Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 29. nóvember 1977 Forsœtisráðherra viðrar hugmyndir um aukin umsvif hersins: H er naðarflu g völlur á Austurlandi? Langar umræður uröu á Alþingi i gær er Lúövik Jósepsson kvaddi sér hljóös utan dagskrár til aö ræöa ummæli Geirs Hallgrims- sonar forsætisráöherra um nýjan hernaöarflugvöll á Austurlandi, en Geir lét orö falla um slikt á flokksráösfundi Sjálfstæöis- flokksins um siöustu helgi. Flugvöllur í varnanna þágu. Lúövik Jósepsson hóf mál sitt meö þvi að vitna i ræðu Geirs Hallgrimssonar á áöurgreindum fundi, en ræöan birtist i Morgun- blaöinu á sunnudaginn var. Geir sagði: „Æskilegast væri, aö viö hætt- um þó að deila um þessi einföldu grundvallaratriöi og gætum heilshugar snúiö okkur að hinu, sem ávallt á að vera ihugunar- og umhugsunarefni, hvort gera þurfi frekari ráöstafanir til varnar i landinu en nú er. Veröi niðurstaö- an sú, t.d. eftir slikt mat, að byggja þurfi nýjan flugvöll, t.d. á Austurlandi eöa annarsstaöar og leggja vegi sem tengi flugvellina, heföi komiö frá bandariskum hernaðaryfirvöldum. Væri um það aö ræða aö erlendir hern- aðaraöilar heföu komið fram meö slikar hugmyndir þá væri óhjá- kvæmilegt aö gera Alþingi grein fyrir málinu. Þá sagöist hann lika vilja heyra hvort forsætisráð- herra væri þeirrar skoöunar aö framkvæmdir af þessu tagi gætu yfirleitt komið til greina. Nýr hernaöarflugvöllur kæmi til greina. Geir Hallgrimsson forsætisráö- herra sagði aö þetta mál hefði ekki veriö til umræðu i, rikis- stjórninni og enginn tilmæli né ósk heföi komiö frá Bandarikja- mönnum um hernaöarflugvöll á Magnús Kjartaaisofl verðum viö aö gera okkur grein fyrir þvi, aö viö veröum að sætta okkur viö aukin umsvif varnar- liðsins. Slikur nýr flugvöllur, reistur i varnanna þágu, kallar á lið og herbúnað til þess að hann komi að gagni. Allar aðrar þjóðir hafa i raun og veru þurft aö fram- kvæma slikt mat og meta hve mikil umsvif og höft þær vilja leggja á daglegt lif sitt á friðar- timum til þess að vera viöbúnar árás eöa ófriði eða koma i veg fyrir ófrið. Varla að tilefnislausu Lúðvik benti á aö ummæli Geirs væru i framhaldi af umræðum innan Sjálfstæðisflokksins um það hvort krefja ætti Bandarikja- menn um sérstakt gjald vegna aðstööu þeirra hérlendis eða ekki. Geir heföi opinberlega lýst and- stööu sinni við slika gjaldtöku, en ljóst væri eftir skoöanakönnun i sambandi við prófkjör Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik, aö margir innan flokksins væru á annarri skoöun en Geir, og vildu taka sérstakt gjald fyrir aöstööu hersins hér. Sagðist hann skilja ummæli Geirs á þá lund aö þrátt fyrir andstööu hans nú viö leigu- gjald, þá telji hann aðannað geti orðið upp á teningnum,t.d. bygg- ing hernaöarflugvallar á Austur'* landi og tenging flugvallanna saman meö nýjum vegum. Lúövik sagði aö i tilefni þessara ummæla forsætisráðherra væri nauðsynlegt aö fá nánari skýring- ar, enda myndi forsætisráðherra vart tilnefna slikar framkvæmdir án alls tilefnis né staðsetja þær aö tilefnislausu. Beindi hann þeirri fyrirspurn til forsætisráðherra hvort aö þessi ummæli væri tilkom- in vegna sérstakra umræöna um þessi mál eöa hvort aö tilmæli Kjartan ölaínon Austurlandi. Flugvöllur á Austur- landi hefði eingöngu veriö tekinn sem dæmi, en máliö væri ekki á dagskrá. Varðandi það hvort hann teldi það koma til greina aö heimila byggingu hernaðarflugvallar á Austurlandi, þá sagði hann að æskilegt væri aö á hverjum tima færi fram mat á þeim varnarbún- aöi sem nauösynlegt væri aö hafa hér á landi. Slikt mat gæti leitt til þess aö herinn færi, aö varnar- fyrirkomulaginu yrði breytt eða aö varnarbúnaöurinn yrði auk- inn. Lúövik Jósepsson tók aftur til máls og sagði að svör Geirs segöu ekki alla söguna. Spurningin væri hvort aö sú hugmynd sem fram hefði komið um nýjan hernaðar- flugvöll væri kominn frá Geir Hallgrimssyni sjálfum eða verið til alvarlegrar umræðu. Sllk hug- mynd gæti varla komiö fram án þess aö málið hefði veriö rætt af „ábyrgum” aöilum eða aö for- sætisráðherra heföi einhverjar meiningar I málinu. Sagöi Lúövlk að Alþingi ætti rétt á að fá upplýsingar um þetta mál og þá hvort til umræöu væri á einhverju stigi áætlanir um flugvallargerö á Austurlandi. Varaöi hann forsætisráðherra viö þvi aö leyna sliku fyrir þjóöinni. Geir Hallgrimsson tók aftur til máls og sagðist vilja benda á aö hugmyndir um flugvallargerö hefði áöur komið fram I blööum og slikar vangaveltur komiö fram i ræöum manna t.d. á Austur- landi. Reynt að sefa aronssinna Kjartan ólafssontók næstur til máls, og vakti athygli á ummælum Gunnars Thor- oddsen iðnaöarráðherra i Visi I gær, en i blaöinu er haft eftir Gunnari á flokksráös- fundi Sjálfstæðisflokksins aö ís- lendingar gætu ekki lagt varan- lega vegi af eigin rammleik. Jafnframt lét ráöherra þau orö falla aö rétt væri að láta varnar- liðið greiða ýmsir skattgjöld er það nú væri undanþegiö og aö rétt væri að varnarliðið sæi um almannavarnir. Benti Kjartan á að hugmyndir Geirs og Gunnars væru settar fram stuttu eftir að yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Sjálfstæöis- flokksins i prófkjöri i Reykjavik hefði lýst yfir stuðningi við hug- mynd þá að Bandarikjamenn greiði kostnað við þjóövegagerö. Með hugmyndum sinum væru Geir og Gunnar að leita leiða til að koma málum þannig fyrir aö þetta fólk gæti verið ánægt meö niöurstöðurnar. Ummæli Gunnars Thoroddsen væru til marks um ab innan Sjálf- stæöisflokksins væri þung undir- alda er stefndi að þvi aö ætla bandariska hernum langtum vlö- tækari verkefni en hann hefur nú. Verið væri að gefa alvarlega undir fótinn meö aö vel komi til greina aö ætla bandariska hern- um að kosta þjóövegagerð yfir þvert Island. Sjálfstæði í hættu. Fari svo að erlendur her sem hér dvelur taki að sér þau verk- efni sem hver sjálfstæö þjóö hlýt- ur aö telja sin eigin svo sem vega- gerö og almannavarnir, þá blasi viö, að fljótlega hljótum viö aö veröa svo háð þessu erlenda her- liði aö erfitt verði aö losna úr þeim böndum á ný. bá benti Kjartan á að þegar sjálfur forsætisráðherra væri með bollaleggingar um auknar varnir landsins þá gæti ekki hjá þvi farið að slíkt bærist banda- riskum hernaðaryfirvöldum og jafnframt að hann hefði á Alþingi nefnt dæmi um ákveðnar fram- kvæmdir er kæmu til greina. Og þeir aðilar er hér vilja fastari fót- festu hersins gætu dregið þá ályktun að verið væri að gefa undir fótinn um aukin umsvif bandariska hersins. Geir andvígur hugmynd- um Gunnars. Geir Halgrimsson sagöist vilja taka það fram að hann teldi það ekki ofverk Islendingum aö fram- kvæma varanlega vegagerb með eigin fé, né væri þeim þaö ofverk að standa undir aimannavörnum. Hins vegar kæmi hverju sinni til greina breytt ákvæði um tollmeð- ferð vegna varnarliðsins. Geir sá fyrsti Lúðvik Jósepsson sagðist vilja gera athugasemd vegna ummæla forsætisráðherra um áður fram- komnar hugmyndir um flugvalla- gerð á Austurlandi. Vitaskuld hefðu farið fram umræður um varamillilandaflugvöll á Austur- landi, en Geir Hallgrimsson væri sá fyrsti sem hefði komið beinlin- is með þá hugmynd eða viðrað þann möguleika opinberlega að gerður yröi hernaðarflugvöllur á Austurlandi. Sagði hann að for- sætisráöherra ætti ekki að reyna að skjóta sér undan ábyrgð á um- mælum sínum með þvi aö segja aö fleiri hefðu verið aö tala um flugvöll á Austurlandi: flugvöll er ætti ekki neitt skylt viö hernaðar- mannvirki. Þá sagðist Lúðvik fagna þeim ummælum Geirs aö hann væri á annarri skoðun en Gunnar Thor- oddsen varðandi vegagerð og rekstur almannavarna. Geir Hallgrimsson sagði að i umræðum um flugvallargerð á Gelr Hallgrlmsson Ólafur Jóhannesson Austurlandi hefði verið rætt um flugvallagerð á vegum hersins og benti i þvi sambandi á hugmyndir sem Sigurður Líndal hefði sett fram 1974. Geir sagbi að sitt dæmi um flugvöll á Austurlandi á flokks- ráðsfundinum hefði verið ætlað til að benda fólki á að til þess að Bandarikin myndu borga þar kostnað við alþjóðaflugvöll þá yrði slikur flugvöllur að hafa varnargildi. Hér væri aðvörun frá hans hendi að menn gætu ekki fengið slikan alþjóðaflugvöll að kostnaðarlausu nema böggull fylgdi skammrifi. ólafur á móti aronsku. Ólafur Jóhannessonsem gegnir störfum utanrikisráðherra i for- föllum hans sagðist vilja stað- festa það sem forsætisráðherra hefði sagt að engin tilmæli hefðu komið frá Bandarikjunum eða NATO um hernaðarflugvöli á Austurlandi eða annars staðar. Engar umræður hefðu farið fram um þetta i rikisstjórninni. Vita- skuld væri aldrei hægt að segja hvaða furöuhugmyndir gætu fæðst i heilum manna en honum væri ekki kunnugt um að þessar hugmyndir hefðu verið ræddar meðal ábyrgra manna. í viðræðum Einars Ágústssonar við utanrikis- og hermálaráðu- j neyti Bandarikjanna fyrir nokkru | 'hefði verið rætt um viöauka- samning við Bandarikin er fæli frekar i sér takmörkun á starf- semi hersins, t.d. varðandi búsetu hermanna. Þá heföi einnig verið rætt um samráö milli Banda- rikjamanna og tslendinga varð- andi almannavarnir og land- helgisgæslu. Varðandi það hvort herinn ætti að greiða fyrir landafnot, þá sagði Ólafur að slikt kæmi ekki til greina. Væri hann andvigur þvi að Islendingar gerðu sér dvöl hersins að féþúfu. Herinn féþúfa frá upphafi. Magnús Kjartansson benti á að frá þvi að herinn kom i landið heföi verið unnið rösklega að þvi aö gera hernámið að féþúfu. Stofnuð hefðu verið islensk verk- takafélög til að hagnast á erlendri hersetu og fyrsti framkvæmda- stjóri Sameinaðra aðalverktaka hefði einmitt verið núverandi for- sætisráðherra, Geir Hallgrims- son. Þá hefði Framsóknarflokk- urinn notað fé samvinnuhreyfing- arinnar til að stofna verktakafé- lagið Reginn h.f. og hagnastá er- lendri hersetu. Fyrstu árin sem herinn var hér hefði yfir fjórð- ungur gjaldeyristekna landsins komið frá hernum. I tið fyrrverandi rikisstjórnar hefði verið ákveðið að herinn færi, en þá gerðist það að Fram- sóknarmenn sem höfðu hagnað af veru hersins beittu sér gegn slik- um áætlunum. Þessir fjármála- þræðir valdi þvi að vissir fjár- mála- og áhrifamenn vilja hafa herinn. Það sé þvi hræsni hjá for- sætisráðherra að ekki geti verið um að ræða gjaldtöku af sið- feröislegum ástæðum, og svip- aðrar hræsni hafi gætt i orðum dómsmálaráðherra. Þingmenn Alþýðubanda- lagsins útilokaðir. Jónas Árnason sagðist vilja taka fram vegna ummæla um hugmyndir Sigurðar Lindal að ekki hefði vakað fyrir Sigurði að auka umsvif hersins, heldur bægja frá hættu sem þéttbýlinu sunnanlands gæti stafað af hern- um. Þvi hefði Sigurður iagt til að herstöðin yrði flutt á Melrakka- sléttu. Vegna ummæla Geirs þess efn- is að nauðsynlegt væri að sjálf- stætt mat færi fram á öryggis- málum landsins, þá sagðist Jón- as vilja benda á að hætt væri við aö forsætisráðherra myndi ekki vilja leyfa öllum að eiga aðild að slikri könnun. Minnti Jónas á að 1971 hefði Geir Hallgrimsson flutt þingsályktunartillögu ásamt 9 öörum Sjálfstæðismönnum þess efnis að þingmenn Alþýðubanda- lagsins yrðu útilokaðir frá við- ræöum um endurskoðun varnar- samningsins. Hér hefði verið um að ræða eina ólýðræðisiegustu til- lögu sem sést hefði á Alþingi og hefði hún verið felld i utanrikis- nefnd með þeim ummælum að hún fæli i sér beina árás á lýð- ræöislega stjórnarhætti. Eitthvað að gerast bak við tjöldin. Sagði Jónas að hann væri ekki i vafa um að eitthvað væri nú að gerast bak við tjöldin, eitthvað svipað þvi og komið hefði fram i ummælum forsætisráðherra. Og með tilliti til fyrri reynslu þá kæmi sér ekki á óvart að nú birt- ist enn einn herforinginn eða þá sjálfur Luns til að segja að nú gengi þetta ekki lengur og brýn nauðsyn væri á hernaðaraðstöðu á Austurlandi til að tryggja ör- yggi hins vestræna heims. Þá benti Jónas á að Ólafur Jóhannesson hefði kallað hið svo- kallað varnarlið „viövörunar- sveitir”. Slikt orðalag væri breyt- ing og vildi hann þvi spyrja Ólaf hvort þessar sveitir væru okkur ekki til neins varnar og ef þær væru til viðvörunar þá i hverra þágu. Geir Hallgrimsson tók siðastur til máls og sagði vegna ummæla Jónasaraö tillaga hans 1971 hefði gengiö út frá þvi að Alþýðubanda- lagið kærði sig ekki um aðild að endurskoöun, þar eð flokkurinn stefndi að brottför hersins en ekki að endurskoðun samningsins við Bandarikjamenn!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.