Þjóðviljinn - 17.12.1977, Síða 7

Þjóðviljinn - 17.12.1977, Síða 7
Laugardagurinn 17. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 En hver eru svo viðbrögð bændasamtakanna þegar almennirlaunþegarfara fram á kjarabœtur? Þá gleymast þessi sannindi og bændasamtökin hasla sér völl undir merki Vinnuveitendasam- bandsins, gegn hagsmunum alþýðunnar Björn Bjarnason, formaöur Lands- sambands iðnverka- fólks. Sannleikanum verð- ur hver sárreiðastur 1 Þjóðviljanum 13. þ.m. sendir Olafur Kristjánsson, bóndi, mér kveðju sina og er til- efniö greinarkorn það, sem ég skrifaöi, að gefnu tilefni, I Þjóð- viljanum um landbúnaðarmál. Sálarástand mannsins þegar hann semur þessa ritsmið sina virðist sanna það eitt aö enn er gamli málshátturinn, sannleik- anum verður hver sárreiðastur, i fullu gildi. Ólafur bóndi virðist sóma sér velihópi þeirra vitlausustu sem um landbúnaöarmál tala og skrifa, þeirra sem telja það at- vinnuróg að læknar hafi mis- munandi skoðanir á hollustu landbúnaðarvara eða þeirra, sem á Alþingi krefjast aðgerða gegn fréttamönnum Útvarps og Sjónvarps af þvi að þeir skýra rétt frá viðbrögðum almennings við hóflausum hækkunum á landbúnaðarvörum. Það er rétt hjá Ólafi bdnda að mér féll miður afstaða Alþýðu- bandalagsins til þeirrar löngu- vitleysu sem islenskur landbún- aöur er oröinn, þvi þó ég sé ekki meðlimur Alþýðubandalagsins hafði ég vissulega ætlað þvi stærri hlut i islenskum þjóð- málum en aö forystumenn þess fengju „vinnukonuhné” af þvi aö skriða fyrir bændasamtök- unum. Ólafur viðurkennir að aukinn kaupmáttur neyténda sé bænd- um hagstæður. En hver eru svo viðbrögð bændasamtakau.ia þegar almennir launþegar fara fram á kjarabætur? Þá gleym- ast þessi sannindi og bænda- samtökin hasla sér völl undir merki Vinnuveitendasam- bandsins, gegn hagsmunum alþýðunnar. Vangaveltur Ólafs bónda, aö það sé eingöngu sök veröbólg- unnar að sá útflutningur sé ekki arðbær og að raunverulegur halli á útflutningi dilkakjöts sé óverulegur, fá á engan hátt staöist. En við Ólafur ættum að geta sameinast i þeirri ósk að loðnuaflinn verði góður svo að verðmæti hans nægi til að greiöa útflutningsbætumar á landbúnaðarvörum. Þá telur Olafur alveg fráleitt að bændur sjálfir þurfi að bera nokkurn skaða af þvi öngþveiti sem landbúnaðarmálin er komin í, þann skaða telur hann að aörir eigi að bera. Það mun rétt vera að islenskir bændur hafi ýmislegt lært af langri sambúð sinni viö sauð- kindina. En stolt hennar og reisn hefur ólafur að minnsta kosti ekki tileinkað sér. ólafur bóndi minnist á ullina og gærurnar. Undanfariö hefur Útvarpið verið að birta áskor- anir til bænda frá Sauðfjár- vemdinni um aö rýa það fé, sem er i tveim reyfunum. Þessar auglýsingar benda til þess aö nokkur brögð séu af þvi aö bændur hirði ekki um aö rýa fé sitt á venjulegum tima og nýti þannigekkiafuröirbúa sinna að fullu, en það bendir aftur til þess að afkoman sé ekki eins slæm og samþykktir bændafundanna gefa tilefnitil aðálykta. Þá slær hann fram þeirri fullyrðingu að hver gæra jafngildi aö verðmæti einum bolla af molakaffi. Bollinn af molakaffi mun kosta frá tvö til þrjú hundruð krónur, eftir þvi hvar hann er keyptur. S.l. haust mun verð á gærum til bænda hafa verið kr. 289.37 hvert kg., en meöal þungi á gæru mun vera nálægt þrem kg. Annað tveggja er, að Ólafur sækir dýrari veitingastaöi en ég þekki til, eða hann fer hér með visvitandi ósannindi. Ég nenni svo ekki aö munn- höggvast frekar viö Ólaf bónda, nú eða siðar. Björn Bjarnason Vegna þess að ég er aö fara i mitt sumarfri nú alveg á næstu dögum, verð ég að biðja Þjóð- viljann að skila þvi til þeirra, sem telja sig hafa þörf fyrir að skamma mig, að af þeim sökum muni ég ekki svara þeim. Björn Bjarnason Basar Sambýlisins á Sogni í Lindarbæ Skátamerki 1977 Nú i ár gefur Bandalag Is- lenskra Skáta út i 21. skiptið jóla- merki skáta. 1957 komu fyrstu jólamerkin út, þá með mynd af Baden Powell á 100. afmælisári hans. I ár ber jólamerki skáta yfir- skriftina, SKÁTALIF er ÚTILtF, en það er yfirskrift starfsárs skáta I ár. Myndin á merkinu er frá skátaskálunum að Úlfljóts- vatni, og er gömul kirkjuklukka úr Kristskirkju i forgrunni, en klukkuna fengu skátarnir að gjöf og reistu hana þarna upp. Ennþá er til heildarsafn af jóla- merkjum skáta og er hægt að fá þau á skrifstofu Bandalags Is- lenskra Skáta að Blönduhlíð 35 Reykjavik. Nýlega er útkomið mjög myndalegt jólablað af Æskunni, 100 siður að stærð. Meðal efnis i þvi blaði mætti nefna: Gleðileg jól, Sagan um jólatréð, Stjarnan i austri, Jesú i Nasaret, eftir Selmu Lagerlöf, Dýrin i Betlehem, Jóla- saga, eftir Skúla Þorsteinsson, Lyngbrekkubræður eftir Sigurð Draumland, Tréskórnir hans Úlf- ars litla, Jólin hans Mumma, Blóðbankinn, saga eftir Einar Loga Einarsson, Agnes hjálpar jólasveininum, Nátttröllið ærist, Jól i kotinu, Er nýársklukkur klingja, Mikko litli, Vanka, saga eftir Anton Tchekov, Regnboga- blómið, ævintýri islenskað og myndskreytt, eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur, Jólin, eftir Guð- rúnu Jóhannsdóttur frá Brautar- holti, Gullstjarnan góða, Verð- launaferð Flugleiðar og Æskunn- ar til Chicago, Næsta verölauna- ferð Flugleiða og Æskunnar er næsta sumar til Parisar, Notre Dame, Versalir, Sigurboginn I Paris, Jólahald i öðrum löndum, 1957-SKATAMERKM977 ISLAHD Jólakort i 100 ár, Snærisinn, Jólin i skóginum, Jólasveinninn, Jóla- engillinn, saga eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur, Indiánasögur, Hvenær gerðist það? Granni kóngurinn og feiti matsveinninn, Sögur af Churchill, Afmælisveisla isbjarnarins. Hatturinn hans Halla, Framhaldssagan um ævin- týri Tarzans, Hvaða dýr eru greindust? Fyrir yngstu lesend- urna, Jatan, leikþáttur, uppsetn- ing og efnisval, Sigurður H. Þor- steinsson, Smábarn úr skýjunum, saga eftir Eirik Sigurðsson, Jóla- snjór, saga eftir Sigurbjörn Sveinsson, Úrslitakeppni aö Laugarvatni 1977, Flugþáttur, Andrésar Andar leikarnir, A hljómþlötumarkaðinum, eftir Benedikt Vjggósson, Jólaþula, eftir Snævarr, Jól eftir Matthias Jochumsson, Aðfangadagskvöld jóla 1912, eftir Stefán frá Hvita- dal, Verlaunagetraunir, Kross- gáta, Skrýtlur og m.fl. Ritstjóri er Grimur Engilberts. I dag, laugardaginn 17. des., heldur Sambýlið að Sogni basar i Lindarbæ i Reykjavik.Margt ný- stárlegt verður á boðstólum, m.a. handgerð kerti, gjafamunir ýmis- konar, jólaskraut og skreytingar og að sjálfsögðu jólakökur og annað sætara. Ennfremur verða kaffiveitingar og sitthvað til skemmtunar (tivoli). Eins og kunnugt er, búa að Sogni unglingar, sem eiga við mikil félagsleg svo og önnur vandamál að striða. Fullorðnir, sem búa á staðnum, reyna með unglingunum að mynda hiýlegt og traust heimili, þar sem sam- vinna, sameign, samneysla og samábyrgð eru aðal lögmálin. Fjárhagslegur grundvöllur var ekki fyrir hendi, þegar sambýlið var stofnsett fyrir rúmu ári, og það hefur ætið siðan búið við fjár- skort. Auk þess býður núverandi húsnæði ekki upp á aðstöðu til þeirrar fjölbreyttu starfsemi, sem er forsenda þess áð árangur náist varðandi félagsleg vanda- mál unglinganna. Þvi er það, að efnt er til mark- aðar i þvi skyni að skapa fjár- hagslegan möguleika á að eignast eða fá leigt hentugra húsnæði og útfæra hugmyndir okkar um heppileg starfssvið, s.s. smiði gróðurhúsa og ræktun, búskapur o.fl. Basarinn verður opnaður kl. 13 og stendur til kl. 18. Auglýsið í Þjóðviljanum Jólablað Æskunn- ar komið út

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.