Þjóðviljinn - 18.12.1977, Page 8

Þjóðviljinn - 18.12.1977, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagurinn 18. desember 1977 Ný mynd eftir HERZOG Eva og dóigarnir tveir. Werner Herzog hefur allmikið verið á dagskrá hjá reykvískum kvikmyndaunnendum í vetur. Fjalakötturinn sýnir fjórar kvikmyndir eftir þennan umdeilda þýska leikstjóra, og þó nokkuð hefur verið skrifað um hann (sjá t.d. viðtal í tíma- ritinu Svart á hvitu). Nýj- asta mynd hans, „Stroszek" fer nú sem eld- ur í sinu um menningarbíó- in i Evrópu, og var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Taormina á Sikiley í haust. Herzog hefur sagt að ekki beri að líta á myndir hans sem ein- angruð verk, hverja fyrir sig, heldur séu þær allar hluti af heild, af „langri rannsókn á sömu fyrir- bærunum”. Þær tvær myndir sem ég hef séð, „Kaspar Hauser” og „Glerhjartað” benda lika til að svo sé. Það sem svifur yfir vötn- unum i báðum þessum myndum, sem eru dulrænar i meira lagi, er sköpunin, uppruninn, vandamál listar og tjáningar. Herzog er heimspekilega sinnaður kvik- myndastjóri með mjög sérstæða heimssýn. Þótt hann komi fram á sjónarsviðið um sama leyti og ' landar hans Fassbinder, Kluge, Schlöndorff ofl. og sé óneitanlega einn af aðalmönnunum i „nýju bylgjunni” þýsku, er hann einn á báti hvað snertir viðfangsefni og stil. Það sem gerist Stroszek, aðalpersónan i nýju myndinni, er leikin af Bruno S. — dularfulla leikaranum sem lék aðalhlutverkið i Kaspar Hauser á sinum tima. 1 byrjun myndarinn- ar er hann að koma úr fangelsi. Fangelsisstjórinn ráðleggur hon- um að fara nú ekki beint i bjórinn aftur, og i næsta atriði sjáum við Stroszek sitja á krá og þamba bjór úr stórri krús. Hann kynnist vændiskonu sem heitir Eva og tveimur melludólgum sem fara Astarguðinn V alentino Hvaða amma nú á dög- um man ekki eftir Rudolfo Valentino, „ástarguðnum" frá tim- um þöglu kvikmynd- anna? ítalanum sem lagði undir sig heiminn áður en hann dó 31 árs að aldri árið 1926? Auðvitað muna þær hann allar. Og nú hefur annar Rúdólf, rússneski dansarinn Rúdólf Núrejef, leikið hlutverk þessa nafna sins í splunkunýrri breskri kvikmynd, „Valentino" eftir Ken Russell. Ken Russell er þekktari en frá þurfi að segja og margir kunna vel að meta kvikmyndir hans um listamenn allra tima. Þeir gagnrýnendur eru þó fjölmargir sem fussa og sveia þegar minnst er á gaurinn. Þeir tala um að hann sé smekklaus og ruddalegur og enginn menningarviti. í mynd- um hans úi og grúi af tímaskekkjum og sögu- legum rangtúlkunum, fyrir nú utan allar ýkj- urnar og „skáldaleyfin". Hvað sem því líður má telja f ullvíst að Valentino fái góða aðsókn. Ef eitt- hvað má marka Films and Filming er allt á öðr- um endanum í Bretlandi vegna þessarar myndar. Gagnrýnendur ýmist skamma eða hrósa Ken Russell, en eyða þó mestu púðrinu í að skamma hver annan. Bækur eru gefnar út um kvikmyndina og höfund hennar. Hér á myndinni sést Rúdólf Núrejef í einu af þeim atriðum sem gagn- rýnendum þykja stórlega ýkt. Valentino hefur þarna lent í fangelsi fyrir tvikvæni og Russell gerir sér óspart mat úr því. En í raun og veru var þessi fangelsisdvöl ástarguðs- ins víst mjög stutt og gerðist þar fátt mark- vert. Bruno S I hlutverkl Stroszeks. illa með hana. Gamall maður sem á heima í næsta húsi við Stroszek segist eiga frænda i Ameriku og stingur upp á að þau flytji þangað öll þrjú, til að losna við dólgana. Afgangurinn af myndinni gerist i Ameriku. Stroszek, Eva og gamli maðurinn reyna i fyrstu að lifa i samræmi við „ameriska drauminn”. Þau verða sér úti um hjólhýsi með öll- um þægindum — þ.á.m. litasjón- varpstæki — og eiga að greiða það með afborgunum. En ekkert þeirra þremenninga getur unnið lengi i einu og afborganirnar vefj- ast fyrir þeim, uns þar kemur að hjólhýsið þeirra er selt á uppboði. Þar fór hann, ameriski draumur- inn. Endalok þeirra þremenninga verða þau, að Eva tekur aftur til við sina fyrri iðju, gamli maður- inn er settur i fangelsi fyrir inn- brotstilraun og Stroszek sést sið- ast þar sem skiðalyfta með hann innanborðs hverfur úti buskann. Billinn sem hann hafði notað á flótta sinum er ennþá i gangi og snýst bilstjóralaus i endalausa hringi. Hænur dansa i búri, enda- lausan hænsnadans. Bara hænur Út úr þessu lesa gagnrýnendur nokkurnveginn allt sem þeim dettur i hug. Herzog yppir bara öxlum þegar hann er beðinn að útskýra táknmál sitt. „Þetta eru bara hænur” segir hann. „Til hvers á að vara að útskýra alla hluti?”. Sagt er að Bruno S vinni nú i stálverksmiðju i Berlin, sem ófaglærður verkamaður. Um helgar leikur hann á hljóðfæri fyrir þóknun. Hann hefur, að þvi er virðist, ekki látið frægðina rugla sig. Hann fór til Cannes þegar Kaspar Hauser var sýnd þar, og við heimkomuna sagði hann: „Allt i lagi, nú veit ég það. Þetta er sirkus. Ég hef séð það. Það er allt og sumt”. , Nýjustu fréttir af Werner Herzog herma hinsvegar að hann sé i Rúmeniu að safna efni i næstu mynd, sem á að fjalla um hinn eina sanna Dracula. Lea Massari I hlutverki sinu I myndinni um Antonio Gramsci. Kommúnistaleiðtoginn Antonio Gramsci Á ítaliu virðist það nú vera i tisku að gera kvikmyndir um sögu kommúnistaflokksins. í fyrra var ein slik á dag- skrá: „Grunurinn” eftir Francesco Maselli, og i ár er það „Antonio Gramsci” eftir Lino Del Fra. Mynd þessi hlaut fyrstu verðlaun á kvik- myndahátiðinni i Locarno i Sviss fyrir skemmstu. Gagnrýnandi „Films and Film- ing” (sem ég viðurkenni fúslega að litið mark er á takandi) segir myndina fyrst og fremst áhuga- verða fyrir þá sem eru fyrirfram kunnugir boðskap Gramsci, enda byggist hún meira á orðum og pólitiskum hugsunum en „kvik- myndalegu gildi”. Uppistaðan i myndinni virðist vera hin langa fangelsisdvöl þessa kommúnista- leiðtoga á Mussolini-timanum, en skotið er inn i atriðum úr einkalifi hans, þ.á m. misheppnuðu hjóna- bandi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.