Þjóðviljinn - 21.01.1978, Blaðsíða 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. janúar 1978
byrjendaflokkur, annar, þriðji, og fjórði
flokkur; kennari Steinar Árnason.
Kennsla hefst mánudag 23. jan.; upplýs-
ingar i sima 14106 og 12992 eftir kl. 15.
Námsflokkar Reykjavikur
Evrópuráðasstyrkir
Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvalar
erlendis á árinu 1979 fyrir fólk, sem starf-
ar á ýmsum sviðum félagsmála.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást i
félagsmálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur
er til 1. mars n.k.
Félagsmálaráðuneytið, 16. janúar 1978.
Tilboð óskast
i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreiðar,
sendibifreið og nokkrar ógangfærar bif-
reiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9,
þriðjudaginn 24. janúar kl. 12-3. Tilboðin
verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
SALfl VARNALIÐSEIGNA
HRI
Laus staða
Byggingarfulltrúinn i Reykjavik óskar eftir aö ráöa nú
þegar tæknifræðing eöa byggingafræðing meö reynslu á
sviði byggingartækni.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavfkurborgar.
Umsóknir sendist til skrifstofu byggingarfulltrúa, Skúla-
túni 2, fyrir 1. febrúar n.k.
Æskilegt að upplýsingar um fyrri störf ásamt prófsklr-
teini fylgi.
Stöður I Kenya
og Tanzanía
Danska utanrikisráðuneytið hefir óskað
eftir þvi að auglýstar yrðu á Norðurlönd-
um 5 stöður við norræna samvinnuverk-
efnið i Kenýa. Þar af eru:
Ein yfirmannsstaða (administrative
officer),
tvær ráðunautarstöður um stofnun banka
með samvinnusniði,
ein ráðunautarstaða um áætlanagerð,
ein um starfsmannahlad (personel
management).
Góð enskukunnátta er áskilin.
Þá hefir finnska utanrikisráðuneytið
óskað eftir þvi að auglýstar yrðu þrjár
stöður við norræna landbúnaðarverkefnið
i Mbeya, Tanzaniu. Þar af er:
Ein yfirmannsstaða (project coordinator)
ein ráðunautarstaða við uppskerurann-
sóknir (corp research)
ein ráðunautarstaða i búfjárrækt
(livestock production manager).
Góð enskukunnátta er áskilin.
Nánari upplýsingar um allar þessar
stöður, svo og umsóknareyðublöð, fást á
skrifstofu Aðstoðar íslands við þróunar-
löndin, Borgartúni 7 (jarðhæð), sem opin
verður mánudaga og miðvikudaga kl.
14.00 — 16.00. Umsóknarfrestur er til 18.
febrúar.
r
Frá aðalfundi Árvakurs
á Eskifírði
Laugardaginn 14. janúar s.l.
var aöalfundur haldinn I verka-
mannaf élaginu Arvakur á
Eskifírði, aö þvi er fréttaritari
Þjóöviljans á Eskifiröi, Hrafn-
kell Jónsson, tjáöi Landpósti.
t skýrslu stjórnarinnar kom
fram, að aðalstarf hennar á
liönu ári heföi veriö kjarasmn-
ingarnir, sem gerðir voru.
Nokkuö bar á þeirri skoöun
fundarmanna aö of mikil deyfö
rikti i félaginu, eins og reyndar
viö vill brenna I fiestum félög-
um. Töldu menn aukna fræöslu-
starfsemi á vegum félagsins
væniegasta ráöiö til úrbóta.
Hafa félagsmenn fullan hug á
þvi aö gera átak i þeim efnum á
yfirstandandi ári.
A fundinum var samþykkt að
breyta álagningu félagsgjalda á
þann veg, aö i staö fastra gjalda
verði innheimt prósenta af öllu
kaupi, 0,7%. Meö þessu er ætl-
unin aö reyna aö leggja traust-
ari grunn aö fjárhag félagsins
en bágborinn fjárhagur er eitt
af þvi, sem staðiö hefur öllu
starfi félagsins mjög fyrir þrif-
um.
Greinilegt var, aö fundar-
mönnum þótti þvi fé illa variö,
sem greitt er sem styrkur til
sérsambanda i Reykjavik, bæði
Alþýðusambands íslands og
Verkamannasambandsins, þar
sem öll sú þjónusta, sem þessi
sérsambönd veitafélögunum úti
á landi, þarf að greiðast fullu
veröi.Leiðir þetta til minni fjár-
ráöa hjá þeim og gerir þannig
sitt til þess aö torvelda allar til-
raunir til að kom á aukinni
fræðslustarfsemi og öðrum
þeim aögerðum, sem gætu kom-
iö til meö að lyfta félögunum
upp úr þeim öldudal, sem þau
viöast hvar eru i.
A fundinum voru m.a. sam-
þykktar eftirfarandi ályktanir:
„Aöalfundur verkamannafé-
lagsins Árvakur á Eskifiröi,
haldinn laugardaginn 14. janúar
1978, sendir loönusjómönnum
baráttukveöjur og lýsir ein-
dregnum stuðningi við kröfur
þeirra um bætt kjör”.
„Aðalfundurinn...mótmælir
harölega þeirri skriðu verð-
hækkana, sem duniö hafa á
almenningi undanfarna mán-
uöi. Jafnframt leggur fundurinn
áherslu á, að hverri tilraun
rikisvalds til að skerða gildandi
kjarasamninga verði mætt af
fyllstu hörku”.
Fyrrverandi formaöur verka-
kvennafélagsins á Eskifiröi,
Þórdis Einarsdóttir, afhenti á
aöalfundinum geymslukvittun
fyrir 266 þús. kr., sem munu
vera innistæöa verkakvennafé-
lagsins ásamt vöxtum. Verka-
kvennafélagið var sameinaö
verkamannafélaginu áriö 1972.
Þórdis afhenti upphæöina til
Árvakurs með þvi skilyrði, að
þessum fjármunum veröi variö
til byggingar orlofsheimilis fyr-
ir félaga verkamannaféllagsins
Árvakurs.
I stjórn verkamannafélagsins
fyrir árið 1978 voru kosnir eftir-
taldir menn: Formaður
Hrafnkell Jónsson, varafor-
maöur Þorbjörg Eiriksdóttir,
gjaldkeri Hallur Guðmundsson,
ritari Þorvaldur Björgúlfsson,
meöstjórnendur Guðjón Björns-
son, ölena Magnúsdóttir og
Sigriður Ingimarsdóttir. 1 vara-
stjórn eru: Björn S. Sveinsson,
Ingibjörg Sverrisdóttir og
Kristrún Arnardóttir.
haj/mhg
La
Sjúkra-
hússsjóður
Höfðakaup-
staðar
30 ára
Á þessu ári eru iiöin 30 ár frá
stofnun Sjúkrahússjóös Höföa-
kaupstaöar. Hann var stofnaöur
24. júli, 1947, af félagskonum i
kvenfélaginu Einingu.
Aöalmarkmiö sjóösins var aö
beita sér fyrir sjúkrahúss-
byggingu á Skagaströnd, en þvi
miöur hefur sú grundvallarhug-
sjón þessara framsýnu kvenna
ekki orðiö aö veruleika, en alltaf
veriö mikil þörf á þeirri
byggingu.
Mörg og vönduö tæki til hjálp-
ar þeim sjúku hafa samt veriö
keypt fyrir peninga úr þessum
sjóöi, og eru þau flest I notkun i
læknisbústaðnum i dag. Skulu
þau helstu talin hér upp:
Fyrst var keypt stórt og
vandað gegnumlýsingartæki og
styrktu konur úr Skagahreppi
þau kaup. Um svipaö leyti var
keyptur lampi til ljóslækninga
Siöari ár hafa svo veriö keypt
hjartalínurit, færanlegur skurð-
stofulampi, hitapottur með til-
heyrandi púöum, allur rúm-
fatnaöur I rúm svo og súrefnis-
Lækningatæki, gefin af sjúkrahússjóönum.
tæki sem gefiö var til minningar
um Magöalenu Helgadóttur frá
Læk og hennar fórnfúsu störf i
þágu bæjarbúa.
Aflaö hefur verið tekna til
sjóösins meö merkja- og kaffi-
sölu, basar o.fl. Einnig hafa
sjóönum borist margar góðar
gjafir og eru þeim gefendum
öllum, á þessum timamótum,
færöar bestu þakkir fyrir.
Formaður sjóösins frá
stofnun hans hefur veriö Guörún
Teitsdóttir, fyrrverandi ljós-
móöir.
Soffia S. Lárusdóttir
Umsjón: Magnús H. Gíslason