Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 16
16. StDA — ÞJOÐVILJINN ÞriOjudagur 2». nóvember 1977 BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: 1. Laufásvegur og Fjólugata 2. Hátún, Höfðatún, Miðtún og Samtún 3. Rauðalækur og Bugðulækur 4. Þórsgata, Týsgata, Skólavörðustigur (efri hluti), Lokastigur Óvenjumikið er um veikindi meðal blað- bera, og eru ibúar viðkomandi hverfa beðnir að hafa nokkra biðlund með okkur þess vegna. Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera í þessi hverfi, þó ekki væri nema til bráðabirgða í nokkrar vikur. Það er hálftímaverk að bera út í hvert þessara hverfa. DJODVIUINN Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333. Landakotsspítalinn tilkynnir: Frá 1. desember 1977 breytist heim- sóknartimi á sjúkrahúsinu eftirfarandi: Alla daga frá kl. 15-16 og 19-19.30 Barnadeild: kl. 14:30-17:30 Gjörgæsludeild: eftir samkomulagi Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Ákerrén-styrkurinn 1978 Dr. Bo Ákerrén, læknir i Sviþjóö, og kona hans tilkynntu islenskum stjórnvöldum á sinum tima, aö þau heföu i hyggju að bjóða árlega fram nokkra fjárhæð sem feröa- styrk handa Islendingi er óskaöi aö fara til náms á Norö- urlöndum. Hefur styrkurinn veriö veittur sextán sinnum, i fyrsta skipti voriö 1962. Akerrén-feröastyrkurinn nemur aö þessu sinni 2.160 sænskum krónum. Umsóknum um styrkinn, ásamt upp- lýsingum um náms- og starfsferil, svo og staðfestum afrit- um prófskirteina og meðmæla, skal komiö til mennta- málaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. íebrúar n.k. 1 umsókn skal einnig greina, hvaöa nám um- sækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlöndum. — Um- sóknareyðublöð fást i ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 23. nóvember 1977. ■ ANDLEG HREYSTl-ALLRA HEIILB S z ■ GEOVERNDARFÉLAG ISLANDSB Muniö frimerkjasöfnun félagsins. Innlend & erl. Skrifst. Hafnarstr. 5,pósth. 1308 eða simi 13468. Skuttogarinn undir- staða afkomunnar Meðal ýmissa góðra gesta sem litu hér inn hjá blaöinu nú fyrir helgina var Guðmundur Friðgeir Magnússon á Þingeyri. Landpóstur fékk færi á Guö- mundi og spurði hann frétta úr vesturvegi. Veðurfar — Eigum við þá ekki aö góöum og gömlum sið, að byrja á þvi aö sjalla um veröiö, sagöi Guðmundur. En af þvl er þaö i stuttu máli aö segja, aö frá þvi um mánaðamótin október- nóvember hefur norðanátt veriö rikjandi. Henni hefur ööru hvoru fylgt nokkurt fjúk, en sjaldan mjög mikil snjókoma. Fjallvegir hafa þó lokast ööru hvoru. Haustveðráttan i sept. og október var góð. Sumarið var gott til heyskapar eftir að kom fram i ágúst en lakara framan af slætti. Heyfengur er mikill eftir sumariö en e.t.v. hefur þaö af túnum sem seinast var slegiö verið orðið eitthvað úr sér sprottið. Votheysverkun er ekki mjög mikil i Þingeyrarhreppi en mun meiri i Mýrahreppi og mikil á Ingjaldssandi. Slátrun stóð yfir i þrjár til fjórar vikur. Hér er slátraö fé úr Þingeyrar- og Auökúluhreppum og að verulegu leyti úr Mýra- hreppi. Útgerð og fiskvinnsla Aflabrögð hafa verið þokka- leg. Skuttogarinn Framnes I dregur þar mesta björg I bú. Þá höfum við og 65 tonna stálbát sem róiö hefur dálitið með linu i sumar, en afli hjá honum hefur veriö frekar tregur. Svo var keyptur hingaö i fyrra 53 tonna bátur. Hann réri meö linu i’ fyrravetur, en troll i sumar. Áö- ur fyrr var hér töluvert af hand- færabátum en þeir hafa nú flest- ir verið seldir burtu nema tvær opnar trillur og einn þilfarsbát ur. Þessir bátar voru á færum og fiskuðu sæmilega. Nokkuð var um aö handfærabátar aö sunnan legðu hér upp i ágúst- mánuöi. Nokkrar horfur eru nú á aukningu smábátaútgeröar héðan yfir sumarið þvi ýmsir hafa á orði að verða sér úti um handfærabáta. Útgerð og fisk- verkun er að sjálfsögðu aðal undirstaða atvinnulifsins og ef allir bátar hér róa og afla sæmi- lega þá er hér næg atvinna. Erlent vinnuafl Þó nokkuð er um það að erlent fólk vinni hér i frystihúsunum, liklega um 20 manns. Að meiri hluta til eru það stúlkur. Er þetta þriðji eöa fjórði veturinn, sem sumir þessir útlendingar vinna hér og fimm af þeim eru alveg sestir hér að,þrjár stúlkur og tveir piltar. Framkvæmdir Nokkuð var unnið hér við hafnargerð i ár. Rekiö var niður stálþil meöfram gömlu haf- skipabryggjunni. Búið er að ganga frá þvi ásamt uppfyll- ingu, en þekjan verður steypt -næsta sumar. Meö þessum aö- gerðum fékkst viölegupláss i höfninni fyrir skuttogarann, en það hefur hingað til ekki verið fyrir hendi, og i hvassviörum hefur hann þvi orðið aö liggja úti á firði. Til stendur að dælt veröi upp úr höfninni fyrir næstu áramót. Dálitið var unnið að gatna- gerö i sumar. Búið er að leggja malbik á aðal-fgöturnar og svo var unnið að undirbúningi þess að leggja það einnig á hinar með þvi aö skipta um jarðveg i þeim og endurnýja lagnir. Eftir er hinsvegar að ganga frá götu- steinum og gangstéttum með- fram þeim götum, sem búiö er að malbika, og er áriðandi að koma þvi verki frá sem fyrst. Byggingaframkvæmdir Fullgerö hafa verið þrjú ibúðarhús sem byggð voru sam- kvæmt lögum um láns- og leigu- ibúðir. Voru þau fullbúin i ágúst. Búið er og að steypa grunn undir þrjár ibúðir til við- bótar. i sumar var unnið að barna- skólabyggingu. Nýja húsið er tengt gamla skólahúsinu þannig að það notast áfram að þvi leyti sem þörf er á. Stefnt var aö þvi að ljúka steypuvinnunni i haust en hún hefur tafist vegna frosta. Er að sjálfsögöu óvfst hvort tekst að ljúka þvi verki i vetur. Fer það svo eftir veöri hversu þvi verki skilar áleiðis i vetur. Við erum að gera okkur vonir um, að þegar gamli læknisbú- staðurinn losnar verði hægt að koma þar upp aðstöðu fyrir eldra fólk og jafnframt mundi það þá létta á sjúkraskýlinu. Félagslíf Félagslif verður að teljast hér frekar dauft. Fólk hefur bara einfaldlega ekki tima frá vinn- unni til þess að sinna félagsmál- um. Helst er það kvenfélagið sem eitthvert lif er i. Þaö er að standa fyrir fundum og skemmtunum. Nefna má og bridgefélagið,en það verður 20 ára i vetur. Menn koma saman til að spila einu sinni i viku og er þátttaka góð. Samgöngumál Ef við vikjum aö samgöngu- málunum þá má geta þess, aö i sumar var byggð brú á Keldu- dalsá. Er hún á veginum út i Svalvoga. Að henni er mikil um- bót þvi að Keldudalsá gat verið slæmur farartálmi einkum á haustin. Mikill áhugi er svo á þvi að fá betri veg innfyrir fjörðinn. Flugfélag Islands heldur uppi áætlunarferðum hingað tvisvar i viku að vetrinum og þrisvar aö sumrinu. Er það mikið notað einkum að vetrinum. Svo heldur flúgfélagið Ernir á Isafirði uppi póstflugi þrisvar i viku á milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum. Notfæra menn sér það gjarnan ef þeir þurfa að skreppa á milli þorpanna. Þyrftum að vera fleiri Fólki fjölgar hægt hér i þorpinu,en þá aðeins, aö litið til lengri tima. En þvi fækkar þá frekar i sveitinni svo að heita má að heildaribúatalan I hreppnum standi nokkuð i stað. Annars þyrfti kauptúnið að vera fjölmennara, þvi auðveldara væri þá að veita ibúunum ýmsa félagslega þjónustu sem gott væri að hafa, en er þung á hönd- um I fámenninu. gfm/mhg vor Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.