Þjóðviljinn - 03.12.1977, Blaðsíða 16
16. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. desember 1977.
Happdrætti Þjóðviljans 1977:
Umbodsmenn
Reykjaneskjördæmi:
Keflavik:
Sandgerði: Karl Sigurbergsson, Hólabraut 11
Grindavík: Gerðar: Sigurður Hallmannsson, Heiðarbraut 1
Njarðvlkur: Sigmar Ingason, Þórustig 10.
Hafnarfjörður: Þorbjörg Samúelsdóttir, Skúlaskeiði 26,
Garðabær: Hilmar Ingólfsson, Heiðarlundi 19,
Kópavogur: Alþýðubandalagið, Björn Olafsson
Vogatungu 10.
Seltjarnarnes: Stefán Bergmann, Tjarnarbóli 14.
Mosfeilssveit: Runólfur Jónsson, Geröi.
Vesturland:
Akranes: Sigrún Gunnlaugsdóttir, Vallholti 21,
Borgarnes og nágrenni: Flemming Jessen, Helgugötu 6.
Hellissandur-Rif: Hólmfriður Hólmgrfmsdóttir, Bárðarási 1
ólafsvik: Kristján Helgason, Brúarholti 5
Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, Grundargötu 26
Stykkishólmur: Birna Pétursdóttir, Silfurgötu 47.
Búðardalur-Dalir: Kristjón Sigurðsson,
Vestfirðir:
A-Barðastr.sýsla: Jón Snæbjörnsson, Mýrartungu.
V-Barðastr.sýsla: Unnar Þór Böðvarsson, Tungumúla.
Patreksfjöröur:' Bolli Ólafsson, Bjarkargötu 7.
Tálknafjöröur: Höskuldur Daviðsson, Eyrarhúsum.
Bfldudalur: Jörundur Garöarsson, Grænabakka 8
Þingeyri: Guðmundur Friðgeir Magnússon
‘l’lateyri: Guðvarður Kjartansson
Suðureyri: Þóra Þóröardóttir
Bolungarvik: Guðm. Ketill Guðfinnsson, Þjóðólfsv. 7.
ísafjörður: Asdis Ragnarsdóttir, Neðstakaupstað
Djúp: Ástþór Ágústsson, Múla.
Hólmavík, Strandir: Þorkell Jóhannsson, Hólmavik.
Norðurland vestra: Hvammstangi-V.Hún: Eyjólfur Eyjólfsson, Strandgötu 7
Blönduós-A-Hún: Jón Torfason, Torfalæk.
Skagaströnd: Friðjón Guðmundsson,
Sauðárkrókur, Skagafjörður: HuldaSigurbjörnsd., Skagfirðingabr. 37
Hofsós og nágr: Gisli Kristjánsson
Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnars., Hvanneyrarbr. 2
Norðurland eystra; Ólafsfjörður: Viglundur Pálsson, Ólafsvegi 45
Dalvik: Hjörleifur Jóhannsson, Stórhólsvegi 3
Akureyri: Haraldur Bogason Norðurgötu 36
Ilúsavik: Snær Karlsson, Uppsalavegi 29
S.-Þing: Þorgrimur Starri Björgvinsson, Garði
Raufarhöfn, N-Þing: Angantýr Einarsson, Raufarhöfn.
Austurland: Vopnafjörður: Gisli Jónsson, Múla Sigriður Eyjólfsdóttir, Asbyrgi
Borgarfjörður: Guðrún Aðalsteinsdóttir, Útgarði 6
Egilsstaðir: Jón Loftsson, Hallormsstað
Hérað: Jón Árnason, Finnsstöðum.
Seyðisfjörður: Agúst Þorsteinsson, Logarfelli 7 Inga Sveinbjarnardóttir, Gilsbakka 34.
Neskaupstaður: Alþýðubandalagið, Kristinn ívarsson
Eskif jöröur: Blómsturvöllum 47. Hrafnkell Jónsson, Fossgötu 5.
Reyðarfjörður: Arni Ragnarsson, Hjallavegi 3.
Fáskrúðsfj.: Baldur Björnsson, Hafnargötu 11.
Breiðdalsv. og nágr: Guðjón Sveinsson, Mánabergi.
Djúpivogur: Már Karlsson, Dalsmynni
H öfn-A-Skaft: Benedikt Þorsteinsson, Ránarslóð 6
I Suðurland:
V-Skaft: Jón Hjartarson, Kirkjubæjarklaustri.
Vik-Mýrdal: Magnús Þórðarson, Vik
Hella: Guðrún Haraldsdóttir
Hvolsvöllur: Birna Þorsteinsdóttir,
Selfoss: Gyða Sveinbjörnsdóttir, Vallholti 23
Stokkseyri: Einar Páll Bjarnason
Laugarvatn: Guðmundur Birkir Þorkelsson
Hrunamannahr: Jóhannes Helgason, Hvammi.
Gnúpverjahreppur: Halla Guðmundsdóttir, Asum.
Skeið-ölfus: Ólafur Auðunsson, Fossheiði 26
Flói* Selfossi. Bjarni Þórarinsson, Þingborg.
Hveragerði: Sigmundur Guðmundsson, Heiðmörk 58,
Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason, Reykjabraut 5
Vestmannaeyjar: Jón Traustason, Hásteinsvegi 9.
— Þeir sem hafa fengið senda giróseðla eru
beðnir að greiða þá sem fyrst.
— Giróreikningur Happdrættisins er hlaupa-
reikningur 3093 i Alþýðubankanum i Reykja-
vik. — Skilum er veitt móttaka á skrifst. Alþýðu-
bandalagsins að Grettisgötu 3, Reykjavik —
simi 17-500, og i afgreiðslu Þjóðviljans að
Siðumúla 6, Reykjavik.
ATHUGASEMD frá Málm-
og skipasmiðasambandi íslands:
MSÍ notaði 2,5% í
sérkröfurnar
Vegna fréttagreinar i Timanum
l. des. 1977.
i dagblaðinu Timanum hinn 1.
des. s.l. er á bls. 3 innrömmuð
fréttagrein merkt Jóni Sigurðs-
syni ritstjórnarfulltrúa meö út-
listingum á innihaldi kjara-
samninga sem stéttarfélög laun-
þega i málm-og skipasmíöi gerðu
i júni s.l. við viðsemjendur sfna
þ.e. Samband málm- og skipa-
smiða en i þeim samtökum eru
m. a. öll stærstu atvinnufyrirtæki i
málmiðnaði og skipasmiði. t
þriðju málsgr. I þessari frétta-
grein Timans segir svo:
„Menn minnast þess að i hinum
almennu kjarasamningum sl. vor
var kveðið á um það að 2,5% yrðu
tekin i svo kallaðar sérkröfur ein-
stakra félaga og landssambanda.
Iðnaðarmenn sömdu hins vegar
sin i millum flestir um það að
brjóta gegn þeirri launajöfnunar-
stefnu sem i þessu fólst og tóku
sér allt að 10% i sérkröfurnar.
M.a. átti þetta við um rafverk-
taka og málm- og skipaiðnaðinn”.
Engra heimilda er getið fyrir
þvi sem Jó'n Sigurðsson rit-
stjórnarfulltrúi Timans fullyrðir i
þessari tilvitnuðu málsgrein,
enda erfitt að geta heimilda fyrir
órökstuddum fullyrðingum.
Vegna þessarar fréttagreinar
Jóns Sigurðssonar og rangra full-
yrðinga, sem felast i tilvitnaðri
málsgrein er óhjákvæmilegt að
láta eftirfarandi upplýsingar
koma fram:
Kjarasamningar málm-
iðnaðarmanna og skipasmiða eru
gerðir annars vegar milli laun-
þegafélaga i málmiðnaði og
skipasmiði sem eru um 25 viðs
vegar um landið og samtaka at-
vinnurekenda og stórfyrirtækja i
málmiðnaði og skipasmiði, Sam-
bands málm og skipasmiðja, hins
vegar. Þau samtök eru með
áhrifamestu aðilum i Vinnuveit-
endasambandi íslands.
Stéttarfélög málmiðnaðar-
manna og skipasmiða hafa aldrei
hvorki fyrr né siðar, fengið neina
kjarabót hjá atvinnurekendum i
málmiðnaði Vinnuveitendasam-
bandi Islands eða Vinnumála--
sambandi S.Í.S. nema eftir harða
og langvinna verkfallsbaráttu.
Iðnaðarmenn i málmiðnaði og
skipasmíðum semja þvi ekki sin i
millum eða innbyrðis um kaup og
kjör sin, um þau þurfa þeir að
semja við atvinnurekendur og
eigendur málmiðnaðarfyrirtækja
eins og aðrir launþegar. Félaga-
samtök málmiðnaöarmanna og
skipasmiða hafa frá upphafi virt
svokallaða „launajöfnun” sem
meginstefnu og siöustu kjara-
samningar þeirra brutu i engu
gegn henni enda hafa kaupaukar
fyrir erfiða og óhréinindavinnu i
málmiðnaði og skipasmiðum ver-
ið skertir um 50%.
011 starfsgreindasamböndin i
ASÍ notuðu 2,5% vegna sérkrafna
á hliðstæðan hátt.
Málm og skipasmiðasamband
Islands notaði 2,5% til nýrra
starfsaldurshækkunar sem kom
til um 20% málmiðnaðarmanna
og skipasmiða og var jafngildi
0.8% og til meistaraálags sem
kom til um 34% málmiðnaðar-
manna og skipasmiða og var talið
jafngildi 1,7% þ.e. 0,8% + 1,7% =
2,5%. A sambærilegan hátt var
2,5% skipt upp hjá verkamönn-
um, verkakonum, iðjufólki
verzlunarfólki og öðrum. Hins
vegar er vitað að þar sem laun
eru reiknuð og greidd samkvæmt
bónus eða uppmælingakerfum
hvort sem er hjá atvinnurekend-
um almenns verkafólks eða bygg-
ingaverktökum er svokölluð
Framhald á bls. 18.
KAUPTAXTAR
Gildir fra l.desember 1977 (te>d<un kr. 3.30M á viku)
Starfs- aldur Taxtar Alags- grunnur Kaup með viðgeröar og þungaálagi.
1. ár Vikukaup 14.320 27.568
Dv. kaup 358 689
Ev. kaup 501 965
Nv. kaup 644 1.240
1. og Vikukaup 14.890 28.138'
Dv. kaup 372 703
3. ár Ev. kaup 521 984
Nv. kaup 670 1.265
4. og Vikukaup 15.796 29.145
Dv. kaup 395 729
5. ár Ev. kaup . 553 1*021
ÍJv. kaup 711 1.312
Eftir Vikukaup 16.428 29.980
Dv. kaup 411 750
5. ár Ev. kaup 575 1.050
Nv. kaup 739 1.350
Starfsaldur skal miöast við starf síot sveinn í iðninni.
FaEÖis og f 1 utningsgjald greiðist fyrir a.lla daga sem unnir eru, en það
er kr. 342 á dag ( kr. 1,'710 fyrir 5 daga vinnuv.) og bætist við útborgað kaup
Sveinar sem íiafa meistar'abréf skulu fá 5?o álag á útborgað kaup.
Hjá skipasmiðum er verkfænaleiga kr. 33 á klst. (kr. 1.320 fvrir 4Ó stunda
vinnuviku), og tartist sú upphæð við ofangreindan taxta.
Hjá beim félögum er miða félagsgjald við lægsta útborgað tímakaup, er;
félagsgjajLd kr. 690 á viku frá og með 1. desember 1977
Borgarstjórn deilir um dagvistun:
Þriðja hvert barn
á kost á plássi
Eins og skýrt var frá I Þjóð-
viljanum i gær fluttu borgarfull-
trúar Alþýðubandalagsins tillögu
i borgarstjórn 1. des. s.l. um að 8
ára áætlun um aukningu dag-
vistarrýmis yrði gerð, með það
fyriraugum aðþá muni 2/3hlutar
allra barna á forskólaaldri njóta
dagvistar.
t tillögunni er gert ráð fyrir að á
þessum 8 árum verði tekin i notk-
un 240 dagvistarrými á ári hverju
eða samtals 1920 rými' fram til
ársins 1985.
Þorbjörn Broddason mælti fyr-
ir tillögunni og sagði hann að
skorturinn á dagvistunarrými i
borginni væri svo mikill, að þó
eftir þessari áætlun væri farið
myndu aðeins 2/3 hlutar barna á
íorskólaaldri njóta dagvistar.
Þrátt fyrir aö borgarfulltrúar
yrðu fljótlega sammála um af-
greiðslu tillögunnar, þ.e. að visa
henni til umsagnar Félagsmála-
ráðs (eins og tillagan gekk út á)
og til annarrar umræðu i borgar-
stjórn, urðu nær tveggja tima
umræður um efni hennar.
Frá þeim umræðum verður
skýrt nánar I Þjóðviljanum á
þriðjudag, en i þeim tóku þátt auk
Þorbjarnar, Markús öm Antons-
son, Adda Bára Sigfúsdóttir, Elin
Pálmadóttir og Kristján Bene-
diktsson og talaði hvert þeirra
a.m.k. tvivegis.
—AI.
BRIDGE
Úrslit í Reykjavíkurmótinu
í dag fara fram úrslit I Reykja-
vikurmótinu I tvlmenning, i.
Domus Medics og hefst spila-
mennska kl 13.00. Áriðandi er, að
pör mæti tímanlega til skráning-
ar, jafnt i meistaraf lokki sem og i
1. flokki.
1. flokkur er opinn, þannig að
enn geta menn mætt til þátttöku i
honum, og vakin er athygli á þvi,
að pör til dæmis af Reykjanesi
eða Suðurlandi, geta tekið þátt i
keppni 1. flokks, án þess að missa
neinn rétt i sambandi við önnur
svæðasambönd. Þetta er þvi til-
valið tækifæri til góörar æfingar,
fyriralla, þvispiluð eru sömu spil
i meistaraflokki sem 1. flokki.
Keppni þessi er jafnframt und-
ankeppni fyrir meistaraflokk, og
öðlast 15-16 efstu pörin þann rétt,
að móti loknu. Keppnisstjóri er
Guðmundur Kr. Sigurðsson.
Keppnisgjald pr. par. er kr.
6.000.00.
Vegna þrengsla — og af fleiri
ástæðum — fellur bridgeþáttur
blaðsins niður i dag, en hann birt-
ist á þriðjudaginn.