Þjóðviljinn - 19.01.1978, Page 16
UOÐVIUINN
Fimmtudagur 19. janúar 1978
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
^ 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans i sima-
skrá.
Krafla
Hörð skjálfta-
hrina kom í gær
og hraði landsigs jókst mikið um leið
Um kl. 11 i gærmorgun kom
mjög snörp jarðskjálftahrina á
Kröflusvæöinu og uni leið seig
land á svæðinu mun hraðar en
áður. Að sögn Páls Einarssonar
jarðeðlisfræðings, sem er
staddur fyrir norðan, var eng-
inn skjálftinn yfir 3,5 st. á Richt-
er, en skjálftarnir voru margir i
eina tvo tima, en upp úr hádeg-
inu fór að draga úr hrinunni.
Siðdegis gekk yfir ný skjálfta-
hrina.
Páll sagöi að þarna heföi
greinilega veriö um nokkuö
mikið kvikuhlaup að ræöa og
viröist sem kvikan hafi hlaupiö
norður i Gjástykki, þvi aö upp-
tök skjálftanna heföi veriö þar
noröurfrá.
Sá órói, sem veriö hefur á
Kröflusvæðinu sl. 3 vikui;er með
nokkuð öðru móti en veriö hefur
áður; einkum er allt mun
óreglulegra en áöur hefur verið.
A stundum viröist sem hrinan sé
liðin hjá, en svo fer allt af staö
aftur. Til aö mynda voru menn
farnir aö halda að hrinan væri
liðin hjá að þessu sinni, þegar
skjálftar og landsig jókst aftur i
gær.
Páll sagöi ennfremur aö meö-
an svo mikill órói væri á svæö-
inu sem raun ber vitni, væri
goshætta alls ekki liðin hjá aö
þessu sinni.
— S.dór
Síðustu fréttir:
Um kl. 19 i gærkvöldi hófst
verulegur órói á Kröflusvæðinu,
og óttuðust menn að eldgos væri
að hefjast. Jarðskjálftar voru
snarpir og sumir allt að 4 stig.
Um kl. 22 virtist hrina þessi hins
vegar vera liðin hjá um sinn.
Stokkseyri:
Vinna hafín
í frystihúsinu
— en mikið vantar á að hráefni sé nóg
Frystihúsið á Stokkseyri tók
aftur til starfa á mánudaginn, en
það hefur verið lokað siðan i nóv-
emberlok, er öllu starfsfólkinu
var sagt upp.
Að sögn Björgvins Sigurðsson-
ar, formanns Verkalýðs- og sjó-
mannafélagsins Bjarma á
Stokkseyri, eru enn 30 manns á
atvinnuleysisskrá þar, en 78 voru
á skrá fyrir helgina. Atvinnuleys-
iðer þvi ekki úr sögunni á Stokks-
eyri. Frystihúsið er ekki komið i
fullan gang. Aðeins 40 manns
starfa þar nú. Bráðabirgðaúr-
lausn mun hafa fengist á fjár-
hagsvanda frystihússins, en eng-
in vilyrði fyrir framtiðarlausn.
Björgvin sagði að afli þeirra
fjögurra báta, sem nú eru haffær-
irá Stokkseyri, auk þriðja hluta i
afla togarans Bjarna Herjólfs-
sonar, væri allt of litið hráefni til
að geta skapað næga atvinnu. Það
hlyti þvi að verða næsta skref að
athuga leigu á bátum eða að
tryggja hráefni með samningum
við báta frá öðrum stöðum.
Þeir bátar sem nú eru gerðir út
frá Stokkseyri eru Fróði, Arni
Magnússon og Njörður, allir i
eigu frystihússins, og Hólm-
steinn, sem er i einstaklingseigu.
Hólmsteinn er minnstur þessara
báta, 54 tonn, og hinn eini þeirra
sem lagst getur að bryggju á
Stokkseyri. Hinir bátarnir þrir
eru frá 103 upp i 200 tonn og landa
afla sinum i Þorlákshöfn. Einn
bátanna er að hefja netaveiðar.
Það er Fróði, en Árni Magnússon
og Njörður fara fljótlega til neta-
veiða. Hólmsteinn byrjar að lik-
indum ekki veiðar fyrr en i febrú-
ar.
Af bátunum fjórum, sem
skemmdust i flóðinu mikla i des-
ember sl., er það að frétta, að
tveir þeirra hafa verið dæmdir
gjörónýtir, Vigfús Þórðarson og
Bakkavik frá Eyrarbakka. Há-
steinn hefur verið dreginn i slipp i
skipasmiðjunni Dröfn i Hafnar-
firði og eru taldar mestar likur á
þvi að hann verði dæmdur ónýtur
lika. Gert verður við Jósep Geir,
en það mun að líkindum taka alla
vertiðina, þannig að báturinn
kemst ekki til veiða á þessari
vetrarvertið.
—eös
Friðarviðræðum í Jerúsalem slitið:
Sadat hefur
kallað sma
menn heím
JEROSALEM 18/1 Reuter
— Sadat Egyptaforseti
kallaði í dag heim viðræðu-
nefnd egypsku stjórnar-
innar, sem hóf viðræður
við sa mninganef ndir
Bandaríkjanna og Israels í
Jerúsalem i gær. Forustu
fyrir egypsku sendinefnd-
inni hafði íbrahim Kamel,
utanríkisráðherra. Hann
og aðrir talsmenn egypsku
nefndarinnar segja Sadat
hafa kallað þá heim vegna
þess að ummæli israelskra
ráðamanna bentu til þess,
Mikiö vatnsveður gekk yfir Reykjavfk i gærdag og voru starfsmenn
borgarinnar önnum kafnir viö aö losa um stfflur sem mynduöust f niö-
urfallsopum gatnanna. Myndina tók eik.
að þeim væri engin alvara
með að ná fullnaðarsam-
komulagi um deilumál
israels og araba.
Einn talsmanna Egypta sagði
að það hefði verið fullljóst frá
upphafi viðræðnanna, að Sadat
forseti krefðist þess að ísraels-
menn skiluðu að fullu svæðum,
sem þeir hafa hertekið af aröb-
um, og veittu Palestinumönnum
fullan sjálfsákvörðunarrétt. En i
ræðu, sem Begin forsætisráð-
herra Israels flutti i miðdegis-
verðarboði i gær, virtist hann
hafna þessum kröfum. Haft er
eftir egypskum heimildum að
Sadat hafi fyrirskipað Kamel ut-
anrikisráðherra að láta ekki
draga sig út i heimspekilegar
málalengingar, sem ekki myndu
leiða til neins.
Fréttin um brottför Egyptanna
kom eins og reiðarslag yfir
bandarisku og israelsku fulltrú-
ana, og sagter að jafnvel egypsku
nefndarmennirnir sjálfir hafi
Sadat — hugsanlegt aö friöarum-
leitanir hans og tsraelsmanna séu
I bráöri hættu.
orðið hissa. Rétt áður en fréttin
komst á kreik hafði talsmaður
bandarisku sendinefndarinnar
sagt að allt væru i góðu gengi.og
Israelsmenn létu einnig bjartsýni
i ljós.
Lokunaraögeröir
RARIK
Báru
árangur
Hjá RARIK var nýlega ákveðið
að gripa til lokunar fyrir rafmagn
til fjölmargra aöila, vegna van-
skila. Gert var ráö fyrir aö til
þessara aðgerða kæmi i fyrradag
ef skulunautar væru þá ekki
búnir að gera eitthvað i málinu.
Hjá Gylfa Þórðarsyni, yfir-
manni fjármáladeildar RARIK,
fengum við þær upplýsingar i gær
að aðeins hefði komið til lokunar
hjá örfáum aðilum. Allflestir
hefðu verið búnir að gera tilskild-
ar ráðstafanir fyrir þann tima er
til lokunar átti að koma. Þessar
tilskildu ráðstafanir voru að
borga þegar um helming gjald-
fallinnar skuldar og eftirstöðv-
arnar fljótlega. Ég býst við að
vandinn hjá þessum fjórum eða
fimm aðilum, sem lokað var hjá,
leysist fyrir helgina. Þessar að-
gerðir virðast hafa heppnast
nolckuð vel,og við verðum bara að
vona að það gangi vel að inn-
heimta eftirstöðvarnar af þessum
skuldum, ella verður að gripa til
frekari aðgerða, sagði Gylfi.
—IGG
Drangsnes:
F rysti-
húsið
tekið til
starfa
eftir eins og hálfs
árs hlé
Fyrir hálfu ööru ári brann
frystihúsiö á Drangsnesi, eins og
þá var frá skýrt i fréttum. Var
þaö óhapp ákaflega tilfinnanlegt
fyrir ibúana þar, þvi frystihúsið
var aðal-atvinnutæki þorpsbúa,
þeirra sem ekki er á sjónum.
Fljótlega var hafist handa við aö
endurbyggja húsið og nú i fyrra-
dag hófst þar loks vinna, eftir eins
og hálfs árs hlé.
Blaðið hafði i gær tal af Jóni
Alfreðssyni, kaupfélagsstjóra á
Hólmavik, en kaupfélagið á um
J0% i húsinu á Drangsnesi. Jón
sagði, að þótt vinna væri nú hafin
i húsinu þá vantaði þó töluvert á
að það væri frágengið að fullu.
Fyrir var látið ganga að koma
upp aðstöðu til rækjuvinnslunnar,
sem nú er lika byrjuð. Búið er að
ganga frá öllu i sambandi við
frystikerfi og frystiklefa,en það er
fyrst og fremst fiskvinnslubúnað-
urinn, sem vantar, og svo ýmis
smærri frágangur, sem allur tek-
ur sinn tima.
Jón Alfreðsson vildi álita að
kostnaður við bygginguna væri
orðinn nálægt 140 milj. kr. Kostn-
aðaráætlun, sem gerð var i janú-
ar 1976 mun hafa hljóðað upp á
112 milj., kr. og ber þarna dálitið
á milli. Þó er þetta nú ekki nema
eins og þriðjungur af verði eins
skuttogara, sagði Jón Alfreðsson.
En við þessar 140 milj. á auðvitað
eftir að bætast talsvert, áður en
húsið verður full-frágengið.
Jón Alfreðsson sagði að bátarn-
ir væru nú eingöngu á rækjuveið-
um. Róa 10 bátar, 4 frá Drangs-
nesi og 6 frá Hólmavik. Rækju-
veiðin gengur ágætlega, prýðileg
veiði og rækjan mjög þokkaleg.
Töluvert var um seiði á rækju-
miðunum i haust,en þeirra verður
ekki vart nú. Aftur á móti var
mikið um þau i fyrra og var það i
fyrsta skipti, sem seiða varð vart
þarna á rækjuslóðunum. Rækj-
unni er jafnað milli frystihúsanna
á Hólmavik og Drangsnesi, eftir
þvi sem aðstæður henta og þörf
er á hverju sinni. _ mhg