Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.01.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÖÐVILJ(NN Föstudagur 13. janúar 1978 Föstudagur 13. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Stefán Jón Hafstein skrifar frá London Auövitað lúta þau fyrirtæki sem sjá um útvarp og sjónvarp sömu lögmálum og önnur fyrirtæki: lögmálum gróðasóknar Sú röksemd að öllum muni fært að eignast sina útvarps- stöð hafi þeir bara áhugann er röng: bæði af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum Vegna samkeppninnar þora stöðvarnar ekki að breyta út af því sem þegar er vinsælt. Það gamla er látið ganga. Frumleiki áræðni og nýjunga girni eru þvi bannorð * Utvarpsstöðvar reknar með auglýsingatekjum eru fyrst og fremst framleiðendur ákveðinnar vöru: auglýsingatíma Lýðræðislegum skoðana skiptum og óheftri listsköpun- er ekki borgið undir lögmálum markaðsaflanna. Þvert á móti: Raddir fólksins hljóðna en við tekur einhljóma rödd sem metur allt til gildis samkvæmt reglum auðsins Astæðurnar eru tvær: I fyrsta lagi er stofnsetning og rekstur slikra stöðva dýr og mun aöeins á færi þeirra sem hafa peninga cif- gangs til að standa i sliku. 1 öðru lagi hafa slikar stöðvar sem byggöar eru upp í kringum aug- lýsingatekjur ekki þau skilyrði sem gera veröur kröfur til þeirra með i sambandi viö að standast fyllstu gæðakröfur. Þessar fullyrðingar kalla auðvitað á frekari rökstuðning. Fjárfesting i skoðanamyndun og list- sköpun Sú var tiðin að menntun þótti eftirsóknarverður aflgjafi fegurra og betra mannlifs og til- gangurinn meö henni fullkomlega réttlætanlegur sem slikur. Nú er tiðarandinn sá, að ekki þykir verra að fylgi menntun góðir tekjumöguleikar.enda þykir siður en svo goögá að hugað sé að sliku fyrst og siðast i sambandi við skólagöngu o.s.frv. Hvort sem mönnum erkalteða hlýtt til þessa gildismats bæði i efnalegum og andlegum gæðum, er það staðreynd aö það er i sókn. Ekki aðeins á þessu nefnda sviöi,heldur öllum. Viö tölum um kvikmynda- iðnað, hljómplötuiðnað og skemmtanaiðnað og þar fram eft- ir götunum. Þessi orðtök eru aðeins staöfesting á þeim veru- leika sem orðinn er: list- starfsemi er iðnaður. Rétt eins og framleiðsla nælonsokka. Ég ætla mér auðvitað ekki þá dul að skýrgreina það sem kallað hefur veriö menningariönaðurinn I blaðagrein sem þessari. Ég vil aðeins benda á,að i þjóðfélögum sem kennd eru við frjálst mark- aðskerfi hefur þaö sem ég kallaði i fyrri grein minni miðlun, túlkun og varðveislu mannlegrar reynslu verið breytt i vöru til neyslu. Þetta mál liggur svo beint við að það ætti ekki að þurfa að skvra það nánar, en auðvitað felst i þessari vöruframleiöslu fjárfesting. Og sá sem fjárfestir væntir sér gróða. Hann er jú samkvæmt kenningunni hvati einstaklingsins til dáða! Fjárfesting I skoðana- myndun og listsköpun hefur reynst misjafnlega arð- bær. „Frjálsar” sjónvarps- óg útvarpsstöðvar bæði i Banda- rikjunum og Bretlandi hafa safn- að feikilegum gróða i hendur eigenda sinna. Oftast eru þessar stöðvar hliðarfjárfestingar auðfélaga sem hafa komið auga á arðbæra fjárfestingarleið. Þannig verður fjölmiðlun aðeins angi stórra hringa sem hafa fjöl- margt ábatasamt i sinni könnu. Auðvitað lúta þau fyrirtæki sem sjá um útvarp og sjónvarp sömu lögmálum og önnur fyrirtæki hringsins: lögmálum gróðasókn- ar. Munurinn á útvarpsstöðinni og tennisspaðaverksmiðjunni er þvi hverfandi! Ein af róksemdafærslunum fyrir „frjálsu” útvarpi er sú að útvarps- og sjónvarpsstöðvar i einkaeign séu sjálfsagðar frá lýðræðissjónarmiði. Það er að segja auki tjáningarmátt einstak- linganna. Þetta gildir áreiðanlega um þá sem geta komið sér upp slikum stöðvum. Hins vegar leyfi ég mér að benda á þann sjúkdóm markaðskerfisins sem er tilhneigingin til hringamyndunar ogeinokunar. Þessi tilhneiging er m.a. viðurkennd af frjálshyggju- mönnum,—sjá til dæmis tilburði Ellerts Schram að semja jög er sporna eigi við hringamyndun og einokunaraöstöðu fyrirtækja á Islandi. Þessar tilhneigingar hafa mönnum orðið mikill þymir i augum erlendis, bæöi i Bretlandi og Bandarikjunum. Læt ég nægja að visa til tilvitnunar i orð Spiro Agnews i fyrri grein þar sem hann fjallaði um einokunarað- stöðu bandariskra fjölmiðla- fursta. Sú röksemdafærsla frjáls- hyggjumanna að Rikisútvarpið muni halda áfram að starfa þó svo aðrir stofr.i fyrirtæki við hlið þess er einnig hjóm. Fyrir þaö fyrsta er enginn akkur i þvi aö stofna annað einokunarfyrirtæki með þvi sem fyrir er. Þó svo að komið verði i veg fyrir einokun og hringamyndun, (NB: það sem ekki hefur tekist annars staðar) þá er mönnum þegar i upphafi mismunað á ólýðræðislegan átt: UM FRJALSAN ÚTV ARPSREKSTUR Fylgismenn svokallaðs frjáls útvarps verða að sanna það, að skoðanaskiptum, upplýsingamiðlun og listasköpun sé best borgið undir lögmálum markaðskerfisins. Liti þeir til dæmis til greina eins og hljómplötu- og bókaútgáfu hér á landi undan- farin ár, verða þeir að gera mér og öðrum Ijóst að þessar listgreinar hafi notið sin svo bæði listamenn ogneytendur megi við una. Nema þá þeir dæmi rétt vera að listsköpun og skoðanaskipti skuli mæld til gildis eftir leikreglum peningavaldsins. í þessari grein mun ég reifa hvers vegna forðast beri að fela einkaaðilum rekstur útvarps- og sjónvarpsstöðva. SIÐARI GREIN með mismunun auðsins. Sú rök- semd að öllum muni fært að eignast sina útvarpsstöð hafi þeir bara áhugann fellur einnig, bæði af tæknilegum og fjárhagslegum ástæðum. Þvi hefur veriö haldið óspart aö mönnum að útvarpsstöö sé eins konar vasafyrirtæki sem ekki þurfi meiri tilkostnað né hús- rými en sem svari einum eld- spýtustokki. Hér ganga um götur menn sem halda þeirri maka- lausu lygi að fólki að rekstur út- varðsstöðvar sé ef vill barna- föndur og vitna i stráka uppi i Breiðholti! Þaö má reyndar til sanns vegar færa að hægt sé að búa þannig út plötuspilara að heyrist um næstu byggðir. En mikið lifandis ósköp er þaðnú að gera litlar kröfur til lifsins! Og sjálfs sin. Það er auðvitað svo að eigi útvarpsstöð að risa undir nafni verður að gera til hennar margháttaðar kröfur um þjón- ustu og innihald dagskrár, — meiri en geröar eru til plötusnúða á dansleikjum. Uppsetning út- varpsstöðvar, — þó hún ætti aðeins að vera hálfdrættingur á við (Jtvarp Reykjavik, hlyti að vera kostnaöarsöm. Og slik stöð gæti ekki skilaö arði þegar í stað, heldur borgaði sig upp á lengri tima en Pétur og Páll hafa efni á að biða eftir, — jafnvel þótt þeir kæmustað vildarkjörum i banka! Stofnun útvarpsstöðvar krefst þvi fjárhagslegs bolmagns sem ekki er á færi allra aö verða sér úti um. En ekki er aðeins spurt um pen- inga i sambandi við útvarps- stöðvar. Tæknilegir annmarkar setja skorður við fjölda útvarps- stöðva,þ.e. takmarkaður fjöldi rása. Þó ekki væri nema á þann hátt er svigrúm einstaklinganna takmarkað. I þvi frumvarpi sem nú biður Alþingis er ekki minnstá hvað skuli haft til hliðsjónar við úthlutun rása og leyfisveitinga. Sú spurning hlýtur þó að vera brennandi þegar þetta er haft i huga: (Jtvarpsstöðvar sem standa eiga undir nafni eru dýrar i uppsetningu og rekstri með viðunandi mannafla. Mismunun auðs getur þvi ráðið hverjir eign- ist slikar stöðvar. Tæknilegar for- sendur setja einnig fjölda þeirra einstaklinga er eignast geta stöð sinmörk. Að auki er f jölda stöðva sett mörk þau sem auglýsenda- markaðurinn setur. Viðteknum lýðræðisskoröunum er þvi stefnt i voða. Samkeppni Þeir sem hafa mestallt sitt vit úr viðskiptalifi markaðskerfisins halda þvi einatt fram að samkeppni i fjölmiðlun hljóti að vera lausnarorð fyrir fjölbreytni. Þessi skoðun stafar væntanlega afókunnugleika. Þóttað verulegu leiti hafi myndast i Bandarikjun- um einokun manna með svipuð viðhorf og sjónarmið má með nokkrum velvilja lita á að þar riki samkeppni. T.d. milli stóru sjón- varpskerfanna þriggja. Þau keppa um hylli áhorfenda með hylli auglýsenda að takmarki. Það sem einkennir samkeppnina er þaö hve efni rásanna er keim- likt. Vegna samkeppninnar þora stöðvarnar ekki að breyta út af þvi sem þegar hefur öðlast vin- sældir heldur neyðast til að láta það gamla ganga. Frumleiki áræðni og nýjungagirni eru þvi bannorð. Til dæmis hafa Bretar átt erfitt með að selja Amerlku- mönnum efni sitt vegna þess að áhorfendur þar vestra eru óvanir bresku efni, stil, meðhöndlun o.s.frv. Stöðvarnar hafá ekki efni á að bjóða uppá ótroðnar slóðir. Þá fellur jú auglýsingatiminn i verði! Ein af helstu röksemdafærslun- um fyrir „óháðu” sjónvarpi i Bretlandi var einmitt sú aö veita þyrfti BBC samkeppni. (Sama röksemd er lögð til grundvallar hér.) Það sem gerðist var það að á skömmum tima virtist sem BBC myndi tapa lunganum af áhorfendum sinum til ITV. BBC sem hafði einsett sér aö halda sinu striki rétt eins og ITV væri ekki til neyddist til að fara að taka miö af dagskrá keppinaut- arins og fara að bjóða uppá það sama! 1964 var svo komið að vegna samkeppninnar haföi BBC orðið aö láta af þjónustu sem stöðin hafði áöur veitt og sætti ennfremur æ þyngri gagnrýni vegna þess hve efni hafði hrakað aö gæðum. BBC þótti hafa sett niöur og lent á sama gæðaplani og peningagróðastöðin. Þvi var þaö að sett var á stofn BBC2 sem skyldi veita þá þjónustu sem stöðin i einkaeign og sú sem keppti við hana gátu ekki veitt! Það er þvi hundalógik að telja samkeppnina hafa orðið til góðs, — heldur voru það frekar þær varnarráðstafanir sem gerðar voru hennar vegna sem björguðu málunum. Þess má geta að rannsóknarnefnd sem skipuö var i Bretlandi, Annan-nefndin, og skilaði áliti s.l. vor taldi ekki rétt að ITV fengi fjórðu sjónvarpsrás- ina ef til kæmi og reyndar ekki heldur BBC. Þótti ITV ekki hafa reynst vandanum vaxið hvað gæðakröfur snerti, og BBC þegar vera nógu stórt. Þvi þótti nefnd- inni við hæfi að rikið veitti fjár- veitingu til fjórðu rásarinnar sem einkum yrði ætluö þeim sem ekki kæmust inn undir gafl stóru stofn- annanna tveggja, svosem minni- hlutahópum ýmsum. Rekstur byggður á aug- lýsingum 1 frumvarpi þvi sem nú liggur fyrir Alþingi um að einstakling- um skuli leyft að reka eigin út- varpsstöðvar er gert ráö fyrir þvi að þær hafi tekjur af auglýsing- um. (Jtvarps- og sjónvarps- stöðvar sem reknar eru á þann hátt eru fyrst og fremst framleiðendur á ákveöinni vöru: auglýsingatima. Þessi timi er seldur utanaðkomandi aðilum. 011 önnur dagskrá byggist þvi fyrst og fremst á þvi aö útbúa aölaðandi auglýsingatíma sem hægt er að selja á viðunandi háu verði. Meinbugir á þessu rekstrar formi eru margvislegir. t fyrsta lagi felst i þvi aö vera háöur aug- lýsingatekjum ákveöin ritskoðun. Vafasamt er til dæmis að stór- fyrirtæki eöa einstaklingur sem sætt hefur gagnrýni á ákveðnum fjölmiöli iáti sig hafa það að styrkja þann sama fjölmiðil meö auglýsingum! Þar með eru þeir sem auglýsingatekjum eru háðir undir stöðugum þrýstingi. A sama hátt má nefna þab óbeina ritskoðun að auglýsendur hneigjast heldur til þess að aug- lýsa hjá þeim sem þegar eru stærstir á markaðnum og mest hafa þvi bolmagniö. Ósjálfrátt er það þeim sem er hyglaö á kostnað hinna sem smærri eru. Þetta neyðir alla fjölmiðla til samkeppni um auglýsendur, samkeppni sem þó er ójöfn frá upphafi! Augljóst dæmi um þetta eru islensku dagblöðin. Niöur- staðan er sú að hinir stóru verða stærri og hinir smáu deyja smám saman út. Viöa eru settar strangar reglur um tiöni auglýs- inga og hundraöshlutfall tekna sem af þeim má hafa. Sænska sjónvarpiö hefur engar auglýs- ingar, þaö V-þýska ekki eftir kl. átta á kvöldin og minna um helg- ar og Frakkar hamla sifellt við að gera sjónvarp sitt fjárhagslega háö auglýsendum. Allt eru þetta þó stofnanir I opinberri eigu. önnur hliö málsins er sú sem snýr að listrænni gerð dagskrár og fleiru I þeim dúr. Til að gera auglýsingarnar nógu aölaðandi fyrir kaupendur auglýsingatim- ans er þeim skotið inn I dagskrá meö jöfnu millibili, t.d. 15 min. Efnið veröur þar af leiðandi að hæfa sllkum innskotum. Listræn vinnubrögð veröa þvl aö taka mið af auglýsingunum, — svo talaö sé um rofiö samhengi, t.d. I at- buröarrás. Þannig hafa t.d. amerískir framleiöendur lært að búa út sjónvarpsþætti slna með tilliti til auglýsinga. Klukku- stundarlangur sakamálaþáttur verður að hafa amk. fjögur „ris”, eða spennandi atriði til að hægt sé að skjóta inn auglýsingum en samt halda áhorfendum við tæk- in. A sama hátt eru útvarpsieikrit eins og við þekkjum þau hér næsta óþekkt fyrirbrigöi I Amerlku. Það byggist á lögmáii auglýsingatimans. Byrji stöð aö útvarpa klukkutima leikriti klukkan átta og hafi þá gefinn áheyrendaf jölda getur stööin ekki vænst þess að bæta viö sig áheyr- endum næsta klukkutlmann. Markast það einfaldlega af þvi hversu erfitt þaö er aö byrja aö fylgjast með útvarpsleikriti I miðju kafi. Hins vegar mun áheyrendum trúlega fækka tals- vert af ýmsum ástæðum þennan klukkutima og verðgiidi auglýs- ingatlmans þvl hrapa sem þvl nemur. Auglýsingatlma I lok leikritsins neyöist þvi stöðin til að selja ódýrar en I byrjun þess, og jafnvel einnig timann sem eftir er kvöldsins vegna þess að á meöan leikritinu stóð tapaöi stöðin áheyrendum til annara stöðva! (Jtvarpsstöö sem byggir á auglýs- ingum verður þvl slfelit aö viðhaida forvitni meirihluta áheyrenda og gildir það jafnt um allar stöðvar settar undir sömu lögmál. Slfellt er þvl útsendingar- efni miöað viö að sem flestir geti sætt sig við það án þess þó það höföi beinllnis tilnema fárra. Þvi verða allir minnihlutahópar afskiptir þegar til kastanna kem- ur. Þetta fyrirbrigði er undirrót þess sem kalla má á Islensku múgmenningu. Blaðaheimurinn: Það er kunnara en frá þurfi að segja að á Vesturlöndum hafa dagblöð nær eingöngu verið rekin af einkaaðilum þótt hér á landi sé þaö undantekning. Blaöaheimur- inn gæti þvl verið skólabókar- dæmi um fjölmiöla og markaös- kerfið. Einkenni biaðaheimsins I vestrænum rlkjum á þessari öld amk, hefur verið blaðadauöi. Lesendafækkun samfara stórhækkuðum kostnaöi hafa sett blöðin I náðarfaðm auglýsinga- teknanna. Frá því sem fyrr er sagt um rekstur byggðan á sllku hafa þau minnstu oröið að leggja upp laupana, og þau sem við það hafa orðið minnst stuttu seinna. Blaöadauðinn er e.k. keöjuverk- un. Tii að laða aö sér auglýsendur neyðast blöðin til að auka lesendafjölda.Til að höfða til sem flestra fórna þau auökennum sln- um, svo sem pólitískum o.s.frv. og glata þar með sái sinni og gildi, — veröa múgblöö. Þjónusta þeirra og sklrskotun tii lesenda verður ófuilnægjandi eöa hverfur. Þau kenna sig við meirihluta og kröfur hans. Þessi „meirihluti” er þó hvergi til, þjóðfélagið og menningin er flóknari en svo. Nú er svo komiö aö öil „virtustu” blöð Bretlands eru rekin fyrir náö og miskunn auðmanna, sem sér- viskuleg tómstundaiðja. Það ásall sem Isienska pressan verður oft fyrir er þvl ekki nema að hluta til réttmætt. Víst eru blööin fiokksþæg svo að úr hófi keyrir. En aö þau séu pólitlsk og fylgi ákveöinni llnu er gott, — svo framarlega að það sé með frjáls- lyndum brag. Dagblööin veröa að vera misjöfn aö skoðunum. Ann- ars sitjum við uppi með samhljóma kór „Dagblaðs- manna" meö það skrök á vör aö þeir séu „frjálsir óháðir, ópóli- tískir” og allt það. Vegná þess einmitt að Islensk blöö hafa verið tengd stjórnmálaflokkum getum við ennþá valið milli skoöana. Það er nokkuö sem sumir aörir geta ekki státað af. Niðurlag: 1 þessum tveimur greinum mlnum hef ég reynt aö sýna fram á hættur þær sem óhjákvæmilega fylgja aö fela aöilum einkarekst- ursins umsjón meö útvarps- og sjónvarpsmálum. Þrátt fyrir lengd greinanna hef ég neyðst til að stikla aðeins á stóru. Niöur- stööuna þykist ég þó hafa leitt I ljós: Lýðræöislegum skoðana- skiptum og óheftri listsköpun er ekki borgið undir lögmálum markaðsaflanna. Þvert á móti sannar reynslan að ólýðræöisleg skipting auösins leiðir einnig til ólýðræöislegrar skoðanamynd- unar upplýsingamiðlunar og tján- ingar. Listsköpun er -drepin I dróma. Raunverulegt valfrelsi er kæft I menningariönaöi og múg- menningu án sérkenna, minni- hlutaálits, skirskotunar eba raun- verulegs inntaks. Raddir fólksins hljóðna en við tekur einhljóma rödd sem metur allt til gildis samkvæmt reglum auðsins. Greinar þessar birtast I blaði sem kemur út 111 þúsund eintök- um. Samtlmis koma út þrjú blöö sem eru á andstæðri skoöun og boöa hana I 80—90 þúsund eintök- um. Hvers þarf frekar við? Hvaða rök standast raunveru- leikanum snúning? 1 þessum tveimur greinum hef ég einungis beitt spjótum aö fjöl- miðlum I einkaeign. Margt mætti þó tina til um rlkiseinokun. Til að mynda er ljóst að gagnger endur- skoðun á útvarpsrekstri á Islandi þarf aö koma til. Sú endurskoðun þarf að hafa það að markmiöi að fjölga rásum, auka fjölbreytni, — I einu oröi sagt opna möguleika þessarar umræddu tækni öllum landsiýð. Um þaö mun ég ræöa síöar. Eitt verður þó sú breyting.sem vænta má, aö hafa að leiöarljósi: Bylgjulengdir sem til ráðstöfunar eru, eru - almenningseign. Þær ber að nota sem silkar. Elias Davfftsson. Samtök herstööva- andstæöinga Samtök herstöðvaandstæðinga, Kópavogi. Starfshópur samtaka herstöðva- andstæðinga i Kópavogi gengst fyrir fræðsluerindum og almenn- um umræðum 13. og 17. janúar n.k. Fundirnir fjalla um heimsvalda - stefnuna og fjölþjóðahringi og samheiti erindanna er Nato og fjölþjóðahringir, — tvær greinar á sama stofni. Framsögu hefur Elias Davíðsson, en eins og fyrr segir verða al- mennar umræður að loknum er- indunum. Fundirnir verða haldnir 13. og 17. janúar kl. 20.30 bæði kvöldin I Þinghól, Hamraborg 11 og eru allir áhugamenn velkomnir. Skilnuðum fækkaði á liðnu ári Yfirborgardómarinn I Reykja- vlk yefur tekið saman skrá yfir afgreidd mál við embættið á liðnu ári, 1977. Þar kemur fram, að af skrif- lega fluttum dómsmálum var dæmt I 2197 (2186 árið 1976), áskorunarmál voru 2005 (2109), sætt var gerð i 397 málum (562), hafin voru 483 mál (347). Skrif- lega flutt mál vor samtals 5082, en voru 1976 öllu fleiri, eöa 5204 tals- ins. Munnlega fiutt mál skiptast þannig: Dæmd 197 (177 árið 1976), sætt 116 (128), hafin 103 (110), vitnamál 4 (6), eiösmál 0 (2). Afgreidd mál alls hjá borgardóm- araembættinu, munnlega og skriflega flutt, voru 5602 á árinu, en 5627 áriö 1976. önnur mál embættisins voru: Þingfestingar 5578 (5631 áriö áð- ur), hjónavlgslur 183 (181), könn- unarvottorö 183 (181), leyfi til skilnaðar að borði og sæng 204 (188), skilnaðarmál 561 (652), sjóferöapróf 36 (55) og dóms- kvaöning matsmanna 102 (116). -eös Hnotubrjóturinn Sýningum fer að fækka A sunnudaginn verður fjöl- skyldusýning á Hnotubrjótnum i Þjóðleikhúsinu kl. 15 og verður það jafnframt 11. sýning verks- ins. Töiuverðar breytingar hafa nú orðið á hlutverkaskipan. Hlutverk Plómudlsarinnar og herra hennar dansa Auður Bjarnadóttir og finnski dansarinn Matti Tikkanen, en hann er talinn einn fremsti dansari á NorðUr- löndum og hefur á undanförnum árum starfað viða erlendis við góðan oröstir. Hlutverk Snæ- drottningarinnar og Snækóngsins eru nú dönsuð af Asdisi Magnús- dóttur og Þórarni Baldvinssyni. Einnig hefur verið skipt um i fleiri hlutverkum, þannig að is- lensku dansararnir fá hér tæki- færi til aö spreyta sig á fjölbreyti- legum verkefnum. Benda má á, að vegna gestadansaranna fer sýningum að fækka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.