Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. nóvember 1977Í ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 FH-ingar slegnir út Töpuðu seinni leik sínum gegn ASK Vorvárts með 24 mörkum gegn 20 Siðari hálfleik byrjuöu Þjóö- verjarnir með miklum látum og skorðuðu þeir fjögur fyrstu mörk hálfleiksins og breyttu stööunni i 18:11 og virtust stefna i svipuð úrslit og i fyrri leiknum (30-16). FH-ingar skoruðu ekki mark fyrstu 14 minútur hálfleiksins og var leikur liösins i molum á þeim tima. En með frábærri baráttu i vörn og sókn samfara snilldar- markvörslu Birgis Finnboga- sonar tókst þeim næstum að vinna þann mun upp. Þegar Janua Gaðlaagason áUi mjig gMu lelk á móti ASK VorwkrU og sést hann hér skora eitt af sex mttrkum slnum I leiknum. leiknar höfðu verið 20 minútur af siðari hálfleik var staðan orðin 20:17 ASK i vil. FH-ingar höfðu sem sagt skorað á þessum kafla sex mörk gegn aðeins tveimur mörkum ASK. En FH-ingum Truflaður tímavörður Övenjulegt atvik átti sér stað í leik Ármanns og Þórs frá Akureyri er liðin mættust i 1. deild Islands- mótins í körfuknattleik á sunnudag. Atli Árason, leikmaður með Ármanni, meiddist þá það alvarlega að flytja varð hann út fyrir leikvöll- inn. Dómararnir gáfu Ár- menningum tækifæri til að skipta um leikmann en þeir sinntu því ekki og var leik- urinn því látinn halda áfram. Erlendur Eysteins- son dómari og leikmaður með Ármanni var ekki ánægður með þessi vinnu- brögð og tók á rás af vara- mannabekk Ármenninga og þeytti f lautu hússins þar til annar dómari leiksins, Guðbrandur Sigurðsson, kom og sýndi honum rauða spjaldið, fyrir að trufla tímavörðinn í starfi og einnig fyrir kjaftbrúk. „Ég átti fyllilega skilið að fá rauða spjaldið, en vinnubrögð sem þessi eru fyrir neðan allar hellur. Það er dómarans að sjá um skipti á slösuðum leik- mönnum" sagði Erlendur eftir leikinn. ,,Maðurinn fór inná verksvið ritara og reif auk þess kjaft við mig, svo það var ekki annað fyrir mig að gera en að sýna honum rauða spjaldið"sagði Guð- brandur eftir leikinn. Nei, það er ekki öll vitleysan eins. SK. PUNKTAR... Belgíska knattspyrnan: Charleroi-Anderlect 2:1 Winterslag-CXBrugge 0:0 Beershot-Atnwerpen 4:2 Waregen-Boom 3:1 Standard-Lokeren 1:0 FCBrugge-Beringen 2:1 Beveren-FCLiege 2:0 Lierse-Courtrai 2:0 Molenbeck-La Louv. 2:0 Hörður með 500 leiki Hörður Thulinius dómari i körfuknattleik náði á sunnudag- inn merkum áfanga á sinum dómaraferli. Hörður dæmdi þá leik tR og KR og var það jafn- framt hans 500. leikur. Hörður er eins og flestir vita annar tveggja millirikjadómara okkar. Hinn er Kristbjörn Albertsson úr Njarö- vikum. Þróttur vann. Þróttarar gerðu sér litið fyrir og sigruðu ÍS i 1. deild Islands- mótsins i blaki i leik sem háöur var i Hagaskóla á sunnudag. Lauk leiknum með sigri Þróttara sem unnu þrjár hrinur en 1S að- eins eina. Stúdentar unnu fyrstu hrinuna en Þróttarar voru ekki á þvi að gefast upp og sigruðu i næstu þremur. Hjá Þrótti átti sænski þjálfarinn Matti Eliason einna bestan leik ásamt Jasoni Ivarssyni. Hjá IS var Halldór Jónsson einna skástur en annars lék liðið heldur slaklega i heild. Italska knattspyrnan Bolognia-Fiorentina 0:1 Inter Milanó-Atlanta 1:0 Juventus-Genúa 4:0 Lasio-Foggia 1:1 Vicenza-Roma 4:3 Napoli-Veróna 3:0 Perugia-Torino 2:0 Pescara-ACMilanó 1:2 SK. tókst ekki að fylgja þessum góöa kafla eftir og sami munur hélst til leiksloka en leiknum lauk eins og áður sagði meö fjögurra marka mun 24 gegn 20 ASK Vorwarts i hag. FH-ingar léku nú sinn besta leik á keppnistimabilinu og sýndu oft að með mikilli baráttu má komast langt. Janus Guðlaugsson var bestur i þessum leik og var ' alls ófeiminn við atvinnumennina i ASK. Skoraði hann mörg glæsi- leg mörk með langskotum og gegnumbrotum. Einn besti leikur hans með FH hingað til. Þá er rétt að geta mjög góðrar markvörslu Birgis Finnbogasonar sem stóð i markinu allan leikinn og varði mjög vel, m.a. vitakast. Geir Hallsteinsson hefur oft leikið betur en var þó engan veginn lélegur. Skoraði mörg góð mörk og stjórnaði spili liðsins vel. Hjá ASK Vorwarts eru margir frábærir leikmenn. Að þessu sinni áttu þeir Hans Engel og Josef Rose góðan leik að ógleymdum markverðinum Dieter Hubser sem varði meistaralega, allan þann tima sem hann var inná en hann stóð i markinu þar til 10 min. voru til leiksloka. MöRK ASK: Josef Rose 7, Hans Engel 5, Klaus Gruner og Joachim Pietsch 3 hver, Walter Smuch og Harald Muller 2, og þeir Dietmar Schmidt og Detlef Klein 1 mark hver. Leikinn dæmdu þeir Huseby og Anthonssen frá Noregi og dæmdu þeir ekki eins vel og þeirra er venja. MÖRK FH: Janus Guðlaugsson 6. Geir Hallsteinsson 5. örn Sigurðsson og Þórarinn Ragnars- son 3 mörk hver, og þeir Jón Gestur, Arni Guðjónsson og Guðmundur Magnússon allir 1 mark. SK Janus og Páll í landsliðið Landsliðsnefnd Handknatt- leikssambands tslands hefur valið þann hóp sem á að spreyta sig fyrir tslands hönd I Heims- meistarakeppninni sem fram fer I Danmörku. Hópurinn heldur sér aö mestu leyti með þeirri undan- tekningu þó að tveir menn bætast i hann. Eru það þeir Páll Björg- vinsson og Janus Guðlaugsson. Kemur Páll úr Viking en Janus úr FH. Hvað útlendingana varðar þá koma þeir allir. Ólafur Jónsson hefur gefið afsvar um þátttöku sina i HM. Ágúst Svavarsson getur ekki komið þar sem keppn- inni i Sviþjóð lýkur ekki fyrr en viku áöur en að keppnin hefst. Viö Gunnar Einarsson hefur enginn talað ennþá og er það furðulegt. Ólafur Benediktsson kemur til landsins viku fyrir keppnina eöa um ieið og keppninni lýkur i Svi- þjóð. Gildir þar öðru máli þar sem um markmann er að ræða. En hópurinn sem valinn hefur verið er þannig skipaður: Jón Karlsson Val Geir Hallsteinsson FH Árni Indriðason Viking Páll Björgvinsson Viking Jón Pétur Jónsson Val Þórarinn Ragnarsson FH Birgir Jóhannsson Fram Þorbergur Aðalsteinss. Vikinj Björgvins Björgvinss. Viking Viggó Sigurðsson Viking Þorbjörn Guömundsson Val Þorbjörn Jensson Val Ólafur Einarsson Viking Janus Guðlaugsson FH Bjarni Guðmundsson Val Markverðir: Gunnar Einarsson og Kristján Sigmundsson. Framundan eru landsleikir i handknattleik og fá væntanlega allir leikmennirnir að spreyta sig i leikjunum. Siðan verður það upp úr áramótum að endanlegt lið verður valið — liðið sem keppir fyrir tslands hönd i Danmörku. Eflaust munu margir sakna Ólafs Jónssonar en eftir að lands- liðsnefndin gat ekki gefið honum ákveðið svar um hvort nefndin hyggðist nota leikmennina sem leika erlendis gaf hann endanlegt afsvar. Einnig er það sárt að ekki skuli vera hægt að nýta krafta Agústs Svavarssonar sem liklega hefur aldrei leikið betur en einmitt nú. Er hann sem stendur markhæsti leikmaðurinn i All Svenskan. FH-ingar töpuðu seinni leik sinum i Evrópukeppni Bikarhafa sem háður var I Laugardalshöll á laugardag. Leiknum lauk með sigri ASK Vorwárts sem skoraði 24 mörk gegn 20 mörkum FH- inga. Leikurinn var vel leikinn af beggja hálfu og voru hinir 50é áhorfendur oft vel meö á nótunum. FH-ingar hafa þar meö lokið þátttöku sinni I Evrópu- keppninni að þessu sinni og er samanlögð markatala 54:36. Það voru Þjóðverjarnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins en FH-ingum tókst að halda nokkuö i við leikmenn ASK og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9:7 ASK i vil. En aldrei tókst FH að þokast nær, minnka muninn meira, og i hálfleik var staðan 14:11. Björgvin golfmaður ársins 1977 Björgvin Þorsteinsson hef- ur verið útnefndur golf- maður ársins 1977. Þetta val kemur engum á óvart þegar tillit er tekið til þess að Björgvin hefur um ára- bil verið einn fremsti golf- maður okkar og hef ur m.a. orðið íslandsmeistari oftar en einu sinni. _____________________SK. Úrslit í Skotlandi Leik liðsins sem Jóhannes Eðvaldsson leikur meö I Skot- landi, Celtic, var frestað I úrvals- deildinni er fyrri hálfleikur hafði veriö leikinn, vegna hættu fyrir leikmenn liðanna. Staðan að fyrri hálfleik loknum var 1:1. önnur úrslit urðu sem hér seg- ir: Rangers-AYR 5:0 1 þessum leik skoraði Derek Johnstone miöherji Rangers Hat Trick. Partick Thistle-Aberdeen 1:0 Motherwell-Dundee Utd. 0:0 St. Mirren-Hibernian 3:0 Staöan að loknum þessum leikj- um I skosku úrvalsdeildinni er nú þessi: Rangers 15 10 3 2 37:18 23 Partick Th. 15 9 2 4 23:20 20 Aberdeen 15 7 4 4 22:15 18 Dundee Utd. 15 7 4 4 19:18 18 St. Mirren 15 6 3 6 24:22 15 Celtic 14 6 2 6 21:20 14 Mother.well 15 4 4 7 16:19 12 Ayr 15 4 3 8 16:24 11 Hibernian 15 4 2 9 12:18 10 Clydebank 14 2 3 9 9:29 7 SK. Stefán borðtennis maður ársins 1977 Stjórn BTÍ hefur valið Borðtennismann ársins og varð Stefán Snær Konráðsson úr Gerplu fyrir valinu. Þetta kem- ur engum á óvart þar sem Stefán hefur staðið sig mjög vel að undan- förnu m.a. i 2. fl. en hann sigraði þar i punktamóti sem fram fór nýlega. Einnig stóð hann sig vel i HM sem fór fram ný- lega. SK. STAÐAN: Staðan i 2. deild A laugardag i LaugardalshöIL lék Fylkir viö Stjörnuna úr Garðabæ — Fylkir sigraði 21-19. SigurFylkis var nokkuö öruggur, komsti 17-13 ogsiðan skildu fimm mörk, 19-14 — en lokatölur urðu 21-19. Staðan i 2. deild er nú: HK 6 5 1 2 138-124 7 KA 6 5 1 2 130-126 7 Fylkir 5 3 0 2 98-93 6 Þróttur 5 3 0 2 117-118 6 Stjarnan 5 2 0 3 110-102 4 Leiknir 5 2 0 3 112-112 4 Þór 4 2 0 2 82-93 4 Grótta 4 1 0 3 80-103 2 SK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.