Þjóðviljinn - 19.01.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 19.01.1978, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1978 Stefnubreyting nauðsyn Ljóst er að vegna afskiptaleysis borgaryfirvalda af atvinnumál- um hefur atvinnuþróun i borginni orðið með öðrum hætti en æski- legt er. Eins og berlega er dregið fram i skýrslu embættismanna borgar- innar um atvinnumál hefur aukn- ing á atvinnustarfsemi, á liðnum árum og áratugum, nær eingöngu orðið á sviði viðskipta og þjónustu en framleiðslu og úrvinnslugrein- ar standa i stað eða eru jafnvel á undanhaldi. BorgarstjórnReykjavikur telur af þessari ástæðu að nauðsynlegt sé aö gera viðtækar ráðstafanir I atvinnumálum til að tryggja hag- stæða atvinnuþróun. Borgarstjórn bendir á aö Reykjavik og höfuðborgarsvæðið hafi upp á margvislega kosti að bjóða fyrir hvers kyns iðnað og framleiðslu, sem einmitt þarf aö efla, eigi atvinnuöryggi að vera tryggt: a. Höfuðborgarsvæðið er stærsta markaðssvæði landsins. b. Reykjavikurhöfn er helsta út- og innflutningshöfn landsins. c. Reykjavik byður upp á næga og ódýra varmaorku bæði til framleiðslu og hitunar. d. Hvergi er raforkuöflun og dreifing öruggari en hér og verð á raforku fyllilega sam- keppnisfært við önnur land- svæði. e. Við bæjardyr Reykjavikur eru ein bestu vatnsból landsins og þarf að fara fram itarleg könn- un á þeim til þess aö tryggja nægjanlegt vatn til iðnaðar. f. Reykjavik er miðstöö sam- gangna innanlands — á landi, lofö og legi. Allir þessir þættir ættu að geta skapað skilyrði fyrir öflugt og blómlegt atvinnulif. Efling atvinnulifs i Reykjavik er ekki aöeins hagsmunamál ibú- anna og metnaðarmál borgar- stjórnar: það er nauðsyn þjóðar- innar að traust atvinnuþróun eigi sér stað i höfuðborginni og að þar sé einnig stunduð önnur iðja en verslun og þjónusta. Af þessum ástæðum ályktar borgarstjórnaönauðsynlegt séað efla atvinnumálanefnd borgar- innar og að henni verði fengið það hlutverk meö aðstoð skrifstofu borgarhagfræðings að fylgjast með atvinnuþróun i borginni og Sigurjón Pétursson gera tillögur til borgarstjórnar um nauðsynlega aðstoð til efl- ingar atvinnulifs i þvi augnamiði að teysta undirstöðuatvinnu- greinarnar i borginni. Atvinnumálanefnd skal gera 4 ára áætlun um uppbyggingu at- vinnulifs, og skal hún lögð fyrir borgarstjórn eigi siöar en f októ- ber n.k. Viö gerö atvinnumálaáætlunar- inar skal nefndin leggja áherslu á eftirfarandi grundvallaratriöi: Adda Bára Sigfúsdóttir 1. Borgin hafi sjálf frumkvæði og forystuum uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra. 2. Reynt verði eftir því sem kost- ur er að laða almenning til beinnar þátttöku i atvinnu- starfsemi með stofnun fram- leiöslusamvinnufélaga og skip- an samstarfsnefnda á þeim vinnustöðum, sem þegar eru i eigu borgarinnar. Þar sem margskonar atvinnu- rekstur er svo stór i sniðum að útitokaðer að koma honum á legg nema meö beinni eignaraöild Þorbjörn Broddason borgar eða rikis, telur borgar- stjórn eðlilegt og sjálfsagt að borgin taki þátt i uppbyggingu slíkra atvinnufyrirtækja enda falli þau að öðru leyti vel að reyk- visku atvinnulifi. Þegar á þessu ári verði varið kr. 15 miljónum til að vinna að áætlunargerð og nauðsynlegum undirbúningi. Eftirtalin atriði bendir borgar- stjórn sérstaklega á: Efling Bæjar- útgerðarinnar Stuðla ber að þvi að útgerð efl- ist á ný frá Reykjavik. Bæjarút- gerð Reykjavikur verði efld og fyrirtækinu gert kleift að færa rekstur sinn allan i nýtiskulegt horf eftir þvi sem aðstæður i landi leyfa. Stefna ber að þvi að allar fisk- afurðir sem fluttar eru út verði fullunnar til neyslu. Borgarstjórn minnir á þessi sérstöku verkefni við Bæjarút- gerðina: a. Tryggja þarf að framkvæmdir við kælda fiskmóttöku, bætta starfsmannaaðstöðu og „kassavæðingu” tefjist ekki vegna fjárskorts. b. Fjölga þarf togurum BÚR i 5—6 auk þess sem BÚR þarf að eignast 1 eða 2 nótaveiðiskip. c. Veiðiferöir togaranna taki styttri tíma þannig að engin taki lengri tima en 10 daga til að tryggja sem ferskast hrá- efni. d. Kanna þarf gaumgæfilega hagnýtingu á fiskúrgangi til lyfjagerðar og manneldis. 1 þessum efnum ber að hafa samstarf við Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins og Háskóla íslands. e. Gera ber einnig tilraunir meö nýtingu kolmunnaog spærlings til manneldis. Þannig verði megináherslan lögðá betri vinnslu og aukin verð- mæti þess afla sem berst á land. Reynslan af Bæjarútgerö Reykjavikur sýnir nauðsyn þess að borgin sjálf hafi frumkvæöi og forystu. Fiskrækt Jafnframt þvi sem lögð verði megináhersla á að auka verð- mæti þess sjávarafla sem berst á land, þarf að huga vel að þeim möguleikum, sem vatnahverfi borgarimiar bjóða uppá i fisk- eldismálum. Borgarstjórn bendir á tvennt: a. Laxeldi i sjó með hagnýtingu hitaveitu þarf að kanna gaum- gæfilega. b. Kanna þarf möguleika á rækt- un vatnafiska f tilbúnum tjörn- um i borgarlandinu. Stór skipaverkstöð Borgarstjórn beiti frumkvæði sinu og áhrifum til að hefja hér atvinnustarfsemi og framleiðslu, sem nú er keypt erlendis frá. Þannig ynnist tvennt: Aukin at- vinna innanlands og mikill gjald- eyrissparnaður fyrir þjóðarbúið i heild. í þvi sambandi er bent á eftir- farandi atriði: a. Skipasmiðar og skipaviðgerðir verði efldar i höfuðborginni m.a. með byggingu stórrar skipaverkstöðvar. b. Kannaður verði gaumgæfilega grundvöllur fyrir aukinn raf- eindaiðnað, ýmiskonar vél- smiði, t.d. framleiðslu vara- hluta i vélar og taski, smiði á lokum og dælum fyrir t.d. hita- veitur og vatnsveitur, samsetn- ingueða smiði á rafmagnsmæl- um og heitavatnsmælum o.s.frv. c. Kannaður verði grundvöllur fyrir endurvinnsluiönaði i borginni t.d. framleiðslu á þil- plötum úr pappirog timburaf- göngum, vinnslu á brotajárni, áburðarframleiðslu og fleiru. d. Kannaðir verði möguleikar til matvælaframleiðslu I yl- ræktarverum i stórauknum mæli. e. Undirbúin verði framleiðsla fiskikassa og fiskibakka. Iðngarðar Jafnframt þeim verkefnum, sem hér hafa verið talin upp, bendir borgarstjórn á nauðsyn þess að huga vandlega að eftir- töldum atriðum á vegum atvinnu- málanefndar og borgaryfirvalda i framtiðinni: a. Fylgst verði vandlega meö framleiðslugetu og fram- leiðslumöguleikum innlendra fyrirtækja og viðskiptum opin- berra aðila beint að þeirri fríimleiðslu. b. Reykjavikurborg hafi frum- kvæði að þvi að efla samvinnu fyrirtækja i skyldum starfs- greinum i þvi augnamiði að auka samkeppnishæfni þeirra gagnvart innflutningi. e. Borgin hafi jafnan nægjanlegt framboð af iðnaðarlóðum þannig að fyrirtæki i fram- leiðslu ogúrvinnslugreinum fái svæði, sem nægi til eðlilegs vaxtar og stækkunar um all- langt árabil. Eftirlit verði haft með þvi að iðnaðarhúsnæði verði ekki tekið til annarra nota. d. Reykjavikurborgbyggi ein sér eða i samvinnu við aðra iðn- garða til útleigu fyrir fy rirtæki. Leigukjör fyrstu 3—5 árin verði sérlega hagstæð. Skipulagið Borgarstjórn telur að aðgrein- ing ibúðahverfa og atvinnustarf- semi hafi verið of mikil á undan- fórnum áratugum og að nú beri markvisst að auka atvinnustarf- semi i ibúðahverfum og beita skipulagi hverfanna og lóðaút- hlutunum i þvi skyni. Borgar- stjórn leggur áherslu á eftirfar- andi atriði: a. 1 skipulagi nýrra ibúðahverfa verði jafnan gert ráð fyrir iðn- aðarsvæðum i eða við ibúða- byggðina. Framhald á bls. 14. Stefán Benedikt Soffia Kjartan Helgi ALÞÝÐUBAND ALAGIÐ Hvað er í húfi — Hvað er framundan? Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórnmálaf unda á eftirtöldum stöðum um helgina i Norðurlandskjördæmi eystra: Olafsfjörður: Föstudaginn 20. janúar kl. 20:30 Stefán Jónsson, alþingismaður Soffia Guðmundsdóttir, kennari, Helgi Guðmundsson, trésmiður, flytja stuttar framsöguræður og sitja fyrir svörum. Dalvík: Sunnudaginn 22. janúar kl. 14:00 i Vikurröst: Stefán Jónsson, alþingismaður Soffia Guðmundsdóttir, kennari, Helgi Guðmundsson, trésmiður, flytja stuttar framsöguræður og sitja fyrir svörum. Akureyri: Laugardaginn 21. janúar kl. 14:00 i Alþýðuhúsinu Stefán Jónsson, alþingismaður Benedikt Daviðsson, form Sambands byggitigarmanna Kjartan Olafsson, ritstjóri flytja stuttar framsöguræður og Á f undunum verður rætt um orsakir fjármálaspillingar- innar i íslensku þjóðlífi, íslenska atvinnustef nu og hvernig vernda má kaup- mátt launa og réttindi verkafólks gegn þeim árás- um á kjörin sem yfir vofa. sitja fyrir svörum. Allir velkomnir á fundina Burt með ríkisstjórn braskaranna Þjóðviljinn birtir í heild tillögu borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins um at- vinnumál. Tillögurnar verða ræddar á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.