Þjóðviljinn - 13.01.1978, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 13.01.1978, Qupperneq 7
Föstudagur 13. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Spurningarnar eru 7, sumar langorðar og jafnvel svívirdilega ordaöar, en menn í þínu standi veröa aö venjast slíku. Vænti ég svara innan mánaöar.... Sigurjón Bjarnason, Egilsstööum: BAKNIÐ BURT Komdu blessaður, Friðrik Sóf- usson. Ég sest niður og rita þessar linur eftir að hafa hlýtt á þin gáfulegu svör við heimskuleg- um spurningum ónefndra fréttamanna útvarpsins i kvöld i þættinum „Spurt i þaula”. Mjög fannst mér vanta af hálfu spyrjenda spurningar, sem færðu áheyrandann nær sanni um viðhorf þin til ýmissa vandamála hinnar islensku þjóðar. Þess vegna ætla ég að leyfa mér að birta hér nokkrar við- bótarspurningar, sem kannske snerta hina dýrðlegu hugsjón „Báknið burt” ekki svo mjög, en svör við þeim gætu gefið al- þjóð betri hugmynd um hugar- far þitt, ef svör fást af þinni hálfu. Kannske gætu þau lika fleytt þér nokkuð á veg upp i þingsætið, sem þú sérð nú hilla undir. Spurningarnar eru 7, sumar langorðar og jafnvel svivirði- lega orðaðar, en menn i þinu standi verða að venjast sliku. Vænti ég svara innan mánaðar, og vonast til þess að ritstjórar þessarar blaðnefnu ljái þér pláss undir andsvörin. 1. Einu sinni voru til tvö „frjáls og óháð” fyrirtæki sem hétu Slippstöðin á Akureyri og Alafoss hf. Mér þætti vænt um að þú upp- lýstir mig og almenning um: A) Hvers vegna þau eru nú rek- in undir rikisforsjá. B) Hvað bæri að gera, ef i ljós kæmi að einstaklingar þeir sem nú hafa áhuga á að taka við rekstri þessara fyrirtækja yrðu gjaldþrota eftir að hafa spreytt sig á rekstri þeirra i nokkur ár? Er það meira lýðræði, að láta einn kaupmann eða tvo, kannske fleiri, sjá um allan verslunarrekstur fólksins, en að fólkið sjálft bindist samtökum um þessa atvinnugrein? 4. Þig hryggir mjög að fé lif- eyrissjóða skuli i svo gifurleg- um mæli vera lánað til rikisins, eins og gert er ráð fyrir á gild- aft þar yrfti um miklu meiri gjaldaaukningu aft ræða. Er þetta virkilega svona,Frið- rik Sófusson? Og hvað éta þeir sem ekki hafa efni á þvi að kaupa fyrrnefnda artikla? Blá- vatn, brauð og bútung? Er mis- réttið svona gifurlegt hjá okk- ur? Og er eina leiðin til að laga það með þvi að minnka stjórn- 2. Það er álit þitt að Siglu- fjarðarbær gæti átt þátt i rekstri Siglósildar. Hvert yrði viðhorf þitt, ef starfsfólkið hjá Siglósild óskaði eftir þvi að fá að reka fyrirtækið sem samvinnufélag? 3. Þú aðhyllist valddreifingu, ekki satt? og telur hana best framkvæmda með þvi að koma atvinnurekstri úr höndum al- mennings i hendur einstaklinga. Hvernig var það þegar sveita- alþýða þessa lands tók sig til og setti á stofn eigin verslun og náði þar með versluninni úr höndum einstaklinga viða um land? Hvaö var þarna að ske? Er ekki hægt að flokka svona aðgerðir undir valddreifingu? Þú segist aðhyllast lýftræði. andi fjárlögum 1978. Hefði þér ekki fundist eðlilegt að eigendur þessara sjóð'a krefðust stórauk- inna valda yfir þeim stofnun- um, sem fé þetta fá að varð- veita? Að visu er hér um lán að ræða, en taktu eftir þvi hvenær að gjalddaga kemur, og hvað verður þá til ráða? 5. Þú telur að afnema eigi nið- urgreiðslur af landbúnaðaraf- urðum. Þú vildir i þvi sambandi friða landslýð og segja að efna- minna fólk keypti svo litið af landbúnaðarvörum, að það munaði ekki mikið um verð- hækkanir á þeim i vösum þeirra. Hins vegar ætu þeir sem meira ættu undir sér svo mikið af sméri og keti, skyri og mjólk, arleg áhrif almennings á þjóðfé- lagið, eins og felst óneitanlega i kröfunum um minnkun rikis- geirans (og eflingu rikis-Geir- ins)? Burt með betlibréfin. 6. Já, þér finnst nú heldur mikið hafa verið fjárfest i sjáv- arútvegi og landbúnaði. Hins vegar er ekki sömu sögu að segja um verslun og þjónustu. Arðsemissjónarmiðin hafa ekki verið látin ráða. Ættum við þá ekki að selja nokkra togara og fá i staðinn fleiri fasteignasölur, breyta nokkrum frystihúsum úti um land i vegleg verslunarmaga- sin? 7. Að siðustu: Hvað heldur þú að myndi gerast ef að vextir i landinu yrðu hækkaðir vel upp fyrir verðbólgumörkin, það veitir sjálfsagt ekki af ca. 50- 60% ? Ég get reynt að hjálpa þér við svarið. öll islensk atvinnufyrirtæki ættu heimtingu á stórhækkuðu verði á seldri vöru og þjónustu út á vextina af þvi fé sem bundið er i eignum þeirra, hvort heldur sem það er eigið fé eða fengið að láni. Dýrtið myndi magnast meir en nokkru sinni fyrr. Og hvað gæti verkalýðshreyf- ingin gert við slikar aðstæður? Minnstu þess að íslendingar eiga meira af skuldum en inni- stæðum. En þú sem ert lögspekingur og leiðbeinandi við stjórnun fyr- irtækja hefur sjálfsagt gáfulegri svör á reiðum höndum. Og nú btð ég spenntur ef tir þvi að lesa það sem úr viskubrunni þinum kann að seytla. Og bless- aður hafðu það ekki i framboðs- ræðustil. Það er ennþá langt til kosninga, og sennilega ekki sér- lega margir af væntanlegum kjósendum þinum sem lesa snepil þann, sem bréfkorni þessu er ætlað að birtast i. Hins vegar máttu gjarna vitna i Milton Friedman, mann- vininn og frelsisunnandann. Sennilega hefur islensk alþýða meðtekið kenningar hans i of smáum skömmtun hingað til. Ritað eftir miðnætti 23/121977. Sigurjón Bjarnason. Guftrún Asmundsdóttir og Sólveig Hankidóttir I hlutverkum sinum i Barnaláninu. Leikfélag Reykjavíkur: Blessað barna- lán á ný Ærslaleikur Kjartans Ragnars- sonar, Blessað barnalán, verður nú tekinn aftur til sýninga eftir mánaðarhlé. Leikurinn var sýnd- ur i Austurbæjarbiói i allt haust fyrh' fullu húsi. Sýningar eru alls orðnar 38 og hafa um 20.000 Sigurður Karlsson, Sólveig Hauksdóttir, Valgerður Dan, Ásdis Skúladóttir, Soffia Jakobs- dóttir, Steindór Hjörleifsson, Margrét ólafsdóttir, Guðmundur Pálsson, Gisli Halldórsson og Gestur Guömundsson. manns séð leikinn. Með aðalhlutverk i Blessuðu Sýningarnar verða i Austur- barnaláni fara Guðrún As- bæjarbiói klukkan 23.30 á laugar- mundsdóttir, Sigriður Hagalin, dagskvöldum. Hættulegt að synda í Miðjarðarhafi? Sagt vera mengaöasta haf heims MONTE CARLO 9/1 Reuter—Mostafa Tolba, framkvæmdastjóri Um- hverfisáætlunar Samein- uðu þjóöanna (UNEP) og þekktur vísindamaður á alþjóðavettvangi, sagði í dag Miðjarðarhafið væri nú orðið svo mengað, einkum af völdum oliu, að heilsu manna færi að verða hætta búin ef þeir syntu i þvi sumsstaöar. Mest er mengunin sögð vera við strendur Frakk- lands og Italiu. Hér er um alvarlegt mál að ræða, þar eð miljónir túrista sækja til baðstranda við Mið- jarðarhaf á ári hverju. Tolba sagði að Miðjarðarhafið væri nú sennilega orðið meira mengað en nokkurt annað haf. Af fljót- um þeim, sem i hafið falla, eru Rhone i Frakklandi og Pó á Italiu taldar bera mesta meng- un með sér, enda fer i þessi fljót gifurlegt magn af úrgangi frá iðnaði auk sorps og efna sem notuð eru við akuryrkju. Erfiðasta viðfangsefnið við að draga úr menguninni er sá mikli kostnaður, sem það myndi hafa i för með sér að koma upp við- hlítandi hreinsunartækjum við þúsundir verksmiðja i Frakk- landi, ítaliu og annarsstaðar. Talið er að það myndi kosta um fimm miljarða dollara á næstu tiu til tuttugu árum. öll riki, sem lönd eiga aö Miöjarðarhafi, taka þátt i ráð- stefnu um þessi mál i Monte Carlo, að Albaniu einni undan- skilinni. Rammasamningur hefur verið gerður til hindrunar frekari mengun og hafa sex Miðjarðarhafsriki nú undirritað hann, siðast þeirra Júgóslavia. Að þeim árangri náðum getur samningurinn orðið að alþjóða- lögum. 'Jf?. 5 #8$

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.