Þjóðviljinn - 20.01.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. janúar 1978
Málgagn sósíalisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjöðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn
Pálsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Sföumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
r
Islenskur fiskur
í Bandaríkjunum.
—Tvöföldun sölu-
tekna á 3 árum
Þær upplýsingar hafa nýlega komið
fram frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
og SÍS, að á siðasta ári hafi velta dóttur-
fyrirtækja þessara aðila i Bandarikjunum
verið um 51 miljarður króna.
Veltan hjá Coldwater, dótturfyrirtæki
Sölumiðstöðvarinnar, var milli 37 og 38
miljarðar, og velta Iceland Product, dótt-
urfyrirtækis SÍS, var milli 13 og 14 mil-
jarðar á árinu 1977.
Þetta eru háar upphæðir. Til saman-
burðar mætti t.d. hafa i huga, að árið 1977
voru tekjur rikissjóðs okkar Islendinga
um 90 miljónir króna samkvæmt f járlög-
um, og sýnir það að tekjur hinna islensku
fiskvinnslu- og fisksölufyrirtækja i Banda-
rikjunum námu fullum helming af öllum
tekjum rikissjóðs.
Þetta eru risafyrirtæki á islenskan
mælikvarða, og þau selja yfirgnæfandi
meirihluta af þeim hraðfrysta fiski, sem
er aðalútflutningsvara okkar íslendinga.
Hvað hefur verið að gerast á fiskmörk-
uðunum i Bandarikjunum siðustu árin, og
hvað hefur verið að gerast i rekstri þess-
ara fyrirtækja?
Hér heima er árlega gefið upp, hvert
hafi verið heildarsöluverðmætið, sem
fékkst á Bandarikjamarkaði fyrir söluaf-
urðir islensku fyrirtækjanna. Sé litið á
þróunina i þessum efnum siðustu ár, þá
kemur i ljós, að árið 1974 var samanlagt
söluverðmæti beggja islensku dótturfyrir-
tækjanna i Bandarikjunum um 114 miljón-
ir dollara. Þrem árum siðar.árið 1977, var
heildarsöluverðmætið hins vegar komið
upp i nær 237 miljónir dollara.
Séu þessar tölur umreiknaðar i islensk-
ar krónur miðað við núverandi gengis-
skráningu, þá blasir við að árið 1974 seldu
islensku fyrirtækin i Bandarikjunum fisk-
afurðir fyrir 24 — 25 miljárða isl. króna, en
þremur árum siðar, þ.e. nú i fyrra, fyrir 51
miljarð króna.
Árið 1977 fengu þeir sem halda á pen-
ingakössum Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna og peningakössum SÍS i Banda-
rikjunum 26—27 miljörðum islenskra
króna meira i kassana heldur en þeir
höfðu fengið þremur árum áður. Þetta er
bara mismunurinn,og þó var árið 1974 gott
ár i þéssum viðskiptum.
Þessar auknu sölutekjur hafa að sjálf-
sögðu allar verið greiddar í dollurum, i
raunverulegum verðmætum, en ekki i
hrapandi islenskum krónum.
Þessi upphæð 26—27 miljarðar króna,
það er að segja bara sá hluti söluverðmæt-
isins i fyrra, sem er bein hækkun frá árinu
1974, —sú upphæð samsvarar um 600 þús.
krónum á hverja einustu fimm manna
fjölskyldu á íslandi.
Hváð varð um alla þessa peninga? Það
væri fróðlegt að fá ýtarlega skýrslu um
það.
Eitt er vist: ekkert, alls ekkert af þeim
kom i hlut þess fólks, sem vinnur við fisk-
framleiðsluna i hraðfrystihúsunum hring-
inn i kringum ísland. Það fólk fékk ekki
hærri laun á árinu 1977 heldur en 1974; það
fékk að visu fleiri krónur, en kaupmáttur
launanna var sist hærri,sé litið á ársmeð-
altöl i viðurkenndum opinberum skýrsl-
um.
Það hefði sannarlega verið búbót, ef
sérhver 5 manna f jölskylda á Islandi hefði
fengið kr. 600 þús. i sérstaka launauppbót
árið 1977 ofan á samskonar launakjör og
hér giltu árið 1974.
Það hefði líka mátt gera ýmislegt annað
við dollarana sem komu I kassa islensku
fyrirtækjanna i Bandrikjunum i fyrra um-
fram sölutekjur sömu aðila árið 1974.
Ef islenska rikið hefði fengið slika við-
bótarupphæð i hendur, þá hefði það t.d.
getað gefið eftir allan tekjuskatt einstakl-
inga, enborgað mönnum i staðinn tvöfald-
an tekjuskattinn til baka. Með slika upp-
hæð i höndum hefði isl. rikið lika átt
þann valkost, að fella söluskattinn nær al-
veg niður, og lækka þannig allt verðlag i
landinu á siðasta ári um 15 til 20%. Sliku
fjármagni hefði að sjálfsögðu einnig verið
hugsanlegt að verja til verklegra fram-
kvæmda, og hefði þá t.d. mátt tifalda
framlög rikisins til byggingar nýrra þjóð-
vega á siðasta ári.
Ekkert af þessu skeði enda fékk rikið
ekki þessa peninga. — A þessi dæmi er
hins vegar bent hér til að undirstrika það,
hversu háar upphæðir hér er um að ræða.
En þessi mikla hækkun sölutekna is-
lensku fyrirtækjanna i Bandarikjunum
hefði engin orðið, ef ekki hefði komið til
vinna þess fólks, sem stritar hörðum
höndum við sjósókn og fiskvinnslu á ís-
landi.
Þetta fólk á væntanlega rétt á að fá að
vita hvað varð af þessum 123 miljónum
dollara — það er söluaukningu á 3 árum
—, fyrst það fékk ekki að sjá neitt af þeim
sjálft.
Hvað fór i aukinn kostnað? Hver er
eignaaukning fyrirtækjanna?
Við endurtökum kröfu okkar um opin-
bera skýrslu um málið.
— k.
1
Með kveðju til
Birgis ísleifs
1 forystugrein Norðurlands,
málgagns Alþýðubandalagsins á
Norðurlandi, fimmtudaginn 12.
þessamánaðar sendir Helgi Guð-
mundsson Birgi lsleifi og hans
nótum tóninn. Hér er ekki á ferð-
inni karp um landsbyggð gegn
borg, heldur gerir H.G. tilraun til
þess að skilgreina hvað felst I til-
lögum borgarstjórnarmeirihlut-
ans i Reykjavik um „úrbætur” i
atvinnumálum. Þessi Akureyrar-
rödd er gott innlegg i þá atvinnu-
málaumræðu sem nú stendur yfir
i Reykjavik.
Ósvífnar atvinnu-
málatillögur
„Borgarstjórnarihaldiö i
Reykjavlk rak upp ramakvein á
sl. ári þegar ljóst var að atvinnu-
mál höfuðborgarinnar standa
ekki á mjög traustum grunni.
Þessi staöreynd var aö sjálfsögðu
ekki nýtilkomið fyrirbrigði. Sósi-
alistarnir i borgarstjórninni hafa
um árabil hamraö á því að at-
vinnumálastefna meirihlutans i
borgarstjórninni væri röng og
andstæö hagsmunum verkafólks.
En hagfræöingur borgarinnar tók
samanskýrslurummálið á sl. ári
og komst að þeirri niðurstöðu að
Reykjavikurborg væri afskipt að
þvl er varöaði alla fyrirgreiöslu
opinberra sjóða og lánastofnana.
Þvi væri nú svo komið fyrir Reyk-
vlkingum aö fyrirtækjum f fram-
leiðslugreinum fækkaði en fjölg-
aði I þjónustugreinum. Þetta væri
N0RÐURLAND
Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra
Ritnefnd: Böðvar Guömundsson, Helgi Guðmundsson, Sofffa Guð-
mundsdóttir. Þórir Steingrlmsson og Þóra Þorsteinsdóttir.
Ritstjóri: Þröstur Haraldsson (ábm.).
Borg fyrir brask
Borgarstjórnaríhaldið í Reykjavík rak upp ramakvein á
sl. ári þegar ljóst var að atvinnumál hofuðborgarinnar
standa ekki á mjög traustum grunni. Þessi staðrevnd
Birgir tsleifur: Hleöur undir
auðstéttina.
varhugaverð þróun, sagði I
skýrslunni, og ástæðan sem fyrr
segir fyrst og fremst sú að fjár-
festingalánasjóðir bæru ekki
sömu umhyggju fyrir Reykvik-
ingum og öðrum landsmönnum.
Nú hefur borgarstjórinn hins
vegar kynnt landsmönnum tillög-
ur sinar til úrlausnar á þessum
vanda Reykvikinga. Eins og við
var að búast Ur þeirri átt þá taka
tillögur þessar, eins og þær hafa
veriö kynntar I fjölmiðlum, fyrst
og siöast mið af hagsmunum
þeirrar auðstéttar sem hreiðrað
hefur um sig I Reykjavik og
stjórnar borginni meö það eitt aö
leiöarljósi að einkaframíakið fái
þar ótruflaðan starfsfriö.
Tillögur borgarstjórans í at-
vinnumálum eru i hæsta máta
ósvifnar aö ekki sé meira sagt. í
þeim hugmyndum sem Birgir Is-
leifur kynnti I sjónvarpinu nýver-
iö, örlaöi ekki á neinni stefnu-
breytingu hjá ihaldinu. Allt það
sem borgarstjórnarmeirihlutinn
Helgi Guömundsson: ósvlfnar
tillögur.
hyggst fyrir á næstunni i atvinnu-
málum, er ætlað til þess eins, að
styrkja og lagfæra aðstöðu hvers-
konar atvinnurekenda. Og ekki er
Ibúöabröskurunum gleymt, þeim
aöilum sem hafa haft miljaröa
króna I hagnað á undanförnum
árum, þá þvi aö braska með lóðir
og Ibúðir I höfuöborginni.
Auðstéttin hyggst
styrkja stöðu sína
Aðspurður segist borgarstjórinn
leggja til aö haft verði samráð við
atvinnurekendur og bygginga-
meistara um það hvernig lóöaút-
hlutun verði nú best fyrir komið
svo aö freistandi verði að halda
áfram að byggja. Hann talar um
lækkun gatnagerðargjalda og
ýmsar aðrar breytingar sem
hniga I sömu átt. En borgarstjór-
inn ætlar ekki að láta þar viö
sitja. Nota á fjármuni Reykvik-
inga til þess að stofna ný fyrirtæki
og eignast hlut i öðrum sem eiga i
erfiöleikum. Vist væri gott eitt
um þetta að segja ef ætlunin væri
aðtryggja meðþessu félagslegan
eignarréttá atvinnufyrirtækjum.
Nei. Flokkur sem vill afhenda
einstakiingum Landssmiðjuna,
Slippstöðina, Sigló-síld o.fl. o.fl.
fyrirtæki i rikiseigu að gjöf hann
er að sjálfsögðu ekki aö koma á
fót fyrirtækjum i eigu borgarinn-
ar. Blákalt segir borgarstjórinn
að slíkt ástand skuli bara vara
um tíma. Þegar nýstofnuö fyrir-
tæki eru komin yfir byrjunar-
erfiðleikana, þá er talið rétt að af-
henda þau einstaklingum, og fyr-
irtækjum, sem þarf að bjarga
meöeignaraðild borgarinnar.á aö
skila til einstaklinganna þegar
þau eru aftur orðin arðvænleg.
Atvinnumálastefna af þvi tagi
sem hér hefur veriö lýst er auð-
vitað ekki annað en vitnisburður
um á hvern hátt auðstéttin hyggst
beita valdi sinuá höfuöborginni, á
næstunni, til þess að tryggja
hagsmuni sina. Engum þarf aö
koma þetta á óvart, slik ráðstöf-
um er fullkomlega eðli sinu sam-
kvæm.
Bitur reynsla launafólksins i
sjávarþorpunum I kring um land-
iö, af þvi hverjar skyldur eigend-
ur fyrirtækjanna telja sig eiga við
verkafólkiö þegar gróöinn minnk-
ar, ætti að geta fært mönnum
heim sanninn um það að einasta
vörn verkafólks og trygging fyrir
öruggri atvinnu er aö fyrirtækin
séu i höndum þess sjálfs með ein-
hverjum hætti. Það er ekki slikt
öryggi sem borgarstjórnarihaldiö
i Reykjavik ætlar aö veita verka-
lýðsstéttinni. Nei, þvert á móti,
Reykjavik skal hér eftir sem
hingaö til vera borg fyrir brask,
af hverskonar tagi.”