Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. janúar 1978. Umræður um atvinnumál í borgarstjórn Afskiptaleysid hefur reynst Reykvíkingum dýrkeypt — sagöi Sigurjón Pétursson um frammistödu Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum A fuiuli borgarstjðrnar s.l. fimmtudag var ákveöiö að tilliigu borgarstjóra að visa framkomn- um tillögum um atvinnumál til borgarráðs og til annarrar um- ræðu i borgarstjórn. Tillögur þær sem fyrir lágu voru frá borgarstjóra, frá borgarfulltrúum Alþýðubanda- lagsins og frá borgarfulltrúa Alþýðuflokksins. Tillögum borgarstjóra hafa þegar verið gerð nokkur skil i Þjóðviljanum, og tillögur borgar- lulltrúa Alþýðubandalagsins voru birtar i heild i blaðinu 19. þ.m. en tillögur Björgvins Guðmundsson- ar eru þriþættar. smærri iðnfyrirtæki og leigi borg- in fyrirtækjunum húsnæðið. t þriðja lagi leggur Björgvin til að Reykjavikurborg hafi frum- kvæði að þvi að stofnuð verði skipasmiðastöð (ásamt skipa- verkstæði) i borginni. Leggur hann til að borgin eigi hluta i þvi fyrirtæki. 1 inngangi að tillögum Björg- vins er lögð áhersla á, að þegar á þessu ári verði hafnar róttækar aðgerðir til að snúa við óheilla- þróuninni i atvinnumálum borgarinnar. Engin vá fyrir dyrum llorgarstjórisagði m.a. i fram- sögu sinni um atvinnumálin: legast að efla framleiðslugrein- arnar. Skýrslan horfir þvi fyrst og fremst til framtiðarinnar og bendir á vissa hættu sem er i sjónmáli, og hvetur til þess að við henni sé brugðist i tima. Þvi fer fjarri að þörf sé ein- hverra róttækra aðgerða þegar á þessu ári, eins og fram kemur hjá ýmsum borgarfulltrúum minni- hlutans. Það sýnir óraunsætt mat á aðstæðum, hvetur til yfirdrif- inna aðgerða og getur haft alvar- legar afleiðingar fyrir atvinnulif- ið i Reykjavik ef þannig er á mál- um haldið. Borgarstjóri kynnti tiliögur sinar fyrir borgarstjórn, en vék siðan að tillögum Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksins um at- vinnumálin. Lagði hann til að sinum tillög- um ásamt þeim yrði visað til borgarráðs og 2. umræðu i borgarstjórn. Sigurjón Pétursson: Með at- vinnumálatillögum sinum viður- kennir Sjálfstæðisflokkurinn i Ileykjavik að afskipta- og frum- kvæðisleysi borgarstjórnarmeiri- hlutans hafi komið hart niður á þróun framleiðslugreina i borg- inni. Ljósm.: eik. son fyrir tillögum Alþýðubanda- lagsins. Hann sagði m.a. að skýrsla embættismannanna um atvinnumál i Reykjavik drægi einkum fram fernt: 1. Að umsvif þjónustugreina i heild eru nú nálægt þvi hámarki, sem framleiðsiugreinarnar geta borið. 2. Að stöðugt verður erfiðara að gera skjótvirkar ráðstafanir gegn atvinnuleysi. 3. Að kynslóðaskipti eiga þátt i hnignun og stöðvun gróinna einkafyrirtækja. 4. Að fjárfesting i fasteignum sitji fyrir eðlilegum rekstrar- markmiðum og áhættusömum rekstri. Þessi þróun, sagði Sigurjón, er bein afleiðing af afskiptaleysi borgaryfirvalda af atvinnulifi i borginni. Lengi hefur verið hægt að komast hjá slikum afskiptum og þeirra virtist jafnvel ekki þörf. ör uppbygging borgarinnar samfara fólks- og fjármagnsflótta frá dreifbýlinu tryggði hér næga at- vinnu um langan aldur. Sem miðstöð stjórnsýslu, sam- gangna og kaupsýslu jukust þjón- ustugreinar hér hraðar en annars staðar. Veik staða íramleiðslugreina ör vöxtur Reykjavikur og upp- bygging átti verulegar rætur i at- vinnustarfsemi sem stunduð var langt utan borgarmarkanna og íjármagni, sem til borgarinnar var flutt frá þeirri atvinnustarf- semi. Það er ekki fyrr en i lok siðasta áratugs að i ljós kemur hve veik staða höfuðborgar- svæðisins er i atvinnulegu tilliti. A þessum áratug hefur farið framgi "'ger atvinnuuppbygging vitt um i. dið. Með þvi að fólk hefur fulla atvinnu allan ársins hring i sinni heimabyggð, þá stöðvast fólks- og fjármagns- ílutningarnir og hvert byggðarlag verður að treysta sina atvinnu- starfsemi. Sigurjón vék þessu næst að til- lögum borgarstjóra og sagði að þær væru viss viðurkenning á skyldum borgarinnar til beinna afskipta af atvinnuþróun, en óneitanlega væri of mikið kosn- ingaáróðursbragð af þeim og þar Birgir isleifur Gunnarsson: Eng- in vá fyrir dyrum og ckki þörf skjótra aðgerða. Ljósm.: eik. væri að finna mörg orð, en fátt at- gerandi. Með þvi að engar fjárveitingar eru lagðar til uppbyggingar at- vinnustarfseminni, sést að um venjulegt kosningaáróðursplagg er að ræða. Sigurjón kynnti siðan tillögur Alþýðubandalagsins og sagðist að þvi loknu getað fellt sig við tillögu borgarstjóra um aígreiðslu máls- ins. Þrír flokkar með . tillögur Kristján Benediktsson talaði næstur. Honum varð tiðrætt um að nú rykju þrir flokkar upp með tillögur i atvinnumálum hver i kapp við annan. Framsóknar- menn væru alltaf að flytja tillögur um úrbætur i atvinnumálum, en létu öðrum flokkum það eftir nú. Björgvin Guðmundsson talaði fyrir tillögum sinum. Hann lýsti óánægju sinni með framlagningu tillagna borgar- stjóra, sem hefðu verið kynntar á blaðamannafundi áður en borgarstjórn fékk þær til með- íerðar. Hann lagði mikla áherslu á eflingu BÖR, sem hann taldi að þyrfti fleiri togara og nýtt frysti- hús. Þá ræddi hann um aðstöðu- leysi trilluútgerðar frá Reykjavik og lagði til að Reykjavikurborg eignaðist hlut i stórri skipaverk- stöð i Reykjavik. Felldu allar fjárveitingar Markús Örn Antonsson vék einnig að atvinnumálum og sagðist ánægður með tillögur borgarstjóra, sem stefndu i rétta átt, þ.e. að þungamiðjan i at- vinnulifinu ætti að vera i höndum einkaaðila (þvert á niðurstöður skýrslunnar, þar sem bent er á alvarlegar afleiðingar kynslóða- skipta i slikum fyrirtækjum. Aths. Þjv.). Fleiri tóku til máls i þessari fyrri umræðu um atvinnumál, en það verður ekki rakið hér. Við af- greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1978, siðar á fundinum, sýndu meirihlutamenn hug sinn til at- vinnuuppbyggingar i Reykjavik, með þvi að fella allar tillögur um fjárveitingar til hennar, og af- greiddu þeir fjárhagsáætlunina án þess að kosta einum eyri til slikra verkefna. —AI Meirihlutamenn i borgarstjórn felldu allar tillögur minnihlutaflokkanna um fjárveitingar til átaks I uppbyggingu atvinnulifs i Reykjavík. Ljósm. — eik. Tillögur Björgvins 1 fyrsta lagi leggur Björgvin til að Bæjarútgerð Reykjavikur verði efld verulega og 2 nýir skuttogarar af minni gerðinni keyptir til hennar. Þá verði hrað- að endurbótum á fiskiðjuveri BÚR og breytingum á Bakka- skemmu. Þá leggur Björgvin til að hafinn verði undirbúningur að kaupum eða byggingu nýs full- komins frystihúss fyrir BÚR. I öðru lagi leggur Björgvin til að iðngarðar verði reistir fyrir Tillögur minar hafa fengið vandaðan undirbúning sem staðið hefur frá ársbyrjun 1976, og mikil samráð hafa verið höfð við sam- tök atvinnuveganna, bæði at- vinnurekendur og launþegar. Skýrslu embættismannanna um atvinnumál i Reykjavik má ekki túlka á þann veg að mikill vá sé fyrir dyrum i atvinnumálum i Reykjavik, eða jafnvel neyðar- ástand hafa gert. I skýrslunni er bent á að tii þess að atvinnuöryggi verði tryggt i framtiðinni i Reykjavik, sé væn- Að lokum sagði borgarstjóri: Ég tek fram að ég er reiðubúinn til að taka til jákvæðrar athug- unar þær tillögur sem minnihlut- inn hefur flutt og er opinn fyrir breytingum og viðbótum við minar tillögur til þess að sem best samstaða geti náðst hér i borgar- stjórn um endanlega stefnumótun i þessu máli. Þjónustugreinar í hámarki Næstur talaði Sigurjón Péturs- Hrikalegt fjársvika- mál í Lundúnum ,Hefdi getaö grafíd undan bankakerfí alls hins siömenntada heims’ LUNDÚNUM 19/1 — Alþjóö- legur fjársvikahringur, sem hafði aðalstöðvar sinar i Lundúnum, var svo magnaöur að hann heföi getaðnagaö burt undirstöður ger- valls bankakerfis heimsins, aö sögn saksóknara i hinum forn- fræga rétti Old Bailey i tíag. Réttarhöld eruþar hafin gegn sex mönnum, sem sakaðir eru um samsæri til þess að svikja fé út tir bönkum og fyrirtækjum erlendis, og kemur meðal annars inn í þetta föisun á vixlum, vegabréf- um og persónuskilrikjum. Saksóknarinn i máhnu segir að starfsemi fjársvikahrings þessa hafi náö til banka um allan heim. Lögregla hafði lengi pælt i þessu máU og leiddi stl rannsókn að lok- um til þess, aö i ágúst s.l. voru 30 menn handteknir og 16 þeirra ákærðir. Með skyndirannsóknum komst lögreglan yfir falsaða vixla að upphæð samtals 9.5 miljónir dollara. Voru vixlar þessir tilbúnirtil að bjóða bönkum þá og margiraðrir voru i undirbúningi, að sögn saksóknara. Saksóknarinn, Kenneth Rich- ardson, sagði að fjársvik þessi hefðu verið svo viötæk að þau hefðu beinlinis ekki átt sér neinar takmarkanir. Hann tóksvosterkt til orða aö ef hringurinn hefði fengið að starfa áfram óhindrað, ,,er litill vafi á þvi aö hann heföi grafið undan bókstaflega öllu bankakerfi hins siömenntaða heims.” Hann sagði að ekki væri ennþá hægt að gera sér neina grein fyrir þvi, hve miklum árangri fjármálamenn þessir hefðu náð, og þyrfti til langar rannsóknir að leiða það i ljós. Falsanirnar voru aö sögn Richardsons allar framkvæmdar i Lundúnum, enda þótt einungis erlendir bankar fengju aðkenna á þeim. Þeir sex sem nú eru fyrir rétti eruallir búsettir á LundUnasvæö- inu og er einn framkvæmdastjóri að atvinnu, annar gimsteinasali, tveir fornmunasalar, einn sölu- maður og einn atvinnulaus. Aðeins einn þeirra, William David Ambrose aö nafni, er ensk- ur að þjóðerni og er hann talinn foringinn. Hinir eru af ýmsum þjóöernum, Brasillumaður, Argentinumaöur, Tékkóslóvaki meö bandariskan borgararétt, Ungverji og einn að likindum ísraelsmaður. Tékkóslóvakinn, Oberlander að nafni, er sagður hafa verið einna mestur athafna- maöur i hópnum og hafði hann komið sér upp til hægðarauka viö viðskiptin 20 vegabréfum, Utgefn- um af sjö rikjum og meö tólf nöfn-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.