Þjóðviljinn - 03.12.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.12.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. desember 1977, | Tvær greinar eftir Helga J. Halldórsson um framburð og stafsetningu Enn um framburð og stafsetningu í Þjóöviljanum 30. nóv. sl. birtist ræða cr Magnús Kjart- ansson flutti i umræðum um þingsályktunartillögu þá um isl. stafsetningu sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Ræða þessi er samin af lærdómi og þekkingu sem Magnúsar er von og visa og er ég honum sammála um flest er þar segir. Ég er honum t.d. sam- mála um það að æskilegt sé að ritmái og talmál sé sem likast. / Hinsvegar geri ég mér ljóst að vonlaust er að ritmál og talmál geti verið alveg eins og fráleitt er að heimila hverjum og einum að rita eftir eigin framburði. Þvert á móti vil ég eindregið hvetja til þess að Islenskri tungu verði ákveðinn æskilegur framburður og aö hann verði kenndur i skólum. Ég tel stórhættulegt að láta frarpburö afskiptalausan. Ég vil hafa áhrif á málþróunina ekki siöur en þróun þjóðfélagsins. Þá vil ég benda Magnúsi á alvarlegt misræmi sem kemur fram i ræðu hans. Hann fagnar þvi að takast skyldi að kveða niður flámælið, þ.e. rugling á sérhljóðunum i og e, u og ö. En fyrr i ræðunni segir: ,,Ég tel að við eigum að láta framburð og stafsetningu haldast i hendur og við eigum meira aö segja að vera ákaflega umburðarlyndir hvað þetta snertir. Ég hef t.a.m. ekki vitundarögn við það að athuga þó að Norðlendirtgar skrifi gata meö t, en að okkur Sunnlendingum sé þá heimilað að skrifa gata með d.” Þarna er ég á gagnstæðri skoðun. Ég fagna þvi eins og Magnús að takast skyldi að hamla gegn flámælinu. En ég sé ekki betur en linmælið sunn- lenska, þ.e. breytingin úr p, t, k i b, d, g sé alveg eins hættuleg málinu. Ég sé enga ástæðu til að gera þannig upp á milli sérhljóða og samhljóöa. Ef við leyfum hverjum og einum að rita gada, hve langt verður þangað til úr þvi verður gade (gaðe) eins og i dönsku? Ef við látum afskipta- laust þó að menn beiti slikri migt (mýkt) i framburði og stafsetn- ingu að segja og skrifa að sjórinn sé djúbur, hvert stefnir þá mál- þróunin? Ég vil benda þeim sem vilja ypsilon feigt á það að ý og þar með kennsla i hljóðvörpum getur átt nokkurn hlut i að hamla gegn þvi að mýkt breytist i migt, en slika villu hef ég nýlega fengið i ritæfingu. Þetta er hinsvegar óháð þessu eilifa karpi um zetu. Zetan hangir utan á málinu en y er i kjarna þess. Ég las i fyrra- sumar allar umræöur á Alþingi um stafsetningarmál fyrir tæpum tveimur árum, sömuleiðis hef ég liklega lesið greinar flestra zetu- vina og nú siðast grein Sverris Hermannssonar i Morgunblaöinu 20. nóv. sl., en ég hef hvergi séö haldbær rök fyrir nauðsyn þess að taka aftur upp zetu i fslenskt mál. Miklu fremur tel ég að hún geti valdið málspjöllum.\ Óheyrilega langur timi fer i að kenna hana til hlitar og er áá timi gjarnan tekinn frá öðru nauðsynlegra. Við nóg er að fást, m.a. i stafsetningu. Rit- æfingar, sem samdar hafa veriö til að kenna zetu, eru vægast sagt óhrjálegt mál. Og ekki er til framdráttar islensku máli sá yfirborðslegi skilningur sem Halldór Blöndal auglýsti er hann ræddi nýlega um daginn og veg- inn i útvarpinu og minntist á ágætt erindi sem Baldur Jónsson háskólakennari hélt á málsráð- stefnu i Sviþjóð og birtist i Morgunblaðinu i þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Það verður að gera þá kröfu til kennara og alþingismanna að þeir séu betur læsir en aðrir, þ.e. sjái meira i málinu en bókstafina eina. Þó að erindi Baldurs Jónssonar sé birt i Morgunblaðinu með zetu er það efni þess óviðkomandi. Baldur er að ræða þar um miklu alvarlegri hluti, m.a. þær hættur sem steðja aö formgerð Islenskrar tungu. Stafa þær hættur ekki hvað sist af lélegum þýðingum og birtast i svonefndu stofnanamáli eða ráð- stefnustil eins og ég benti þrá- faldlega á i þáttum minum um daglegt mál i útvarpinu. Gegn þeim hættum verður ekki varist með zetu. Til áréttingar máli þvi sem ég hef hér rætt ætla ég að biðja Þjóð- viljann að birta grein þá um framburð og stafsetningu sem ég lét nýlega birta i Visi. Ég bý í nágreni við kebblavíg og hef migið af peningum. Þá er ferðini logið og barátan heldur áfram. Rittáknin voru gerð til að vera hljóðtákn talmálsins Eins og kunnugt er skiptist tungumál i talmál og ritmál. Bókstafir eru tákn ritmálsins og eiga að tákna hljóö talmálsins. Þess vegna er talað um framburð og stafsetningu. Það mun nokkuð almenn skoðun að lftill munur sé á islensku talmáli og ritmáli og þá framburði og stafsetningu, þess vegna eigi skýr og réttur framburður aö styðja stafsetn- inguna. Rétt er það að íslending- ar eru nokkuð vel settir t.d. miöað við Englendinga, en ensk tunga hefur kiofnaö svo gersamlega i talmál og ritmái að samræming er ekki lengur möguieg nema með nýju stafrófi og gerbyltingu á ritmáli. Veldur þvi aö sjálf- sögðu alkunn ihaldssemi Eng- lendinga. Stafsetningarnám Eng- iendinga hlýtur af þessum sökum að vera nokkuö torvelt þar sem þeir veröa fyrst og fremst aö styðjast við sjónminni. En stafsetning hefur einnig lengi þvælst fyrir Islendingum. Hvað veldur þvi? Sennilega veld- ur nokkru að meiri munur er á framburði og stafsetningu en menn gera sér almennt grein fyr- ir. Einnig eru beygingar málsins margbrotnar. Þessar skýringar eru þó ekki einhlitar. Ég held að meiru valdi að framburðar- kennsla hefur verið stórum van- rækt. Mér vitanlega hefur is- lenskri tungu aldrei verið ákveð- inn framburður. Viröist þvi valda mest að menn óttast að með þvi verði landshlutamállýskum út- rýmt. Einhvers konar tilfinninga- semi virðist ráða þar mestu. Ég ætiaði eitt sinn að minnast á þetta i rabbþætti i útvarpi um islenskt mál. Stjórnandi þáttarins þagg- aði snarlega niður i mér. Sagt er að framburðarkennslu sé fremur litið sinnt i grunnskóla og er það i rauninni skiljanlegt þar sem kennarar hafa engar fastar reglur til aö fara eftir. Og þá kem ég að setningum þeim sem voru yfirskrift þessarar greinar. Sumir halda ef tii vill að þessar villur séu tilbúnar. Svo er ekki , þvi miður. Þær hafa allar komið fyrir ýmist i ritgerðum eða ritæf- ingum nemenda minna, sumar oft nema ef til vill Kebbiavig, en i staðinn hef ég þá fengið skabblajárnaða kettlinga. Þessar ritvillur eru þó i útjöðrum, aðrar eru algengari. Það er t.d. algengt að menn geri ekki greinarmun á þvi að vera ragur og rakur. Sumir eru ladir og hlauba og segja að sjórinn sé djúbur. Það mun heyra undir landshlutamállýsku þegar menn rita habbði, saggöi og fleirri. Væntanlega er óhætt að segja að stafi af röngum framburði þegar menn rita hæðstur, smæðstur og fæðstur, en þó stafar það einnig af óöryggi i að finna réttan stofn. Meðan z var rituð var alengt i ritæfingum að fá þarna z: hæztur, smæztur og fæztur, einnig gleymzka, reynzla, brennzla, kennzla og vinnzla. Þetta sást einnig i dagblöðum og sést enn i þeim sem nota z. Það kostaði langvinnt erfiði að berjast gegn þessari röngu zetu ekki sið- ur en koma henni inn þar sem hún átti að vera samkvæmt þeim reglum sem um hana giltu. Þetta vandamál hvarf þegar zetan var afnumin úr Islensku máli og i staðinn kom hin einfalda regia um brottfall tannhljóðanna ð,d,t, og tt á undan s i ritmáli eins og gerist i talmáli. Mér virðist eins og sumir, jafnvel kennarar, geri sér ekki grein fyrir að þessi eina og einfalda regla um brottfall kemur i staðinn fyrir allt zetu- kerfið sem raunar byggðist á ákveðinni stærðfræðiformúlu. Aö visu er stærðfræðin rökrétt en hæpið er að blanda henni um of saman viö málfræði og þaðan af siður hljóðfræði. Og nú telja alþingismenn helst til ráða að koma zetu aftur inn I islenskt mál. Nú skulu kennarar aftur taka upp baráttuna gegn hæztur, smæztur, fæztur, gleymzka, reynzla, brennzla, kennzla og vinnzla. Þetta skal gert til að vernda Stofn og halda tengslum við uppruna orða. En nú bregður svo undarlega við að svo virðist sem breyta eigi reglunum um stofn orða. í þingsályktunar- tillögu um islenska stafsetningu, sem Iögð hefur verið fram á Al- þingi, segir svo: ,,Ef i stofni orös er tt (tvöfaldur samhljóði) og á eftirfers.skalrita fullum stöfum tts, t.d. kletts, spottskur, styttst- ur: þú battst, ég hef settst, hann hefur fluttst, þeir hafa hittst, það hefur rættst úr honum (af rætast: hins vegar hefur ræst af að ræsa).” Fram að þessu hefur verið kennt að stofn veikra sagna finn- ist i nafnhætti nútiðar og stofn sagnarinnar aö ílytja sé t.d. flyt eða flut óhljóðverptur. Siðara t i lýsingarhætti þátiöar (flutt) er ending. En setjum nú svo, aö i lýsingarhætti þátiðar sé sérstak- ur stofn: flutt, hvernig á þá að rita viöskeytt orð? A að mynda þau af stofni nútiðar og rita t.d. flutningur eins og nú er gert eða á að mynda þau af stofni þátiöar og rita fluttningur? Þá fer nú sitt- hvað á hreyfingu. Og hvernig er með veikar sagnir sem hafa ekk- erttannhljóð (t) i nafnhætti nútið- ar en tt i lýsingarhætti þátiðar eins og t.d. sögnin aö sækja? Hún beygist i kennimyndum: sækja — sótti — hef sótt. Annað t er gnd- ing, hitt hefur myndast úr k við samlögun: sókti= sótti, sókt = sótt. Hvernig á að rita miömynd- ina? Á að rita: Hann hefur sókst eftir vináttu minni (miða við stofn nútiöar)? Eða á að rita: Hann hefur sóttst eftir vináttu minni (miða viö þennan tilbúna stofn þátiöar)? Auövitaö á að rita hvorugt. Rita skal: Hann hefur sóst eftir vináttu minni — miða við báðar hljóðbreytingarnar, samlögunina og brottfalliö. Þær hljóðbreytingar eru algengar i málinu eins og þeir vita sem eitt- hvað hafa lært i hljóðfræði, orð- myndun og beygingarfræði. Auk þess striðir þetta tannhljóða- hröngl gegn eðlilegum framburði. i áður tilvitnuðum orðum úr þingsályktunartillögunni haidast tannhljóöin (tt) i eignarfalli nafnorðsins klettur: kletts. 1 hin- um orðunum falla þau brott i al- mennum framburði og eðlilegast er að láta þau einnig falla brott i ritmáli. Þó að viö þaö veröi til tvi- myndir kemur það ekki að sök. Tvimyndir eru algengar i málinu og ævinlega skilst af oröasam- bandinu hvaða orðmynd er átt við hverju sinni. Enginn maður með óbrenglaða málvitund segir: þú battst, ég hef settst, hann hefur fluttst, þeir hafa hittst, það hefur rættst úr honum. Ég legg til að menn hætti að hugsa tungumál út frá samlagn- ingu og frádrætti en geri sér ljóst að rittáknin (bókstafirnir) voru gerð til þess að vera hljóðtákn talmálsins eins og höfundur Fyrstu málfræðiritgerðar Snorra Eddu gerir svo skynsamlega grein fyrir. Z táknar ekkert hljóð i islensku máli. Þess vegna er hún óþörf. Tannhljóðin, sem hún á að vernda, mega falla brott i ritmáli eins og þau gera i talmáli. Ég sé ekki að þau séu ginnhelgari en önnur rittákn sem látin eru falla 'brott bótalaust. Sambandið við stofninn (upprunann) er hægt að varðveita með þvi að kenna brott- fallið. Þarna er um að ræða til- tölulega fá orð af öllum oröaforða málsins. Það er auðvitað fráleitt aö hafa i gangi allt það kerfi, sem búið var til kringum zetuna, til þess. Ég vanmet engan veginn orðernafræöi (orðsifjafræði), hún er bæði fróðleg og skemmtileg. En hægt er að stunda hana án þess að rita zetu, jafnvel miklu fremur. Þá gefst betri timi til að sinna öörum málfarsþáttum þeg- ar þarf ekki lengur að burðast með hana. Fræðsla um uppruna og skyldleika orða svo og reglan um stofn er mjög gagnleg víð stafsetningarkennslu. T.d., tel ég regluna um tviritaðan (tvöfald- an) samhljóöa, ef hann er tvirit- aður i stofni orðs, styðja mjög stafsetningarnám þó að sú regla virðist striða nokkuð gegn fram- burði. En það er mikill misskiln- ingur að reglan um zetu sé óað- skiljanlegur hluti reglunnar um stofn, og þær ritreglur, sem lagð- ar eru til i þingsályktunartillög- unni, eru fráleitar. Hægt væri að fara aftur á bak, segja og rita: veitsla, eldstur, andsa — ég tala nú ekki um að hundsa sem mér finnst fullkomlega eðlilegur rit- háttur. En að segja og rita: þú battst, ég hef settst, hann hefur fluttst, þeir hafa hittst, það hefur rættst úr honum — segir enginn maður með óbrenglaða málvit- und, eins og áður segir. Auk þess striðir gegn reglunni um stofn veikra sagna að rita: tluttst, rættst og settst. Það er þvi illt verk að rugla þannig reglurnar um stofn undir þvi yfirskini aö menn séu að vernda stofninn. Siðan 1973 hefur zetulaust mál reynst mér mjög vel við kennslu. Reglan um brottfall tannhljóð- anna (ð,d,t, og tt) á undan s virö- ist mjög auðlærð og fer vel bæði i talmáli og ritmáli. Aö lokum legg ég til aö hljóð- fræðingarákveðinú loks islenskri tungu æskilegan framburð, fram- burðarkennsla verði stóraukin, einkum i grunnskóla — og al- þingismenn láti af þvi aö trufla og torvelda störf kennara. VÉLSTJÓRAR AÐALFUNDUR Aðalfundur Vélstjórafélags Islands verður haldinn laugardaginn 10. desem- ber næst komandi i Tjarnarbúð (uppi) klukkan 14:00. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.