Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. janúar 1978. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins öld- unnar, verður haldinn n.k. sunnudag, 29. janúar kl. 14.00 að Hótel Loftleiðum, Kristalssal. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. önnur mál. Stjórnin Félag járniðnaðarmanna Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar 1978 kl. 8.30 e.h. i Lindarbæ, niðri. Dagskrá 1. Félagsmál. 2. önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna HÚSAVIÐGERÐIR Tökum aðokkur viðhald á húseignum, svo sem járnklæðn- ingar, gluggaviðgerðir, þéttingar og viðgerðir á stein- steyptum þakrennum o.fl. Erum umboðsmenn fyrir þétti- efni á steinþök, asbest þök og þéttiefni I steinsprungur. Við gerum bindandi tilboð 1 verkefnin. Hagstæðir greiðsluskil- málar. Verkpantanir i sima 41070. Frá / Fósturfélagi Islands Atkvæðagreiðsla um breytt starfsheiti verður föstudaginn 27. janúar og laugar- daginn 28. janúar nk. á skrifstofu Fóstur- félagsins að Hverfisgötu 26. Fyrri daginn verður kosið frá kl. 16-19 en þann siðari frá kl. 14-18. Á kjörskrá eru aðeins þær fóstrur sem greitt höfðu ársgjald sitt fyrir árið 1977 á tilskildum tima. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu félagsins á skrifstofu- tima. Talning atkvæða fer fram laugar- daginn 4. febrúar. Takið afstöðu og kjósið snemma! Kjörstjórn nfjÁ lögfræðinga telja LjCX, IIU fram fyrir yður. Lögmenn Grettisgötu 8. Jón Magnússon, Siguröur Sigurjónsson Simar: 24940 og 17840. Togarinn væntanleg- ur um mánaðamótin Skagaströnd Frá Skagaströnd Laust fyrir siðustu helgi hafði Landpóstur tal af Kristni Jóhannssyni, fréttaritara Þjóð- viljans á Skagaströnd, og innti hann almæltra tiðinda þaöan úr þorpinu. Hafði Kristinn m.a. þetta að segja: Saumastofa Svo bar til tíðinda fyrir jólin, að stofnuð var ný saumastofa. Hér var raunar áður rekin saumastofa af Björgvin Jóns- syni og konu hans. En svo hættu þau rekstrinum og seldu. Nýtt hlutafélag var stofnað, keypti það saumastofuna og hefur rek- ið hana siðan. Ég held að sá rekstur hafi gengið alveg þokkalega,þótt vera megi að við einhverja byrjunarerfiðleika sé að etja, eins og gengur. Heima- menn eru alveg einir með þenn- an rekstur, en Álafoss annast sölu vörunnar. Gatnagerð Gatnagerð hefur verið i full- um gangi hjá okkur. Við undir- byggðum mikið af götum i sumar, erum búnir að kaupa á þær oliumöl sunnan af Suður- nesjum og fáum hana væntan- lega i þessum mánuði eða næsta. Ætlunin er svo að leggja hana á göturnar i vor, og er þvi verður bkið þá verðum við bUn- ir að leggja varanlegt slitlag á svona 3/4 af gatnakerfinu i bæn- um. Byggt við barnaskólahúsið Svo var byrjað á viðbyggingu við barnaskólann i haust. Var þá grafið fyrir byggingunni og steyptur sökkull. Er svo ráð fyrir gert, að þessi bygging standi yfir i fjögur ár. Ég veit nú ekki hvort fjár- veitingin nægir til þess að gera húsið- fokhelt i sumar, en æskilegt væri aö þaö reyndist unnt. Það hafa verið mjög bagaleg þrengsli i barna- skólanum. Við höfum verið i vandræðum með 8. og 9. bekk- inn. En þegar þessi viðbygging erkom inupp.þá höfum við feng- ið aðstöðu fyrir grunnskólann. Frá UMF Reykdæla Yfir standa nú, hjá ung- mennafélagi Reykdæla, æfingar á leikriti Jökuls Jakobssonar, Klukkustrengjum. Guðrún Al- freðsdóttir annast leikstjórn. Leikendur eru átta. Að því er stefnt, að sýningar á leikritinu geti hafist um næstu mánaða- mót og verður þá sýnt I félags- heimilinu Logalandi. Formaður Ungmennafélags Reykdæla er nú Kristófer Kristinsson, kennari i Reykholti. —mhg Togarinn Togarinn okkar aflaði rúm 3 þús. tonn á árinu. En svo forfall- aðist hann, eins og kunnugt er, um miðjan október, og hefur verið frá veiðum siðan. Hann fór fyrst I slipp i mán- aðarklössun og siðan, er henni var lokið, kvikn- aði i honum. Við vonumst til að hann komi úr viðgerðinni nú um næstu mánaðamót,en þá er hann búinn að vera úr leik i fjóra og hálfan mánuð. Af þess- um sökum hefur að sjálfsögðu verið atvinnuleysi hjá frysti- hUsafólkinu; þaö hafði ekki að öðru að hverfa. Rækjan Rækjuveiðarnar eru hér i' full- um gangi. Eru þaðfimm bátar, sem stunda þær. Heildarkvót- inn, sem veiða má hér i Flóan- um, er 2000 tonn og af honum höfum við heimild til að veiða 22%. Þetta er ágæt rækja, sem veiðst hefur. Bátarnir voru bún- ir að afla um 150 tonn um ára- mót eða nálægt þriðjung af þvi, sem við megum veiða. Ibúðabyggingar Á siðastliðnuárivorubyggðar hér fjórar leiguibúðir. Búið er að selja þrjár þeirra, en hreppurinn á eina. Flutt hefur verið i þær allar. Meiningin er að byrja næst á öðrum fjórum, helst i vor. Og svo var i haust byrjað á byggingu ibúða fyrir aldraða, og hafa fjórar nú verið gerðar fokheldar. Reynt verður að þoka þvi verki áfram. Þetta eru 60 ferm. ibúðir. kj/mhg Takmarkadar birgöir nautgripakjöts A siðastliðnu ári var minna framboð á nautakjöti en undan- farin ár og birgðir oft verið i lágmarki. 1 ársbyrjun 1977 voru til í landinu 1100 lestir af nautgripakjöti. Salan reyndist vera um 200 lestir á mánuöi. I byrjundesember vorubirgöir af nautgripakjöti 540 lestir, en á þær gekk að sjálfsögðu i mán- uðinum. Telja má trúlegt, að eftirspurn geti orðið nokkru meira en framboðið, einkum á ungnautakjöti. (Heimild: Uppl. þjón. landb.). —mhg L Frá UMF Staf- holtstungna 1 nóvembermánuði s.l. var á vegum leikdeildar Ungmenna- félags Stafholtstungna haldið leiklistamámskeið. Leiðbein- endur voru Arnhildur Jónsdóttir sem m.a. hefur starfað með Leikfélagi Reykjavikur og Kópavogs og Kári Halldórsson, sem kenndi við Leiklistarskóla rikisins á s.l. ári. A námskeiðinu var m.a. notað sem kennsluverkefni einþátt- ungur eftir Dario Fo. „Nakinn maður og annar i kjólfötum”. Breyta þurfti ýmissi stllfærslu á þessu verki, þar sem karlahlut- verk eru fleiri, en á námskeið- inuvorukonurhinsvegari meiri hluta. Var þvi karl- og kvenhlut- verkum vixlað og nutu þátttak- endur við það aðstoðar Kára. tframhaldiaf þessuhefur svo leikdeildin haldið áfram æfing- um á þessum einþáttungi. Auk þess hafa þeir einnig æft annan einþáttung, eftir rússann Anton Tjeckof. Verk þetta er nú endurþýtt, en hefur áöur gengið undir nöfnunum „Bónin” og „Björninn”. Leikstjóri við uppsetningu þessara verka er Guðmundur Magnússon, en æfingar hafa verið i félagsheimili Bandalags starfsmanna rikis og bæja i Munaðarnesi. Að þvl hefur verið stefnt að sýningar hefjist i janúar . Formaður leikdeildarinnar er Erla Kristjánsdóttir, en þátt- taka i deildinni er ekki bundin við aðild að Ungmennafélagi Stafholtstungna. —mhg Umsjón: Magnús H. Gislason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.