Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 29. nóvember 1977 ^JÖÐVILJINN — StÐA 17
utvarp
Spor-
vagninn
Girnd
eftir Tennessee
Willams
„A hljóðbergi" í kvöld
verður fluttur fyrri hluti
leikrits Tennessee Willi-
ams/ //Sporvagninn
Girnd/" og eru þau Rose-
mary Harris og James
Farentionu í aðalhlut-
verkum.
Þetta leikrit var flutt i Þjóð-
leikhúsinu fyrir skemmstu og er
þvi mörgum i fersku minni og
enn birtist hér i blaðinu nýlega
ágæt samantekt Arna Blandons
um höfund leiksins og verk
hans. Tennessee Williams, sem
er meðal fremstu bandariskra
leikskálda, er fæddur árið 1914.
Hann náði fyrst hylli með
„Glerdýrunum, árið 1945, og ár-
ið 1947, þegar „Sporvaginn
Girnd” var frumsýndur.þóttu öll
tvimæli tekin af um hæfileika
hans. 1 þessu verki tekur hann
til meðferðar umkomuleysi hins
næma og listræna eðlis manns-
Tennessee Williams
ins, gagnvart harðýðgi hins
grófa og ástriðuþrungna, sem
gjarnan kúgar og brýtur hina
fyrrnefndu eðlisþætti niður.
Rödd skáldsins i verkinu kemur
þvi fyrst og fremst fram i orðum
og æviferli annarrar systurinnar
i leiknum, Blanche, sem etur
kappi við hinn harðvituga og
jarðbundna Pólverja, eigin-
mann systur sinnar. Atök þess-
arar tegundar hafa orðið mörg-
um góðum skáldum að yrkis-
efni, og má sem dæmi nefna
Thomas Mann i sögu hans Trist-
an.
Af öðrum leikritum Tenness-
ee Williams má hér nefna „Rose
Tattoo”, frumsýnt 1951 og
„Köttur á heitu tinþaki”, frum-
sýnt 1955, en það verk hefur ver-
ið kvikmyndað. Skáldsagan
„The Roman Spring of Mrs.
Stone” kom út 1950.
Brautryðjandi á sviðum náttúruvisinda
sjónvarp
í kvöld verður á dagskrá 7.
þátturinn um landkönnuði.
Þátturinn að þessu sinni fjallar
um Alexander von Humbolt sem
er einkum kunnur fyrir ferðir
sinar um Suður-Ameriku.
Alexander er talinn fyrsti land-
könnuðurinn sem beitti visinda-
legum aðferðum við rannsóknir
sinar.
7.00 Morgumitvarp. Veður-
fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05 Fréttir kl. 7.30 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Rögnvaldur Finnboga-
son les „Ævintýri frá Nar-
niu” eftir C.S. Lewis (14).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Léttlög milli
atriða. Hin gömhi kynni kl.
10.25: Valborg Bentsdóttir
sérum þáttinn. Morguntón-
leikar kl. 11.00: Narciso
Yepes og hijómsveit
spænska útvarpsins leika
Konsertinu í a-moll fyrir
gitar og hljómsveit op. 72
eftir Salvador Bacarise:
Odon Alonso stj. Sinfóniu-
hljómsveit rússneska út-
varpsins leikur Sinfóniu nr.
1 i Es-dúr eftir Alexander
Borodin: Gennady Rozh-
destvensky stjórnar.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
14.30 Miðdegissagan: „Skakkt
númer — rétt númer” eftir
Þórunni Elfu Magnúsd.
Höfundur les (17).
15.00 Miðdegistónleikar Josef
Suk og tékkneska Filhar-
mónlusveitin leika Fiðlu-
konsert i a-moll op. 53 eftir
Antonin Dovorak: Karel
Ancerl stjórnar. Sinfónlu-
hljómsveitin I Filadelfiu
leikur „Hátiö i Róm” sin-
fóniskt ljóð eftir Ottorino
Respighi: Eugene Ormandy
stjórnar.
16.00 Fréttir Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Litli bamatiminn Finn-
borg Scheving sér um
timann.
17.50 Að tafliGuðmundur Arn-
laugsson flytur skákþátt.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Pétur Guöjónsson organ-
leikar Dr. Hallgrímur
Helgason flytur erindi, og
flutt verða lög úr sálmabók
Péturs.
20.15 Tónlist eftir Vincent Lu-
beckMichel Chapuis leikur
á orgel.
20.30 Útvarpssagan: „Silas
Marner” eftir George Eliot.
Þórunn Jónsdóttir þýddi.
Dagný Kristjánsdóttir les
(7).
21.00 Kvöldvakaa. Einsöngur:
Einar Kristjánsson syngur
Islensk iögFritz Weisshapp-
el leikur á pianó. b) Uppsa-
Gunna. Frásöguþáttur eftir
Jól Helgason. Gunnar Stef-
ánsson les annan hluta. c
Sungið og kveðið. Félagar I
Kvæðamannafélaga Hafn-
arfjarðar flytja visur og
kvæðalög. d. Gamli timinn
og hinn nýi. Steinþór Þór-
arson á Hala rifjar upp sitt
af hverju og skyggnist um.
Baldur Pálmason les frá-
söguna.e.Glæfraferð með
Pílu. Guömundur Bern-
harðsson les sanna sögu af
tík eftir Mundu Jónu Jóns-
dóttur frá Hofi I Dýrafirði
og einnig kvæöið „skyldur
við dýrin” eftir Valdemar
Briem. f. Kórsöngur:
Karlakórinn Þrymur á
Húsavik syngur. Söngstjóri:
Jaroslav Lauda. Pianóleik-
ari: Vera Lauda. Orð
kvöldsins á jólaföstu.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir
22.45 Harmonikulög Kare
Korneliussen leikur ásamt
hljómsveit.
23.00 A hljóðbergi „A
Streetcar Named Desire”
leikrit eftir Tennessee
Williams: fyrrihluti. 1 aðal-
hlutverkuö: Rosemary
Harris og James Faren-
tionu. Leikstjóri: Ellis
Rabb.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
ÍO.OO Fréttir og veöur
Í0.25 Auglýsingar og dagskrá
Í0.35 Landkönnuðir. Leikinn,
breskur heimildamynda-
flokkur. 7. þáttur. Alex-
ander von Humboldt 1769-
1859. Humboldt, sem er
einkum kunnur fyrir ferðir
slnar um Suöur-Ameriku, er
talinn fyrsti landkönnuð-
urinn sem beitti visinda-
legum aðferðum við rann-
sóknir sínar. Hann haföi
ekki aöeins áhuga á landa-
fræði, heldur var hann
einnig brautryöjandi á
ýmsum sviðum náttúruvis-
inda. Þýöandi og þulur Ingi
Karl Jóhannesson.
21.25 Sjónhending. Erlendar
myndir og málefni.
Umsjónarmaður Sonja
Diego.
21.50 Sautján svipmyndir að
vori. Sovéskur njósna-
myndaflokkur i tólf þáttum.
2. þáttur. 1 fyrsta þætti voru
kynntar helstu persónur.
Stierlitz er rússneskur
gagnnjósnari, sem kominn
er I trúnaðarstöðu I þýsku
leyniþjónustunni. Þegar
sagan hefst, er farið að
brydda á nokkrum grun-
semdum I hans garð. Sýnt
þykir, hvernig styrjöldinni
muni lykta, og margir hátt-
settir nasistaforingjar eru á
laun farnir að hugsa um að
bjarga eigin skinni og ná
samningum við heri banda-
manna. Yfirmenn Stierlitz i
Moskvu fela honum að
komast að þvi, hvaða valda-
menn hafi hug á samkomu-
lagi. Þýöandi Hallveig
Thorlacius.
23.00 Dagskráriok
V erkamenn
vantar við hafnargerð á
Grundartanga.
Uppiýsingar hjá verkstjóra
í sima 93-2162.
Ritari óskast
til starfa. Umsóknir sendist ráðuneytinu.
Viðskiptaráðuneytið
25. nóvember 1977
Járniðnaðarmenn
Járniðnaðarmenn og menn vanir járniðn-
aði óskast.
Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf.
Arnarvogi. Simi 52850.
Lausar stöður
Á skattstofu Reykjanesumdæmis eru eft-
irtaldar stöður lausar til umsóknar:
1. Staða háskólamenntaðs fulltrúa
með lögfræði- eða viðskiptafræði-
menntun.
2. Staða skatténdurskoðanda.
Umsóknir berist undirrituðum að Strand-
götu 8-10. Hafnarfirði, fyrir 15. des. næst-
komandi.
Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi.
ugiysmg
í Þjóðviljaitum
ber ávöxt
Húsbyggjendur
EINANGRUNARPLAST
Getum afgreitt einangrunarpiast á Stór-
Reykjavikursvæðiö með stuttum fyrir-
vara.
Afhending á byggingarstað.
HAGKVÆM VERÐ.
GREIÐSLUSKILM ALAR
Borgarplast hf.
Borgarnesi
Simi 93-7370
Helgar- og kvöldsimi 93-7355