Þjóðviljinn - 03.12.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.12.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. desember 1977. Laugardagur 3. desember 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Svona llta margir vinnuskúrar út i Reykjavik. Þeir eru kaldir, óþrifalegir og ógeðslegir i einu oröi sagt enda flýja verkamenn inn i bila sina frekar en aðdrekka kaffi i þeim. Gífurlegur mismunur Gunnar Kllsson húsasmiöur i Gautaborg setur biautar buxur inn i sérstaKan þurrkskap. Tvetr tataskápar eru fyrtr hvern verkamann, annar opinn, hinn iokaður. Fyrir framan er bekkur til að sitja á og kalt og heitt vatn i krönunum. Takið eftir hversu allter snyrtilegt. Venjulegur vinnuskúr i Reykjavik. Steinsteypurakiog sementsryk, saggi af sagi, súgur, suddi eða gaddur. Við slik skilyrði vinna trésmiðir, múrarar, verkamenn og aðrir byggingamenn i islenskunt nýbyggingum viöa um land. Það mætti þvi ætla að sér- staklega vei væri að þeim búið tii að matast, drekka kaffi, snyrta sig, fara á klósett, þurrka sér og hlýja. En það er öðru nær. Þrátt fyrir skýlaus fyrirmæli i heil- brigðisregiugerðum og samning- um er mikill inisbrestur þar á. Það þarf ekki annað en að fara i nýbyggingahverfin uppi i Breið- holti í Reykjavik og sjá þ_ar öil skældu skúrræksnin til að komast að raun um það. Fyrir skemmstu fór ljósinyndari Þjóðviljans tii Gautaborgar og kynntist aðbúnaði byggingaverkamanna þar og munurinn er himinhróp- andi. Ekki er hægt að tala um liann öðru visi en sem svart og livitt. Verður í þessari grein að nokkru fjallað um þennan mis- m un. Iieimsókn til islensks trésmiðs i Gautaborg 1 Gautaborg var farið i heim- sókn á vinnustað tslendingsins Gunnars Elissonar húsasmiðs sem er nýfluttur að heiman meö - fjölskyldu sina.'Var hann ásamt nokkrum félögum sinum að vinna að þvi að breyta gamalli hafnar- byggingu i skrifstofuhúsnæði. Fyrirtækið sem þeir vinna hjá er skyldugt, ef fjöldi verkamanna fer yfir 6, að fiytja á staðinn vinnuskúr með margs konar þæg- indum. Ströng viðurlög eru við þvi ef út af er brugðið. Vinnuskúrinn Vinnuskúrinn i þessu tilviki hjá Gunnari var allstórt hjólhýsi sem tviskipt var. Oðru megin voru skápar fyrir vinnuföt, einn opinn og annar lokaður fyrir hvern ein- stakling. Þar var einnig sér- stakur þurrkskápur fyrir blautar yfirhafnir og vinnuföt, vaskur með rennandi bæði köldu og heitu vatni og spegill. t hinum end- anum á skúrnum var kaffistofa að sjá um að á hverjum vinnustað sé ætið til staðar matstofa, sal- erni (vatnssalerni), fatageymsla, verkfærageymsla, hreinlætisað- staða og sjúkragögn, samkv. eftirfarandi samkomulagi: Vinnusalir (verkstæði) skulu vera bjartir og málaðir. Vinnu- sölum skal haldið hreinum og rusl og önnur úrgangsefni skal fjar- lægja jafnóðum. Loftræsting skal vera fullnægjandi og skal þess sérstaklega gætt þar sem hætta er á að andrúmsloftið sé mettað reyk, ryki eða öðrum óheil- næmum lofttegundum. Loftsogi skal komið fyrir á vélum. Upphitun vinnusala skal vera næg og sem næst 18. gr. C, mælt i brjósthæð. Sérstakrar varúðar skal gætt varðandi lakkklefa. Skulu þeir út- búnir eftir ábendingum sérfróðra manna eða stofnana, samkv. ströngustu kröfum heilbrigðis- eftirlits viðkomandi sveitarfé- laga. Matstofa Stærð matstofu skal miðast við fjölda þeirra manna, sem eru (verða) á vinnustaðnum og skal miðað við sem næst 1,2 ferm gólf- rými á hvern mann. Lofthæð sé minnst 2,20 m. Gólf, veggir og loft sé einangrað með 1 1/2” plasti eða öðru jafngildu. Innhliðar veggja, lofts, gólfs og borða sé klætt efnum, sem auðvelt er að halda hreinu. Sæti séu lausir bakstólar eða bekkir með baki. Lýsing, loftræsting og hiti sé hæfilegt að dómi verk- stjóra og trúnaðarmanns. Upphitun, sem veldur stybbu eða annari óhollustu, er óheimil. 1 matstofu er óheimilt að geyma vinnufatnað og verkfæri án afþiljunar. Fatageymsla 1 fataherbergi sé góður hiti og loftræsting til þurrkunar á hlifðarfatnaði. Fyrir fata- og verkfærageymslu (verkfæra- skápum) skulu vera öruggar læsingar. Vatnssalerni og handlaugar Um einangrun, hita, loft- ræstingu og veggklæðningar hús- næðis gilda sömu reglur og i mat- stofu. Við handlaugar skal vera sápa og pappirs- eða loftþurrkur. A salerni salernispappir. Hreinsun og umgengni Vinnuveitenda er skylt að halda húsnæði vel hreinu óg sjá um viðhald hreinlætisgagna. Starfs- mönnum er skylt að gæta fyllsta - hreinlætis i allri umgengni. Viðurlög Óheimilt er að hefja fram- kvæmd fyrr en framangreind aðstaða er til staðar. Við nýbyggingu húsa er byggingafull- trúum heimilt að neita úttekt á frárennslislögnum i grunna, sé, framangreind aðstaða ekki fyrir hendi. Undantekningar Við skammtimaverk, þ.e. verk- framkvæmd, sem eigi varir lengur en i allt að eina viku, eru ekki gerðar kröfur til að framan- skráðar reglur gildi. Þó er vinnu- veitanda ætið skylt að sjá um að starfsmenn hafi greiðan aðgang að góðri aðstöðu til kaffidrykkju, að salerni og til geymslu á fatnaði og verkfærum og til meðferðar á efni. Séu forsendur til framan- greindrar aðstöðu ekki fyrir hendi, þ.e. aðalæðar til vatns- og skolplagna hafi ekki verið lagðar i næstliggjandi götu eða að við- komandi lóð, eftir þvi sem við á, skal vinnuveitanda heimilt að hafa kamar i stað vatnssalernis, enda lúti hann sömu reglum um frágang og þrifnað sem önnur að- staða. Starfsmenn skulu hafa aðgang að sér fataskápum, þar sem hægt er að geyma fatnað, sem gengið er i að og frá vinnustað og skal þá séð fyrir aðstöðu til fataskipta. Verði um brot eða vanefnd að ræða á samkomulagi þessu af hálfu vinnuveitanda og hann sinnir eigi umkvörtun er viðkom- andi verkalýðsfélagi heimilt að stöðva alla vinnu á viðkomandi vinnustað, þar til brotið hefur MYNDIR: EIK TEXTIsGFR Af svona skúrum úir og grúir i nýbyggingahverfum Reykjavikur. aðbúnað um alla Skandinaviu hjá byggingaverkamönnum. Hér heima á tslandi er öðru visi um að litast þó að dæmi séu um góða aðstöðu, einkum hjá stærri byggingafyrirtækjum. Gallinn er bara sá að hér eru ótal smá byggingafyrirtæki meðeitt og eitt hús hér og hvar og þeim liðst aö búa svo illa að starfsmönnum sinum sem raun ber vitni. Vanhöld á íslandi Þjóðviljinn hafði samband við Grétar Þorsteinsson varafor- mann Trésmiðafélags Reykja- bögglast inn i bilum I kaffi- timanum frekar heldur en að fara inn i óyndislega skúrana og þyrftu þeir að fara á klósett yrðu þeir jafnvel að aka heim til sin til þess. Grétar sagði að ekki væri þó hægt að gefa neinn þverskurð á ástandinu þar sem engin úttekt hefði verið gerð á þvi sem þó væri brýnt. I samningum er sérstakur kafii um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Þar segir meðal annars: „Um aðbúnað á vinnustöðum Ollum vinnuveitendum er skylt Venjulegur vinnuskúr f Gautaborg. Sænsku byggingaverkamennirnir Rune, Don og Ulf f kaffitima. t horninu i vinnuskúrnum er Isskápur og ytir honum tæki til aO taita upp mat f. Þeir eru aö lesa kynningarbæklinga um tsland og Þjóðviljann sem ljós myndarinn færöi þeim. Kaup þeirra er 160-170 þúsund krónur á mánuði fyrir Sstunda vinnudag og er þá búiöaö draga af þeim skatta. verið leiðrétt, enda hafi verka- lýðsfélagið kynnt viðkomandi meistarafélagi aðvörunina. Gerist starfsmaður brotlegur hvað varðar samkomulag þetta og hann sinnir ekki aðvörun verk- stjóra, er vinnuveitanda heimilt að vikja starfsmanninum af vinnustað, án uppsagnarfrests og bóta þess vegna, enda hafi vinnu- veitandi kynnt viðkomandi verkalýðsfélagi (trúnaðarmanni) aðvörunina. Komi upp vafaatriði um túlkun þessa ákvæðis, skal hvorum aðila þ.e. vinnuveitanda eða starfs- mönnum, skylt að skjóta þeim ágreiningi til úrskurðar viðkom- andi samningsaðila. —GFi með litlum isskáp. Þar var einnig tæki til að hita upp mat, samlokur og þess háttar. Og að sjálfsögðu gott borð og stólar. Hjólhýsið var upphitað og hreinlegt með stórum opnanlegum gluggum. Reglan um aðbúnað Þetta mun vera reglan um vikur og staðfesti hann að aðbúnaður á vinnustað væri afskapiega bágborinn hér viða og mikil vanhöld á þvi að heil- brigðissamþykktir séu haldnar og samningar félaganna brokk- gengir i framkvæmd. Sérstaklega væri ástandið slæmt i sambandi við útivinnustaði. Algengt væri að íslensku- kennarar stofna samtök í dag ki. 14 verða stofnuð samtök islenskra móðurmálskennara og geta allir orðið félagsmenn á hvaða skóla- stigi sem þeir kenna. Stofnun slikra samtaka hefur lengi verið á döfinni og hefur hópur kennara unnið að undir- búniiigi um skeið. Samtökin ætla sér að vinna að vexti og viðgangi islenskrar tungu á öllum sviðum með þvi að efla samstarf kennara, fylgjast með nýjungum heima og erlendis, láta sig skipta menntun kennara og beita sér fyrir ráðstefnum og námskeiðum og hálda uppi útgáfustarfi. Stofnfundurinn verður i Kennaraháskóla tslands. —GFr Albanir hardordir um Kínverja VÍN 30/11 Reuter — Aibanir gagn- rýndu Kinverja i dag harðar en nokkru sinni fyrr og var það cnn sem fyrr kcnningin um heimana þrjá, sem varð ásteytingarsteinninn. Mehmét Shehu, forsætisráðherra Albaniu, sagði i dag i ræðu i Tirana, höfuðborg landsins, að stuðningsmenn kenningar kinverskra kommúnista um heimana þrjá væru orðnir áköfustu stuðningsmenn banda- riskrar og vestrænnar heimsvalda- stefnu og að þeir væru að kæfa frelsis- hreyfingar viðsvegar um heim. Kenning kinverskra kommúnista um heimana þrjá er á þá leið, að rétt sé að skipta heiminum i þrennt: i fyrsta lagi risaveldin (Bandarikin og Sovétrikin), i öðru lagi iðnvædd riki (Vestur-Evrópulönd, Japan o.fl.) og i þriðja lagi þróunarlönd. Kinverjar ráðleggja iðnvæddu rikjunum og þróunarlöndum að sameinast gegn Sovétrikjunum, á þeim forsendum að þau séu öllu hættulegra risaveldi heldur en Bandarikin, sem séu fremur i hnignun en hitt. Albanir hafa oft áður gagnrýnt Kin- verja fyrir þessa stefnu á alþjóðavett- vangi, en virðast færa gagnrýnina jafnt og þétt i aukana og er Shehu hátt' settastur þeirra ráðamanna, sem enn hafa lagt þarna orð i belg. Mehmet Shehu er talinn annar mesti valda- maður Albaniu, næstur Enver Hoxha flokksleiðtoga. Shehu minntist ekki á Kina með nafni i gagnrýni sinni, þótt enginn vafi léki á þvi hver átti sneið- arnar. Shehu sagði meðal annars, að i staðinn fyrir vigorð Leninista: „Oreigar allra landa sameinist!” væru stuðningsmenn þriggja heima kenningarinnar að koma fram með svohljóðandi vigorð: Verkamenn og þjóðir allra landa — borgaralegir, afturhaldsmenn og fasistar ekki undanskildir — sameinist undir forustu heimsvaldastefnu Bandarikj- anna gegn sósialheimsvaldastefnu Sovétrikjanna.” Shehu sakaði forustu- menn Kinverja um „hugmyndafræði- lega loftfimleika” og að þeir hagræddu marxiskum kenningum eftir hentug- leikum vegna eigin hagsmuna. Sa.gði Shehu að sér kæmi jafnvel ekki á óvart þótt þeir færu að daðra við ráðamenn i Moskvu einhvern daginn. Shehu hæddist sérstaklega að þeirri fullyrðingu Kinverja að Sovétrikin væru hættulegra risaveldi en Banda- rikin, og sagði að þesskonar væri álika og að ségja að úlfur væri hættulegra óargadýr fyrir það eitt, að hann væri rauður en ekki grár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.