Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1978, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. janúar 1978. ‘ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Begin ásakar Egypta um andgydinglegan áróöur JERUSALEM, 23/1 Reuter — Begin forsætisráðherra tsraels ásakaði I dag egypska fjölmiðla um að reka andgyðinglega her- ferð og hann sagði, að það væri ,,til einskis og niðurlægjandi” að taka upp friðarviðræður á ný i sliku andrúmslofti. En hann lét I ljós þá von, að egypska stjórnin mundi „á næstu dögum” þagga niður i þessum andgyðinglega áróðri og skapa betra andrúms- loft fyrir viðræður. Begin sagði þetta er hann ávarpaði Israelsþing til aö lýsa stöðunni i friðarsamningunum, eftir að fundur utanrfkisráðherra tsraels og Egyptalands leystist upp i siðustu viku. Einkum réðst hann á egypska dagblaðið A1 Akhbar fyrir aö tala um hann sem „Shylock”. Hann vitnaði einnig i aðrar greinar i egypskum blöðum, t.d. i grein i Al-Ahram þar sem sagði: „Gyð- ingurinn prúttar jafnvel við engil dauðans.” Begin lýsti þvi yfir, að þetta væru ekki aðeins alræmdar and- gyðinglegar setningar, heldur endurtekning á þvi sem Gyðingar hefðu mátt lesa i Die Stiirmer, dagblaði nasista. t sliku and- riimslofti haturs gegn þjóð Gyð- inga og riki þeirra væri það niður- lægjandi og til einskis fyrir sendi- nefnd tsraels að fara tíl Kairo til að taka þátt i fundum hermála- nefndarinnar. Egyptar hafa samþykkt að fundur hermálanefndarinnar i Kairo haldi áfram. En tsraelar hafa hingað til neitað að senda varnarmálaráðherrann Ezer Weizman þangað. Bresjnef Bresnef: Varar við nifteinda- Allt bendir tíl sjálfemorða segja sérfrœðingar um lát Baader, Jan Carl Raspe og Gudrun Ensslin STUTTGART, 12/1 Reuter — Tveir sérfræðingar i réttar- læknisfræði frá Belgiu og Sviss, sögðu i dag að öll læknisfræðileg sönnunargögn bentu til þess, aö hinir þrir leiðtogar Baader-Mein- hof borgarskæruliðanna hafi framið sjálfsmorð i fangaklefum sinum i október sl. Sérfræðingarnir tveir, Armand Andre frá Liege i Belgiu og Hans-Peter Hartmann frá Zurich i Sviss, sem framkvæmdu lik- skoðun á skæruliðunum i boði vesturþýskra stjórnvalda, báru vitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins i Baden-Wutrttemberg. Báðir sögðu þeir að ekkert styddi þá ásökun sumra stuðn- ingsmanna hópsins að Andreas Baader, Jan Carl Raspe og Gud- run Ensslin hefðu verið myrt i Stammheim-fangelsinu I Stutt- gart. Vesturþýski sjúkdóma- fræðingurinn Joachim Rauschke sagði rannsóknarnefndinni að hann áliti að fjórði skæruliðinn, Irmgard Möller, hefði lika gert tilraun til sjálfsmorðs. Opinberir embættismenn hafa haldið þvi fram, að fjórmenn- ingarnir hafi ákveöið að fremja sjálfsmorð stuttu eftir að þau komust á snoöir um að vestur- Fundur Vesturlanda um stríðið Eþíópa og Sómala WASHINGTON 20/1 Reuter — Fimm áhrifamestu ríki Vestur- landa, Bandarikin, Bretland, Frakkland, Vestur-Þýskaland og Italia, munu halda fund með sér i Washington i næstu viku og ræða striöið milli Eþiópiu og Sómali- lands, að sögn sendiráðsmanna. Talið er að rikin muni senda að- stoðarutanrikisráðherra sina á fundinn. Sómalir hafa snúið sér til þess- ara rikja og beðið þau um vopn, , en þau hafa neitað þeim tilmæl- um til þessa. Vaknar þvi sú spurning hvort umræddur fundur marki einhverja breytingu á þeirri afstöðu rikjanna. Auglýsiö 1 Þjóöviljanum þýskir hermenn höfðu bjargað áhöfn og farþegum Luft- hansa-f lugvélar á Moga- dishu-flugvelli i Sómaliu 18. októ- ber sl. en flugvélarræningjarnir gerðu kröfu um að þau yrðu látin laus úr fangelsinu. Fyrir viku neitaði Möller við yfirheyrslu fyrir þingnefndinni, að hún og hinir fangarnir þrir hefðu reynt að fremja sjálfsmorð. Hún hefur höföaö mál á hendur „óþekktum persónum”, sem hún sakarum tilraun til að myrða sig. sprengju i V-Evrópu LONDON 23/1 Reuter — James Callaghan forsætisráöherra Breta mun bráðlega svara bréfi Leonids Bresjnefs forseta Sovét- rikjanna. 1 bréfinu varar Bresj- nef vestræna leiðtoga við að taka nifteindasprengjuna i notkun á vegum Nato i Vestur-Evrópu. Cailaghan barst bréfið fyrr i mánuðinum. Helmut Schmidt kanslari V-Þýskalands mun einn- ig hafa fengið bréf þetta ásamt nokkrum öðrum leiötogum Nató-rik ja. Bretland, ásamt öörum evrópskum bandamönnum Bandarikjanna, á eftir að taka ákvörðun um þaö, hvort Nató skuli leyft að hafa nifteinda- sprengjur i Vestur-Evrópu. Málið er til athugunar hjá ráðherrum Natórikjanna fimmtán. Sendiherra V-Þýskalands var rekinn frá Eþiópiu NAIROBI 23/1 Reuter —- Sendi- herra Vestur-Þýskalands i Eþiópiu fór í dag frá Addis Ababa áleiðis heim til Þýskalands en stjórnin i Eþiópiu hafði rekið hann úr landi. Talsmaður vestur þýska sendiráðsins i Addis sagði að sendiherrann, dr. Johann Christian Lankes, færi til Bonn til skrafs og ráðagerða vegna brott- rekstursins. Ákvörðun um brottrekstur sendiherrans var tekinn eftir að Marie Schlei, efnahagssamvinnu- ráöherra Vestur-Þýskalands, til- kynnti á laugardaginn að stjórnin i Bonn hefði ákveðið að láta Sómaliumönnum I té 25 miljón mörk I efnahagsaðstoð, án nokk- urra skilyrða. Vestur-þýskir fjölmiðlar hafa rætt um það, að Sómaliustjórn gæti notað þessa fjármuni til vopnakaupa. Sómaliustjórn hefur mikla þörf fyrir vopn handa þeim hersveitum, sem hafa barist við Eþi'ópiumenn um yfirráð Ogad- en-eyðimerkurinnar sl. sex mán- uði. Þetta er i annað skiptið á einni viku sem vestur-þýskur sendifull trúi er rekinn frá Addis Ababa. Hermálafulltrúa sendiráðsins var vikið úr landi á þriðjudaginn. Fyrr i þessum mánuði var vestur-þýski skólinn i Addis Ababa hertekinn af Eþiópiu- mönnum og starfsliö hans rekið út. Vestur-Þýskaland hefur reynt að sýna óhlutdrægni i deilum Afrikurikja, en vilja nú launa Sómalfumönnum góða samvinnu i október sl„ er gislarnir i Luft- hansavélinni voru frelsaðir á M ogadis huf lug velli. -------------------x Útbreiddasta uppsláttar- bókin ÍSLENSK FYRIRTÆKI er útbreiddasta tyrirtækjaskrá landsins, innanlands og utan. Hún er notuð af stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja og öörum sem þurfa að hafa aðgang að itarlegum og aðgengilegum upplýsingum þegar þess gerist þörf Sláið upp í ÍSLENSK FYRIRTÆKI og finnið svarið. ISLENSK FYRIRTÆKI Ármúla 18. Símar 82300 og 82302 ^_________________J ÉT~—---—————— TÍZKUBLAÐIÐ Uf er nær uppselt hjá útgefanda Örfá eintök eftir sem aðeins verða send til nýrra áskrifenda. Tízkublaðið Lff þakkar frábærar móttökur og minnir á að blaðið kemur út annan hvern mánuð. Til tizkublaðsins Lif Armúla 18 Öská eftir áskrift 1 — 6 frbl. 1978 kr. 2970 2—6 tbl. 1978 kr. 2475 ■1---------------- I j Nafn: __________ I I----------------- I | Heimilisfang: simi: TÍ7KTTRLAÐTÐ LÍF — SÍMI 82300

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.