Þjóðviljinn - 17.12.1977, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 17.12.1977, Qupperneq 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagurinn 17. desember 1977 Tónlistarfélagstónleikar i Austurbæjarbiói Lauk prófi meö frá- bærum vitnisburði heldur nú sinn fyrsta opinbera konsert Unnur Sveinbjarnardóttir, lág- fiðluleikari, heldur í dag sína fyrstu opinberu tónleika á vegum Tónlistarfélagsins i Austurbæjar- bíói kl. 14.30. Pianóieikari er Halldór Haraldsson. Á efnisskrá eru verk eftir Marais, Hindemith, Schumann og Brahms. Jólatré á Nesi Á morgun, sunnudaginn 18. desember kl. 16.00 verða tendrub ljós á jólatré, sem komið hefur verið fyrir sunnan við inngang iþróttahúss Seltjarnarness. Auk þess verður flugeldasýning. Jólatré þetta er gjöf frá Kiwan- isklúbbnum i Nesodden i Noregi en hann er vinaklúbbur Kiwanis- klúbbsins Nes á Seltjarnarnesi. Unnur Sveinbjarnardóttir Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför ólafs Sigurðssonar, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til forstöðukonu og starfsfólks Dvalar- heimilis aldraðra, einnig til Verkalýðsfélagsins, Bridge- félagsins og fleiri, sem heiðruðu minningu hans og höfðu glatt hann með gjöfum og heimsóknum. Valdis Sigurðardóttir ólöf Pétursdóttir Albert Sigurðsson Þorsteinn ólafsson og aðrir vandamenn. Málf relsissj óður Tekið er á móti framlögum i Málfrelsissjóð á skrifstofu sjóðsins Laugavegi 31 frá kl. 13-17 daglega. Girónúmer sjóðsins er 31800-0. Allar upplýsingar veittar i sima 29490. Áramótaskaup útvarps og sjónvarps: Fjölmiðlar í brennipunkti Fréttamenn útvarps og sjónvarps teknir í gegn en blaðamenn látnir i friði Áramótaskaup útvarpsins verðuri léttum dúr að vanda. Það veröur byggt upp af söngvum og gamanþáttum. Brugðið verður á leik i sambandi við pólitikina og þjoðmálin. Efnið er samið af inn- anhússmönnum, eins og leiklist- arstjóri útvarpsins Klemens Jónsson komst að orði, og er óspart gert grin að fjölmiðlunum útvarpi og sjónvarpi og starfs- mönnum þeirra. Blaðamenn fá aö vera i friði að þessu sinni, sagði Klemens.Leikarari skaupinu eru tiu og ieikstjóri er Benedikt Arna- son en um tónlistina sér Gunnar Reynir Sveinsson. Aramótaskaup sjónvarpsins nefnist að þessu sinni „Aður en árið er liðiö”. Þetta er blandaður þáttur með léttu Ivafi, þar sem meðal annars veröur fjallaö um ýmsa atburði ársins 1977 og dag- skrárefni sjónvarpsins skoðað i nýju ljósi. Kunnur leikarar, tón- listarmenn og skemmtikraftar koma við sögu ásamt þekktum borgurum, sem sýna af sér nýja hlið. Umsjón með áramótaskaupi sjónvarpsins er I höndum Taage Ammendrup sem einnig stjórnar upptöku ásamt Ólafi Ragnars- syni. Ólafur er kynnir ásamt Bryndisi Schram. Hljómsveitar- stjóri er Magnús Ingimarsson. —IGG Þingsjá Framhald af6. siðu. fiskverð þá eykst sá vandi fisk- vinnslunnar sem Þjóðhags- stofnun hefurbent á. Spurningin er þvi hvað rikisstjórnin ætli að gera i þessum málum. Vandamál landbúnað- ar Þá sagðist Lúðvik einnig vilja spyrja rikisstjórnina hvað hún hyggðist gera i sambandi viö þann vanda sem nú er mest tal- að um meöal manna i landbún- aði. Landbúnaöurinn sé nú þannig rekinn, að greinilegt er að tekjur bænda dragast nú af t- ur Ur tekjum viðmiöunarstétt- anna og það miklu meir en áður hefur gerst. Nú haldi bændur fundi um land allt og geri sinar kröfur. Augljóst sé að eitthvaö verður að gera i málefnum landbúnaðarins ef ekki á svo að fara að tekjur bændanna verði svona rétt I kringum helmingur aftekjum viðmiðunarstéttanna. Sagðist Lúðvík eiga erfitt meö að trúa þvi að rikisstjórnin treysti sér til að standa þannig aö málum, að hún látist hvorki sjá þetta né heyra, og að i þess- um efnum þurfi hún ekkert aö gera. Tap í ullar- og skinnaiðnaði Þá hafi forsvarsmenn iðnaðarins gert kröfur um það að aðlögunartiminn samkvæmt EFTA-samningi verði lengdur, þannig að um frestun yrði að ræða á tollalækkun á innfluttum iðnaðarvörum. Einnig er vitað að það hefur veriö fram á veg- um Þjóðhagsstofnunar sérstök úttekt af afkomu bæði ullar- og skinnaiðnaöarins I landinu, og þar kemur i ljós að um stórfellt tap er aö ræöa oguppier kröfur um miklar fjárgreiöslur eða stuöning við þessar atvinnu- greinar. Lúövik sagðist þvi vilja spyrja rikisstjórnina um leiö og verið væri að afgreiða fjárlög fyrir næsta ár og marka stefn- una I peninga- og fjármálum, hvernig hún hugsaöi sér að mæta þessum vanda. Ef hún hugsi sér aö mæta þessum vanda á sama hátt og hún hefur yfirleitt gert áður, þ.e.a.s. lækka gengi krónunnar, leggja á nýja skatta fyrir rikið,þá þýðir það auövitað ennþá aukna verðbólgu I landinu og launa- samningar standa þannig að þá hækka öll laun sjálfkrafa. Spurningin er þvi hvort rlkis- stjórnin hafi ekki gert sér neina grein fyrir þvi hvernig takast skuli á við þennan vanda. Orörómur Fratnhald af 3. siðu. krata, þar á meðal fyrrum for- sætisráðherrar Aldo Moro og Amintore Fanfani, séu að bolla- leggja um nýja rikisstjórn meö aukinni hlutdeild Kommúnista- flokksins. Vegna stærðar sinnar hefur Kommúnistaflokkurinn þegar mikil áhrif á stjórnarstefn- una og getur i raun fellt fyrir stjdrninni svo að setja hvaða frumvarp, sem honum sýnist. Osservatore della domenica, vikurit Páfagarðs, varaði i dag kristilega demókrata við þvi aö taka kommúnista með i stjórn og bendir það til þess að harðlinuaf- staöa Páfagarös, sem ræður miklu innan Kristilega demó- krataflokksins, gagnvart komm- únistum sé óbreytt. Audunn Framhald af 12. siðu. drottningu, manninn i hálfvirðis- markaðinum sem býr i penthúsi fyrir ofan markaðinn og svo er það málarinn sem gerði alla lista- mennina spólvitlausa, er i Lions og málar myndir þegar laxinn tekur ekki. Hann kemur inn i myndina þegar Lulla er að segja vinkonu sinni frá partýi sem þau Bússi fóru i. Þar varð frúin I hús- inu ósátt við gesti sina og kastaöi i þá nautahakki, agúrkum og eggj- um: Hann Bússi minn segir að hann sé praktiskur. Hann er ekkert að mála þessa fugla sem eru vísir tii að fljúga út úr mótivinu áður en myndin er búin. Heldur málar hann bara gæsirnar, ekki fljúga þær frá manni. Og svo fjöllin svo manni dettur i hug að fara aö syngja frjálst er i fjallasal, fagurt i skógardal, heilnæmt er heið- loftið tæra. Það var bara verst að eitt eggiö lenti á fallegasta fjall- inu hans, og lak niður á gæs sem var að syngja á árbakkan- um:....(31) Metsölubók Framhald af bls'. 1 tök af bókinni og það hefðist vart undan að vinna hana i bókbandi, svo ör væri salan. Svona tilgamans má geta þess, að bókaútgefendur á Islandi telja jafnan að meðal upplag bóka sé um það bil 1200 eintök hér á landi sem er að visu fjarri öllu .lagi, enda eru þá teknir með allir bækl- ingar og smárit, sem litið seljast. Sannleikurinn er sá að meðal upplag bóka hérá landi er i kring- um 1800 eintök og það þykir mjög góð sala á bók, ef hún selst i 3000 eintökum I fyrstu atrennu, þ.e. fyrir jólinog menngapaaf undrun ef bók selst I 5 til 6 þúsund eintök- um. En svo kemur „Páll Vil- hjálmsson” og þá dugir ekki minna en 13 til 14 þúsund eintök og hver veit nema prenta verði meira af bókinni, þvi að hún á eftir að seljast i lengri tima en bara fyrir þessi jól. —Sdór. Mótmæla Framhald af 1 skuldbindingar sinar um verð- tryggð skuldabréfakaup af Bygg- ingarsjóði rikisins og munu hér eftir sem hingaö til standa við gefin loforð þar um. Hinir almennu lifeyrissjóðir voru settir á stofn i ársbyrjun 1970 samkvæmt ákvæðum i kjara- samningum aðila vinnumarkað- arins frá árinú 1969. Við það verð- ur ekki unað að stjórnvöld geti einhliða ráðskast með fjármuni lifeyrissjóðanna og gripið þannig inn i gerða kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Framkvæmdastjórn Sambands almennra lifeyrissjóða er að sjálfsögðu ljós sá mikli vandi, sem sjóðirnir eiga við að etja á verðbólgutimum. Framkvæmda- stjórnin er og hefur ávaiit verið reiöubúin aö ræða ávöxtunarmál lifeyrissjóðanna og leita lausnar á þeim málum i samvinnu við stjórnvöld. Hins vegar munu stjórnir lifeyrissjóðanna, sem skipaðar eru að jöfnu fulltrúum aðila vinnumarkaöarins, ekki ljá máls á þvi, að hægt verði með einhliða lagasetningu að ráðskast með fjármuni þeirra. Framkvæmdastjórn Sambands almennra lifeyrissjóða lýsir yfir fyllstu andstöðu sinni Við slikum vinnubrögðum, og skorar jafn- framt á stjórnvöld að falla nú þegar frá ráðagerðum sinum um lagasetningu vegdna skulda- bréfakaupa lifeyrissjóðanna af fjárfestingalánasjóðum. Um slik kaup, skal nú sem áður, semja á jafnréttisgrundvelli”. V erkfall orkustarfs- manna á Grænlandi bannað GODTHAB 15/12 Reuter — Starfsmenn við orkuver á Græn- landihættu við fyrirhugað verkfall eftir að danska stjómin hafði knúið gegnum Danaþing löggjöf um ibann viö berkfallinu. Var það gert á þeim forsendumað verk- fallið myndi valda Grænlending- um miklum vandræðum á köld- ustu mánuöum vetrarins, en þvi hefði fylgt að tekiö hefði verið fyrir rafmagn til húsahitunar. Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands Sýnir leikritið: ,/Við eins manns borð" eftir Terence Rattigan i Lindarbæ sunnudagskvöld kl. 20.30. Leikstjóri: Jill Brooke Arnason. Mióasala í Lindarbæ frá kl. 17. Pípulagnir Nylagnir, breytmg- ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli' kl. 12 og ’ og eftir k!. 7 a kvoldm! VERZUfl MR SEM ÚRVAUÐ ER MESTOG KJÖRIN BEZT Einfalt og ódýrt undir Mjómtækin ogplöturnar Verð aðeins kr. 24.500.- Húsgagnadeild HRINGBRAUT121 -SIMI28-601

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.