Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 24. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 tr Rannsókn I Háskóla íslands: Nýlega hefur Félagsvlsinda- deild Háskóla islands gefið dt skýrslu með niðurstöðum Ur könnun, sem 4 sálfræðinemar gerðu á geðheilsu vangefinna. Þetta er fyrsta rannsókn sinnar tegundar hérlendis og fór hún fram frá maibyrjun 1976 og lauk i júll 1977. Að henni unnu þau Aöal- steinn Sigfússon, lngunn St. Svavarsdóttir, Margrét Arnljóts- dóttir og Rósa Steinsdóttir, og var þetta verkefni þeirra til BA prófs I sálarfræði við Háskóla íslands. Leiðbeinandi þeirra var Sigurjón Björnsson prófessor, og einnig nutuþau leiðbeiningar Margrétar Margeirsdóttur félagsráðgjafa. í fyrri hluta skýrslunnar er kenningarfræðilegt yfirlit, þar sem fjallað er um hvað geðveiki er, en skýrslan sjálf og sannsókn- in beindist ekki að þeirri spurn- ingu, heldur hvort vangefnir þroska með sér mælanleg einkenni geðveiki, sem benda til þess að þeir þurfi á sérfræöiað- stoð aö halda. sem stofnanirnar veita oe þarfnast þvi frekari meðhöndl- unar. Danska matskerfið, „Dipab”, (Diagnose af Psykotisk Adfærd hosBörn) greinireinstakiingana i 5 mismunandi sjúkdómsgrein- ingarflokka, eftir upplýsingum sem um þá er aflaö með aðstoð þeirra sem best til þekkja. Sá starfsmaöur, gæslumaður eöa kennari, sem mest samband hafði við einstakling sem i úrtak- inu lenti fékk i hendur eyðublað meö um 150 spurningum á, og fyllti það út eftir þriggja vikna athugunartima. Mat á geðheilsu Fyrri hluti þessara spurninga eru almennseðlis, og til þess fall- inn aö meta þroskastig einstak- lingsins á 6 mismunandi sviðum. Þar er spurt um notkun tal- máls, málskilning, hreyfiþroska, þ.e. fingerðar og stórgerðar hreyfingar, skipulags- og sköp- Ingunn St. Svavarsdóttir og Rósa Steinsdóttir, sem ásamt tveimur öðrum unnu að rannsókninni. Um geðheilsu vangefínna 29% þarfnast sérstakrar meðferðar Matskerfið sem unniö var eftir er danskt að uppruna og reyndar er rannsóknin sniöin eftir danskri rannsókn, sem gerð var á árunum 1969 —1975. Samtals var safnað ýtarlegum upplýsingum um 121 einstakling á aldrinum 4ra til 40 ára, og er það fjórði hver vistmaður á heimil- um, skólum og stofnunum fyrir vangefna hér á landi. Niöurstöður rannsóknarinnar voru þær, að 29% þeirra sem i rannsókninni lentu þarfnast sér- stakrar meðferðar. A öllum stofnunum fyrir vangefna hér á landi dveljast 600 einstaklingar. Af þeim f jölda eru þvi að llkind- um um 170 einstaklingar sem ekki geta nýtt sér að fullu þá meöferö unarhæfileika, og sjálfsbjörg ein- staklingsins. 20 atriði eru notuð til flokkunar á hverju sviði. Þá eru sérstakar spumingar til mats á geðheilsu einstaklingsins, og þar er spurt um tjáskipti og samband einstaklingsins við aöra oghvort um undarlega hegðun er að ræða. Einnig eru almennar spurningar um hegðun og spurt er um sérgáfu. Þessar upplýsingar voru slðan flokkaðar i tölvu, og einstakling- unum skipt upp i 5 sjúkdóms- greiningarflokka. I fyrsta flokknum, eru þeir sem eru virkir f samskiptum sinum viö umhverfið og sýna enga undarlega hegðun. Þeir reyndust 55. í öðrum flokknum lenda þeir sem eru sambandslitlir og eiga i erfiðleikum með umhverfið. Þeir Verkefni unnið af fjórum sálfræði- nemum reyndust 17 taisins, og taliö er að fjóröungur þeirra sem slik einkenni sýna þarfnist sérstakrar meðhöndlunar. Undarlegar tilhneigingar sýndi 21 einstaklingur, en áætlað er að helmingur slikra þurfi á sérmeð- ferð aö halda. Innhverfir einstaklingar meö undarlega hegðun reyndust 20, og þeir þurfaallir á sérfræöimeðferö að halda. Heimilis- og sérfræöingaskortur „Tilgangur rannsóknarinnar var”, eins og segir i formála skýrslunnar „að benda á þann mikla fjölda vangefinna, sem þróar með sér geðsjúkan persónuleika. Þessir einstakling- ar þarfnast sérfræöilegrar með- ferðar og kennslu. Þvi ber að stefna að stórvægilegum endur- bótum sem hafa i för meö sér viöhlitandi meðferð geðsjúkra á stofnunum fyrir vangefna”. I samanburði við niðurstöður dönsku rannsóknarinnar kemur fram, aö hundraðshluti geðveikra einstaklinga á stofnunum fyrir vangefna er nokkuð hærri hér á landi eöa 29% á móti 25% i Dan- mörku. „Þessi munur er hugsan- lega afleiðing mismunandi menn- ingar og uppeldisaðferða, erföa, barnasjúkdóma eða tiðni heila- skaddana,” segir i skýrslunni. Munurinn getur lika legið i stofnunum sem einstaklingarnir dveljast á hér og i Danmörku og i mismunandi menntun starfs- manna þar. I skýrslunni segir: „Vert er að leggja áherslu á að ekkert hæli hér á landi hefur nægilega mögu- leika á sérmeðferð vangefinna. Oll eru þau yfirfull og mikill skortur á sérmenntuöu starfs- fólki, og þótt vilji sé fyrir hendi er erfitt eins og ástandið er i dag ef ekki ógerlegt að veita þessum einstaklingum viöhlltandi þjónustu.” —AI. En hvað það verður gaman þá! Einu sinni var kaupmaður i litlu þorpi. Hann átti þar tangur og tetur. Fyrst gerði hann út skútur og svo togara. Hann var ógn ríkur. Hann keypti Ilka fisk af kolbændum og tómthúsmönnum sem áttu kænur til að róa á til fiskjar og þeir fengu I staðinn að taka út mjöl og kaffi I versluninni. Hann fékk snikkara til að smiða iveruhús, pakkhús og sölubúðir. AHt gerðu þeir þetta af samvisku- semi og hagleik svo að unun var á að horfa. Skornar vindskeiðar, glúggapóstar og dyrastafir. Þrjátiu árum eftir að kaupmaö- urinn dó kom ég i þetta þorp til aö forvitnast um hagi fólksins eins og þeir voru. Viða blöstu vib hús frá þessum tima, litlir steinbæir, lágtimbruö tómthús og glæst kaupmannshúsin, minnismerki snikkaranna. Þó var margt á fallanda fæti og búið að rifa vind- skeiðar, gluggapósta og dyrastafi af sumum húsum og jafnvel múr- húöa þau. Sá maður i þorpinu sem hafði I fórum sinum gögn um lif þessa fólks var sonarsonur gamla kaupmannsins. í fúlu kjallara- herbergi lágu bunkar af úttektar- bókum, bréfabókum, skjölum og myndum. Þegarég bað hann þess að fá að lita i skræðurnar og sjá myndirnar tók hann þvi fálega og sagði að þetta væri ómerkilegt drasl. Og svo sagði hann setningu sem hefur verið mér minnisstæð siðan. Hann sagði: . ,,Eg hef engan áhuga á for- tiðinni, bara framtiðinni”. Það fór eftir. Atvinnutækin voru i rúst. Sonarsonurinn haföi klúðrað öllu. Engin útgerö var rekin lengur, engin verslun, bara smáverksmiðja hluta úr ári. Gleymt var hið forna spakmæli: Að fortið skal hyggja þá fram- tið skal byggja. Mér kom þetta i hug vegna deilna um gamla miðbæinn i Reykjavik. Hvernig er hægt aö reisa nýja Reykjavik i trássi viö þá gömlu? Sonarsonurinn haföi misst fótanna i umróti aldarinnar og var oröinn firrtur uppruna sinum. Hann gleymdi aö draga lærdóma af fortiðinni, bera virö- ingu fyrir verkum forfeöra sinna og hlúa að arfi sinu. Hefur það sama hent okkur Reykjvikinga? Verður ekkiborg forfeðra okkar að lifa með einhverju móti i nýju Reykjavik? Getum við leyft okkur að þjösnast miskunnar- laust á arfi okkar? Hvað væri Paris án Montparn- asse, Amsterdam án slkjanna, Vaikostur vib steininn ' í Irr rri fh I '" m UcS JT Ijj 1 i.i iii! m m ^ m rrw 1 ''Ú, j * Z* M n 9 London án ölkráa, Moskva án Kremlarmúra, Þórshöfn án torf- þaka? Hvernig veröur Reykjavik án gömlu timburhúsanna, báru- járnshúsánna, sem umfram allt hafa sett svip sinn á hana fram til þessa dags? Er hægt aö þurrka þau af yfirborðinu meö útflúr sitt, skot og króka — eða gera þau að dauðuminnismerkii Arbæ? Éger hræddur um að Reykjavik verði þá eins og misheppnaö ævintýri. Af hver ju h öfum v ið v alið o kkur menn við stýrisvölinn sem sýna ekki frumkvæöi að þvi að fara mjúkum höndum um handverk afa og ömmu? Af hverju þarf svo haröa baráttu? Hvar er væntum- þykjan, reisnin, virðingin, menn- ingin? Hvar? Eða erum við hinir kannski haldnir rómantiskri tilfinninga- semi og hugarórum? Við erum kannski ekki menn framfaranna? Höldum fram óibúöarhæfu húsnæði? Rottufúnu og daunillu? Ég held ekki. Flest þessara húsa eru ófúin og þó að þau þurfi kannski mikla viðgerö er hún mun ódýrari en aö reisa stein- kastala. Og það sem meira er. Mjög margir vilja búa : timbur- húsumeöanýta þau á annan hátt. Þaueru smiðuö úr náttúrulegu og sveigjanlegu efni og eru val- kostur á móti steininum. Borgarstjórinn okkar er af sömu kynslóð og sonarsonurinn sem minnst var á hér i upphafi. Ekki vil ég væna hann um eitt eöa neitt enþegar þeir voru unglingar fljótlega eftir striðið stóðu menn gjarnan gapandi af hrifningu þegar þánefndar þrýstiloftsflug- vélar skáru himinhvolfið eins og þrumufleygar og unglingarnir ræddu um það fram og aftur aö bráölega þyrftu menn ekki lengur að éta heldur kæmi pilla i matar stað. Hvllik dásemd! Menn uröu bláeygir af trú á visindi og fram- farir. Nú stendur til aö láta hendur standa fram úrermum og hreinsa hinar „fúnu spýtur” i eitt skipti fyrir öll úr Miðbæjarkvosinni. Fyrst á að má út timburhúsin við austanvert Aðalstræti, slðan þau sem standa viö Lækjargötu, Skólabrú og Kirkjutorg og loks þau sem eru við suöaustanvert Austurstræti. A meðan — eins og til málamynda — er Bernhöfts- torfa og Grjótaþorp látin standa og grotna umhirðulaus niður. - Einn góðan veðurdag verður ekki forsvaranlegt að láta þau hús standa. Þá veröur gamli miöbærinn úr sögunni og upp risinn nýr og lif- andi miðbær úr steini, gleri, áli og stáli. En hvað það verður gaman þá! —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.