Þjóðviljinn - 20.01.1978, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. janúar 1978
skíðavörum
MORLOK
skiði m/stálköntum og öryggisbindingum:
„X 121” dömu og herrastærðir kr. 44.950
„TURBO 10” dömu og herrastærðir kr. 41.330
„PIONER” barna og unglingastærðir verð 21.850 til 31.390
„FAVORIT” gönguskiði m/gormabindingum 20.950 Barnaskiði með bindingum 6.325
DACHSTEIN skiðaskór verð: 8.670 til 14.950
Skíðastafir, verð frá 1.280. Skíðabindingar.
Skíðablússur, peysur, buxur, húfur og vetlingar
DOMUS
AUGIÝSING
UM INNLAUSN
VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA
í 2.FL. 1965
OG NÝJA ÚTGÁFU
SPARISKÍRTEINA í 1.FL1978
Lokagjalddagi verötryggöra spariskírteina í 2.fl. 1965 er 20. jan. 1978 og
bera skírteinin hvorki vexti né bæta viö sig verðbótum frá þeim degi.
Fjármálaráöherra f.h. ríkissjóös hefur á grundvelli fjárlaga þessa árs ákveðið
útgáfu á verötryggöum spariskírteinum í 1,fl. 1978 að fjárhæö 1000 millj. kr.
Athygli handhafa spariskírteina frá 1965 er vakin á þessari útgáfu með tilliti
til kaupa á nýjum spariskírteinum, en sala þeirra hefst 14. febrúar n.k. Handhafar
skírteina frá 1965 geta hins vegar fráog með 20. þ.m. afhent skírteini sín til Seðlabank-
ans, Hafnarstræti 10, gegn kvittun, sem bankinn gefur út á nafn og nafnnúmerog
staöfestir þar meö rétt viðkomandi til aö fá ný skírteini fyrir innlausnarandvirði hinna
eldri skírteina.
Bankar og sparisjóðir geta haft milligöngu um þessi skipti til 14. n.m. auk
þess sem nýir kauþendur geta látiö skrifa sig fyrir skírteinum hjá venjulegum umboðs-
aðilum til sama tíma.
Er fyrirvari settur um að færa niður pantanir, ef eftirspurn fe'r fram úr
væntanlegri útboðsfjárhæð.
Kjör hinna nýju skírteina verða þau sömu og skírteina í 2.fl. 1977. Þau eru
bundin fyrstu 5 árin. Meðaltalsvextir eru um 3,5% á ári, innlausnarverð skírteina
tvöfaldast á lánstímanum, sem er 20 ár, en við það bætast verðbætur, sem miðast við
þá vísitölu byggingarkostnaðar, sem tekur gildi 1. apríl 1978.
20.janúar 1978
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Atli Heimir, Hijómeykiö og hljóöfæraieikarar á æfingu. Ljósm.
Kristján Kristjánsson.
Frumflutningur á „Litlum ferjum”
]\Iúsíkin 1 ljóðum
Ólafs Jóhanns
„í rauninni hef ég samiö ákaflega litið,
aöeins markaö stefnuna”, segir tónskáldiö
Tónlistarfélagið efnir til nýstár-
iegra tónleika i Austurbæjarbiói á
morgun, laugardaginn 21. janúar,
I Austurbæjarblói kl. 19. Þar
verða fram fiuttar „Litiar ferjur”
— sex lög við ljóð eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson úr bókum
hans Að laufferjum og Að brunn-
um.
Atli Heimir og ólafur Jóhann
hlutu tónlistar- og bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs árið
1976, en um ástæðuna fyrir þvi að
hann semur nú lög við ljóð ólafs
Jóhanns segir Atli Heimir:
,,Ég hef löngum verið heillaður
af ljóðum Ólafs Jóhanns, bæði af
hinu látlausa og fágaða formi
þeirra, og hinum hljóðláta en
áleitna boðskap þeirra. En ég var
lengi að finna þeim þá tóngerð
sem mér fannst hæfa. Þetta er
ekki músik við ljóð i heföbundn-
um skilningi, heldur hef ég reynt
að draga fram þá músik sem býr i
Ijóðunum sjálfum. Hljómur
þeirra og boðskapur ákveður
yfirbragð og form tónlistarinnar.
1 rauninni hef ég samið ákaflega
litið, aðeins markað stefnuna. Og
sú stefna beinist inná við — inn i
viðáttur vitundarinnar. Hlutur
flytjenda I sköpun verksins er
ákaflega mikilvægur, þeim er
gefið mikið frelsi innan vissra
marka.”
Verkið samanstendur af sex
kórlögum við ljóð Ólafs Jóhanns:
Að laufferjum, Ef til vill, Hvert
liggur þessi vegur, Þögn og
brunnar. Gæti ég og Þú minnist
brunns. Hljóðfæraþættir eru á
milli laganna, einnig forspil og
eftirspil. Alls eru þættir verksins,
sungnir og leiknir, fimmtán að
tölu.
Fyrstu fimm þættir verksins
(þar af tvö kórlög) voru frum-
fluttir i Norræna húsinu s.l. vor á
hátfðasamkomu, sem haldin var i
tilefni að 25 ára afmæli
Norðurlandaráðs.
Fyrri hluti verksins var þvi
saminn s.l. vor en siðari hlutan-
um var lokið haustið 1977.
Það er söngflokkurinn
Hljómeyki sem kemur textum
ljóðanna til skila i Austurbæjar-
biói á morgun. í honum eru
Áslaug ólafsdóttir, Elin Sigur-
vinsdóttir, Guðfinna Dóra Ólafs-
dóttir, Kristin ólafsdóttir, Ruth
Magnússon, Sigurður Bragason,
Guðmundur Guðbrandsson, Hall-
dór Vilhelmsson og Rúnar Eiriks-
son.
Tónlistarflutninginn sjá þau um
Guöný Guðmundsdóttir, fiðla,
Monika Abendroth, harpa, Jónas
Ingimundarson, pianó, Reynir
Sigurðsson, vibrafónn og Atli
Heimir Sveinsson, selesta. Laga-
smiöurinn stjórnar einnig flutn-
ingnum.
Af Atla Heimi er það meðal
annars titt að hann mun á næst-
unni sitja I dómnefnd hinnar
alþjóðlegu tónsmiöakeppni
Gaudeamus-stofnunarinnar I
Hollandi. — ekh
Hjördis Antonsdóttir, ein af forvigismönnum söfnunarinnar, afhendir
Öddu Báru Sigfúsdóttur söfnunarféð, en hún tók við þvi fyrir hönd
stjórnarinnar
Starfsfólkiö meö sjúklingunum:
Söfnuðu fé til
sundlaugarinnar
Sundlaug við Endurhæfinga-
deild Borgarspitalans við
Grensásveg hefur verið til tals-
verðrar umræðu s.l. 1—2 ár.
Borgarstjórn Reykjavikur hefur
lýst yfir vilja sinum á að koma
uþp lrv" viö deildina og Alþingi
samþyK fyrir siðustu jól 20
milj. króna fjarveitingu til sund-
laugabyggingarinnar. í þessari
viku mun svo fjárframlag
Reykjavlkurborgar verða ákveð-
ið.
Að frumkvæði nokkurra
hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og
starfsstúlkna Borgarspitalans
var fyrir skömmu hafin fjársöfn-
un meðal starfsfólks spitalans
með hina miklu þörf fyrir sund-
laugarbygginguna i huga. Var
lagt til að hver starfsmaður legði
fram kr. 1000 og söfnuðust kr.
360.000 samanlagt frá starfs-
fólki og fáeinum sjúklingum.
Upphæðin var afhent stjórn
sjúkrastofnana Reykjavikur-
borgar þann 17.1 ’78 og skal henni
varið til tækjakaupa (t.d. sjúkl-
ingalyftara) á sundlaugarbarm-
inn. Meðfylgjandi mynd var tekin
á Gresásdeild, er peningarnir
voru afhentir. Starfsfólkið vildi
með þessari söfnun sýna i verki
samstöðu með lömuðum og fötl-
uðum sjúklingum og leggja svo-
litið af mörkum til þess að æf-
ingarlaug fáist við Grensásdeild-
ina.
1 frétt um málið segir:
Stjórn sjúkrastofnunar Reykja-
vikurborgar þakkar þetta frjálsa
framlag og vekur samtimis at-
hygli á þvi jákvæða hugarfari
starfsfólks Borgarspitalans, sem
liggur að baki söfnun þessari.