Þjóðviljinn - 17.12.1977, Side 9
Laugardagurinn 17. desember 1977 ÞJÓDVILJINN — StÐA|9
Þaö held ég að komi aöallega til
af því óvirka (passiva) hlutverki
sem þær eru aldar upp til. Þær
eru beinlínis svo aögeröalitlar aö
þær fá ekki (it úr samlffinu þaö
sem þær gætu fengið ef þær væru
virkari. Þaö tiökast yfirleitt ekki
að konur hafi frumkvæöi, jafnvel
ekki i hjónabandi. Karlar eru
aftur á mdti aldir upp til þess aö
hafa frumkvæði i þessum efnum
og þeir vita oft ekki einu sinni aö
konan fær ekki fullnægingu.
33% fá
ekki útrás
Helga: Samkvæmt bandariskri
könnun eru það um 33% giftra
kvenna sem aldrei hafa fengiö út-
rás í kynlifinu, og þaö er ástæöa
til aö ætla að talan sé svipuö hér.
Kolbrún: Það veröur áreiðan-
lega erfitt aö breyta viöhorfunum
varðandi þetta meö frumkvæöiö.
Margir karlmenn fara hjá sér ef
kona leitar á þá. Þeir veröa bein-
linis hræddir og halda jafnvel að
viðkomandi sé eitthvaö skritin.
Fjórðungur 14 ára ,,sofa
hjá”
Hvaö haidiö þið aö unglingar
séu gamlireöa réttara sagt ungir
þegar þeir byrja aö ,,sofa hjá”?
Helga: Samkvæmt niðurstöð-
um könnunar sem islenskir sál-
fræðinemar viö Arósaháskóla
gerðu hér i fyrra hefur fjóröi hluti
14ára unglingajhaftsamfarir.Það
eru nokkuö skiptar skoöanir á þvi
hvort svo ungar stúlkur fái yfir-
leitt nokkuö út úr kynlifi. Ég held
persónulega aö þær hafi ekki
þann tilfinningalega þroska sem
til þarf til aö njóta þess. Ég held
aö margar stúlkur láti undan
þrystingi strákanna, þeir hóta
kannski að hætta aö vera með
þeim ef þær láta ekki aö vilja
þeirra, þær halda kannski lfka aö
þær séu gamaldags o.s.frv.
Astriöur: Já, þaö er eflaust all-
ur gangur á þessu, og ákaflega
einstaklingsbundiö. Kornungar
stúlkur hafa þó sagt mér aö þeim
þyki þetta gott, og þær geri það
þess vegna en ekki bara fyrir
strákinn.
Helga: Góðar fræðibækur
fyrirunglinga eruhér af ákaflega
skornum skammti. Sú sem mér
finnst best og ég mæli meö viö
unga fólkiö er bókin Æska og kyn-
lif.
Litið um að óskað sé
fóstureyðinga
Hver er algengustu viöbrögö
kornungra stúlkna þegar þær
komastaöþviaö þær eru ófriskar
gegn viija sínum?
Astriöur: Þau eru á ýmsan veg,
en það er litiö um aö þær láti sér
fóstureyöingu koma til hugar,
jafnvel ekki þó að þær séu aöeins
15 ára og hafi slæmar aðstæður á
heimili sinu. Ég held aö þarna
komidálitiö til mikill áróöur gegn
fóstureyðingum og auövitaö eru
þær algert neyöarúrræði, en þaö
er lika mikil ábyrgö aö fæöa i
heiminn barn sem enginn er
raunverulega tilbúinn að taka á
móti.
Ilelga: Fóstureyðing er svo
sannarlega ekkert grin og viö
reynum alltaf að komast aö þvi
hver sé raunverulegur vilji stúlk-
unnar. Þaöerhún sem mun gang-
ast undir aögerðina og hún verður
sjálf aö taka ákvörðunina. Og viö
gerum öllum, sem til okkar leita
um aðstoö viö að fá fóstureyð-
ingu, grein fyrir þeirri félagslegu
aðstoö sem þeim stendur til boða
eftir aö barniö er fætt. En þaö
liggur nú við aö maður roöni, þeg-
ar fariö er að telja þaö upp. Úr-
ræðin eru ekki mörg, mæöralaun
eru 2600 á mánuöi, dagheimili
alltof fá. Einstæðir foreldrar eiga
svo sannarlega ekki sjö dagana
sæla.
Fræðsluefni
Eru uppi einhver jar hugmyndir
um aö auka starfsemina hér á
deildinni?
Astriöur: Viö erum nú aö vinna
aö gerö fræösluefnis og þaö á aö
vera tilbúiö i janúar. Viö ætlum
aö byrja með að safna saman
hingaö fólki sem hefur komiö til
okkar og kynna þvi þetta efni.
Þaö veröur i fjórum þáttum. Sá
fyrsti veröur liffræðúegs eölis,
næsti um tilfinningar og kynllf,
hinn þriöji um umhverfi og kynlif
og sá siöast um getnaöarvarnir
og kynsjúkdóma.
Nýjungar og útgáfu-
starfssemi
Kveikt á
jólatrénu
í Kópavogi
kl. 16
í dag
Laugardaginn 17. des,, kl. 16,
veröur kveikt á jólatrénu I Kópa-
vogi. Sendiherra Sviþjóöar dr.
Olav Kaijser, afhendir tréð, sem
er gjöf frá vinabæ Kópavogs,
Norrköbing. Jóhann H. Jónsson,
forsetibæjarstjórnar, veitir trénu
viötöku. Skólahljómsveit Kópa-
vogs leikur. Sira Ami Pálsson
flytur hugleiöingu og jólasveinn-
inn kemur I heimsókn.
Athöfnin fer fram i biósalnum i
félagsheimilinu.
Nýjar bækur
um Tuma
og Emmu
Bókaútgáfan Iöunn hefur sent
frá sérf jórar nýjar bækur I bóka-
flokknum um Tuma og Emmu.
Nefnast þær Tumi er litill, Tumi
bakar köku, Emma fer til tann-
læknis og Emma fær mislinga.
Aöur eru komnar út fjórar bækur
um Tuma og tvær um Emmu.
Höfundur bókanna, bæði
mynda og texta, er Gunilla
Wolde, sem viökunn er fyrir
barnabækur sinar, ekki sist þær
sem ætlaöar eru yngstu börnun-
um. Bækur hennar komu fyrst út
á sænsku, en vöktu fljótt slíka at-
hygli, að breskt stórfyrirtæki i
bókaprentun tók þær upp á sina
arma og hóf samprentun þeirra
fyrir útgefendur viðs vegar um
heim. Koma þessar bækur nú út á
meira en þrjátiu tungumálum og
eru miljónir eintaka prentaöar á
ári hver ju, bæöi frumprentanir og
endurprentanir. Eru stórar og
hraövirkar vélasamstæöur
bundnar viö prentun og band á
þessum bókum áriö um kring. Og
vegna hins gifurlega framleiðslu-
magns er unnt aö selja þessar
bækur á lægra veröi en dæmi eru
til um aörar bækur.
tslenska útgáfan er aö öllu leyti
unnin af hinu breska fyrirtæki.
Þýðandi bókanna er Þuriöur
Baxter.
Sem forystuféiag í
íslenskúm brídge, hefur
BR ætíð gert góða hluti,
hvern virkan starfsvetur.
I mars, á komandi ári,
mun BR gangast fyrir
„boðsmóti" á Loftleið-
um, og munu bjóða til
þess m.a. sænsku EM-
meisturunum Göthe-Mor-
ath.
Auk þess, munu verða valin
pör sérstaklega til þáttöku á
mót þetta, eftir þeim reglum
sem stjórn BR setur, eða ákveð-
ur. öll aðstaða á Loftleiðum er
hin glæsilegasta sem völ er á, og
jafnvel er i bigerð, að sýna
þessa tvimenningskeppni á töflu
fyrir áhorfendur, i fyrsta sinn i
tvimenning.
Talað hefur verið um 28 para
mót, en um það verður fjallað
nánar siðar.
A næsta ári, mun Bridgesam-
band Islands eiga 35 ára afmæli.
Að likindum verður eitthvað
gert til hátiðahalda, fyrir utan
NM.
Mót hjá BR.
Sú tillaga kom fram á form-
annaráðstefnunni, að gefið yrði
út afmælisrit, um sögu BSl fram
á þennan dag. Gæti það fylgt
NM-mótaskrá t.d. Nóg er af
mönnum, til að færa i letur þær
heimildir sem fyrirfinnast, og
fjalla um þróun bridgemála.
Nefna má t.d. Hall Simonarson,
Guðmund Pétursson Stefán
Guðjohensen, Jakob R. Möller
eða Hjalta Eliasson.
Einnig var fjallað um útgáfu
uppsláttarrits á vegum BSt,
sem inniheidi almennar upplýs-
ingar um menn og málefni»um
land allt. Sýnist ekki vanþörf á,
þvi bridgeskrif á Islandi i dag
eru á núlli...
Hvað sem gert verður, er það
vel þegið, sé staðið af alhug að
þvi. Virkja mætti nýtt blóð, til
skrifa og upplýsingaöflunar,
jafnvel ritnefnd ungra manna,
sem gæfu þá vinnu sina, fyrir
það eitt, að sjá um útgáfuna,
undir umsjá BSl.
Frá Bridgefélagi Reykja-
víkur
S1 miðvikudag lauk tvi-
menningskeppni félagsins.
Fyrir siðustu umferðina, höföu
Sverrir og Þorlákur 20 stiga for-
skot á næsta par, sem er all gott.
En lániö lék ekki við þá i
tveimur siöustu setunum i um-
feröinni, þar sem þeir skoruðu
aðeins 8 stig af 60 mögulegum.
Og þarmeð skutu þær
,,gömlu” kempur, Guðmundur
Pétursson og Karl Sigurhjartar-
son öðrum pörum ref fyrir rass,
og báru sigur úr býtum.
Röö efstu para varö þessi:
1. Guömundur Pétursson-Karl
Sigurhjartarson 533 stig.
2. Jóhann Jónsson- Stefán Guð-
johnsen 521 stig.
3. Jón Gislason-Snjólfur ölafs-
son 520 stig.
4. Sverrir 'Armannsson-Þorlák-
ur Jónsson 513 stig.
5. Gestur Jónsson (lögfr.)-
Marinó Einarsson 513 stig.
8 efstu pörin úr keppni þessari
unnu sér rétt til þátttöku i
meistaratvimenning félagsins
Frá Ás-unum:
Úrslit s.l. mánudag:
Ólafur Lárusson-Jón Hjaltason:
0-20.
Baldur Kristjánsson-Kristján
Blöndal: 0-20
Jón Páll Sigurjónss.-Sigriöur
Rögnvaldsd.: 2-18
Gunnlaugur Kristjánsson-
Sigurður Sigurjónsson: 4—16
Og þarmeð tók sveit Jóns
Hjaltasonar góöa forystu, meö
sigri sinum yfir sveit Ólafs.
Staða efstu sveita eftir 4
umferðir:
1. Jón Hjaltason 74 stig (Jakob
M., Jón B., Sverrir og Sigurður
Sv.)
2. Óiafur Lárusson 57 stig.
3. Sigtryggur Sigurðsson 51 stig.
4. Sigriður Rögnvaldsdóttir 47
stig (á inni leik....)
5. Kristján Blöndal 41 stig.
Næsta mánudag, er jólaveisla
Ásanna 1977, þar sem spiluð er
viöeigandi jólasveinahrað-
sveitakeppni.
Að sjálfsögðu er öllum heimil
þátttaka, meðan húsrúm leyfir
og til gamans má geta, að um sl.
jól, mættu 21 sveit til leiks.
Keppendur eru beðnir um, að
mæta timanlega til skráningar.
Byrjunartimi i sveitakeppn-
inni á ný, verður auglýstur sið-
ar.
Frá Reykjanesi :
Lokið er 3 umferðum i undan-
rás sveitakeppni BRU. Spilaö er
i 2 riðium. Þátttaka er svipuð
og sl. ár., þ.e. ekki nógu góð.
Staða efstu sveita er þessi:
A-RIÐILLt
1. Albert Þorsteinsson 53 stig.
2. Armann J. Lárusson 44 stig.
3. Gunnar Sigurgeirsson 35 stig.
4. Guðmundur Pálsson 34 stig.
B-riðill:
1. Jónatan Lindal 41 stig.
2. Gunnar Guðbjörnsson 35 stig
(og leik inni).
3. Sigurður Margeirsson 25 stig.
4. Gisli Torfason 22 stig (og leik
inni).
Undanrásinni lýkur8. jan. ’78.
Siðan tekur við úrslitakeppnin,
þar sem allir leika við alla og
meistarar fyrra árs, sveit
Björns Eysteinssonar, ver titil
sinn. Spilað er i Þinghóli, Kópa-
vogi.
Tropicanakeppni TBK
Úrslitaumferðin I mótinu var
sniluð fyrir skemmstu, en fyrir
hana hafði sveit Gests Jóns.,
forystu. Sveit Sigurbjörns
Armannssonar, sem leitt hafði
mótið i byrjun, gafst ekki upp,
og náði forystunni og sigrinum
um leið i siðustu lotunni. Auk
Sigurbjörns, voru i sveitinni:
Helgi Einarsson, Orwelle Utley
og Ingvar Hauksson.
Annars varð röðin þessi:
1. Sveit Sigurbjörns 3173 stig.
2. Sveit Margrétar Þórðardóttur
3146 stig.
3. ' Sveit Gests Jónssonar 3120
stig.
4. Sveit Rafns Kristjánssonar
3118 stig.
Alls tóku 17 sveitir þátt i hrað-
sveitakeppninni. Siðasta keppni
félagsins f. jól, var jóla-
tvimenningur. Þátttaka var
góð.
Frá Bridgefélagi Fljóts-
dalshéraðs
Úrslit i fimm kvölda
tvimenningskeppni félagsins:
1. Asgeir og Þorsteinn 818 stig.
2. Hallgrimur og Kristján 806
stig.
3. Aðalsteinn og Sölvi 700 stig.
4. Sigurður og Þórarinn 780«stig.
5. Pálmi og Sigfús 769 stig.
6. Björn og Ingólfur 766 stig
Þrjú siðustu kvöldin voru
einnig spiluð sem firmakeppni.
Þar sigraði Búnaðarbankinn
Egilsstöðum, hlaut 548 stig.
Spilarar voru Sveinn og
Magnús. I öðru sæti varð
prjónastofan Dyngjan, spilarar
Asgeir og Þorsteinn. 1 þriðja
sæti varð Plastiðjan Ylur, spil-
arar Astráður og Hallgrimur og
i fjórða sæti Ræktunarsamband
Austurlands, spilarar Magnús
og Ófeigur.
Frá Bridgefélagi Breið-
holts
Sveit Guðlaugs Nielsen
tryggði sigur sinn i hraðsveitar-
keppni félagsins með glæsilegri
skor 509 stig (meðalskor 432
stig)
Heildarúrslit urðu:
1. Sveit Guðlaugs Nielsen 1449
St. (Tryggvi Gíslason, Sigur-
björn Ármannsson, og Finnbogi
Guðmarsson)
2. Sveit Eiðs Guðjohnsen 1363
stig (Kristinn Helgason, Guð-
laugur Karlsson, Óskar Þráins-
son)
3. Sveit Kristjáns Blöndal 1334
stig. (Valgarð Blöndal, Friðrik
Guðmundsson, Georg Sverris-
son, Hreinn Hreinsson og Karl
Adolfsson)
4. Sveit Guðbjargar Jónsdóttur
1312 st.
5. Sveit ólafs Tryggvasonar
1310 st.
BRIDGE
Utnsjón:
Baldut Kristjansson
Olafur Larusson
Fréttir i stuttu máli
34. bók Árna
Liklega skortir þó nokkuð á að
almenningur hafi gert sér grein
fyrir þvi hversu mikilvirkur rit-
höfundur Arni Óla hefur verið um
dagana. Ekki af þvi að bækur
hans séu ekki um margt hinar
merkustu og njóti mikiila vin-
sælda hjá öllum þeim, sem unna
þjóðlegum fróðleik og sagnfræði,
heldur sakir hins, hvað maðurinn
er yfirlætislaus og hljóðlátur,
gjörsneyddur allri hneigð til aug-
lýsingamennsku.
Fyrsta bók Ama Óla kom út
1928. Siðan verður 12 ára hlé en
1940kemur önnur bókin frá hendi
hans fyrir almenningssjónir. Úr
þvi hefur hver rekið aðra. Og nú
er nýkomin út sú 34. Huliðsheim-
ar, gefin út af Setbergi.
Bókin skiptist i 20 kafla er
heita: Heilsan, Hinn mikli huliðs-
heimur, Fegurð, Rúm og lif,
Sköpunarsagan, Opinberanir,
Skyndisköpun, Visindi, Lifheim-
ur, Sálfræði, Dulrúnir, Tvær sög-
ur, Bréf að handan, Dómsdagur,
Innri maður, Islensk heimspeki,
Framþróun, Guðsriki, Sál vor
allra og Viðbót.
Af þessum kaflaheitum má
e.t.v. nokkuð ráða efni bókarinn-
ar.en i henni er höfuijdur á sömu
slóðum og i bókunum: „Alög og
bannhelgi”, „Huldufólk” og
„Dulheimalslands”- Eru Huliðs-
heimar einskonar framhald af
þeim og jafnframt „seinasta rit-
smiðin I þessum bókmennta-
flokki”. I þessum bókum hefur
höfundur „leitast við að sýna hve
náin tengsl hafi verið milli trúar
og hjátrúar frá örófi alda”.
Huliðsheimar er 171 bls., prent-
uö hjá Setbergi. — mhg