Þjóðviljinn - 17.12.1977, Side 8
8. SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagurinn 17. desember 1977
Umsjón:
Dagný Kristjánsdóttir
Elisabet Gunnarsdóttir
Helga ólafsdóttir
Helga Sigurjónsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir
MeimsoKn a Kyntræosiuaeiidma:
Konur svo vanar að gera
litlar kröfur í kynlífi
Kolbnin Ágústsdóttir, hjúkrunarfræbingur, Helga Gunnarsdóttir, félagsráógjafi, og Astrfður Karlsdóttir,
hjúkrunarfræóingur.
Brátt eru. liðin þrjti ár siðan
kynfæðsludeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavfkur tók til
starfa. Litið heyrist að jafnaði i
fjölmiðlum um deild þessa og við
hyggjum að fjölmargir bæði
Reykvíkingar og aðrir viti ekki af
tilvist hennar. Starfsemin hefur
enn sem komið er lítið veriö
auglýst og aöeins er opið þar einu
sinni i viku, á mánudögum milli
kl. fimm og hálf sjö.
A deildinni starfa hjúkrunar-
fræðingarnir Astriður Karlsdóttir
og Kolbrún Agústsdóttir og Helga
Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi.
Auk þessara þriggja er ráðinn við
deildina Ingólfur Guðjónsson,
sálfræðingur og veitir hann ráð-
leggingar fólki sem á viö kynlifs-
vandamál að stríða. Lika starfar
þar ijösmóðir, Þórdis ólafsdóttir
og Andrés Asmundsson læknir.
Við heimsóttum um daginn
kynfræðsludeildina til aö fregna
nánar af starfsemi þeirri sem þar
fer fram. Þær Astriður, Kolbrún
og Helga urðu fúslega við þvi að
svara spurningum okkar og fer
viðtalið hér á eftir.
25 á viku
Er mikil aðsókn að deildinni?
Kolbrún: Nei, ekki er nú hægt
að segja það. Hér er opiö einu
sinni i viku i hálfan annan tima á
mánudögum og aö meöaltali
koma þetta um 25 manns. Hér
getur fólk gengið beint inn og
fengið viðtal, það þarf ekki að
panta tima fyrirfram. Annars er
það dálitið mismikið hvaö mikið
er að gera, þetta gengur nokkuð i
bylgjum. Auk föstu opnunartim-
anna er hægt að panta tima hjá
sérfræðingi þeim, sem hér vinnur
og ræðir við fólk sem á við
kynlffsvandamál að striða.
Ennþá er sú þjónusta samt litið
notuð.
Og hvaða fólk kemur aðallega
hingað?
Astriöur: Langflestir sem
hingaö koma eru ungar stúlkur,
þetta á aldrinum 14-20 ára. Þær
koma oftast til þess að fá
getnaðarvarnir og eins til að fá
gerð þungunarpróf. Sárasjaldan
koma hingað piltar, þó ber það
aðeins við aö par komi saman.
Fáfræði og
kæruleysi
Verðið þið varar viö umtals-
verða fáfræði ungs fólks um kyn-
ferðismál?
Kolbrún: Kæruleysið finnst
mér nú meira áberandi. Það er
sannast sagna sárgrætilegt,
þegar til okkar koma stúlkur sem
hafa fengið hjá okkur öruggar
getnaðarvarnir en nota þær svo
ekki rétt eöa hætta hreinlega að
nota þær og þá veröur til barn.
Astriður: Fáfræðin er lika
mikil. T.d. er það alveg ótrúlegt,
þó að fátt komi mér nú orðið á
óvart, hvað stúlkur og konur eru
fáfróðar um likama sinn.
Helga: Já, og menn trúa ennþá
alls konar kerlingabókum svo
sem að stúlka getiekki orðið ólétt
ifyrsta skipti sem hún hefursam-
farir. Hingað hafa komið stúlkur
sem þessu trúðu statt og stöðugt
og fóru flatt á þvi.
Pillan er
vinsælust
Hvers konar verjur vifja stúlk-
urnar helst?
Kolbrún: Pilluna. Viö fræðum
alla sem hingað koma mjög vel
um allar tegundir getnaðarvarna
sem eru á boðstólum og gerum
grein fyrir hugsanlegum auka-
verkunum, ai flestar stúlknanna
eru fyrirfram ákveönar i að fá
pilluna og ekkert annað. Hingað
koma lika oft stúlkur sem hafa
veriö á pillunni mánuöum saman
án þess að hafa nokkurn timann
verið skoðaðar. Hér eru allarsem
fá getnaðarvarnir skoðaðar áður.
Astrlöur: Þetta er kannski eðli-
legt. Þeim finnst ekki um annað
að ræða en pilluna eftir að farið er
að lifa reglulegu kynlifi. Og ekki
þýðir að nefna að pilturinn noti
smokk. Ranghugmyndir fólks um
þá ogfordómar á þeim eru ekkert
smáræði. Sagði Flosi ekki aö það
væri eins og að éta karamellu
með bréfinu á?
Helga: Ég held að mikið af
þessum ranghugmyndum stafi
einfaldlega af þvi að krakkarnir
sem eru famir að lifa saman tali
ekki um hvað þau eru að gera.
Þau eru svo illa uppfrædd. 1
skólunum er ekki kynlifsfræðsla
eins og allir vita og foreldrar ung-
linga voru aldir þannig upp að allt'
væru þetta feimnismál og mjög
algengt er enn að foreldrar tali
alls ekki um kynferðismál við
börn sin. Og yfirleitt ræða
kennarar þessi mál ekki heldur
við nemendur sina, það er
kannski eðlilegt, þeir hafa ekkert
kennsluefni i höndunum.
Konur of óvirkar
i kynlifi
Þú sagðir áðan, Kolbrún, að
litiö væri leitað til Ingólfs sem
ræðir við fólk sem á við kynlifs-
vandamál að striða. Hvernig
skyldi standa á þvi? Eru vanda-
málin kannski engin?
Kolbrún: Vandamálin eru
áreiðanlega fyrir hendi. En ég
held að bæði sé að fólk kemur sér
ekki að þvi að leita aðstoðar og
eins eru konur svo vanar þvi að
gera litlar kröfur i kynlifi sinu.
Astriður: Já, ég er sammála
þessu, það er svo algengt að
konur krefjist einskis i kynlifi.
UM KONUR OG
EFTIR KONUR
Draumur um veruleika
nefnist nýstárleg bók sem
Mál og menning gefur út,
en Helga Kress háskóla-
lektor í Björgvin hef ur val-
ið efni í bókina og séð um
útgáfu hennar. Bókin flyt-
ur ,,islenskar sögur um og
eftir konur", eins og segir
á titilblaði. l því felst að
allar sögurnar eru ritaðar
af íslenskum konum og
þær f jalla allar um konur.
f þessu smásagnasafni eru sög-
ur eftir 22 höfunda og er þeim
skipt á milli þriggja timabila:
1880-1930, 1930-1970 og 1977. Um
þessa timabilaskiptingu segir
Helga Kress i formála:
I grófum dráttum skipuðu
sögurnar sér niður i þrjú meg-
intimabil sem jafnframt virð-
ist mega lita á sem mismun-
andi timabil i sögu islenskra
kvennabókmennta á siðustu
hundrað árum. Það er at-
hyglisvert, að þau þrjú tima-
bil, sem skv. þessu má greina i
bókmenntasögu kvenna, falla
að miklu leyti saman við
bylgjuhreyfingar i kven-
frelsisbaráttunni á tslandi.
Það að þriðja timabilið ber að-
eins eitt ártal helgast af þvi að
þær sex sögur sem mynda yngsta
sagnaflokkinn eru allar nýsamd-
ar og hafa ekki birst áður. Höf-
undar þessara sagna eru Svava
Jakobsdóttir, Jakobina Sigurðar-
dóttir, Liney Jóhannesdóttir,
Nina Björk Arnadóttir, Valdis
óskarsdóttir og Magnea J.
Matthiasdóttir.
Bókin hefur þegið heiti af
samnefndri smásögu Ragnheiðar
Jónsdóttur sem hér birtist, en
orðið draumur liggúr að sögn
Helgu i formála ,,sem leiðar-
minni um alla bókina og merkir
þar aðeins tvennt: blákaldan
veruleikann eða vonlausan flótta
frá honum”. Ljóðið Draumureft-
ir Vilborgu Dagbjartsdóttur er
sett sem einkunnarorð á undan
sögunum tuttugu og tveim, en i
þvi mætir hún sjálfum guði
skáldskaparins og þykist eiga
margt vantalað við hann.
Hann snögg stansaði, vatt til
höfðinu og undan hattbaröinu
glitti i auga logandi af girnd.
Rann þá upp fyrir mér, að
jafnvel Óöinn sjálfur á ekki
nema eitt erindi viö konur. Og
ég sem hélt ég væri skáld —
mér tókst að hrista af mér
svefninn og komst undan yfir i
vöku i sál minni brann reiðin.
Auk formála skrifar Helga
Kress langa og nytsamlega
ritgerð i upphafi bókar, Um
konur og bókmenntir, þar sem
hún rekur m.a. sögu islenskra
kvennabókmennta i stórum
dráttum og segir frá viðbrögð-
um gagnrýnenda og bók-
menntafræðinga (úr hópi
karla) við ritverkum eftir
konur.
f upphafi þessarar ritgerð-
ar rifjar Helga upp ummæli
Virginiu Woolf frá árinu 1929
um að konur vanti bæði pen-
inga og sérherbergi til að geta
skrifað, og segir skömmu sið-
ar:
Að ýmsu leyti má bera stöðu
kvenrithöfunda saman viö stöðu
alþýðuhöfunda. Peninga eiga þeir
ekki frekar en þær, svo að notuð
séu tákn Virginiu Woolf, en yfir-
leitt hafa þeir sérherbergi í þeim
skilningi að þeir eiga sér sinar
fristundir og geta fengið næði.
Konur i hefðbundnum húsmóður-
og móöurhlutverkum eru hins
vegar bundnar allan sólarhring-
inn, allan ársins hring. Þær þurfa
alltaf að vera til taks, hvort held-
ur er viö stjórnun heimilisins
(hafa til mat, kaupa inn, taka til,
gera hreint, gera við, láta gera
við, þvo þvotta, þvo upp, finna
hluti, taka á móti gestum, þjóna,
ráðstafa stjórna) eöa ala upp
börn (passa þau, hugga þau, vaka
yfir, vakna til, halda á kopp, gefa
að drekka, gefa að boröa, klæða I,
klæða úr, snýta, senda af stað,
taka á móti, hlusta á, leika við,
vera heima). Verkum þeirra er
Helga Kress
aldrei lokið og þær eiga sér sjald-
an nokkra visa stund til að geta
sest niður við skriftir i vitund þess
að verða ekki truflaöar.
Það er þvi engin furða þótt
margar konur með hæfileika og
löngun til ritstarfa hafi látið und-
an siga. Kjör þeirra og jafnaldr-
anna af hinu kyninu hafa alltaf
verið og eru enn gjörólik. Það
hefur aldrei veriö ætlast til þess
af konum að þær yrðu rithöfund-
ar.
1 lok ritgerðarinnar vikur
Helga Kress sérstaklega að sög-
unum sem i bókinni birtast og
farast henni m.a. svo orð:
Að efni til eru sögurnar fjöl-
breyttar. Þær lýsa lif kvenna
og margháttaðri reynslu frá
ólikum timum og sjónarhól-
um. Fæstar þeirra fjalla ber-
um orðu um kvennakúgun eöa
kvenréttindi. Hins vegar má
lesa þær allar sem lýsingar á
undirokaðri stöðu kvenna, ein-
kennum hennar og áhrifum.
Konurnar i sögunum eru af
ólikri stétt og stöðu. Þar má
finna giftar konur, og ógiftar,
búsmæður, útvinnandi konur,
einstæðar mæður, konu sem
hefur orðið að gefa barn,
efnaðar konur, fátækar konur,
sveitakonur, borgarkonur.
Lýst er störfum þeirra heima
fyrir og láglaunastörfum á
vinnumarkaðnum.
Angist, öryggisleysi og inni-
lokunarkennd, einkenna
margar sögurnar, og eftir þvi
sem á Iíður má þar einnig
finna iifsflótta og firringu.
Uppistaöa flestra sagnanna
er hjónabandið, og er þvi yfir-
leitt lýst sem andstæðu ástar
og frclsis. Fyrirvinnuhjóna-
bandið er gagnrýnt jafnt i
elstu sem yngstu sögunum og
oft ganga höfundar beinlinis i
berhögg við skoðanir samtim-
ans. t þvi sambandi langar
mig sérstaklcga að benda á
stórkostlcga frásögn Ingunnar
á Kornsá af sængurkonunni
sem gekk i fossinn. Hafnar
hún þjóðsagnaskýringunni á
dauða hennar og setur hann i
samband við skilningslausa
meðferðog kúgun á heimilinu.
Er þessi saga táknræn fyrir
stöðu kvenna og viðhorf þjóö-
félagsins til hennar fyrr og
siöar.
t öllum sögnunum kemur
frain þolandastaða kvenna á
cinn eða annan hátt. t vitund-
inni um hana má þó finna þró-
un sem birtist ekki sist i sjálfu
forminu. Eða er það tilviljun
að fyrsta sagan er sögð i
fyrstu persónu út frá sjónar-
hóli karlmanns, en þær siöustu
allar frá sjónarhóli kvenna?
Þróunin frá Torfhiidi Holm til
kvenrithöfunda dagsins i dag
stefnir i átt til viöari sjón-
deildarhrings og aukinnar
sjálfsvitundar.