Þjóðviljinn - 26.11.1977, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 26.11.1977, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. nóvember 1977 vinna og verkafóik sLEJL mggi j Undanþágur tíl skipsstj órnar 28. þing Farmanna og fiskimannasambands Islands hófst sl. þriöju- dag og var búist við að því . lyki i dag/ laugardag. Jónas Þorsteinsson, frá Akureyri/ hefur verið forseti sambandsins sl. tvö ár og við tókum hann tali meðan á þinginu stóð nú i vikunni og spurðum hann um sitthvað varðandi þetta þing og varðandi málefni sam- bandsins. Og þar sem þinghald stóð/ sem hæst/ lá beinast við að spyrja fyrst um helstu mál þingsins? „Það er nú i sjálfu sér ekkert eitt mál sem ris öðru hærra á þessu þingi, en þau mál sem ber hæst að minu mati eru kjara- málin, eins og alltaf, öryggis- mál sjómanna og vita og hafna- málin Þetta eru aö minum dómi þau mál, sem hæst irisa á þessu fyrir réttindalausa menn fara sífellt vaxandi þingi, en vissulega eru mörg önnur mikilvæg mál, sem varða sjómannastéttina”, sagði Jónas. — Ég tók eftir þvi viö þing- setninguna, að þú gerðir sér- staklega að umtalsefni veittar undanþágur til skipsstjórnar, hefur ástand i þeim málum versnað undanfarið? ,,Já, þvi miður hefur þetta farið siversnandi. Réttindalaus- um skipsstjórnarmönnum fjölgar jafnt og þétt hér á landi og mér þykja ráðamenn alltof kærulausir við að veita undan- þágur, jafnvel mönnum sem alls ekkert kunna til skips- stjórnar. Svona undanþágur eru óþekktar erlendis, eftir þvi sem ég best veit. Um langan tima voru þessar undanþágur aðeins veittar til skipsstjórnar á minni fiskiskipum, en nú er þetta þvi miður að breytast og menn fá undanþágur til skipsstjórnar á stærri bátana og þess eru jafn- vel dæmi að menn fái undan- þágur til stýrimennsku á far- skipin og hljóta allir að geta séð hve alvarlegt slikt er. Enda er nú svo komið að aösókn að Stýrimannaskólanum fer minnkandi og ég hika ekki við aðkenna þar um siauknum und- anþágum til skipsstjórnar. Þaö er varla von til þess að ungir menn leggi á sig langt skóla- nám, ef hver sem er getur feng- ið sömu réttindi án nokkurrar kunnáttu, eins og dæmi eru til um. — A þingum, sem þessu 28. þingi ykkar i FFSl, eru kjara- mál jafnan ofarlega á baugi, hvernig standa kjaramál ykkar nú, eftir siðustu samninga? „Ég má segja að þau standi all þokkalega, einkum þó hjá yfirmönnum á stærri fiskiskip- um. En eins og allir vita eru tekjur sjómanna á fiskiskipum alltaf mjög svo sveiflukenndar og þvi erfitt að segja neitt ákveðið um hvernig þær eru. En ef á heildina er litið hjá okkur i FFSl, eftir siðustu kjarasamn- inga hygg ég að segja megi að kjörin séu viðunandi. — En er ekki heljar mikil gjá á milli i kjörum yfirmanna á fiskiskipaflotanum annars- vegar og yfirmanna á farskip- unum hinsvegar, en báðir hóp- arnir eru innan FFSI? „Það má vissulega segja að nokkur munur sé á kjörum yfir- manna á stærri fiskiskipum og farmanna, en það veldur ekki neinum vandræðum innan FFSl, þar sem um tvær aðskild- ar deildir er að ræða, sem koma fram sitt i hvoru lagi i kjara- baráttunni. — Þú lýsir þvi yfir i setn- ingarræðu þinni, að þú gæfir ekki kost á þér til endurkjörs forseta FFSI, er þetta mikið starf sem forsetinn hefur? „0, já, það er mikið starf og erilsamt að vera forseti Farmanna og fiskimannasam- bands tslands og ég tel að það fari vaxandi. Ég er búsettur á Akureyri og mér finnst þvi að ég hafi þurft að sinna þessum störfum á hlaupum, en að min- um dómi eru þau orðin of mikil til þess að slikt sé hægt. Ég tel að forseti FFSt verði að vera búsettur hér syðra, til þess að hann geti annaö starfinu og unn- ið jafn vel og ég tel að nauðsynlegt sé að gera. Innan sambandsins eru nú 15 félög, með samtals um 2700 félags- menn og það sjá allir hvilik vinna formennska i sliku sam- bandi hlýtur að vera. Já, það er rétt, ég gef ekki kost á mér til endurkjörs, ég hef verið forseti sambandsins i 2 ár og mér finnst að nú eigi annar að taka við” sagði Jónas Þorsteinsson að lokum. — S.dór Skipulagningar er þörf í fiskverndunarmálunum, en ekki að láta reka á reiðanum eins og ná er Magni Krist jánsson, skipstjóri á aflaskipinu „Berki" frá Neskaupstað, er einn af fulitrúum á þingi FFSI og við ræddum við hann stundarkorn á öðrum degi þingsins. Magni sagði aö laun yfirmanna á bestu loðnuskipunum,. svo og á skuttogurunum væru góð, en þeg- ar rætt -Væri um kjör sjómanna yrði að lita á þau i mun breiðara samhengi. Það væri ekki nóg að einblina á nokkra menn á afla- hæstu skipunum, þaðyröi að lita á heildina. Væri það gert kæmi annaö i ijós, en ef bara er litið á menn af toppskipunum. Eins væri á það að lita, að tekjur sjómanna væru afar breytilegar 'frá ári til árs og jafnvel eftir árstiðum. — Hvað er að þinu mati mikil- vægasta máliö, sem aö sjómönn- um snýr um þessar mundir? „Alveg tvimælalaust fisk- verndunarmálin og þau snúa ekki bara aö okkur sjómönnum, held- ur allri þjóöinni. Og það er að minum dómi alvarlegt mál, þeg- ar æösti maöur þessara mála hér á landi, neitar að taka mark á fiskifræðingum okkar i fiskvernd- unarsjónarmiðum. Og ég veit að nær allir islenskir sjómenn eru þeim samniála og telja að i þess- um efnum séum viö komnir fram á ystu nöf. Það er alveg ljóst að það verður að takmarka þorsk- veiðarnar, ef við ætlum ekki að ganga af þorskstofninum dauð- um. En að mipu áliti er ekki hægt að gera slfkar veiðitakmarkanir skipuiagslaust, eins og gert var sl. sumar. Það er alveg ljóst að það er ekki hægt aö leggja öllum flotanum, það sjá allir. En það eru til fisktggundir i sjónum, sem nóg er til af og hægt er aö veiða, ; svo sem eins og spærlingur og kolmunni. Þegar þorskveiðar eru stöðvaö- ar í verndunarskyni, þá verða aö liggja fyrir áætlanir um veiðar á öðrum fisktegundum. En skipu- lagsleysiö er algert hjá okkur i þessum málum. 1 fyrra til að mynda voru veittar 100 miljónir króna i tilraunaveiðar á spærlingi og kolmunna en i ár er engu fé veitt i þessar tilraunir. Aftur á móti er nú verið að athuga vinnslu og sölumöguleika á afurð- um þessara fisktegunda. Þetta þarf allt að vera á einni hendi og gerast samhiiða. Og menn þurfa ekki aö ætla það að hægt sé að gera þetta allt á einu ári. Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins hef- ur vissulega unniö mjög gott starf i þessu máli, en það þarf bara miklu stærra átak, til aö leysa þessi mál. — Hvernig matur er kolmunni? „Mjög góöur, eina vandamálið er, að þetta er svo litill fiskur að erfitter að vinna hann i frystihús- um, en það eru ekki aðrar fiskteg- undir betri til matar. Og það er nóg af spærlingi i sjónum, en allt sem veitt er fer i bræðslu og islensku bræöslurnar hafa ekki viljaö borga nóg fyrir hráefnið og þvi er varla gerlegt áö stunda þessar veiðar. A sama tima sem færeyingar borga um 17 kr. islenskar fyrir kg af spærlingi, greiöa islensku bræðslurnar ekki nema rúmar 6 krónur. — Hver er ástæðan fyrir þess- um mikla verömun? „Ég tel að fyrst og fremst sé það hin lélega nýting á bræðslun- um hér á landi. Meðal nýtingar- timinn á ári mun vera 45 dagar og fyrir þaö sem brætt er á þessum stutta tima verða verksmiðjurnar að greiða allan kostnaö. Menn sjá eflaust i hendi sér hve útkoman yrði miklu betri ef hægt væri að nýta þessar verksmiðjur hálft ár- ið, svo maður tali nú ekki um allt árið. En til þess að slfkt sé hægt, þarf hráefni. Undanfarin ár hefur aðeins verið loðnan, sem brædd er þann stutta tima, sem hún veiðist. I Færeyjum aftur á móti er vinnslutiminn miklu lengri og þvi geta verksmiðjurnar greitt hærra verð fyrir hráefnið. Það er vitað mál, að gróði af mjölvinnslu og lýsisbræðslu er óskaplegur hér á landi fyrir þann tima sem bræðslurnar eru nýttar og þess vegna væri hægt að greiöa marg- falt hærra verð fyrir hráefni ef vinnslutiminn væri lengri en nú er. — Telur þú að hægt sé að nýta kolmunna til manneldis? „Það er enginn vafi á því. Hins- vegar mun ekki vera til sem stendur markaður fyrir þennan fisk, en við skulum ekki gleyma þvi að fyrir svo sem 25 árum fór allur karfi sem veiddist hér við land í bræðslu. Nú fer ekkert af karfa i bræðslu. Eins verður það meö kolmunna fyrr eða siðar og ég lit svo á að það sé hlutverk okkar tslendinga að hafa forystu i forrannsóknum á vinnslumögu- leikum á þessum fiski og siðan að vinna markaði. Menn lærðu að boröa karfa og menn eiga eftir að læra að borða kolmunna og fleiri fisktegundir sem litiö er veitt af eða fara nær eingöngu i bræðslu um þessar mundir. Um leið og viðurkenndar fisktegundir eins og þorskinn fer að skorta, taka menn tii við að borða aðrar teg- undir. — Þið á Berki NK hafiö stundað kolmunnaveiðar nokkuö, eru þær frábrugönar þeim veiðiaðferðum, sem hér þekkjast? „Nei, ekki svo mjög. Kolmunn- inn er veiddur I flottroll og það er alveg ljóst að mjög mikið magn er af þessum fiski f sjónum. Hins- vegar tel ég þörf á þvf að svo sem eins og 5 skipum væri gert kleyft að stunda tilraunaveiðar á kol- munna og þróa upp þá veiðitækni sem þarf. Skipin þurfa að fá frjð til þessara tilraunaveiða, en eins og nú er og hefur verið, er sifelt veriö að þeyta skipunum úr einu i annað. Af minni reynslu viö kol- munnaveiðar hika ég ekki viö að fullyrða að þær veiðar eiga mikla framtiö fyrir sér hér við land, ef markaðs og vinnslumálunum verður kippt i lag”, sagöi Magni Kristjánsson aö lokum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.