Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. nóvember 1977 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9 Kjaramálaályktun Sambandsstjórnarfundar ASÍ 25. og 26. nóvember: VERIÐ VEL A VERÐI GEGN SVIKAÁRÓÐRI Allar breytingar í skattamálum verður að gera í nánu samráði við verkalýðshreyfmguna Á undanförnum árum hefur verðbólga verið 30- 40% hér á landi. Þessi þróun leiddi til verulegrar kjararýrnunar frá árinu 1974 fram á mitt þetta ár. Með kjarasamningunum 22. júní s.l. tókst loks að snúa þessari óheillaþróun við. Með þeim samningum fengust strax fram veru- legar kjarabætur og samið var um betrumbætt verð- bótakerfi. Kaupmáttur taxtakaups verkafólks er síðari hluti þessa árs nokkru hærri en hann var að meðaltali árið 1974 og mun í desemberbyrjun verða svipaður og hann var um mánaða mótin mars/apríl 1974. Samhliða samningaviðræðum s.l. vor áttu sér stað viðræður milli verkalýðshreyfingarinnar og rikisstjórnarinnar um félags- legar umbætur og ýmsa þætti efnahagsmála. Arangur varð ekki sá sem vænst var, en þó náðist nokkuð fram á afmörk- uðum sviðum og má sérstaklega benda á hækkun bóta almanna- trygginga i þvi sambandi. t kjölfar mikilla kauphækkana er hætt við að tilhneiging til verð- hækkana aukist. Atvinnurek- endur velta kauphækkunum út i verðlagið fái þeir aðstöðu til þess. Opinbers aðhalds er þvi þörf. Siðustu mánuði hefur verðbólgan aukistog gengissig verið töluvert. Mikið vantar þvi á að stjórn- völdum hafi tekist að ná tökum á stjórn efnahagsmála. Forystumenn stjórnarflokk- anna hafa undanfarið haft i hótunum um að skerða árangur júnisamninganna. Leggja verður áherslu á að samkvæmt samning- unum eru þeir uppsegjanlegir, ef stjórnvöld breyta ákvæðum um verðbótavisitölu eða fella gengi islensku krónunnar. Rétt er að minna á að þjóðhags- legar forsendur hafa batnað frá þvi sem ráð var fyrir gert þegar samningar voru undirritaðir i júni. Þannig spáði Þjóðhags- Fiskiþing hófst í gær Fiskþing hófst í morgun og mun þat standa eitthvað fram- eftir vikunni. A fundinum i morgun voru flutt tvö framsöguerindi: Jón Jónsson, forstöðumaður Hafrannsóknar- stofnunarinnar ræddi um niður- stöður ýmissa fiskirannsókna og útlit á veiðum næsta ár, einkum er snerti botnfiska. Marteinn Friðriksson, framkvæmdastjóri á Sauðárkróki flutti tillögur og bendingar frá landshlutasamtök- unum og sýnist þar sitt hverjum, eins og vænta mátti. Bæði voru erindi þessi hin fróðlegustu. Að erindunum loknum hófust svo almennar umræður. -mhg. stofnun i maí, um 5% aukningu þjóðartekna milli áranna 1976 og 1977. Nú áætlar stofnunin hins vegar að aukningin verði 7-8%. Svigrúm er þvi meira en áætlað var. Þjóðarbúið þolir þvi ótvirætt þann kaupmátt, sem samið var um. Stefnan i efnahagsmálum hlýtur að miðast við það að treysta þann árangur sem náðst hefur. Taka verður tillit til kröfu verkalýðshreyfingarinnar um breytta efnahagsstefnu. Með virkri stjórn verðlagsmála verður að hindra að atvinnurek- endur velti kauphækkunum út i verðlagið. Tryggja verður að að- föng séu keypt á hagstæðasta verði og ýtrustu hagkvæmni gætt i rekstri fyrirtækja. Gera verður sérstakt átak i rekstrarhag- ræðingu opinberra stofnana og fyrirtækja og spara þannig án þess að þjónusta skerðist. 1 fjárfestingarmálum er aðal- atriðið að sú fjárfesting, sem ráðist er i, nýtist til atvinnuupp- byggingar og aukinnar fram- leiðslu. Stjórnvöld verða að nýta aðstöðu sina i bönkum og fjár- festingarlánasjóðum til þess að tryggja hagkvæma nýtingu fjár- magnsins. Þegar ákvarðanir eru teknar verður að taka mið af þjóðhagslegri hagkvæmni, þannig að ekki sé einungis miðað við afkomu formlegra eigenda fyrirtækjanna heldur einnig afkomu starfsfólks og mikilvægi starfseminnar fyrir þjóðarbúið i heild sinni. Allar breytingar i skattamálum verða að vera i nánu samráði við verkalýðs- hreyfinguna. Stefna verður að þvi að draga úr sveiflum i islensku efnahagslifi. Verðbólguvandann verður að leysa og treysta gengi islensku krónunnar. úrlausnir verða að miðast við það að varan- legt jafnvægi náist i efnahags- málum. Kjarasamningarnir frá sl. vori voru að sjálfsögðu gerðir i trausti .þess að við þá yrði staðið i einu og öllu af rikisvaldinu og samtökum atvinnurekenda. Bregðist það hafa þessir aðilar fyrirgert þvi tausti sem til þeirra hefur verið borið sem heiðarlegra viðsemj- enda og það þvi fremur sem engar forsendur samninganna hafa breyst til hins lakara frá þvi er þeir voru undirritaðir. Ef svo færi hlyti það að leiða til mikilla átaka á vinnumarkaðinum, sem myndu magna allan efnahags- legan vanda og auka enn á verð- bólgu. Sambandsstjórnin hlýtur þvi að vara bæði rikisvaldið og atvinnurekendur mjög alvarlega við þvi að hrófla i nokkru við þeim skuldbindingum, sem samning- arnir fela i sér, jafnframt þvi að hún hvetur verkalýðsfélögin og allan almenning til að vera vel á verði gegn þeim svikaáróðri, sem nú er tekið að örla á og til að reyn- ast viðbúin til að hrinda öllum til- raunum, sem gerðar kynnu að vera til að eyðileggja þann ávinn- ing sem samningarnir færðu verkalýðsstéttinni. Línuritin hér á siðunni og skýringar sem með þeim fylgja voru meðal gagna sem lögd voru fram á Sambandsstjórnarfundi MSQ 70 60 50 VIKULEGUR VINNUTIMI vcKKmntiv* Vikulegur vinnutimi verkamanna, iðnaðarmanna og verka- kvenna i Reykjavík allmörg undanfarin ár er sýndur hér. Það er greinilegt að vinnutimi hefur styst verulega á timabilinu. Dag- vinnutimi skv. samningum flestra félaga er i samræmi við þann dagvinnutima, sem merktur er inn á myndina. Dagvinnutima- styttingin hefur raunverulega valdiö styttingu vinnudagsins. Auk styttri dagvinnu, styttist yfirvinna fyrstu árin, sem sýnd eru.en hefur siðari árin haldist i 12— 15 tlmum á viku hjá verka- ntönnum og iðnaðarmönnum. Yfirvinna verkakvenna er mun minni aiit timabilið, eða 3-4 timar á viku. A fyrsta ársfjóröungi minnkaði yfirvinna hinsvegar mjög mik- iö og var um heimingi minni en á sama tima siöasta ár. Þessi samdráttur I yfirvinnu á rætur að rekja til yfirvinnubannsins, sem var í gildi hluta 2. ársfjóröungs þessa árs. kruphrttur tggMums. OGc blÓORRT£K#fí Ár&e* *- .tekjuR rn IDNm *í\ mm KRUPMfíTWR tlEÐRLHRUPTfíXTfí VERKRMRNNfí Hcr er sýndur kaupmáttur meðaitaxta verkamanna I byrjun hvers tnánaöar frá ársbyrjun 1972 og fram til desember 1977. Miðað er við visitöiu framfærslukostnaðar. Arið 1972 og 1973 hélst kaupmáttur nokkurn veginn óbreyttur en hann hafði hækkað mikiö frá árinu 1971. Með febrúarsamn- ingunum 1974 verður mikil kaupmáttaraukning, en sá ávinning- ur tapast aftur þegar á þvi árí vegna óðaverðbólgu og afnáms visitölubóta. A mvndinni sést hvernig niðurgreiðsluaukningin I mai 1974 iyfti kaupmættinum I júníbyrjun. Þá sést móta fyrir jafniauna- bótunum i október 1974. Kauphækkanir samninganna 1975 og 1976 lyfta kaupmætti timabundið en eru ekki nægiiegar tii þess að snúa þróuninni við. Með samningunum i júni si. hækkar kaup- máttur hins vegar veruiega. 1 byrjun desember er kaupmáttur þannig svipaður og um mánaöamótin mars-aprli 1974. Með áfangahækkunum á árinu 1978 mun kaupmáttur ná enn hærra. „J KRUPMRTTUfí TPXrfík'Putx ’icrtmttn pm&mrnsv: Kaupmáttur grcidds kaups (timakaups I dagv.) og þjóöar- tekna er sýndur hér. Með samanburði við næstu mynd á undan sést aö iaunaskrið hefur verið alimikið á þessu tlmabili. Þróun þjóðartekna og kaupmáttar helst ekki ailtaf I hendur. A miili ár- anna 1975 og 1976 jukust þjóðartekjur verulega á sama tlma og kaupmáttur vcrsnaði. A árinu 1977 njóta iaunþegar loks stór- hækkaðra þjóöartekna. Af myndinni hér fyrir ofan má iesa sömu þróun og á myndinni fynr framan. Hér eru sýnd ársmeðaltÖi en þar var kaupmáttur sýndur mánuð fyrir mánuð. Rétt er að benda á að samningarnir á þessu ári eru ekki komnir fram nema að hluta, þar sem þeir verða á miöju árinu. Kaupmáttarsveiflan er greinilega mest hjá opinberum starfsmönnum, kaupmáttur þeirra rís hæst á árinu 1974, fallið veröur sfðan langniest hjá þeim, en með samningum þessa árs er kaupmáttur taxtakaups þeírra á ný svipaöur og kaupmáttur verka- og iðnaðarmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.