Þjóðviljinn - 21.01.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 21.01.1978, Side 9
Laugardagur 21. Janúar 1878 iÞJóÐVILJINN — StÐA .8 ■ - y ' AM ihrrí:. Við lok uppjiræOslunnai 1^/6 hrunahtauniA á góóri leid meó aó ^,roa upp Félagsleg markmið voru undirstadan Garöar Sigurösson. • Það er eftirsjá af mörgum sem áður settu svip á bæjarlífið i Eyjum Þjóöviljinn ræddi stuttlega viö Garöar Sigurösson aiþingismann I tilefni af þvi aö nú eru fimm ár liöin frá þvi aö gos hófst i Heima- ey. Garöar var bæjarsjórnar- maöur, sat á þingi og var i stjórn Viölagasjóös á þeim tima sem skjótar og umdeildar ákvaröanlr þurfi aö taka daglega sem vörö- uöu framtiö byggöar i Vest- mannaeyjum. Þaö má þvi segja aö hann hafi verið á öllum vig- stöövum I ákvaröanatöku á þessu timabili. Ekki er vist aö öllum hafi þótt þaö ráðlegt út frá pólitisku sjónarmiöi þvi óhægt er meö þessum hætti aö skjóta sér undan ábyrgð. „Enda þótt ýmis- legt orkaöi tvimæiis sem gert var og sumar ráðstafanir hafi veriö geröar þvert ofan i vilja forráöa- manna Vestmannaeyjabæjar tókst I byrjun uppbyggingar- starfsins aö móta og ná samstööu i megindráttum um aö félagsleg markmiö skyldu vera megininn- tak þéss”, segir Garöar Sigurös- son I upphafi samtalsins. ,,Nauösynieg félagsleg þiónusta" „Þegar litiö er til baka verður það að teljast ánægjulegt að hafa átt þátt i þvi áamt mörgum góðum Vestmannaeyingum að móta þessa stefnu. Við gerðum okkur einfaldlega grein fyrir þvi að til þess að hægt væri að segja við fólkið: Komið aftur heim til Eyja. Viö skulum byrja upp á nýtt eins og ekkert hafi i skorist, þá þurfti aö vera fyrir hendi öll nauðsynleg félagsleg þjónusta. 1 daglegu tali vill það stundum gleymast hve mikið felst I þessum útslitna frasa. 1 goshrinunum og eyðileggingunni i Vestmannaeyj- um árið ’73 gerðum við okkur ljóst að það þyrfti strax að koma af stað skólahaldi, tryggja nauð- synlega heilsugæslu og ákveðna lágmarksþjónustu á öllum sviðum. Þess vegna var lögö áhersla á að koma upp sjúkrahús- inu, dagheimili, elliheimili og að- stöðu fyrir unglinga. Þetta tókst á ótrúlega stuttum tima, og nú hef- ur risið stórt og mikið iþróttahús og sundlaug i Vestmannaeyjum á rúmu einu ári. Farsæl leið Við lögðum einnig mikiö kapp á að bæjarfélagið tæki fljótt að huga aö félagslegum ibúðabygg- ingum. Aö öörum kosti væri ekki hægtað búast við þvi að fólk flytt- ist heim i stórum stil. Og það er staðreynd i dag að helmingurinn af þeim ibúðum sem smiðaðar hafa verið i Eyjum frá gosi eru á vegum Byggingaráætlunar Vestmannaeyja. Það var einnig ljóst að Eyjabú- ar sem komist höfðu i snertingu við samgönguöryggi á fastaland- inu myndu ekki sætta sig við þær samgöngur sem boðið hafði verið uppá fyrir gos. Þaö var þvi liður i þvi aö tryggja endurreisn og heimflutninga fólks að huga að öruggari samgöngum með nýjum Herjólfi. Inn i öll þessi verkefni kom Við- lagasjóður með þeim hætti að tryggja lausafjármuni til upp- hafsframkvæmda og án þeirra stæðum við ekki þar sem við stöndum i dag. 1 höfuðdráttum má þvl segja að Vestmannaey- ingar hafi valið farsæla leið i upp- byggingarstarfinu — hina félags- legu leið, og er það okkur Alþýðu- bandalagsmönnum aö sjálfsögðu ánægjuefni”. En hvaöa þáttur uppbyggingar- starfsins er efst I huganum þegar litiö er til baka yfir þetta fimm ára skeiö? Stórafrek í uppgræðslu — Fyrir þá sem horfðu á eldfjall myndast i miðjum bænum i byrjun árs 1973 er það stórkost- legt að i Heimaey skuli vera ris- inn kaupstaöur sem er á góðri leið með að verða eins öflugur og fyrir gos. Maður verður alltaf stórhrif- inn I hvert skipti sem maður kem- ur heim og leiðir hugann að þvi hvað áunnist hefur. Mér er jafnan efst I huga hreinsun bæjarins og uppgræðsla. Þar var unniö stór- afrek og það fólk sem að hreins- uninni og jarðvegsskiptunum vann er sannkallað afreksfólk. Og árangur uppgræðslunnar er sifellt að koma betur og betur i ljós. Hefði þetta afrek ekki verið unnið væru Vestmannaeyjar enn óbyggilegar. Og þess má gjarnan minnast að hér kom Viðlaga- sjóður mikið við sögu, enda þótt hvergi væri beinlinis mælt svo fyrir I lögum og reglugerðum um starfsemi hans að hann skyldi taka að sér uppgræðsluna.” Slæm f járhagsaðstaða — Uppbyggingunni er þó hvergi nærri lokiö i Vestmanna- eyjum og þvi er Garöar Sigurös- son inntur eftir þvi hvar skórinn kreppi helst aö I þvi sambandi þessa dagana? — „Það er rétt að margt er óunnið enn. Það vantar enn tals- vert uppá að Vestmannaeyingar séu jafnmargir og fyrir gos, en þvi markmiði verður náð i byrjun næsta áratugs, ef ekki fyrir lok þessa. Enda þótt uppbyggingin hafi verið mjög hröð hefur hún þó ekki haft við veröbólgunni og þessvegna hafa bætur til bæjar- félagsins, fyrirtækja og jafnvel einstaklinga ekki dugað til full- kominnar endurreisnar. Bæjarfélagið á við mikil fjár- hagsvandræði að striða. Þess- vegna var m.a. skipuð svokölluö úttektarnefnd árið 1975 til þess að létta undir með fyrirtækjum bæjarins. Aöalvandinn er þó fjár- hagsstaöa bæjarsjóös sjálfs, og þar má m.a. nefna að talið er að Rafmagnsveitan þurfi 200—250 milljómr króna til þess að komast i gangfært ástand á ný, en hún fór eins og kunnugt er i rúst á sinum tima. Viðlagasjóður bætti ekki allt sem skyldi. Hann starfaði eft- ir reglum um brunabótamat og i þeim fólst engin verðtrygging bátanna. Endurreisn af þvi tagi sem um er að tefla I Vestmanna- eyjum hlýtur aö taka nokkur ár og þaösér hver maður að litið er framkvæmt fyrir fébætur nú sem greiddar eru út á verðlagi ársins 1973. Annar þáttur þessa máls eru fyrningarreglurnar sem geröu það að verkum að margir þeirra sem áttu gömul, en vel við haldin hús I Vestmannaeyjum, fengu heimili sin metin á smánarlega lágu verði. Þetta eru svona upprifjunar- atriði en það er fjarri Vestmannaeyingum að nöldra yf- ir þvi sem liðið er þvi að nógu er að hyggja i nútið og náinni framtíð.” Verðbólgan og bæturnar En áöur en skiliö er viö fjár- hagsvandræöin er Garöar Sigurösson inntur frekar eftir viöskilnaöi Vestmannaeyinga viö Viölagasjóö og hvernig viölaga- trygging geti komiö aöfullum not- um ef til svipaöra tiöinda drægi aftur einhversstaöar á tslandi eins og i Vestmannaeyjum : — Viðlagasjóður og Vest- mannaeyjar — það er nú efni i heila bók. En ég dreg ekki dul á það að mér hefur þótt sárast, en við það réðum við ekki, að Seðlabankinn skydli hafa af okkur ógrynni fjár I vaxtagreiðslur. Mikiö af fé Viðlagasjóðs var bundið I húsum og eignum og skulda- bréfum sem innheimtast seint. Lán sjóösins voru einnig á sérlega hagstæöum kjörum. Vegna framkvæmdabyrðarinnar sem nauösynlegt var að standa viö var yfirdrátturinn við Seðla- bankann ávallt mikill og af hon- um voru reiknaðir fullir vextir. Fullir tollar voru og reiknaðir af innflutningi til endurreisnar- starfsins. Þvi var ekki að heilsa að Seðlabankinn og rikið tæki til- lit til lánareglna og stöðu Við- lagasjóðs og með öllu tel ég að við eigum hjá þessum aðilum um einn og hálfan miljarð. Af þessari miljónasúpu tel ég að Vest- mannaeyingar hefðu átt að fá nokkra diska velútálátna i endur- reisnina. Annars má það ekki valda mis- skilningi að meö þessu sé veriö að reka ósanngjarna kröfupólitik. Þaö má vera aðeinhverntima hafi Framhald á bls. 18. Yaxtatekjur rikisins og Seðlabankans af Viðlagasjód Hreinsunin og uppgrædslan hefdu átt að koma Vestmannaeyingum til góða yar stórafrek

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.