Þjóðviljinn - 18.12.1977, Side 3

Þjóðviljinn - 18.12.1977, Side 3
Sunnudagurinn 18. desember 1977 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 3 Fjármálamenn trúa á stjörnuspádómana og fjórði hver Bandaríkjamaður að auki Enda þótt enginn hörgull sé á f rægðarmönnum sem hafa kallað stjörnuspá- dóma vitleysu kemur það á daginn, að kapítalismi okkar aldar hefur reynst einkar þægilegur við- skiptavinur stjörnuspá- manna. Eða svo segja at- vinnumenn í þessari blóm- legu atvinnugrein að minnsta kosti. Stjörnuspádómar eru orðnir svo öflug og hratt vaxandi iðn- grein, að 186 þekktir bandariskir visindamenn sáu sig tilneydda fyrir tveim árum til að senda frá sér skjal, þar sem þeir fordæmdu kukl þetta. Þeir réðust á „gervi- visindi” stjörnukuklaranna og svo á fjölmiðla fyrir ógagnrýna afstöðu til þessa fyrirbæris sem kemur fram i birtingu stjörnu- spádóma af ýmsu tagi. verðleika umsækjenda um stöður i fyrirtækjum, velja saman starfsmenn til að vinna að ákveðnum verkefnum. Þeir spyrja stjörnurnar að þvi, hvort þeir eigi að kaupa hlutabréf, hvort viðskiptafélagar þeirra séu áreiðanlegir og þar fram eftir götuin. Að visu getur enginn svarað þvi með neinni vissu, hve margir þeir séu sem nota stjörnuspádóma sér til ráðleggingar um ákvarðanir i fjármálum. Margir þeirra sem styðjast við stjörnuspár vilja ekki um það tala, einkum þeir sem eru fremur ofarlega i metorðastiga þjóðfélagsins. Andúö á óvissu James Mosel, deildarforseti sálfræðideildar George Washing- ton háskólans, segir að ástæðurn- ar fyrir vinsældum stjörnuspá- fræða séu nákvæmlega þær sömu i dag og þær voru fyrr á öldum. — Aðalforsendan er sú, að fólki er illa við óvissuna, það vill þrengja svið óvissunnar. Menn reyna að finna eitthvað það, sem i senn geti hjálpað þeim aö útskýra eigin athafnir og annarra og einn- ig veitt þeim ráð. — Atvinnumenn i þessari fornu at- vinnugrein telja, aö um 50 miljón- ir Bandarikjamanna trúi á stjörnuspádóma. Flest hinna 1.500 dagblaða sem út koma i landinu birta á degi hverjum ein- hverskonar stjörnuspádómadálk. Ritstjórar hins virta stórblaðs Washington Post segja, að blaðið hafi lengi spyrnt við fótum — en fyrir tveim árum gafst það upp og hefursiðan birt stjörnudálk, þrátt fyrir mótmæli nokkurra af rit- stjórunum. \ FÖT meö vesti hönnuð af Colin Porter Engu að siður geta atvinnu- menn i greininni rakið fjöldann allan af dæmum fyrir blaðam. um blómleg og vaxandi viðskipti við ótrúlegasta fólk. Viðskipta- vinir spyrja spámenn hvenær þeir eigi að byrja kosningabar- áttu, þeir láta þá meta og vega Þrakneskir listmunir til sýnis BEOGRAD — Fornir þrakneskir dýrgripir úr gulli og silfri eru nú á sýningu i Beograd, hafa áður ver- iö á sýningum i New York, Paris, Lundúnum og Mexikóborg og munu siðar verða sýndir I austur- evrópskum höfuðborgum og Tókió. Þrakar byggðu til forna nokkurnveginn það landsvæði sem nú er Búlgaria, evrópski hiuti Tryklands og austasta svæði Noröur-Grikklands. Með þeim stóð listmenning i blóma frá fjórt- ándu til annarrar aldar fyrir Krist. Þrakar munu hafa tilheyrt sér- stakri grein indóevrópska þjóða- bálksins og voru margar fleiri frægar fornþjóðir þeim skyldar, þar á meðal liklega Trjóumenn þeir er Grikkir börðust við. Armenar munu nú vera eina nú- lifandi þjóðin eftir af þessum tungumálaflokki, sem kallaður hefur verið þrakó-kimmerskur. Eitthvaö hreint og stórfenglegt Alexandra Kollontai varð árið 1923 sendiherra Sovétrikjanna i Noregi og var hún fyrsta kona sem sliku embætti gegndi. Alex- andra var rithöfundur ágætur og orðheppin vel. Einhverju sinni hafði hún boð inni fyrir bók- menntamenn og meðal gesta var ungt skáld, sem ekki þótti of- snjall, og setti hann leiða að öðr- um gestum með svartagallsrausi sinu. Að lokum sagði hann: — Áður en ég dey vildi ég gjarna gera eitthvað hreint og stórfenglegt. — Þú skalt reyna að þvo fil, sagði Alexandra Kollonta. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.