Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. janúar 1978. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar: Síðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Þau próf sem skipta máli Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður skrifar langlokugrein i Alþýðublaðið á föstudaginn var um ,,sögu” Þjóðviljans og stjórnmálahreyfingar islenskra só- sialista. Þingmaðurinn hellir úr skálum reiði sinnar með fágætum gifuryrðum og svi- virðingavaðli, svo að ætla má, að Þjóðvilj- inn hafi nú siðustu dagana farið meira en litið fyrir brjóstið á þessum annars dag- farsprúða pilti. Máske er samviskan eitthvað að angra „siðbótarmennina” i Alþýðuflokknum, þar sem þeir standa i augsýn alþjóðar og rétta fram kámuga fingurna eftir fé úr erlendum sjóðum til útgáfu Alþýðublaðs- ins og stjórnmálastarfsemi Alþýðuflokks- ins. Sighvatur Björgvinsson kemst að þeirri spaklegu niðurstöðu, að Þjóðviljinn og sú stjórnmálahreyfing, sem að honum stend- ur hefði aldrei átt að verða til, — þarna hefði Alþýðuflokkurinn einn getað dugað! Dauðadóminn yfir Þjóðviljanum kveð- ur Sighvatur upp með þeirri einkar frum- legu röksemdafærslu, að þetta blað hafi löngum verið i vinfengi við þá bölvuðu Rússa. Einföld söguskýring það. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sú var tið að margir fremstu baráttumenn verkalýðshreyfingarinnar hér á íslandi sem annars staðar, gerðu sér bjartar von- ir um þjóðfélagsþróunina i Sovétrikjun- um. Þannig var þetta á kreppuárunum fyrir strið, og þannig var þetta á árum heimsstyrjaldarinnar siðari, þegar Sovét- rikin börðust tvisýnni baráttu við heri nasista Þýskalands. Sighvatur Björgvinsson og aðrir smá- kratar geta glatt sig að vild yfir þvi, að þær vonir, sem ýmsir bestu baráttumenn islenskrar verkalýðshreyfingar gerðu sér þá um Sovétrikin hafa ekki ræst. Það kemur ekki mál við okkur. íslenskir só- sialistar voru aldrei erindrekar erlends valds. < Ágreiningur um þjóðfélagsástand i öðr- um heimshluta er eitt. Ágreiningur um viðfangsefni stjórnmálanna i eigin landi er annað. Tveir íslendingar geta t.d. verið algjörlega sammála um ástandið i Kina, en engu að siður verið harðvítugir and- stæðingar og úr sitt hvorum flokki i islenskri pólitik. Hitt er lika til að tvo menn greini mjög á um ástandið i Kina, en séu hins vegar sammála um öll meginmál islenskra stjórnmála, og þess vegna i ein- um og sama flokki. Það er að sjálfsögðu afstaðan til bar- áttunnar á heimavigstöðvum sem sker úr. Ekkert blað fordæmdi innrás Sovétrikj- anna i Tékkóslóvakiu fyrir 10 árum harð- ar en Þjóðviljinn. Sighvatur Björgvinsson er ekki vandaðri en svo, að hann heldur þvi fram að við höfum stutt þessa innrás. Þjóðviljinn fordæmdi einnig innrás Sovét- rikjanna i Ungverjaland fyrir röskum 20 árum. Sighvatur segir okkur hafa stutt þá innrás. Þjóðviljinn hampaði stjórnmála- hreyfingu Titós Júgóslaviuforseta fyrir 30 árum, þegar hún var hvað harðast for- dæmd af Kremlstjórninni og flestum Kommúnistaflokkum. Þjóðviljinn hefur aldrei verið erlent útibú. En ef Sighvatur Björgvinsson og þeir borgarar, sem nú eru að þurrka siðustu merki verkalýðshreyfingarinnar af Alþýðuflokknum ætla að gera sér glaðan dag yfir þvi árið 1978, að róttækari arm- urinn i islenskri verkalýðshreyfingu, Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og fleiri góðir menn hafi fallið á prófi um Sovétrikin árið 1937, — þá skulum við muna eftir þvi, hversu mörg önnur próf þeir hinir sömu stóðust fyrr og siðar hér á sinum eigin heimavigstöðvum. Það eru þau próf sem skera úr. Á þeim prófum nær öllum féllu hinsvegar foringj- ar Alþýðuflokksins — hver um annan þveran. Þess vegna er Alþýðuflokkurinn orðinn sá skuggi af sjálfum sér, sem við höfum fyrir augum. Foringjar Alþýðu- flokksins gáfu baráttuna fyrir jafnréttis- þjóðfélagi sósialismans upp á bátinn og gerðust flestir handlangarar hjá innlendu og erlendu auðvaldi. Þess vegna fengum við „viðreisnarárin” tólf. Þeir fögnuðu inngöngu Islands i NATO. Þeir hafa verið dyggir stuðningsmenn bandariskrar her- setu á íslandi, — lika meðan harðast var barist i Vietnam —. Þeir fögnuðu innrás erlends f jármagns i islenskt atvinnulif og áttu hvað mestan þátt að byggingu álvers- ins i Straumsvik. Þeir lýstu þvi hinsvegar yfir i Alþýðublaðinu fyrir 7 árum, þegar Sighvatur Björgvinsson var ritstjóri blaðsins, að einhliða útfærsla islensku landhelginnar væri „siðlaus ævintýrapóli- tik”. Þeir féllu á prófi verkalýðsbaráttunnar. Þeir féllu á prófi sjálfstæðisbaráttunnar. Hafi þeir staðist eitthvert krossapróf um Kreml eða Kina, þá er það glópaláni að þakka, og skiptir engu máli. k. EXIT Þórarinn Stört er höggviö i Fram- sóknarflokknum i Reykjavik. Þaö verða að teljast nokkur tlð- indi þegar formanni þingflokks- ins, form. utanrikismálanefnd- ar Alþingis og aðalritstjóra Timans er sparkað út úr pólitik- inni i einu vetfangi eftir 40 ára starfvið flokksblaðið og tveggja áratuga þingmennsku. Færri munu vafalitið gráta það þótt Alfreð Þorsteinsson hverfi nú alfarið að þvi að selja notað skran frá hernum fyrir rikið. Þórarinn Þórarinsson hefur það fram yfir marga aðra þing- menn að hann hefur ætið haldið sinu starfi og getur nú horfið áð þviaðdunda sérá Timanum við skriftir, enda segir hann sjálfur blaðamennskuna standa sér hjarta nær en þingmennskuna. Hann skartar blaðamanna- skírteini númer eitt. En það er kaldhæðni örlag- anna að ef til vill eru það Tima- skrif hans sem hafa orðið hon- um að falli, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Flokksvélin bilaöi Meðan Eysteinn Jónsson hélt verndarhendi yfir Þórarni gætti þess lengi vel i skrifum hans að hann var sæmilega róttækur af Framsóknarmanni að vera. Svo mjög kvað að þessu að þegar ihaldssóknin hófst innan Fram- sóknarflokksins i Reykjavik höfðu forystumenn hennar mjög horn I siðu Þórarins. Hann svar- aði einsog honum var lagiö með þvi að ganga á mála hjá þessu nýja forystuliði. Afleiðingin er sú að innan Framsóknarflokks- ins átti Þórarinnekki eftir neinn stuðningshóp sem treysti hon- um fullkomlega. Eysteinn Jónsson vildi ekki láta Þórarinn gjalda þess I sinni formennskutiö að hann stýrði penna i þágu flokksforystunnar áTimanum. Þessvegna stuðlaöi hann að þvi að Þórarinn væri efstur á listanum i Reykjavik, en maður með meiri alþýðuhylli en hannværi i öðru sæti, þvi að annanhvornleiðarahjá Þórarni mátti skrifa á reikning flokks- forystunnar. Eysteinn Jonsson og fleiri börðustfyrir Þórarinn um helg- ina, en allt kom fyrir ekki. Of seint var farið af stað. Þórarinn hafði flokksvélina með sér og i prófkjörinu bilaði hún. Jón Aðalsteinn Jónsson, kaupmaður, gerði það sem fyrirrennara hans I formennsku fulltrúaráðs flokksins i Rykja- vik datt aldrei i hug. Kristinn gætti þess að flokksvélin sinnti þvi hlutverki 5inu að skila for- ystumönnum flokksins sinu. En Jón Aðalsteinn, höfuð flokks- vélarinnar í Reykjavik, skellti sér i harða kosningabaráttu sjálfur, og hirti af Þórarni 4-500 atkvæði i 1. sætið. Þetta gerði það aö verkum, að þvi er kunnugir Framsóknar- menn telja, að hópur af yngra fólki og hefðbundnu andstöðuliöi gegn Kristni — Alf reö og Co náði nú yfirhöndinni i prófkjörinu, eftir að hafa beðiö lægri hlut i mörgum innanflokkskosningum á siðustu árum. Frændur eru frœndum verstir Hræðslubandalagið um óbreytta röðun á listanum — fjórveldabandalagið — sem FLOKKSVÉL. ÍWAAmoti mér" ' preft'"w 'nmókmrilolÚ27W*" me> H HRHNSUtWRDÖlDN ^ VANNST0RANS16UR . PrófKjör framsóKnar- mannaí ReyKjavíK: Aiþingi Borgarstjóm myndað var fyrir prófkjörið reyndist Þórarni illa. í fyrsta lagi sveik Einar Agústsson þetta samkomulag með þvi að lýsa yfir að hann ætlaði að keppa að fyrsta sætinu. í öðru lagi gaf það Guðmundi G. Þór- arinssyni færi á að koma fram sem sameiningarafl gegn þvi. Þórarinn Þórarinsson getur nú nagaö sig i handarbökin yfir að hafa komið frænda sinum Guömundi G. Þórarinssyni inn I pólitikina á sinum tima. Frændur eru frændum verstir eins og sagt er. Enginn vafi er á þvi að skiptin á Þórarni og Guömundi.flokkast undir hægri sveiflu, hvað sem segja má um sveiflur Timaritstjórans i póli- tikinni á fjórum áratugum. Sá siðarnefndi er greindur sér- hagsmunapotari sem aldrei hefur verið sakaður um að láta „samvinnuhugsjónir” Fram- sóknarflokksins binda hendur sinar. Þrátt fyrir það er sagt að flokksformaðurinn ætli honum stóran hlut. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.