Þjóðviljinn - 26.11.1977, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. nóvember 1977
Ónotaður
stökkpallur
BRIDGE
Efv*'' 'k Urnsión:
I ■átQm Xfefjr' 1 Baldut Kristjansson
j ■ Olafur Larusson
Þaö er engum blööum
um þaö aö fletta að
bridge er orðið langvin-
sælasta hugíþróttin hér á
landi. Það bera t.d. frétt-
ir hér á síðunni með sér,
þó að þær séu aðeins frá
þriðjungi þeirra bridge-
félaga, hvar spilað er
reglulega einu sinni í
viku.
Jafnhliða þessarri miklu þátt-
töku hafa félagsmál bridge-
hreyfingarinnar ekki tekið við
sér sem skyldi.
Þannig stendur bridgehreyf-
ingin mjög illa fjárhagslega. A
til dæmis ekki eina einustu fast-
eign (húsnæði), og er það mikill
baggi, hvað mikið af tekjum fé-
laganna og sambandsins fara i
leigukostnað og þess háttar.
Aðal-tekjulind félaga og sam-
bands eru, auk keppnisgjalda,
firmakeppnir. Þá þarf að skriða
fyrir verslunarstéttinni i land-
inu og fá fyrirtækin til að leggja
til nokkurt fé, gegnt þvi að nafn
þess verði hengt á einhvern
bridgemann. Þau fyrirtæki sem
eru svo heppin að veðja á þá
sem fram úr skara njóta aug-
lýsingar i krafti hæfileika spil-
aranna. Vafasöm fjáröflunar-
aðferð, svo ekki sé meira sagt
og setur leiðinlegan svip á flest-
ar iþróttagreinar.
Astæður nefnds fjárskorts eru
vafalaust margar. Sú einfald-
asta sú, að upprennandi pólitik-
usar hafa enn ekki séð sér hag i
þvi að nota bridgeiþróttina sem
stökkpall inn i pólitikina, likt og
hefur gerst t.d. hjá KSÍ og Skák-
sambandinu. Það hefur nefni-
lega mest að segja i glimu fé-
lagssamtaka hérlendis við fjár-
veitingavaldið að hagsmunir
þeirra samfléttist hagsmunum
einhverra óskabarna stjórn-
málaflokkanna.
Formannarádstefna
Á morgun er formannaráö-
stefna BSt á Loftleiðum. Þó að
sá fundur hafi ekkert formlegt
vald, er vonandi að hann skili
einhverjum árangri. Þessa ráö-
stefnu átti að halda á Akureyri
fyrir nokkrum vikum, en tvi-
vegis hefur orðið að fresta
henni. Ber að harma það, að
fundarstaðurinn skyldi aö lok-
um fluttur „heim i heiðardal-
inn”, á Hótel Loftleiðir, þrátt
fyrir vilja stjórnar BSl að halda
hann úti á landsbyggðinni.
Hver veit nema að betur tak-
ist til næst.
Frá B.R.
Á miðvikudaginn, lauk hjá fé-
laginu 3 kvölda hraðsveita-
keppni. Sigurvegarar urðu
„gömlu” kempurnar, sveit
Hjalta Eliassonar, núverandi
tslandsmeistara sveitakeppni.
1 Röð efstu sveita varð þessi:
stig
1. Hjalti Eliasson 1945
2. Guðmundur T. Gislas. 1911
3. Esther Jakobsdóttir 1869
4. Páll Valdimarsson 1835
5. Vigfús Pálsson 1813
6. Steingrimur Jónass. 1809
Athygli er vakin á góðri
frammistöðu kvennakandidata
okkar til landsliðs næsta sumar,
sveit Estherar.
Næsta keppni félagsins, er 3
kvölda tvimenningskeppni, sem
gefur rétt til meistaratviménn-
ingskeppni BR, siðar i vetur.
Væntanlegir keppendur
eru hvattir til að láta skrá sig hið
fyrsta, hjá stjórninni eða
keppnisstjóra Páli Hjaltasyni.
Frá Bridgefélagi
Kópavogs
Fimmtudaginn 17. nóvember
lauk hraðsveitarkeppni félags-
ins, en keppni þessi var undan-
keppni aðalsveitarkeppni, sem
spiluð verður eftir áramót. Gert
er ráð fyrir að átta efstu
sveitirnar spili i meistaraflokki,
en- hinar i fyrsta flokki og hann
verður opinn fyrir þátttöku allt
að 8 sveita.
Úrslit keppninnar urðu þau,
að sveit Grims Thorarensen
sigraði, en hún hafði forystu alla
keppnina. t sveitinni eru, auk
Grims, Guðmundur Pálsson,
Guðmundur Gunnlaugsson, Óli
M. Andreason og Kári Jónas-
son.
Röð 8 efstu sveita varð þessi:
stig
1. Sv. Grlms Thorarensens 2.999
2. Sv. Bjarna Péturssonar 2.920
3. Sv. Jónatans Lindals 2.910
4. Sv. Armanns J.
Lárussonar 2.849
5. Sv. Böðvars Magnúss., 2.744
6. Sv. Birgis Isleifss., 2.704
7. Sv. Guðm. Jakobssonar 2.672
8. Sv. Guðm. Kristjáns-
sonar 2.611
Meðalskor 2.700
Fjögurra kvölda tvimenn-
ingskeppni hófst hjá félaginu sl.
fimmtudag.
Frá Baröstrend-
ingafélaginu
Þrem umferðum af fimm i
hraðsveitarkeppni félagsins er
nú lokið, og virðist sveit
Ragnars Þorsteinssonar hafa
tekið örugga forystu.
1. Sv. Ragnars Þorsteinss., 897
2. Sv. Sig. Kristjánssonar 839
3. Sv. Sig. tsakssonar 793
4. Sv. Guðbjartar Egilss. 792
Frá Bridgefélagi
Fljótsdalshéraös
Hallgrimur Hallgrimsson
verkfræðingur er duglegur við
að senda okkur fréttir, og þökk-
um við honum það.
Að loknum þrem umferðum af
fimm i tvimenningskeppni
félagsins er röð efstu para
þessi:
Stig
1. Aðalsteinn og Sölvi 476
2. Sigurður og Þórarinn 474
3. Björn og Guðmundur 473
4. Asgeir og Þorsteinn 471
Frá Hafnarfirdi
Þriðja umferð i sveitakeppni
B.H. var spiluð sl. mánudag. 4
efstu sveitir eru:
stig
1. Björn Eysteinsson 60
2. Þórarinn Sófusson 52
3. Sævar Magnússon 51
4. ÓlafurGislason 42
Meðal úrslita má nefna að
sveit Björns vann A sveit Flens-
borgar 20-0, og sveit Þórarins
gerði B sveit Flensborgar sömu
skil.
Næst verður spilað á þriðju-
daginn kemur.
Sigurbjörn efstur
hjá T.B.K.
Eftir tvö keppniskvöld i hrað-
sveitarkeppninni eru þessir
efstir:
stig
1. Sigurbjörn Armannsson 1283
2. Margrét Þórðardóttir 1261
3. Gestur Jónsson 1239
4. Rafn Kristjánsson 1237
Hæstu skor siðast fékk sveit
Gests Jónssonar 642 stig. Sú
sveit hefur einokað titla félags-
ins nú um alllangt skeið og verð-
ur fróðlegt að sjá hvort að á þvi
verði nú breyting.
Frá Bridgefélagi
Akureyrar
Eftir fjórar umferðir
Akureyrarmótsins i sveitar-
keppni er staðan þannig:
stig
1. Sv. Alfreös Pálssonar 69
2.Sv. Páls Pálssonar 64
3. Sv. Páls H. Jónssonar 63
4. Sv. Ingimu.idar Árnasonar 51
Meðal úrslita i 4.umferð má
nefna, að sveit Alfreðs vann
sveit Stefáns og sveitir Páls
Pálssonar og Ingimundar skildu
jafnar.
Bridgefélag Selfoss
Eftir tvær umferðir I tvi-
menningskeppni félagsins er
röð efstu manna þessi: stig
1. Sigfús Þórðars.-Vilhj. Pálss. 260
2. Halldór Magnúss.-
Haraldur Gests. 251
3. Hannes Ingvarss.-Gunnar
Þórðars. 228
4. Guðm. G.ólafss.-Haukur
Baldv.s. 227
Frá Bridgefélagi
Breiöholts
S.l. þriðjudag, lauk hjá félag-
inu „Butler "-tvimennings
keppni félagsins. Sigurvegarar
urðu bráðefnilegir ungir piltar,
bræðurnir Kristján Blöndal og
Valgarð Blöndal. Þeir leiddu
mestallt mótið, og eru þvi vel að
sigrinum komnir. Til hamingju,
bræður..
Röð efstu para varð annars
þessi: stig
1. Kristján—Valgarð 313
2. Guðlaugur Karlsson—
Óskar Þráinsson 305
3. Finnbogi Guðmundsson—
Sigurbjörn Ármannsson 271
4. Baldur Bjartmarsson—
Helgi Fr. Magnússon 269
5. Bragi Björnsson—
Hreinn Hjartarson 267
6. Guðlaugur Nielsen—
Tryggvi Gislason 253
Næsta keppni félagsins er 3
kvölda hraðsveita .keppni. öll-
um er frjáls þátttaka. Spilað er i
húsi Kjöts og fisks, á þriðju-
dögum, og hefst keppni kl. 20.00.
Keppnisstjóri er Sigurjón
Tryggvason.
/
Frá Asunum
A mánudaginn var hófst að-
alsveitakeppni félagsins,
1977—78. Liklega hefur mótið
aldrei verið jafn sterkt og nú, þó
aðeins 10 sveitir hafi mætt til
leiks. Úrslit i 1. umferð:
Sv. Páls Valdimarssonar—Sv.
BaldursKristjánssonar: 20-0
Sv. Sigtryggs Sigurösson-
ar.—Sv. Kristjáns Blönd-
als.:19—1
Sv. Ólafs Láruss.—Sv. Jóns Páls
Sigur jónssonar.: 17—3
Sv. Jóns Hjaltasonar—Sv. Sig-
urðar Sigurjónss.: 14—6
1 leik var frestað.
1 2. umferð, leika m.a. saman,
Sigtryggur—Jón Páll, Jón
Hjaltason—Kristján Blöndal,
Ólafur Lár^-Sigriður R.
Frá
Bridgesambandi
Suðurlands
Sveitakeppni Bridgesam-
bands Suðurlands fer fram i
Vestmannaeyjum dagana
25.-27. nóv. n.k. Þátttaka til-
kynnist til Jóns Haukssonar,
sima 98—2001, eða Vilhjálms
Pálssonar, síma 99—1562.
Hér er jafnframt um að ræða
undankeppni fyrir Islandsmót i
sveitakeppni og öðlast tvær
sveitir þátttökurétt.
Að lokum
bridgeþraut
A83
G53
A84
D854
95 64
KD10872 964
DG10 962
107 G9632
KDG1072
A
K753
AK
Suður spilar 7 spaða. Vestur
spilar út hjarta kóng. Hvernig
fær Suður 13 slagi.
Nánar um það eftir viku.
bækur
The Ages of the Masses
Ideas and Society in Europe since
1870. Michaei D. Biddiss. The
Pelican History of European
Thought. Vol. VI. Penguin Books
Höfundurinn hefur starfað við
háskólann i Cambridge og I Leic-
ester og viöar. Hann hefur skrifað
nokkur sagnfræðirit. Timabilið
sem hér er rætt um einkennist af
stórum einingum fjölmennra -
svæða. A nitjándu öld aflögöust
vltt um Evrópu smærrí einingar
héraðssamfélaga, sem voru
tengd hvort ööru innan rikjanna,
sem héldu þó I mörgu vissri sjálf-
stjórn; þegar dregur að aldarlok-
um koma upp massa-samfélög,
sem hafa I siauknum mæli ein-
kennt tuttugustu öldina. A siðustu
hundrað árum hefur hugmynda-
auðgi aldrei veriö slik I allri sögu
Evrópu. Höfundurinn rekur þessa
sögu i öllum sínum fjölbreyti-
leika, allt frá pólitlskum hug-
myndum, listastefnum, heim-
speki og sálfræöi. En það sem
einkennir alla þá nýbreytni I
mati og hugmyndum er grund-
völlurinn, samfélagiö og þá
massa-samfélagið. Stjórnmálin
miðast við fjöldann og sama er að
segja um menninguna, sem er á
góðri leið aö verða mono-menn-
ing, sem spannar mikinn hluta
álfunnar. Sérkenni byggðarlaga
og héraða hverfa smám saman og
mónó-menningin flæðir til yztu
útkjálka og innstu fjalladala.
Fjölmiðlar og bættar samgöngur
eiga hér mikinn hlut og einnig
miðlunarkerfi þekkingarinnar,
sem eru miðuð við fjöldann og
þarfir hans og ekki slöur þeirra,
sem nýta hann I margvislegum
atvinnu og starfsgreinum, en
meðal þeirra virðist stefnan
mörkuð að miklu leyti. Höfundur-
inn f jallar um margra þá einstak-
linga, sem hafa ýtt undir þessar
breytingar með starfi sinu, bæði á
sviði visinda og lista, heimspeki
og sálfræði og einnig sumir varað
viö þeim. Ritið er þvi menningar
og samfélagssaga og er einkar
fróðlegt. 1 bókarlok er ágæt rita-
skrá til frekari athugunar.
30.000
manna
borg í
rústum
eftir
jarö-
sk j álfta
BUENOS AIRES 24/11 Reuter
— Að minnsta kosti 70 manns fór-
ust i jarðskjálftanum mikla i
héraðinu San Juan I vesturhluta
Argentlnu I gærmorgun en óttast
er að fleiri hafi farist, þvi að lik
kunna enn að leynast undir rúst-
um. Verst varð úti borgin
Caucete, en jarðskjálftinn jafnaði
hana þvinær við jörðu. Þar
bjuggu um 30.000 manns.
Jarðskjálftinn var 8.2 stig á
Richter-kvarða og sá öflugasti,
sem mælst hefur i heiminum i ár.
Hann stóð yfir 190 sekúndur. Vit-
að er þegar að yfir 250 manns
slösuðust af völdum náttúruham-
fara þessara og tugþúsundir
misstu heimilisin. Jarðskjálftinn
náði einnig til Chile, Úrúgvæ,
Perú og Brasiliu.
Jarðskjálftinn sem varð i Klna i
júli I fyrra var álika mikill og
þessi, og varð hann mörgþúsund
manns að bana.
JOHN
CREASEY
Spennandi
bók frá
Ægis-
útgáfunni
Hjá Ægisútgáfunni er komin út
bókin „Baróninn fæst við glæpa-
hringinn”, eftir John Creasey og
mun þetta vera fyrsta bókin, sem
þýdd er á islensku eftir þennan
höfund. Á bókarkápu segir að
bókin sé spennandi frá upphafi til
enda, ein þeirra bóka, sem enginn
leggur frá sér fyrr en lokið er.
106 ára kona
heilsar Carter
WASHINGTON, Reuter — 106
ára gömul kona, Annie
Dpuitscher, varö I dag þeirrar
náðar aðnjótandi að taka I hönd-
ina á sjálfum Bandarlkjaforseta,
og fylgir það sögunni að þar meö
hafi hún fengið uppfyllta heitustu
ósk slna um ævina. Gamla konan
gekk óstudd inn I Sporöskjulög-
uðu skrifstofuna I Hvlta húsinu,
þar sem Carter forseti faðmaöi
hana og kyssti og sagði um leið að
hún liti út fyrir aö vera miklu
yngri en árafjöldinn gæfi til
kynna.
Fyrir 92 árum — 1885 — var frú
Duitscher viðstödd er Crover
Cleveland forseti sór embættiseið
sinn.