Þjóðviljinn - 03.12.1977, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. desember 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Hér er fjallað um jöfnun félagslegs aðstöðumunar
sem nú ríkir á milli stritvinnufólks i sveitum
r
annarsvegar og i höfuðborg Islands hinsvegar
Hjalti
Kristgeirsson
Um forréttindi sveita-
fólks og ný mid
verkalýösbaráttu
Vinna og verkstjórn
A margan hátt er sveitafólk
forréttindafólk i landinu. Þaö
fæst viö skapandi störf i sam-
spili viö lifandi náttúru. Bein og
augljós tengsl eru á milli þess
sem hver leggur fram i vinnu og
þess sem hann (eöa hún) upp-
sker i afuröum eöa umbun.
Skipulagning vinnutimans
sprettur upp af gagnsæju eðli
verkanna hvern ársins dag og
allan ársins hring. Verkstjórnin
býr þvi hiö innra með hverjum
þeim sem kann til verka.
Fyrirmæli til fulloröinna eru
óþörf.
Svo fagurlega má lýsa striti
islenskra einyrkja og skylduliös
þeirra þegar viðmiöunin er
launavinna verksmiöjufólksins.
Hér er hinsvegar ekkert fullyrt
um það, hvernig störf slita
likamsþreki. Ytri nauöung af
hálfu náttúru og samfélags er
vitaskuld hvarvetna aö verki.
Ekki skal því heldur neitað aö
sveitalifið geti klætt fólk harö-
neskjuhjúpi, svosem Tryggvi
Emilsson lýsir. Hér var ein-
ungis vakin athygli á einum
afmörkuðum þætti, þætti vinnu-
staöar og vinnuferlis, þar sem
menn gangast undir harla mis-
munandi kvaðir eftir þvi hvort
menn búa sjálfum sér i sveit
ellegar vinna öðrum viö sjó.
Samskipti og
menntun
Fleiri eru forréttindi sveita-
fólks. Nefna mætti lif laust viö
meingun af hálfu verksmiðja,
steinryks, útblásturs frá bilum,
umferöarhávaða og allskyns
streituhraða sem angrar okkur
þéttbýlisfólk. — Auðvelt er aö
hafa uppi andmæli við þessu
tali. Sveitamaðurinn fer ekki út
á næsta götuhorn og kaupir i
matinn með litlum fyrirvara.
Kjör fólks mæld i peninga-
tekjum eru siöri til sveita.
Ýmsir mundu og nefna yfir-
buröa aðstööu borgarbúans til
heilsugæslu, skólagöngu og
skemmtana, en ekki er nú allt
sem sýnisti þeim efnum. Maöur
er manns gaman, og segja má
aö þaö eitt sé menntun aö kunna
aö vera meö mönnum. Borgar-
búinn er að visu alltaf i nálægö
viö aöra menn, en þaö er ekki
þarmeð sagt aö hann sé
návistum viö þá. Kem ég nú enn
aö auöugum lifskostum sveita-
manna andspænis umkomuleysi
verkalýösins á mölinni.
Félag skapar
manninn
t þeim sveitum þar sem ég
þekki til er fjölskrúöugt félags-
lif. Félagssviðin eru flest þess
eölis aö þátttaka veröur eðlileg
afleiöing búsetunnar og sveita-
starfanna. Enginn kemst hjá
þvi að vera i hreppsfélaginu
með meira eöa minna virkum
hætti. Hvert lögbýli á sina aðild
aö búnaðarfélagi og þarmeð að
tvennum hagsmunasamtökum
landbúnaðarins á landsmæli-
kvarða. Svotil allir búendur
eiga hlut að samvinnufélagi, á
Suöurlandi visast þremur i senn.
Ungmennafélagið, kvenfélagið
og kannske hestamannafélagiö
koma viö sögu á hverju heimili.
bá eru ótalin félagsstörf i sam-
bandi við kirkjusókn, sönglist,
leiklist, skógrækt og aðra þá
uppbyggilegu iðju sem menn
hafa i hjástundum til aö skapa
sér annan heim i þessum heimi,
annaö lif i þessu lifi.
Nú hvaö er þetta! er kannske
sagt. Getið þið þéttbýlisbúar
ekki haft ykkar félög og sam-
starf við annað fólk? Ekki þurf-
ið þið aö feröast langan veg til
að hitta nágranna og tengjast
við þá böndum félagsskapar. —
Satt er oröið aö visu, viö getum
þaö en gerum ekki. Aö minnsta
kosti er þaö höfuöregla hjá
okkur hér á mesta þéttbýlis-
svæöi landsins. Hér eru vita-
skuld fjölmörg félög, en féla'gs-
lifinu i heild er haldið uppi af til-
tölulega fáum einstaklingum.
Allur fjöldinn stendur fyrir utan
eða er óvirkur, enda eru félögin
ekki innbyggö i lifshættina. Það
eru ýmist félög um áhugamál
sem hægt er aö kynnast utan
þeirra, ellegar þau eru mynduö
utanum skrifstofurekstur sem
gengur án félagslifs. I stað
félagsþátttöku kemur fjöl-
miölun. I staö þess aö fólk smiöi
sjálft sina gerviveröld, kaupir
það hana aö i formi afþreyingar
eða efnishluta.
Grið i skjóli
uppreisnar
Hér þarf að finna ráö til aö
gera borgmenningu okkar
mennska á borö viö þaö sem við
sjáum þrifast i sveitum. Aftur-
hvarf til náttúrunnar? Nei, ekki
er þaö ráðiö, hvorki I formi
neinskonar bindindissemi á lifs-
gæöi né I merkingu einhvers-
konar rómantiskrar endur-
gerðar fyrri lifnaöarhátta. Llfs-
og félagsform sveitanna veröa
ekki endurreist i borginni, þaö
væri ósvinna eða að minnsta
kosti fákænska að ala á vonum
um þaö. Astæöan fyrir þvi var
reifuö hér aö framan: i borginni
rikir launavinnan yfir öðrum
tengslum milli fólks á vinnu-
stað, en utan vinnustaðarins
rikir heimur vörunnar yfir
hinum manngerða heimi óháöra
samskipta. Athugum það aö
sveitin er ekki griðland vegna
þess að hún er afskekkt i sam-
göngum. Hún ér það vegna þess
aö fólk reis upp gegn ráðs-
mennsku peningavaldsins. Ein-
yrkjarnir létu einstaklings-
hyggjuna ekki hlaupa með sig i
gönur, heldur bundust félags-
samtökum um betri búskap,
betri verslun og betri verö-
lagningu á búsafurðum.
Hið margbrotna félagskerfi
landbúnaöarins á sér sam-
svörun i þéttbýlinu. Sú sam-
svörun er fólgin i verkalýðs-
félögum og öörum stéttar-
félögum launavinnufólks. Hér i
þessum dálkum hefir oft veriö
minnst á hlutverk þessara
stéttarfélaga, meöal annars af
þeim sem þetta ritar. Við ætlum
verkalýðsfélögum mikinn og
vaxandi hlut i umbreytingu
þjóöfélagsins til siömenntaöra
horfs. Viö metum mikils þann
árangur sem verkalýðs-
hreyfingin hefir þegar náð, en
viö vitum um leið aö allt er þaö
hverfult á meöan pólitiskum
samtökum vinnandi fólks hefir
ekki tekist að ráöa niðurlögum
sundurvirkra afla i efnahags-
grundvelli þjóöfélagsins.
Að efla samvirkni
Ekki efa ég aö sitthvað hafi
veriö hæpið eöa jafnvel ósann-
gjarnt i framangreindum
samanburði minum á sveit og
borg. Ég hefi leyft mér að ganga
nokkuö þvert á venjur, eða
þekkist ekki enn sá ósiður að
borgarbúar tali heldur óvirðu-
lega um hugarheim sveita-
manna, en ibúar strjálbýlisins
mikli fyrir sér lifsgæöi þétt-
býlisfólksins? Hérlendis hefir
þó sem betur fer tekist að jafna
mjög efnisleg lifskjör þessara
hópa, en þaö er trúa min aö
varðandi félagslega lifshætti sé
þaö okkarborgarbarnaað læra
af frændum okkar á lands-
byggöinni, ekki öfugt. Til aö
skýra þaö hefi ég teflt fram
nokkrum atriöum I aðstæðum
sveitafólks gegn því sem gerist
á samsvarandi sviöum til-
verunnar hjá okkur. Meö þessu
vildi ég renna stoðum undir
hugmyndir um þaö, hvernig
hagsmunafélög okkar, verka-
lýðsfélögin, gætu brugöist við
vandanum. Ég á viö aðgeröir
launavinnufólks til aö ná
auknum áhrifum á vinnustað og
efla á þann hátt félagsskap og
samheldni i hverjum starfs-
mannahóp. Sigursæl framganga
á þeim vettvangi mundi að
minni hyggju skapa okkur
borgarbúum álika sjálfstraust
og svipaðan félagsanda og nú
tiðkast best meðal sveita-
manna.
Útfærsla
samningsheiginnar
Aðalverkefni verkalýösfélaga
er að fást við gerð og fram-
kvæmd kjarasamninga, og
þungamiðja hverra samninga
er vitaskuld kaupiö sjálft. En
litiö draga kaupgjaldsákvæöin
nema þeim fylgi tryggingar um
aöbúnaö, vinnutima og vinnu-
skilyrði, félagsleg réttindi, orlof
og aukagreiöslur. Ahersla á
þetta er á réttum stað hjá
verkalýðshreyfingunni, og
samanlagt skapar þetta verka-
fólki og samtökum þess mikiö
áhrifavald i þjóðfélaginu.
Gailinn er hinsvegar sá aö
þegar sleppir þvi félagslega
átaki sem eitt megnar aö knýja
atvinnurekendur til samnings-
gerðar, þá hvilir framkvæmd
samningsákvæöanna meir á
skrifstofu viðkomandi verka-
lýðsfélags heldur en á sam-
virkni félagsmannanna sjálfra.
Eðlilegt framhald á kröfugerð
verkalýösfélaganna i vinnu-
deilum er þaö, aö áhrifasviö
kjarasamnings væri vikkað frá
þvi sem nú er varðandi daglegt
lif fólks á vinnustaö og mögu-
leika þess til beinnar mótunar á
vinnuskilyrðin. Þarna mundu
sjálfsagt ekki vinnast nema
smáir áfangar i fyrstu og mats-
atriöi hvað tekiö væri i hverjum.
Hér væri um 3 nátengd sviö að
ræöa: Itök i verkstjórn en þaö
þýðir að eigandi fyrirtækis og
fulltrúar hans eru ekki lengur
einráðir um þaö, hvernig fólki
er skipaö til vinnu, hvernig
verkefnum er skipt niður,
hvernig húsnæöi, vélar og tæki
eru nýtt. Aðild aö yfirstjórn
fyrirtækis sem fæli i sér raun-
veruieg áhrif og bein boð á milli
verkalýösfulltrúanna og starfs-
mannahópsins. Engar veru-
legar breytingar mætti gera á
starfsmannahaldi og fram-
leiöslusniöi án atfylgis þessara
fulltrúa. Innsýn i fjárhagsstööu
fyrirtækis og eigenda þess til
jafns við skattyfirvöld og
viöskiptabanka væri skilyröi
fyrir þvi aö verkalýðsfélagiö
gengi frá kjarasamningi. Aö
sjálfsögðu gæti starfsmanna-
hópur skotiö á fundi hvenær sem
væri til að ræöa framkvæmd á
þessum sérstöku samráöa-
ákvæöum kjarasamningsins.,
Sjálfvirk kvaðning
Þessar hugmyndir þykja
eftilvill harla óraunhæfar. En
þaö hafa kröfur verkalýðsfélag-
anna lika þótt á öllum timum,
en samt riáö fram að ganga
hægt og sigandi. Og ekki er ég
upphafsmaður að þeim ramma
sjáífstjórnar er ég rissaöi hér
upp. En auðvitað er þetta
spurning um það, hvaða mark-
mið menn vilja setja sér, og
hvaða viljastyrk menn hafa til
aö fylgja þeim fram. — Sé fólk
nú búiö aö ná föstum félags-
legum tökum á verkefnum
sinum á vinnustað, þá mun
fleira á eftir fylgja. Þá er fólk
nefnilega á sjálfvirkan hátt
kvatt til félagslegra verkefna,
og það er ekkert um það að ræða
aö draga sig i hlé nema þvi
aöeins að maður vanræki vinnu
sina um leið. En þaö, er einmitt
þessi samþætting vinnu og
félagsstarfs sem er undirstaðan
að öllu félagskerfi sveitalifs og
landbúnaöar, svo að aftur sé til
þess visað.
Ekki stjórnunartækni
Stundum er kvartað yfir þvi
andrúmslofti deyföar og
afskiptaleysis sem riki á vinnu-
stööum. Lækningin við þessu
verður ekki sótt i tæknibúr
stjórnunarfélagsins. Sjúkdóm-
urinn liggur nefnilega i tvi-
hverfu launavinnunnar, yfir-
vald/undirgefni, en einmitt
hana er stjórnunartækninni
ætlað að festa i sessi. Vinnugleði
er hverjum manni ásköpuö ef
ytri skilyröum er fullnægt, en
þau eru aö maöur hafi sjálfstæð
tök á viðfangsefninu og um leiö
mótandi áhrif á eigið umhverfi
og lif. Aðeins stjórnmálaöfl
verkalýðshreyfingarinnar
megna aö breyta aðstæðum i
grundvallaratriöum, þannig aö
sjálfstjórn komið i stað annar-
legrar og framandi stjórnunar.
Ekki geri ég þvi skóna aö það
geti gerst i núverandi markaðs-
þjóöfélagi. Hinsvegar á að vera
hægt aö búa i haginn með þvi aö
finna félagsformin og efla
félagsandann. Og eigum viö
ekki aö vera svo bjartsýn að
halda, að þaö sé á valdi verka-
lýðsfélaganna hér og nú?
Hjalti Kristgeirsson
Landhelgisplattinn
fjölskyldufélag landhelgis gæslumanna
gefur út veggskjöld i minningu
áfanga í landhelgismálum
Félagiö Ýr, sem er fjölskyldu-
félag landhelgisgæslumanna,
stofnaö 8. mai ’76, hefur gefiö út
landhelgisplatta, veggskjöld, til
þess að minnast þeirra áfanga
sem orðiö hafa i stækkun land-
helginnar við Island.
A skildinum er mynd af merki
Landhelgisgæslunnar ásamt
myndum af fjórum varðskipum
og einni flugvél. Þar eru „gamli”
Ægir, Þór og öðinn eins og þau
skip voru ’68 og ’72, þegar fært
var Ut, og ,,nýi” Ægir og flugvél-
■ in Syn,
Eirikur Smith, listmálari,
teiknaöi veggskjöldinn og er hann
unninn á þýskt Kaiser-postulin i
leirmunageröinni Gieri og postu-
lini I Kópavogi.
Verö skjaldarins er kr. 4000.-.
Hann er ekki til sölu i verslun-
um.en hægt er aö panta hann hjá
fjórum félagskonum i Ýr.
Þær eru: Jóna M. Guðmunds-
dóttir, simi 66400, Stóriteigur 8,
Mosfellssveit, Elin Skeggjadóttir,
simi 41830, Alfhólsvegur 39, Kópa
vogi, Edda Þorvarðsdóttir, simi
72763, Vesturberg 100 Rvik. og
Gyða Vigfúsdóttir, simi 52399,
Hjallabraut 3, Hafnarfirði. Einn-
ig má leggja inn pantanir i Póst-
hólf 5015, Reykjavík.
Fyrlr nokkrnm dögum tók Pétur Sigurðsson. forstjóri Landhelgis-
gæslunnar, viö fyrsta eintakinu af Landheigisplattanum Ur hendi for-
manns ÝRAR Elinar Skeggjadóttur, en meö henni á myndinni eru
Edda Þorvarðsdóttir og Jóna M. Guðmundsdóttir lengst til vinstri.
r
ASI skorar á
mennta-
málaráöherra:
Fram meö
frumvarpid um
fullordinsfrædslu
Sambandsstjórnarfundur ASI,
sem haldinn var i ölfusborgum
25.-26. f.m. skoraði á mennta-
málaráðherra að leggja fram á
yfirstandandi Alþingi frumvarpiö
um fulloröinsfræöslu og lagöi
jafnframt áherslu á samþykkt
þess sem allra fyrst. A ályktun
um þetta mál segir:
,,Ef frumvarpið veröur hins-
vegar ekki lagt fram fyrir næst-
komandi áramót, er nauösynlegt
viö afgreiöslu fjárlaga 1978 aö
stórauka framlag ríkisins til full-
oröinsfræöslu.”
♦