö markmið sem
kemur fram i tilvitnuninni, þá
þurfa kennarar, nemendur,
raunar allir landsmenn, aö
reyna aö gera sér grein fyrir þvi
hvaö þaö er sem hindrar þaö i
dag aö þessum markmiöum
veröi náö. Þaö er einfaldlega
ekki nóg aö breyta lögum eöa
reglugeröum og setja fram
æskileg markmiö; menn veröa
einnig aö reyna aö gera sér
grein fyrir þvi hvernig mark-
miöunum skal náð. Ég held að
það sé full ástæöa til þess aö
hvetja til frekari umræöna um
þennan þátt, og i þeirri umreeöu
þurfa sem flestir aö taka þátt.
Hluti af stærri heild
Eitt af þvf sem ég held aö sé
þess virði aö menn velti fyrir
sér er þaö hvort takast muni aö
breyta islenskum skólum I æski-
legthorf án þessað breyta fyrst
eöa samhliöa grundvallargerð
þjóðfélagsins. Mér er nær aö
halda aö forsenda umskipta i
menntunarmálum þjóöarinnar
sé sú aö breyta grundvallargerö
þjóöfélagsins — hvorki meira né
minna.Ég geri mér hins vegar
grein fyrir þvi, aö hægt er aö
vinna aö umtalsveröum umbót-
um innan núverandi þjóöskipu-
lags, en til þess þarf aö knýja
fast á. Islenski skólinn er hluti
af stærri heild; hann er hluti af
þvi þjóöskipulagi sem hér er —
ætlaður til þess að þjóna þvi.
Þvi held ég aö það sé ekki aö
öllu leyti raunsætt markmið aö
breyta megi skólanum i æski-
legasta horf án þess aö breyta
þjóöfélaginu. Ég held aö þaö
verði tæpast sagt um þau f jár-
málaöfl sem mestu ráöa hér i
dagaöþau hafisérstakan áhuga
á þvi aö búa þannig aö skólum
landsins^aö þeim markmiöum
verði náð sem greinin sem ég
vitnaöi til úr grunnskólafrum-
varpinu kveöur á um.
ÆgirSigurgeirsson.
Silja Adalsteinsdóttir skrifar um barnabækur:
Þekkirðu Eyjólf útiá
Tröðum, sem ættaður er frá
Skútustöðum?
Berin á lynginu, ævintýri og
ljóð frá ýmsum löndum / Þor-
steinn frá Hamri þýddi ogvaldi is-
lenska efnið / Bjallan s.s. 1977 /
verð kr. 4.320.-
Hverjum myndi detta annnaö i
hug en hendingarnar sem tilfærð-
ar eru i fyrirsögn séu úr alís-
lensku kvæði? Þær eru þaö þó
ekki, heldur er kvæðið norskt að
uppruna, en þær eru hins vegar
afbragðs dæmi um það hve vel
Þorsteini frá Hamri hefur tekist
aö þýða og staðfæra efnið i ævin-
týra- og ljóðasafninu Berin á
lynginu. Efnið i bókina er komiö
viðsvegar að. en stærstur hluti
þess er frá Norðurlöndum, enda
er það fólk frá Danmörk, Sviþjóð,
Finnlandi og Noregi sem safnaöi
þvi á einn stað.
Þaö er skemmst frá þvi aö
segja að þessi bók er mikið dýr-
indi. Letur, uppsetning og allur
frágangur er skinandi vel unniö,
myndirnar mikil uppspretta fyrir
imyndunarafl barna (og fullorö-
inna) og efnið sigilt. Slik ævintýra-
bók hefur börnum ekki boðist hér
siöan Alan Boucher og Helgi
Hálfdanarson gáfu út Viö sagna-
brunninn meö frábærum mynd-
skreytingum Barböru Arnason.
Berin á lynginu er hins vegar fyr-
ir yngri lesendur; sagnabrunnur-
inn getur tekið við þar sem berj-
unum sleppir.
Meðal efnis kennir margra
grasa og ógerlegt aö telja þau öll.
Kvæðin eru nær sextiu talsins og
sögur og frásagnir i óbundnu máli
upp undir fimmtiu. Ævintýri og
visur hafa frá aldaööli veriö
hélsta skemmtiefni barna og
unglinga (og fullorðinna), en eins
og glögglega má sjá i Berjunum á
lynginu hefur skemmtigildiö oft
verið aukaatriði, aðalatriðið hins
vegar að fræða og upplýsa börnin,
vara þau við hættum og visa þeim
veginn til dyggðarinnar. Af slfku
tagi er sagan um hana Kristfnu
sem skaut þvi á frest aö gera við
hænsnakofann sinn þangab til ref-
urinn var búinn aö hiröa öll
hænsnin hennar. Ef börn vilja
ekki þvo sér mega þau vara sig á
risanum ógurlega sem alltaf var
að svipast um „eftir óþægum
börnum sem orguðu af frekju, og
skitugum börnum sem aldrei
vildu þvo sér. Þannig börn voru
það besta sem hann gat hugsaö
sér.” Svo er þarna hin sigilda við-
vörun til barna um aö illa fari fyr-
ir þeim ef þau reyna aö bauka
eitthvaðá eigin spýtur: sagan um
Rauöhettu litlu. Viö eigum ekki
að vera löt heldur láta eott af okk-
ur leiða eins og Litli Tútt ber vitni
um. Og sagan um trönuna og
storkinn, sem komin er frá Rúss-
landi, sýnir okkur hvaö hringl-
andaháttur er mikill hamingju-
spillir.
Annar þáttur i efninu er bein
fræösla um jurtir, dýr og ýmis-
legt fleira. Marteinn býr til hús
handa foreldrum sinum og tiund-
aö er hvaðan honum kemur efni-
viöurinn og hverjir hjálpa honum
að býggja. Sérstaklega falleg er
myndasagan Viltu leika þér viö
mig, um litlu súlkuna sem upp-
götvar hvernig hún á að komast i
samband viö villtu dýrin.
1 nokkrum sögum er boðskap-
urinn djúpstæðari og flóknari.
Sagan um froskinn I brunninum
segir lesendum sinum aö heimskt
sé heimaaliö barn. Við búum
mörg i djúpum brunni og veitti
ekki af aö komast upp úr honum
og skoöa heiminn dálitiö nánar,
eins og froskurinn gerir og veröur
vitrari af. Kiðlingurinn sem kunni
að telja er fulltrúi hins misskilda
visindamanns, sem er tortryggð-
ur af umhverfi sinu og ofsóttur,og
má túlka þá sögu ýmislega.
Vafasamari er boðskapur sög-
unnar um grisinn sem vildi búa
viö betri kjör og hanann sem hélt
veislu fyrir þá riku og ráösettu.
Þar er sagt i skýrri dæmisögu aö
öllum sé best að halda sig viö sina
stétt og reyna ekki að blanda geði
við sér æðri dýrategundir. Raun-
ar er það einn meginþáttur i hug-
myndafræöi ævintýra að viðhalda
þjóðfélaginu óbreyttu, þótt oft sé
smugu haldið opinni fyrir af-
buröafólk af lágstétt (karlssyni)
til aö komast upp á við (eignast
kóngsdóttur og háift rikið). Þessu
hlutverki ævintýranna hafa
barnabækurnar tekið við og
gegna þvi skilvislega.
Eins og nærri má geta eru þýð-
ingar Þorsteins frá Hamri hér æ
til yndis. Þorsteinn er þaulkunn-
ugur orðfæri islenskra þjóösagna
og visna og einstakur orösnilling-
ur sjálfur. Ljóöin i bókinni eru af-
ar vel ort á islensku, en þó ætla ég
að taka dæmi úr óbundnu máli til
að sýna leikni þýöandans. Það er
endirinn á sögunni Eggiö sem
valt: „Maöurinn var á hælunum á
egginu og munaði mjóu að hann
næöi þvi. En rill rall rúll, hann
var alltaf of seinn, og eggið valt
og tautaöi við sjálft sig: „Sá sem
vill ná mér, hann má herða á
sér!” En —• klask! Loks rakst
eggiö á trjástofn og hrökk I
tvennt. Og út úr þvi streymdi allt
þetta:
Gæs sem kjagaöi, kerling sem
vagaöi, tveir kátir hérar, tuttugu
merar, spé og spott og skrýtnir
karlar með skott, gamall björn og
eldrauður örn, hringla og kringla,
búrhvalur og súrhvalur.
Svo var það ekki meira.
En úr stærra eggi hefðum viö
fengið fleira.”
Auk þess aö þýöa allt þetta efni,
eða flestallt, hefur Þorsteinn val-
iö dálitið af Islensku efni i bókina.
Flest er það litið þekkt og gott aö
fá þaö i barnabók sem vonandi
veröur mikið lesin um ókomin ár.
Ein indælasta visan þar á meöal
er tekin úr Islenskum vikivökum
og vikivakakvæöum. Hún hefur
lika gefiö bókinni islenska heitiö,
ef aö likum lætur:
Blessi drottinn
berin á þvi lyngi:
hart og lengi
harpan min syngi.