Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 24. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA S Náttúruverndarráö andvígt virkjun Fjallfoss STEFNIR AÐ FRIÐUN FOSSINS Náttúruverndarráð hefur lýst sig andvigt virkjun Dynjandisár úr Eyjavatni i Dynjandisvog i Arnarfirði, vegna þess gildis sem Fjallfoss og umhverfi hans hefur fyrir landsmenn og Vestfirðinga sérstaklega. I greinargerð um afstöðu ráðs- ins segir svo um gildi fossins: „Það mun samdóma álit manna, að Fjallfoss sé einn af 5—10 fegurstu fossum á íslandi. Myndir af honum hafa viða birst og frægð hans flogið með þeim. Fossaröðin, (Fjallfoss, Hunda- foss, Strokkur, Göngumannafoss, Hrisvaðsfoss og Sjóarfoss) i Dynjandi er ein hin sérkennileg- asta og tilkomumesta sem þekk- ist á blágrýtissvæðum landsins . Útsýni til fossins fyrir botni Dynj- andisvogs af þjóðleiðinni norðan Arnarfjarðar gerir hann að eftir- minnilegu náttúrufyrirbæri hverjum þeim sem þá leið fara. Fagurt umhverfi hans eykur enn á reisn fossins. Hugsanleg skerð- ing þessa vatnsfalls og umhverfis hans er þvi augljóslega mikið tjón fyrir alla sem unna náttúru landsins og þeim dýrgripum sem hún geymir. Vestfirðingar hafa löngum litið á Fjallfoss sem eitt merkilegasta og fegursta náttúruvætti sins landshluta og var hann strax sett- ur á náttúruminjaskrá m.a. að beiðni þeirra. Gildi fossins er þannig fyrst og fremst fegurðargildi fyrir landið i heild og fyrir Vestfirði sérstak- lega. Hann er i tölu ómælanlegra þjóðarverðmæta með svipuðum hætti og helgustu söguslóðir landsins, listaverk okkar mestu snillinga i myndlistum og bók- menntum og þær byggingar sem öðlast hafa þann sess í sögu þjóð- arinnar að við viljum ekki án vera. Skerðing hans yrði þvi spjöll á helgi landsins og óbætanlegt tjón. Þjóðin verður að hafa efni á þvi að eiga slik verðmæti óskemmd, þótt fjárhagslegur ávinningur kunni að vera i boði”. I niðurstöðum greinargerðar Náttúruverndarráðs segir, að Fjallfoss sé einn af fegurstu og best þekktu einkennum islenskr- ar náttúru. Slika staði muni Nátt- úruverndarráð reyna að vernda i lengstu lög og telji ekki rétt að fórna nema brýn nauðsyn eða öllu heldur neyð komi til og engir aðr- ir viðunandi kostir séu fyrir hendi. Þá segir, að i umræðum um málið hafi það verið upplýst að á- ætlaður stofnkostnaður á aflein- ingu og framleiðslukostnaði orku frá umræddri virkjun sé hár mið- að við ýmsa aðra kosti til virkjun- ar i landinu. Jafnframt sé talið fljótvirkara og fullt eins öruggt að útvega Vestfirðingafjórðungi raf- orku með öðrum hætti, þ.e. teng- ingu við landskerfið með linu frá Hrútafirði til orkuveitusvæðis Mjólkárvirkjunar. Náttúruverndarráð telur full- vist, að heimamenn hafi ekkert kapp lagt á að fá þessa virkjun og segir, að flestir sem hafi tjáð sig um málið hafi talið óhæft að taka fossinn til virkjunar. I greinargerð ráðsins segir að lokum, að Náttúruverndarráð telji að verndargildi Fjallfoss og þýðing hans sem náttúruvættis sé meiri en hugsanlegur efnahags- legur ávinningur af yirkjun hans. Telur ráðið að Islendingar hljóti að hafa efni á að friða hann og leggja hann i hendur afkomend- um til ráðstöfunar i samræmi við þá lifsskoðun eða þá nauðsyn sem siðar kann að rikja. Fyrir sitt leyti stefni Náttúruverndarráð að friðun fossins. —eös Fjallfoss í Dynjandi — „Þjóöin verður að hafa efni á þvi að eiga slík verðmæti óskemmd, þótt fjárhagslegur ávinningur kunni að vera i boði”. Ný Sam- bands- verk- smidja Um siðastliðin áramót urðu eft- irfarandi skipulagsbreytingar hjá Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri: Bergþór Konráðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri, mun fram- vegis hafa með höndum yfirstjórn sölumála á vegum verksmiðja Iðnaðardeildar. Frá sama tima mun Jón Arnþórsson, sem verið hefur sölustjóri útflutnings, taka við nýju starfi hjá deildinni. Iðnaðardeildin vill leggja sér- staka áherslu á mikilvægi þess, að nýta sem hægt er fullsútuð ,,mokka”-lambskinn frá skinna- verksmiðjunni Iðunni, til fata- gerðar fyrir innanlandsmarkað og útflutning. Af þvi tilefni hefur verið ákveðið að stofna sjálfstæða verksmiþju, sem i byrjun verður að uppistöðu til fyrri skinnadeild Heklu. Verksmiðjustjóri verður Jón Arnþórsson og mun hann sjá um daglega framkvæmdastjórn hins nýja fyrirtækis. —mhg Pípulagnir Nýlagnir/ breyting ar, hitaveitutenging- ar. Sími 36929 (milli kl. 12 og 1 og ettir kl. 7 á kvöldin) JÖFUR HF. AUÓBREKKU 44-4Í - KÓPAVOGI - SÍMI 42ÓCX3 SKODA AMIGO 120 L kostar nú aðeins kr. 1.095.000- AMIGO Vegna sölumets á síöasta ári,náðust samningar viö söluaöila um sérstaklega lágt veró á takmörkuðum fjölda bíla. Næsta sending hækkar verulega. AMIGO 5 manna — 4ra dyra. AMIGO Sparar yóur tugÞúsundir árlega. (Bensíneyósla aóeins7,6á100km.) það er góð fjárfesting að panta sér AMIGO strax ---því ekki er vitað, hversu lengi okkur tekst, að halda veröbólgunni í skefjum- V 10 102 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.