Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.01.1978, Blaðsíða 12
12 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. janúar 1978 Kveðjukvöld í Laugardalshöll Island kvaddi með sigri islenska landsliðið i handknattleik lék sinn síð- asta leik fyrir HM í Dan- mörku í Laugardalshöll- inni og var leikið gegn úrvali. Leiknum lauk með sigri landsliðsins sem skoraði 36 mörk gegn 28 mörkum úrvalsins. Leik- urinn var sæmilega leikinn og voru mörg mörk lands- liðsins mjög falleg.og voru þaö þá þeir félagar Axel Axelsson, sem átti mjög góðan leik/ og Björgvin Björgvinsson sem áttu oft- ast hlut að máli. Annars gékk leikurinn þannig fyrir sig að Gunnar Einarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir landsliðið.og þegar fyrri hálfleik- ur var hálfnaður var staðan orðin 9:6 landsliðinu i hag. Þennan mun tókst úrvalinu ekki að minnka fyrir hlé og jók landsliðið jafnt og þétt fengið forskot, og i leikhléi var staðan 13:8 landsliðinu i hag. t siðari hálfleik var sama sagan uppi á teningnum. Mikið um mörk, en minni áhersla lögð við varnarleikinn. Þegar siðari hálf- leikur var rúmlega hálfnaður var staðan orðin 25:20 landsliðinu i vil og þá var sem allur máttur væri á bak og burt úr úrvalsmönnum og landsliðið skoraði fimm mörk i röð án þess að úrvalið fengi svar- að og staðan breyttist i 30:20 og útséð um úrslit leiksins sem lauk eins og áður sagði með sigri landsliðsins 36:28. Þessi leikur var sæmilega leik- inn og er greinilegt að landsliðs- menn okkar eru á réttri braut. Það helsta sem lagfæra þarf er varnarleikurinn. Þá virðist vanta meiri skilning i sóknina.en Janus ætti að geta lagað það þegar þar að kemur. Bestan leik landsliðsins að þessu sinni átti Axel Axelsson og var hann markhæstur með 6 mörk. Þá átti Björgvin Björg- vinsson einnig mjög góðan leik og skoraði mörg glæsileg mörk úr hornunum. Hann skoraði 4 mörk en Jón H. Karlsson 6. Af úrvals- mönnum bar einna mest á Gisla Blöndal og Páli Björgvinssyni, en báðir áttu þeir þokkalegan leik. Gisli var markhæstur með 7 mörk en þeir Jens Jensson og Páll Björgvinsson skoruðu sin 5 mörk- in hvor. Leikinn dæmdu þeir Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson og gerðu það illa. SK. Birgir Björnsson: Ég er mjög bjartsýnn á að við komumst i 8-liða úrslitin. Við höf- um verið með erfiðar æfingar þessa viku og það er greinilegt að snerpan hefur aukist til mikilla muna hjá strákunum. Ég er sem sagt mjög bjartsýnn á gengi okk- ar manna i Danmörku. Gunnar Einarsson: Það er greinilegt að þetta er allt að koma hjá okkur. Hver og einn okkar er að komast i betra form og þá kemur þetta vonandi fljót- lega. Það sem einna helst skortir er meiri skilningur i vörn og sókn en ég vonast til að Janusi takist til að koma og kveðja okkur i kvöld. Ég vona að það hafi komið okkar vegna. Eins vona ég að við sem erum i landsliðinu getum launað fólkinu þennan dýrmæta stuðning. Það eru flestir leik- menn liðsins ómeiddir og i góðu formi,og eins og ég hef alltaf sagt að þá er ég mjög bjartsýnn á gengi okkar i Danmörku, sagði Jón Karlsson fyrirliði landsliðsins að lokum. SK. Arni Indriðason átti góöan leik i gær að koma þvi i lag áður en i slaginn er komið. Hins vegar er ég afar hræddur um að ef markverðirnir okkar verja ekki betur en þeir hafa gert til þessa að þá komumst við ekki i 8-liða úrslitin. Axel Axelsson: Það er greinilegt á leiknum hér i kvöld að þetta er allt að koma hjá okkur. Þetta er að falla sam- meft landsliftinu. an. Við erum búnir að æfa vel upp á siðkastið og árangurinn er nú sem óðast að koma i Ijós. Við þurfum að finpússa okkar kerfi aðeins betur i sókninni og þá er ég mjög bjartsýnn á gengi okkar i Danmörku. Jón H. Karlsson fyrirliði: Það er afar ánægjulegt fyrir okkur sem stöndum i þessu fyrir HM að hafa fengið allt þetta fólk SAGT EFTIR LEIKINN BRÉF TIL ÍÞRÓTTASÍÐ UNN AR: Mikið hefur verið skrifað um körfuboltann að undanförnu og þá um dómarana sérstaklega. Allir eru það, að ég hygg, unn- enduríþróttarinnar og viljahenni allt gott, en þvi miður bera um- sagnir ©g greinar sumra þeirra meðsér hö gagnstæða. Til dæmis þessi: Þessi leikur var lélega dæmdur eins og alltaf. Þetta sagði fyrirliði eins 1. deildar liö- anna i einu dagblaðanna nýverið. Svona umsögn virkar nú ekki beint hvetjandi á dómara, og skapar stjórnendum dómara- mála ekkertnema erfiðleika, sem eru nógir fyrir. Ekkert er við þvf að segja, að þetta er hans álit, en að láta hafa það eftir sér I opinberu málgagni er ekki beint uppörvandi. Benda má á að einmitt féiag umrædds fyrirliða stendur einna verst af liðunum i 1. deiid með útvegun dómara. „Fyrr má nú dæma en for- dæma”. Stefán Kristjánsson skrifar greinarkon i Þjóðviljann þar sem hann talarum misnotkun á rauðu og gulu spjöldunum. Ef til vill mætti eitthvað betur i þeim efn- um, en eins og Stefán setur grein- ina fram er hún mjög ósanngjörn oggreinilega hallaö á annan að- ilann. Til dæmis: „Þjálfarar og leikmenn eru útilokaðir frá tóm- stundagamni sinu”. Eitthvaö er nú undarlegt við svona setningu. Ætti hún ekki aö vera eitthvað .á þessa leið: Þjálf- arar og leikmenn útiloka sjálfa sig frá tómstundagamni sinu, vegna þess að þeir hafa ekki taumhald á skapi sinu. Engum heilbrigðum manni dettur I hug i alvöru að dómarar veifi spjöldum bara aö gamni sinu. Stefán talar um misjafnan aldur dómaraog að þvi yngri sem þeir séu þvi örari séu þeir og f ijót- ari til reiði. En ég spyr, hverjir eru það sem reyta þá til reiði? A mjög svo ósmekklegan hátt nafn- greinir hann svo tvo af þessum yngri dómurum.og á enn ósmekk- legri hátt talar hann um að þeir séu frægir fyrir mikla notkun á spjöldunum og að „einhverjir fróðir menn” segi sér að þeir séu búnir að koma sér upp spjaldskrá yfir alla þá sem biinir eru að finna fyrir spjöldum þeirra. Sé það einlæg ásetning Stefáns að hafa áhrif til hins betra með svona skrifum, verður hann að vanda sig betur. Ekki get ég látið hjá liða að nefna siðasta atriðið í grein Stefáns þar sem hann talar um að skipulagsleysiö I körfubolt- anum sé algjört, og að móta- nefndin hafi unnið slæmt starf. Nú ætla ég ekki að fara að segja að allt sé óaðfinnanlegt hjá KKl þar mætti eflaust ýmislegt gera betur en gert er. En dálitiö bros- legt finnst mér hvernig Stefán varpar fram tillögu um það hvernig mætti gera hlutina betur, en endar svo ráðleggingarnar með þvi að segja að sennilega sé ekki hægt aö nota þær vegna þess aðsárafáir menn fáisttilað vinna fyrir körfuboltann. Og þar hittir Stefán einmitt naglann á höfuðið. Það eru allt of fáir menn sem gefa sig i þetta starf, svo málglaðir og ritglaðir „körfuboltamenn” séu ekki að gera þeim erfitt fyrir. Gagnrýni er þessum mönnum vafalaust nauðsynleg, en hún veröur þá að vera sanngjörn og réttlát; aö öörum kosti verða eng- ir eftir til að vinna að þvi aö sam- eiginlega áhugamáli okkar að gera veg körfuboltans sem mest- an og bestan. Jón Otti Ólafsson, Form. Dómaranefndar KKI Svar íþrótta- síðunnar tfl lóns Otta Eins og sjá má hér á sfðunni rit- ar Jón Otti Olafsson formaður dómaranefndar KKt athugasemd við grein mina sem birtist i Þjóð- viljanum þann 11. janúar s.l. Þar skrifaði undirritaður um þann spjaldaávana sem gripið hefur yngri kynslóö dómara okk- ar og einnig um skipulagsleysið sem sé algjört. Ég stend enn við hvert það orð sem i greininni stendur og vel það. Jón Otti veit vel að misnotk- un hefur verið á spjöldunum siðan þau voru tekin I umferð. Menn hafa aö mestu leyti gleymt einni mestu refsingunni sem var áður en til spjaldanna kom, þ.e. tækni- vitinu. Istað þess að dæma tækni- viti á ieikmann sem hegðar sér ekki samkvæmt reglum körfu- knattleiksins er honum nú sýnt annaöhvort rautt eða gult spjald og þó aðallega rautt. Jón Otti leyfir sér að brosa að þvi.að fáir menn fáist til að vinna fyrir körfuboltann og gerir grin að tillögum minum til úrbóta i þeim efnum. Jón Otti veit vel aö þetta er al- vörumál sem við er að glima,þ.e. mannfæðin. En samt leyfir hann sér aö brosa að tillögum til úr- bóta. Enginn botnar aö sjálfsögðu i svona vitleysu. Jón Otti veit vel þó hann þykist ekki vita það aö forusta KKI er engin Idag. Þvi miður. Körfubolt- inn hefur verið i mikilli sókn að undanförnu, og hefur tilkoma er- lendu leikmanna þar örugglega mikið að segja. Þaö sem hins veg- ar hefur verið á stöðugri niðurieið er forustan, forustusauðurinn hann hefur villst illilega af leið i þetta skiptið. Um þessi mái veit Jón Otti eins vel og ég.en samt reynir hann að klóra i bakkann fyrir stjórn KKI sem þó heföi átt að geta svaraö fyrir sig sjálf. En ég vil að lokum leyfa mér aö vona að dómarar takmarki eftir bestu getu notkun spjaldanna. Málinu er lokið af minni hálfu. Stefán Kristjánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.