Þjóðviljinn - 07.02.1978, Side 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 7. febrúar 1978
HELGI SELJAN:
vegafjár tffl nýframkvæmda
síðustu ár
Sfðast liðinn fimmtudag hófust
á Alþingi umræður um breytinga-
tillögu rikisstjórnarinnar við
vegaáætlun 1978. t þessari breyt-
ingatillögu er gert ráð fyrir að út-
gjöld til vegamála aukist um 2300
miljónir miðað við upphaflega
áætlun. t umræðum um þessa til-
lögu flutti Helgi Seljan ræðu sem
gerð verður nokkur grein fyrir
'hér á eftir.
Hæpin viðmiðun
Helgi Seljan benti á að viðmið-
un sú sem notuð væri til aö sýna
fram á verulega aukningu vega-
fjár samkvæmt þessari breyt-
ingatillögu, væri vægast
sagt mjög hæpin, þar sem árið
1977 er tekið til samanburðar, en
það ár var um aö ræða stórfelld-
asta niðurskurð sem þessi mála-
flokkur hefur orðið fyrir.
Helgi minnti á að stjórnarand-
staðan hefði mjög gagnrýnt af-
greiðslu vegaáætlunarinnar á sið-
asta ári og þann niðurskurð raun-
framkvæmda sem þar kom
gleggst i Ijós varðandi lands-
byggðina. Stjórnarandstaðan
hefði gagnrýnt vanefndir á fjár-
öflun til vegagerðar samkvæmt
áætlun um Norður- og Austurveg,
að landshlutaáætlanir væru felld-
ar niöur svo sem var um Austur-
landsáætlun, og skiptingu þjóö-
brautafjár.
Studdu aukna
f járöflun
Alþýöubandalagsmenn hefðu
verið reiðubúnir að standa að
leiðum til aukinnar fjáröflunar,
þó aö þeir hefðu gagnrýnt um leið
þingsjá
hversu stór hluti tekna af umferð-
inni rynni annaö en til vegamála.
Gagnrýni i vegamálum hefði þvi
ekki verið sýndarmennska og
höfðu menn þá til samanburðar
ábyrgðarlausa gagnrýni Sjálf-
stæðismanna á vinstri stjórnina,
þegar þó var um aukningu ár
hvert að ræða og i raun aldrei
meir unnið að vegamálum en þá.
Stór orð þeirra Sjálfstæðismanna
þá muni vel geymd, ekki sist i
Ijósi þess hvernig þeir nú hafa
staðiö að málum. Samkvæmt af-
stöðu Alþýðubandalagsmanna til
vegamála hefðu þeir þvi greitt
atkvæði með þeirri auknu fjár-
öflun til vegagerðar sem hin
endurskoöaöa vegaáætlun byggir
nú á. Þeir hafi að visu haft þann
sjálfsagða fyrirvara að aukiö
fjármagn til vegagerðar yrði nýtt
til þess fyrst og fremst að bæta
ástand þeirra vega sem verstir
eru og mest þarf fyrir að gera til
þess að akfærir megi teljast.
Siðan ræddi Helgi þær ákvarð-
anir sem teknar voru I vega-
málum varðandi Austurland á
siðasta ári. Minnti hann á aö
Austurlandsáætlun heföi aö
mestu leyti verið felld niður, en
þó hafi verið búið að gera um
hana bindandi samning. Þá
minnti hann á að þjóðvegapró-
sentan heföi verið lækkuð óeöli-
lega mikið eða úr 16% I 11%.
Breytt viðhorf
í vegamálum
Helgi vék siðan máli slnu að
þeirri breyttu stefnu i vega-
málum sem hann sagði að nyti nú
vaxandi fylgis meðal vega-
gerðarmanna og byggði hann það
m.a. á upplýsingum frá Einari
Þorvarðarsyni umdæmisverk-
fræðingi á Austurlandi. I fyrsta
lagi þyrfti að leggja áherslu á
Helgi Seljan
aukið viðhald veganna. Viða
mætti stórbæta vegina með full-
nægjandi viðhaldi þ.e. með góðu
malarslitlagi. Með góðum efna-
vinnslutækjum sem tryggja að
kornstærð sé hæfileg i hvert
lag um sig, mætti stórbæta ástand
óendurbyggðra vega fyrir ótrú-
lega litið fjármagn. 1 öðru lagi
mætti með tiltölulega litlum
breytingum á burðarlagi og lag-
færingum á hæpnustu stöðum,
leggja bundið slitlag beint á tals-
verðan hluta af þvi vegakerfi
Austurlands sem skást er.
Þá sagði Helgi að Einar hefði
lagt á það áherslu að nauðsynlegt
fjármagn fengist til rannsókna og
tilrauna svo að best nýting yrði
bæði á viðhaldsfé og nýfram-
kvæmdafé. Einnig að áður-
greindar hugmyndir kæmu sem
itarlegast fram á Alþingi og frá
sem flestum.
Auknar strandferöir
Þá sagðist Helgi vilja flytja þá
eindregnu skoðun umdæmisverk-
fræðings Austurlands að vinna
beri að strandferðum okkar með
stóreflingu Skipaútgerðar rikis-
ins, einmitt til þess að létta að
nokkru þeirri miklu þunga-
umferð, sem vegina hrjáir og sem
hann telur að standi að nokkru i
vegi fyrir þeirri nýskipan fram-
kvæmda sem hér hefur veriö tæpt
á.
Raungildi vegafjár
minnkuö
Helgi benti á að með þvi að bera
saman raungildi vegafjár til
nýframkvæmda siðustu árin, þá
kæmi i ljós, að miðað við tæpa tvo
miljarða 1970, þá er fram-
kvæmdagildi ársins 1971 3770,
árið 1972, 4128, árið 1973, 4689, árið
1974, 3761, árið 1975 fer það
niður i 2742, 1976 i 2515 og 1977
niður i 2208 og nú eftir hækkunina
i 3113. Þessar tölur væru vel stað-
festar og skyldu þær undirstrik-
aðar nú þegar megináherslan
væri lögð á viðmiðun við árið i
fyrra.
Sagtfrá fundum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í Siglufirði
Finnur Torfi afneitaði vinstri stefnu
og hinn hélt sömu ræðuna þrisvar
Alþýðubandalagið hélt ágætan
og fjölsóttan fund f Siglufirði
seinasta sunnudag i janúar og
sátu þar fyrir svörum: Baldur
Óskarsson, Hannes Baldvinsson
og Ragnar Arnalds.
Fundarsókn var með ágætum,
60-70 manns, og voru umræður
lengst af málefnalegar og fróö-
legar. Þegar langt var liðið á
fundinn birtust þeir Vilmundur
Gylfason og Finnur Torfi Stefáns-
son, sem verið höfðu meö fund I
Siglufiröi daginn áöur og tóku
þeir báðir til máls. Mikla athygli
vakti, aö Viimundur flutti nokk-
urn veginn nákvæmlega sömu
ræðuna og hann hafði flutt tvisv-
ar sinnum daginn áður, og hlaut
hann bæði hrós og hlátur fyrir
þessa óvenjulegu ræðunýtni.
Alþýöubandalagið efndi til
félagsmálanámsskeiðs þessa
helgi og fóru þátttakendur á fund
Alþýðuflokksins, sem haldinn var
um miðjan dag á laugardag. Sig-
urður Hlöðversson og Hannes
Baldvinsson lögðu nokkrar
spurningar fyrir komumenn.
Hannes spurði Vilmund, hvort
hann væri visvitandi að löðrunga
Finn Torfa með þvi að gera próf-
kjör Alþýðuflokksins að aðalum-
ræðuefni sinu og með þvi að saka
alla þá um einræðistilhneigingar,
sem ekki viöhefðu prófkjör. Eins
og flestir vissu, væri Norðurland
vestra eina kjördæmið, þar sem
ekki væri prófkjör á vegum Al-
þýðuflokksins um framboö til Al-
þingis. Við þessari spurningu
fékkst þaö svar eitt, að framboð i
kjördæminu væri fyrir löngu
ákveðið og þvi ekki hægt aö hafa
prófkjör.
Ragnar Arnalds ræddi um þá
spurningu, hvers vegna Alþýðu-
flokkurinn heföi glatað svo miklu
fylgi á seinustu árum. Hann
spurði talsmenn Alþýðuflokksins,
hvort þeir teldu sig fremur vera
hægri eöa vinstri menn, hver væri
afstaða þeirra til félagslegs
reksturs og rikisafskipta, hvort
þeir væru andvigir erlendri
hersetu i landinu eða ekki og
hvort þeir væru talsmenn er-
lendrar stóriðju eða ekki. Enginv
svör fengust við þessum spurn-
ingum, og héldu þeir Finnur og
Vilmundur fast við þá kenningu,
að enginn málefnalegur munur
væri á hægri og vinstri mönnum
og engin ástæða til aö taka af-
stöðu til þeirra stórmála, sem
mest hefur verið tekist á um i Is-
lensku þjóðfélagi seinustu ára-
tugi.
Mikla eftirtekt vakti, að Finnur
Torfi vildi sem minnst gera úr
áformum rikisstjórnarinnar og
stjórnskipaðrar nefndar um sölu
rikisfyrirtækja og leitaðist við að
telja fólki trú um, að þetta mál
væri alls ekki á dagskrá.
Skýringin á þessari afstöðu
Finns Torfa kom á daginn, eftir
að þeir félagar kvöddu, en hún er
einfaldlega sú, að hin stjórnskip-
aða nefnd sem vinnur að sölu
rikisfyrirtækja, m.a. þriggja
rikisfyrirtækja i Siglufirði, er
ekki aðeins skipuð Sjálfstæðis- og
Framsóknarmönnum heldur
einnig fulltrúa Alþýðuflokksins,
og er það bæjarfulltrúi krata i
Hafnarfirði.Guðriöur Eliasdóttir,
sem sæti á i nefndinni.
Vilmundur vakti hins vegar
mesta athygli fyrir, að hann
hjakkaði stöðugt i sama farinu.
Hann ræddi aðeins um þrjú mál:
launakjör alþingismanna,
Kröflumálið og prófkjör Alþýðu-
Framhald á bls. 14.
I
I
j
i
■
I
m
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
*»■
I
■
I
■
I
i
■
I
i
■
MAGNÚS KJARTANSSON:
Viðurstygglleg árás á gamalt fólk
Ég hef sjaldan orðið eins
snöggreiður og i gærkvöld,
þegar ég fletti Þjóðviljanum
þótt ég þættist vera búinn að
lesa hann um morguninn. Ég
staldraði við pistil sem var
óundirritaöur og þvi ritstjórnar-
grein um „bráðskemmtilega og
spennandi miðdegissögu” eftir
sænsk hjón sem hafa gert
reyfaraskriftir að ævistarfi sinu
og stytt mér stundir, og það var
tekið fram að Ólafur Jónsson
bókmenntagagnrýnandi heföi
þýtt söguna og flytti hana
sjálfur. Siðan stóð að dagskrár-
stjórnendur útvarpsins hefðu að
undanförnu „vægast sagt verið
mistækir á vali á sögum i þenn-
an dagskrárlið. Undanfarið hef-
ur hvert gamalmennið á fætur
öðru mætt með eigin sögu og
lesiö yfir okkur útvarpshlust-
endum mæddri röddu. En nú
hefur orðiö ánægjuleg breyting
á.”
Ég veit ekkert um miðdegis-
sögur útvarpsins, ég hef aldrei á
þær hlustað og ætla mér ekki að
gera það fyrr en ég leggst i kör,
svo að ég get ekki rætt það mat
á sögum sem fram kemur i rit-
stjórnargreininni. En það sem
gerði mig reiðan var sú viður-
styggilega alhæfing, að gamal-
menni geti ekki samið sögu eða
mælt hana fram. Ég hef sem
betur fer komist i mjög mikil
kynni viö gamalt fólk. Það
heimsótti mig mikið meðan ég
starfaði i ritstjórn Þjóöviljans
og siðar i Stjórnarráðinu,
siðustu 3-4 ár hef ég dvalist
langdvölum á heilbrigðis-
stofnun þar sem ég hef átt kost á
að kynnast mjög mörgu gömlu
fólki. Reynsla min er sú að
aldur fólks skiptir engu máli
nema sem tölfræðileg stað-
reynd. Gamalt fólk er nákvæm-
iega jafn fjölbreytilegt að þvi er
varðar greind, tilfinningar,
sögumannshæfileika, raddstyrk
og annað og fólk á öllum aldri -
raunar minnist ég þess frá þvi
ég var krakki að mér þótti gam-
alt fólk segja sögu betur en
aðrir. Ég vil minnast á tvö
landskunn dæmi. Ég átti þvi
láni að fagna að kynnast Þór-
bergi Þórðarsyni vel og tala oft
við hann fram undir það að Þór-
bergur lést, kominn á háan
aldur. Mér þótti hann alltaf jafn
greindur og skemmtilegur, frá-
sagnargleðin hélst allt til loka á
kynnum okkar, einnig þessi sér-
kennilega gáskafulla rödd sem
enn lifir i hugskoti minu eins og
klassisk músik. Halldór Lax-
ness hefur lifaö i meira en þrjá
aldarfjórðunga. Er hann ekki
„gamalmenni” að mati
höfundar ritstjórnargreinar
Þjóðviljans? Má vænta þess
að ritstjórnargreinarhöfundur
Þjóðviljans krefjist banns við
þvi að honum veröi leyft að
flytja „eigin sögu” i útvarp?
Halldór hefur einnig mjög sér-
kennilegan talanda, en í
hljóðum talfæra hans felst að
minu mati músik sem stundum
hefur opnað mér skilning á
orðum sem ég hafði áður lesið á
bók án þess að átta mig á undir-
tónum þeirra. Ég gæti nefnt
aragrúa af hliðstæðum dæmum,
islenskum og alþjóðlegum.
Þetta á einnig við um fram-
sagnarhæfileika :f jöldinn allur af
leikurum, islenskum og alþjóð-
legum túlkar texta fram á háan
aldur miklu betur en þeir sem
yngri eru. Vist hefur aldurinn
breytingar i för með sér, en þær
eru einstaklingsbundnar og
hafa ekkert almennt gildi. Akaf-
lega margt gamalt fólk hefur
hæfileika sem gnæfa hátt yfir
meöalhæfileika manna á öllum
aldri. Ekki má skilja þessi orð
min sem neina árás á Ólaf Jóns-
son, ég hef alltaf metið mikils
greind hans og skýra framsetn-
ingu, einnig talanda hans sem
er mjög persónulegur eins og
þeirra tveggja rithöfunda sem
ég nafngreindi áðan. En ætti ég
að‘ velja eitt lýsingarorð um
rödd hans mundi ég nota orðið
„mæddur”.
Reiði min stafaði ekki af þvi
að ég las blaður i Þjóðviljanum,
slikt ber daglega fyrir augu i
islenskum blöðum. En ég
minntist þess aö komið hafa upp
i veröldinni kenningar um
úrvalskynstofna, einnig á okkar
öld. 1 þeim kenningum var
ekkert rúm fyrir gamalmenni,
ekki heldur fyrir likamlega eða
andlega fatlað fólk. Ritstjórnar-
greinarhöfundur Þjóðviljans
ætti að kynna sér þessar kenn-
ingar — nema hann hafi þegar
gert það og látið sannfærast.
Aldurinn hefur aðeins
persónubundin áhrif á getu
manna, engin sem nota má til
alhæfinga. Þetta á ekki aðeins
við um jákvæða hæfileika,
heldur og neikvæöa. Það eru til
fifl og siðleysingjar á öllum
aldursstigum: höfundur rit-
stjórnargreinar Þjóðviljans
getur áttað sig á þvi hvernig eitt
eintak þeirrar manntegundar
liturútmeö þviaðhorfa i spegil.
Reykjavik 4öa febrúar 1978,
Magnús Kjartansson