Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.02.1978, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. febrúar 1978 1. umferö Brown — Pohigaevsky Hvitt: Walter Brown Svart: Lev Polugaevsky Urottningarbyrjun. 1. d4-Rf6 6- Bd3-d6 2. c4-e6 7. Bxc4-b5 3. Rf3-d5 8. Bb3-b4 4. Rc3-c6 9. Re2-Bb7 5. e3-Rbd7 10. 0-0-Bd6 11. Rf4-0-0 12. Hel-c5 13. d5-e5 14. Rxe5-Hc8 15. e4-c4 16. Rxf6 + -Dxf6 17. Bg5-Dgl 18. Bc2-Hfe8 19. Bf4-Bxf4 20. Dxd7-Db6 21. Df5-Bh6 22. e5-g6 23. Dh3-Bg7 24. e6-Hxe6 25. Rg5-Hxel + 26. Hxel-Rh6 27. Rxf7-Kxf7?? 28. Dd7 + -Kg8 29. He7-Dd4 30. De6 + -Kh8 31. Dxg6-Be4 32. Hxe4-Dd7 Og þar með gaf svartur skákina. 2. mnieré Friðrik — Larsen Hvitt: Friðrik ólafsson Svart: Bent Larsen Aljecinvörn 1. e4-Rf6 2. e5-Rd5 3. d4-d6 4. Rf3-g6 5. Bc4-Rb6 6. Bb3-Bg7 7. Rg5-d5 8. 0-0-Rc6 9. C3-BÍ5 10. g4-Bxbl 11. Df3-0-0 12. Hxbl-Dd7 13. Bc2-Rd8 14. Dh3-h6 15. f4-hxg5 16. Í5-Re6 17. fxe6-Dxe6 18. Bxg5-c5 19. Khl-cxd4 20. cxd4-Hc8 21. Bf5-gxf5 22. gxf5-Dc6 23. Hgl-Dc2 24. Hbel-Kf8 25. f6 Og hér fór Larsen yfir timamörkin með gjörtapaða skák. Reykj avíkurskákmótið Ekki verður það með sanni sagt, að Reykjavíkurskákmótið, sem hófst sl. laugardag hafi vald- ið áhorfendum, sem fjölmennt hafa á mótsstað, vonbrigðum. Þvert á móti; ánægja manna með hið nýja fyrirkomulag sem tvenn timamörk i hverri skák eru, hafa vakið athygli og ánægju. Segja má að flestir meistaranna hafi lent i timahraki við fyrri mörkin, 30 leiki á 1 1/2 kiukkustund, og hefur inikið gengið á hjá sumum rétt fyrir þessi mörk. Þó hefur enginn keppenda verið jafn mikið undir smásjá áhorf- enda og Bandarikjamaðurinn Walter Brown, enda að vonum . Maðurinn er einstakur i allri framkomu, og við skákborðið i timahraki er hann hreint og beint skemmtikraftur, hvort sem fólk botnar eitthvað i skák eða ekki. Hann getur aldrei setið kyrr, eitt einasta augnablik, færir mennina á borðinu af sliku afli og hraöa að allt ætlar um koll að keyra og hegðun hans raunar öll hin furöu- legasta. En sannleikurinn er sá, Bent Larsen átti aldrei mögu- leika gegn Friðrik Ólafssyni (Ljósm. — eik). Það er alltaf mikið um að vera i kringum Bandarikjamanninn Brown, sem situr t.v. gegnt Sovétmanninum Polugaevsky. Þeir eru að fara yfir skákina, sem Brown vann. Friðrik og Larsen fylgjast með (Ljósm. — eik). Nýju tímamörkin setja allt á annan endann skákmeistararnir flestir í mikiu tímabraki viö fyrri timamörkin að þótt maður gæti haldið að Brown geti ekki hugsaö heila hugsun til enda, ef miðað er við framkomu hans og hegðun, þá teflir hann aldrei betur en i botn- lausu timahraki,og þeir sem best þekkja til hans, segja að hann sé alltaf I botnlausu timahraki og sé þá alveg sama hvort hið hefð- bundnu timamörk gilda eða þau sem i gildi eru á Reykjavikur- mótinu. Þaö var býsna gaman að sjá þá sitja sitt hvoru megin við borðið i 1. umferð, Brown og Polu- gaevsky, hinn hæggerða og sett- lega Sovétmann, sem aldrei breytir um svip og situr nær hreyfingarlaus við borðið allan timann á meðan Brown var allur á fleygiferð hinu megin við borð- ið. En i miklu timahraki sigraði Brown Sovétmanninn glæsilega. Brown átti 1 minútu á 6 siðustu leikina.en Polugaevsky 10 min, en allt kom fyrir ekki; Brown tefldi listilega, og við blasti óverjandi mát hjá Sovétmanninum. Ahorfendur voru margir á fyrstu umferð mótsins sl. laugar- dag, en þó mun fleiri á sunnudag, en þá má segja að það hafi verið húsfyllir, bæði i keppnissalnum og frammi á göngum þar sem hægt er að fylgjast með skákun- um á sjónvarpsskjám og eins i ráðstefnusal Hótels Loftleiða, þar sem skákirnar eru skýrðar. Margir voru frammi á gangi og i ráðstefnusalnum, þegar Friðrik allt I einu blés til svo grimmilegr- ar sóknar i skákinni gegn Larsen, að menn gripu andann á lofti og það fór kliður um sali. I einni svipan fyHtist skáksalurinn og það hefði mátt heyra saumnál detta, svo spenntir voru menn. Og allt I einu stóð Larsen uppi með gjörtapað tafl og hann féll á tima eftir 25 leiki en þá voru ekki nema fáir leikir i mátiö. Og i salnum glumdi við glymjandi lófatak. Friörik Ólafsson hafði enn einu sinni snilldartakta við skákborö- ið, snilld og hörku, sem hann þvi miður sýnir ekki nógu oft núorðið, en allir vita að hann getur þetta, þegar vel liggur á honum. Ungu skákmennirnir okkar hafa teflt misjafnlega i þessum tveimur fyrstu umferðum. Mar- geir barðist hetjulega gegn Hort i 1. umferð, en gaf eftir, Englend- ingurinn náði að laga stöðuna og loks að sigra. Og Helgi Óiafsson gerði jafntefli við Guðmund Sig- urjónsson i 1. umferð, en tapaði svo fyrir Lombardy i 2. umferð. Jón L. átti aldrei möguleika gegn Polugaevsky i 2. umferð og tapaði en Margeir gerði friðsemdar jafntefli við Ogaard i 2. umferð. Að öðru leyti visast til töflunnar um úrslit skáka. __ S.dór 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 VINN. S.B. RÖÐ 1 Helgl ölafsson M W' 0 O '/< 2 william Lombardv L m 'A 3 H pri t T.ars pn / 1 / 0 4 Vlastimil Hort 'Æ m / % '/< 5 Leif ögaard m * 0 6 V/alter Brown m . / / / 7 Jón L. Ámason Ws m 0 O 8 Anthony Miles / m /i A 9 Lev Polugaevsky 0 / A w 10 Jan Sme.ikal 0 n 11 Margeir Pétursson O % 0 m 12 Gannedy Kuzmin 0 'Á. / i 13 Friörik ölafsson * / A 14 Guðmundur Bigurjs. 'A % wrr 19 ár síðan ég hef farið svona með Larsen r sagdi Friörik Olafsson eftir glæsilegan sigur yfir Bent Larsen ,,Já, við Larsen höfum marga hildi háð við skákboröið um dagana og gengið á ýmsu, en ég hef ekki náð að fara svona illa meö hann síðan á skákmóti í Hoilandi 1959. Þá sigraði ég hann áiíka auðveldlega og nú”, sagði Friðrik óiafsson er við ræddum við hann eftir hinn glæsilega sigur hans gegn Larsen sl. sunnudag. Og það var ekki bara, að sigurinn væri sætur vegna þess að þarna átti Friðrik i höggi við ,,erki óvin- inn” Larsen, heldur var tafl- mennska Friðriks með þeim hætti að skákin á efiaust eftir að öðlast heimsfrægð. — Hvað gerðist i raun i þess- ari skák, Friðrik? ,,Larsen beitir mjög mikið A)jecin-vörn, og ég fór svo litið yfir nokkrar skákir hans i gærkvöldi og mér fannst ég finna gloppu i vörninni hjá hon- um og breytti þvi útaf i 8. leik. Ég hrókfærði þá, en vanalega er þá leikið f4. Og þetta kom hon- um greinilega á óvart. Eftir þetta náði ég yfirhendinni og raunar yfirburðastöðu stuttu siðar, þannig að eftirleikurinn var ekki nema tæknileg úrvinnsla." — En þrjár mannsfórnir i einni skák eru nú ekkert venju- legt fyrirbæri. „Nei, kannski ekki, en þær voru bara liður i þessari tækni- legu úrvinnslu. Hann átti ekki um annað að gera en þiggja tvær þeirra, en við það styrktist staða min og ég náði þessum mönnum aftur.” — Hv 'ig kanntu við þetta nýja fyrii.-omulag með tima- mörkin? ,,Ég kann afar vel við þaö. og greinilegt er,að áhorfendum lik- ar það vel, enda gerir það skák- irnar mun skemmtilegri fyrir áhorfendur, en settur að visu dálitið meiri pressu á skák- mennina” — Finnst þér þú vera upplagður, eins og sagt er, nú i byrjun mótsins? ,,Ja, ég var það að minnsta kosti i dag og maður vonar að Friðrik ólafsson I þungum þönk- um i skákinni. það verði svo áfram. Alla vega gefur þessi sigur manni byr i seglin.” — S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.