Þjóðviljinn - 17.12.1977, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagurinn 17. desember 1977
AF JOLAHUGVEKIU
Með því að jólin eru að nálgast virðist ekki
úr vegi að setja saman of urlitla jólahugvekju í
kristilegum anda.
Jólin eru, einhverra hluta vegna að verða ó-
vinsælasta fyrirbrigði sem um getur \ íslensku
þjóðlífi. Sjálf fæðingarhátíð frelsarans, gleði-
hátíð barnanna, óskahátíð matháka og
drykkjubolta, frídagar verkalýðsins og upp-
skeruhátíð kaupmanna.
Otrúlega margir virðast hafa allt á hornum
sér um jólaleytið, ekki veit ég hvers vegna, en
hugsanlegt er að orsakanna sé að leita til pen-
inga, en þeir eru, eins og allir vita upphaf alls
ills og þá ekki síður peningaleysið, ef því er
einhvers staðar til að dreifa. Margir halda því
fram að jólin séu hégómlegur skrípaleikur
kaupmangara, sviðsettur til að Ijúga rusli inná
fávísan lýð. Aðrir segja að þeir himnafeðgar,
faðir sonur og heilagur andi og móðir sonar-
ins vilji gleymast líkt og afmælisbarn sem
ekki fengi að vera með í sinni eigin afmælis-
veislu.
Vonandi er þetta rangt. Að minnsta kosti er
eitt vist. Jólin hafa á síðari árum öðlast sér-
staklegan menningarlegan sess í íslensku
þjóðlífi. Vér íslendingar, sem höfum hlotið í
vöggugjöf aldagamlan menningararf fagurra
bókmennta getum sannarlega fagnað jólunum
í hámenningarlegu tilliti. Bækur eru nef nilega
ekki gefnar út hérlendis, nema á jólunum.
Bókatiltlar og innihald þess sem út er gef ið
ár eftir árá jólunum ber þess glöggan vott
hvaða tegundir bókmennta njóta mestrar hylli
almennings, því talið er víst að útgefendur
reyni að gef a út sem mest af seljanlegum bók-
um. Þær bókmenntir, sem hæst ber í jólabóka-
flóðinu eru njósnarasögur, harðjaxlasögur,
stríðshetjusögur, stórslysa og sjóslysasögur,
jarðskjálfta — eldgosa — náttúruhamfara- og
samfara- sögur, hrakningasögur og sögur um
skriðuföll og snjóflóð. Njósnarasögurnar
fjalla venjulega um óráðvandan herbergisy
þjón, sem er sí og æ of an í koppum og kirnum
takandi myndir af skjölum húsbóndans, eða
fagra daðurdrós, sem lætur háttsettan em-
bættismann í liði „óvinarins" hvísla ríkis-
leyndarmálum í eyrað á sér meðan hann er að
gera hitt við hana. Harðjaxlasögurnar eru um
herramenn, sem vaða um sírotandi.skjótandi
og limlestandi allt og alla til að réttlætið fái
eðlilega framvindu. Stríðshetjusögurnar eru
oftast um atvinnuhermenn, sem lært hafa að
drepa sem f lest fólk á sem stystum tima til að
bjarga föðurlandinu. Um sjó og stórslysasög-
ur þarf ekki að f jölyrða, nema hvað ástæða er
að minna á að í þessu efni eru íslendingar
langt á undan sinni samtíð. Vitað er að stór-
slysakvikmyndir eru nærri ný bóla, en jafn-
framt vinsælasta kvikmyndaef ni sem um get-
ur. Jarðskjálfta, eldgosa og náttúruhamfara-
sögur þarf ekki að útskýra, en aftur á móti
hafa samfarasögur aukið gengi sitt verulega.
Samfarasögurnar hafa satt að segja að miklu
leyti tekið við af ástarsögunum. Ástarsög-
urnar hétu gjarnan „Ást í meinum, Ást í
skugga óttans, Vonlaus ást, Ást í skurðstof-
unni, Ástin vaknar, Ást gangastúlkunnar,
Spítalalosti" og „Ást í læri".
Samfarasögurnar hafa nú að miklu leyti
leyst ástarsögurnar af hólmi, en i þeim er
fjallað um það hver geri hitt með hverjum,
hvenær og hvernig. Þessari bókmenntagrein
hef ur mjög vaxiðásmegin á síðari árum, enda (
er hér um fróðlegt efni, skemmtilegt og örv-'
andi að ræða. Hrakningasögur eru um ferða-
menn, sem halda til í snjósköflum og drepast
þar úr kulda eða lifa af. Og þá er ótalinn síð-
asti flokkurinn af vinsælustu bókmenntum
íslendinga á tuttugustu öldinni en það eru frá-
sagnir af skriðuföllum og snjóf lóðum. Ég man
eftir því, að á árunum gaf „Norðri" út bók
með nafninu „Skriðuföll og snjóflóð". Hún
var auglýst í útvarpinu og kvöld eftir kvöld
kváðu þessi orð við. „Skriðuföll og snjóf lóð —
Skriðuföll og snjóflóð inná hvert heimili."
Þá er menningargildi jólanna ekki síður
fólgið í hinu gífurlega framboði á „þroska-
leikföngum" (Persónulega fæ ég ekki skilið
hvers vegna leikföng eru ekki á íslensku köll-
uð gull). Þroskaleikföngin eru greinilega ætl-
uð fullorðnum til kaups þvíivitað er að krakkar
hafa ekki mikið fé umleikis. Og hvað kemur í
Ijós. Leikföngin túlka, eins og bækurnar, hug-
arheim kaupandans. í stað tindáta eru nú
komnir fullkomnir plastdátar af harðjöxlum
og roturum, leyniskyttum og launmorð-
ingjum. María Stúart er meira að segja til á-
samt böðli og tilheyrandi og hægt að höggva af
henni hausinn svo að blóðið spýtist úr strúp-
anum. Af öðrum þroskaleikföngum til jóla-
gjafa má nefna pístólur, skammbyssur, hríð-
skotabyssur, laghnffa og alls kyns höggvopn
að ógleymdum eftirlíkingum af vítisvélum
með kjarnaoddum til að tortíma mannkyninu,
sprengjuvörpum og fallbyssum, napalm-
sprengjum, nef tr jónuspreng j um, atóm-
sprengjum, vetnissprengjum og öðrum tor-
tímingartólum að ógleymdum pyntingar-
tækjum eins og þumalskrúf um.steglum og alls
kyns hjólum og tólum til að slíta fólk í sundur í
leit að sannleikanum. Slík þroskaleikföng eru
sannarlega vænleg til þess að leiða æskuna til
þess þroska sem þarf til að velja og hafna í
jólabókaflóðinu eftir að mannskapurinn er
orðinn fullorðinn. Þroskaleikföng og jólabæk-
ur íslendinga eru vafalaust samboðin
fæðingarhátíð frelsarans — jólunum. Allir
muna gömlu jólavísuna, sem farið var með
svo enginn færi í jólaköttinn:
Það á að gefa börnum bull
í bókarformi á jólunum
og fullkomnustu glæpagull
með gereyðingartólunum.
Flosi
Skagfirðinga
Sögur
Iðunn hefur gefið út Il.bindi af
Sögu frá Skagfirðingum. A bak-
hlið kápu segir um bókina. Þetta
er viðamikið heimildarrit i ár-
bókarformi um tíðindi, menn og
aldarhátt í Skagafirði 1685-1847,
en jafnframt nær frásögnin i og
meðtil annarra héraða, einkum á
Norðurlandi. Jón Espólin sýslu-
maður er höfundur verksins allt
fram til ársins 1835, en siðan Ein-
ar Bjarnason færðimaður á Mæli-
felli og gerist frásögnin þvi fyllri
og fjölbreyttari þvi nær sem
dregur i tima.
Saga frá Skagfirðingum ber öll
sömu höfundareinkenni og Ar-
bækur Espólins, jafnt um efnistök
sem mál og stil. Fyrsta bindi
spannaði timann 1685-1786, en
þetta bindi nær fram til ársins
og £ama.n - Dretfing.'IÐUNN Sraeðrabor^argt. 16,gjmr/2923
Ljóð:
Pétur GunnarSSon
Lb^; Yalgeir Gudjónssoh
Leifur Hauksson
1830. Hér segir frá fjölmörgum
mönnum innanhéraðs i Skaga-
firði og utan, þar á meðal Sigurði
Stefánssyni, siðasta Hólabiskupi,
amtmönnunum Stefáni Þórarins-
syni og Grimi Jónssyni, Magnúsi
Stephensen dómstjóra, fjóðungs-
læknunum Jóni Péturssyni og Ara
Arasyni, og Lárusi Thorarensen
sýslumanni Skagfirðinga. Af
sögulegum atburðum má nefna
siðustu aftöku i Skagafirði,
norðurreið Jörundar hundadaga-
konungs, „beinamálið” I Húna-
þingi og mál Natans Ketilssonar.
Kristmundur Bjarnason fræði-
maður á Sjávarborg hefur samið
ýtarlegar skýringar og viðauka
við verkið, sem færa söguna nær
nútímanum. Auk Kristmundar
annast útgáfuna Hannes Péturs-
son skáld og ögmundur Helgason
BA.
Bókin er prentuð i Setbergi en
bundin i Bókfelli. Hún er 184 bls.
Leyndar-
málið
Ný skáldsaga eftir
Anitru
Út er komin hjá ísafoldarprent-
smiðju skáldsagan Leyndarmál-
ið, — saga úr norsku þjóðlifi á 19.
öld, — eftir norsku skáldkonuna
Anitru. Eftirhana hafa áður verið
þýddar á islensku fjórar bækur
og er Leyndarmálið að þvi leyti
tengthinum fyrri, að sumar sögu-
persónurnar koma fyrir í öllum
bókunum. Að aðru leyti er hver
saga sjálfstætt verk.
Umhverfi þessarar sögu er, svo
sem hinna er áður hafa verið
þýddar, Heiðmörkin i Noregi, og
er hún látin gerast fyrir röskum
hundrað árum. Ekki er að efa, að
þá, sem lesið hafa aðrar sögur
Anitru, fýsi einnig að sjá þessa.
Leyndarmálið er 160 bls. og þýdd
af Hersteini Pálssyni. _mhg