Þjóðviljinn - 11.02.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 11. febrúar 1978
Rikisstjórnin riftir samningum við launþegasamtökin:
Verðum að losna við
núverandi ríkisstjórn
sagði Lúðvík
Síðdegis i gær hófust
umræður á Alþingi um
frumvarp ríkisstjórnar-
innar um ráðstafanir i
ef nahagsmá lum, en í
fyrradag var nokkur grein
gerð fyrir megin-efni
þessa frumvarps. Mikill
f jöldi fólks var á þingpöll-
um i gær er umræður hóf-
ust og er auðsætt að fólk
fylgist náið með þessum
síðustu kjaraskerðingar-
áformum ríkisstjórnarinn-
ar. Við umræðurnar í gær
flutti Lúðvík Jósepsson
ræðu þar sem hann gagn-
rýndi mjög frumvarpið og
ræddi orsakir þeirrar
óheillastefnu er efnahags-
málin hefðu tekið síðustu
ár. Verður hér gerð grein
fyrir þvi helsta er fram
kom í ræðu Lúðvíks.
11% kaupmáttar-
skerðing
Lúbvik Jósepsson benti á að
meginnefni frumvarpsins kæmi
fram i 1. og 2. gr. frumvarpsins en
þar er þeirri meginreglu slegið
fastri að aðeins komi til fram-
kvæmda helmingur visitöluupp-
bóta á þau laun sem gerðir höfðu
verið kjarasamningar um. Sú
staðreynd aö aðeins skuli greiða
hálfar visitölubætur felur i sér
kaupmáttarskerðingu sem nemur
11% miðað við undanfarna mán-
uði (desember 1977 til febrúar
1978). Þessi kaupmáttarskerðing
verði að visu minni á lægstu laun,
en skerðingin verði þó engu að
siöur veruleg á lægstu taxta.
Aö sögn rikisstjórnarinnar þá
eigi þessar aðgerðir að tryggja að
meöalverölagshækkanir veröi á
árinu 1978 37% i stað 40%!! Þetta
er öll dýrtiðarlækkunin sem rikis-
stjórnin stefnir að meö þvi að
rifta samningana við launþega-
samtökin.
Hliðarráðstafanir rikis-
stjórnarinnar geri svo ráö fyrir
að hægt verði að færa verðlag niö-
ur um 2 miljarða. En þessar verö-
lækkunarráðstafanir verði i raun
að engu vegna annarra ráðstaf-
ana sem gerðar eru samhliða.
Þannig er um að ræða 15% verð-
hækkun á erlendum gjaldeyri
sem vitaskuld heföi gifurleg áhrif
á allt verölag innanlands. Lúövik
benti t.d. á að verðmæti innflutn-
ings 1977 hefði veriö 120 miljarö-
ar, en vegna gengislækkunarinn-
ar mun verðmæti innflutnings
hækka um 18 milljarða. Við þetta
eigi svo eftir að bæta tollum,
vörugjaldi, söluskatti og versl-
unarálagningu. Þetta myndi þvi
tákna 30-40 miljaröa hækkun inn-
flutnings. Svo ætlar rikisstjórnin
Jósepsson
að lækka verðlagið um 2 milj-
arða!! Þetta væri dálagleg bar-
átta gegn veröbólgunni.
Verðlag þrefaldast
Lúðvik benti á aö öll barátta
rikisstjórnarinnar við verðbólg-
una miðaðist við að hækka verð-
lag og skatta. Rikisstjórninni
hefði tekist aö hækka verðgildi
dollarans um 156,7% frá þvi að
hún tók við völdum, og gjaldeyrir
annarra landa hefði hækkað enn
meir. Þetta hafði vitaskuld haft i
för með sér verulega hækkun alls
verðlags innanlands. Þannig
hefði framfærsluvisitalan hækkað
um 214% frá þvi að rikisstjórnin
tók við og verölagiö hefur þvi þre-
faldast á sama tima.Stefna rikis-
stjórnarinnar hefur leitt til meiri
verðhækkana en nokkurt dæmi er
til áður. Og ekkert benti til að
rikisstjórnin væri að skipta um
stefnu i þessum efnum. Að visu
talaði rikisstjórnin um að haida
genginu stööugu, en til þess þyrfti
að breyta efnahagsstefnu rikis-
stjórnarinnar i grundvallaratrið-
um.
Þá ræddi Lúðvik nánar einstök
ákvæði frumvarpsins og benti á 3.
gr. frumvarpsins sem er svo-
hljóðandi: ,,Frá og með 1. janúar
1979 skulu óbeinir skattar ekki
hafa áhrif á verðbólguvisitölu eða
verðbótaákvæði i kjarasamning-
um”.
Hótun við
launþegasamtökin
Þetta ákvæði fæli i sér þá til-
kynningu frá stjórnarflokkunum
þess efnis að þeir ætluðu sér að
reyna aö halda áfram i rikisstjórn
eftir kosningar. Þá fælist i þessu
ákvæði stórkostleg hótun viö
launþegasamtökin. Eftir 1. janú-
ar 1979 geta stjórnvöld hækkaö
söluskatt, vörugjald, og tolla án
þess aö slikar hækkanir komi
fram i veröbótum á launum.Eftir
næstu kjarasamninga gæti þvi
rikisstjórnin tekiö allar kjarabæt-
ur til baka með þvi að hækka
þessa óbeinu skatta sem næmi
launahækkuninni.
Þessi hugsunarháttur kæmi
fram i frumvarpinu i heild.
Þremur mánuðum eftir aö rikis-
stjórnin skrifar undir samninga
við starfsmenn sina, riftir hún
þessum samningum. Það væri
auðsætt að ekki er hægt að treysta
undirskrift þessarar rikisstjórn-
ar. Þá var rikisstjórnin beinn að-
ili að samningum ASl og VSI i
sumar en ætlar nú að svikja þá
samninga. Þetta væri ekki hægt
að kalla annað én siðlausa fram-
komu.
Fyrirgert öllu trausti
En um leið og gripið er til þess-
ara aögerða viðurkennir forsætis-
ráðherra að ekki sé hægt að ná
neinum árangri i baráttunni við
verðbólguna nema með samstarfi
Norræni sumar-
háskólinn kynntur
í dag
Starfsemi Islandsdeildar Nor-
ræna sumarháskólans verður
kynnt á almennum kynningar-
fundi i Norræna húsinu laugar-
daginn 11. febrúar (i dag) kl.
15.00. Regla er i starfi skólans aö i
ársbyrjun séu ný efni tekin fyrir i
nýjum hópum, og eldri hópar
taka þá einnig við nýjum félög-
um. Hópstjórarnir mæta á fund-
inum og kynna starfsemina.
Stjórn tslandsdeildar Norræna
sumarháskólans hefur ákveöið aö
velja aö þessu sinni 6 efni af 13
sem boöið er upp á af dagskrá
norræna sumarháskólans og
fjallar sinn hópurinn um hvert
efni. Þessi 6 efni eru: Hafið og
Norðurlönd, hópstjóri óiafur K.
Pálsson, Þekkingarmiðlun i skól-
um, hópstjóri Þorsteinn Jónsson,
Framleiðsla og stéttarvitund,
hópstjóri Stefania Traustadóttir,
Listir og samfélag, hópstjórar
Ólafur Kvaran og Júliana Gott-
skálksdóttir og Staöfélög i ljósi
byggöastefnu, hópstjóri Stefán
Thors. — Nánar veröur skýrt frá
starfsemi Norræna sumarháskól-
ans siöar i biaðinu. dþ
viö launþegasamtökin. En hvern-
ig er hægt að búst viö eðlilegu
samstarfi launþegasamtakanna
við rikisstjórnina eftir þessar aö-
gerðir? Rikisstjórnin hefur i
reynd fyrirgert rétti sinum til að
fara fram á traust launþegasam-
takanna og samstarf. Meö til-
lögugerö sinni hefur rikisstjórnin
pingsjá
fram. Þeir 5 fulltrúar er myndi
minnihlutann (ASI, BSRB og
stjórnarandstaðan) taki fram að
þeir standi ekki að álitinu, og
leggja fram sérstakar tillögur.
Þá voru fulltrúar Vinnuveitenda-
sambandsins og Stéttasambands
bænda með sérbókanir, þannig að
þessi skýrsla túlkar þvi i reynd
skoðanir minnihluta nefndar-
manna.
í þessari skýrslu væri þó ýmis
atriði sem hann væri sammála,
m.a. varðandi orsakir verðbólg-
unnar hérlendis. Þar kæmi fram
að verðbólgan hefði aukist aö
mun hér á landi eftir 1970, en þó
hefði keyrt um þverbak með
Lúövik Jósepsson, formaöur Alþýöubandalagsins, flutti hvassa gagn-
rýni á kaupránsfrumvarp rikisstjórnarinnar er frumvarpiö kom til
meöferöar á aiþingi f gær. Myndina tók eik. i forsetastóli ráöslagar
Ragnhildur Helgadóttir viö Geir Hallgrimsson, en i ritarasæti er
Eyjólfur Konráð Jónsson.
útilokað allt samstarf milli henn-
ar og launþegasamtakanna.
Þá sagði Lúðvik aö i skýrslu
verðbólgunefndar hefði verið tal-
að um 4 valkosti. Rikisstjórnin
hefði hins vegar ekki valið neinna
þeirra heldur tint brot úr þeim
öllum. Meirihlutinn (fulltrúar
rikisstjórnarinnar) haföi lagt til
að hin svokallaöa 5 leið yrði far-
inn, en i tillögum rikisstjórnar-
innar væri vikið frá henni I veiga-
miklum atriöum.
Þar hefði t.d. verið lagt til að
vörugjald lækkaði i 9% (rikis-
stjórnin leggur til 16%) og að
niðurgreiðslur yrðu auknar um
1900 milljónir (rikisstjórnin legg-
ur til 1300). í frumvarpi rikis-
stjórnarinnar væru þvi haröari
aðgerðir en fram komu i hinni
svokölluðu 5 leið hjá formanni
verðbólgunefndar, Jóni Sigurðs-
syni, forstöðumanni Þjóðhags-
stofnunar.
Ráðstafanir rikisstjórnarinnar
myndu fremur magna vandann
en að leysa hann. Launþegasam-
tökin myndu ekki láta bjóða sér
þessar aðgerðir þegjandi. Rikis-
stjórnin yrði þvi að búa sig undir
það að aðgerðum hennar verði
svarað af hálfu launþegasamtak-
anna með markvissum aðgerð-
um.
Skýrsla
verðbólgunefndar
verðhækkun hráefna 1972/73 t.d.
oliuveröshækkunin. 1 skýrslunni
er komist að þeirri niðurstöðu að
enginn vafi sé á þvi að á árunum
1972-1974 hafi erlendar verð-
hækkanir átt stóran hlut i verð-
bólgunni hérlendis. Þróunin hefði
snúist við upp úr 1974, en þá var
sáralitil hækkun erlendis: 5%
1975-1976 og 7% 1977. En þrátt fyr-
ir þetta varö veröbólgan mest hér
þegar verölagslækkun fór aö
segja til sin i okkar viöskiptalönd-
um.Þetta mætti sjá i eftirfarandi
töf lu:
Verðbólga Hækkun
innanl.: innfl. v.:
1973 21.2% 14%
1974 43.0% 34%
1975 49.4% 5%
1976 32.2% 5%
1977 33.0% 6-7%
A árunum 1972-74 hefði ekki að-
eins komið til erlend áhrif á verð-
lagsþróunina heldur hefði kaup-
máttur launa lika hækkaö þá
stórkostlega. En með rikisstjórn-
inni 1975 fer verðbólgan upp,
þrátt fyrir að búið væri að skera
niður kaupmátt launa og þrátt
fyrir aö verð innfluttrar vöru
hefði lækkað. Þessi þróun hefði
staðið fram á mitt ár 1977: lágt
verð innfluttrar vöru, en bullandi
veröbólga.
Þá ræddi Lúðvik nokkuö störf
verðbólgunefndar og sagði aö hin
svokallaöa skýrsla veröbólgu-
nefndar væri ekki skýrsla
nefndarinnar sem heildar.
Skýrsla þessi væri fyrst og fremst
tekin saman af forstöðumanni
Þjóðhagsstofnunar, en hinsvegar
rituöu hinir sex fulltrúar rikis-
stjórnarinnar undir þá yfirlýs-
ingu aö þeir fallist á þau grund-
valiarsjónarmið er þar komi
Orsakir
verðbólgunnar
Verðbólgan væri þvi verk þess-
arar rikisstjórnar afleiðing stefnu
hennar. Rikisstjórnin heföi strax
byrjað á þvi að lækka gengið,
endurtekið það 5 mánuöum siðar
og svo lækkaö það formlega i
þriðja sinn nú. Auk þessa hefði
svo komiö til mikið gengissig,
enda Bandarikjadollar hækkað
um rúm 156% siðan rikisstjórnin
tók við völdum. Gengislækkunar-
stefnan hefði vitaskuld leitt til
innlendra verðhækkana.
Þá hefði rikisstjórnin þrátt fyr-
ir hækkandi útflutningsverð
heimilað verðhækkanir á opin-
berum gjöldum umfram hækkan-
ir á almennu verðlagi, og gengið
þannig á undan með verðhækkan-
ir og skapað einkaframtakinu
fordæmi.
15 miljarða skuld
við Seðlabanka
Nú væri rikissjóöur rekinn
þannig að skuld hans viö Seðla-
bankann næmi um 15 miljörðum
Þetta hefði virkað sem bensin á
veröbólgubálið. Um 20. des. s.l.
heföi fjármálaráðherra sagt aö
takast myndi að lækka skuldina
við Seðlabankann um 2 miljarða.
En upp úr áramótum kom hins
vegar i ljós að skuldin hafði auk-
ist um 3.7 miljarða!! Fjármála-
stjórn rikisstjórnarinnar væri
þannig að hún vissi hreinlega
ekkert hvað væri að gerast.
Fyrir utan þetta hefði svo verið
um að ræða gifurlega skuldasöfn-
un erlendis I tið núverandi rikis-
stjórnar og hefði það komið
greinilega fram i verðbólgu-
nefndinni. Þessi skuldasöfnun
hefði svo magnað verðbólguna.
Þá hefði vaxtahækkunarstefna
rikisstjórnarinnar leitt til þess að
afkoma útflutningsatvinnugrein-
anna hefði farið versnandi. Sið-
ustu skýrslur um afkomu fisk-
iðnaðarins sýndu að írá 1976-1978
hefði vaxtaútgjaldatalan hækkað
úr 2 miljörðum i 4.5 miljarða.
Þetta hefði aukið allan halla-
rekstur. Hins vegar hefði þessi
vaxtahækkun verndað hagsmuni
sparifjáreigenda. Um siðustu
áramót var sparifjáreign lands-
manna 76 miljarðar króna. Sið-
asta gengislækkun hefði skorið
verðgildi þessara innistæðna nið-
ur um 10 miljarða i sambandi við
kaupmátt þessa f jármagns gagn-
vart innflutningi. Vaxtahækk-
unarstefnan hefði þvi aðeins orðið
til þess að magna vandann.
Röng fjárfesting
Um það væri ekki lengur deilt
aö fjárfesting siðustu ár hefði
verið alltof mikil miðað við stöðu
þjóðarbúsins. Um þetta væru
menn sammála. Hins vegar væru
menn ekki á eitt sáttir hvar ætti
að draga úr fjárfestingu. Fjár-
festing i sjávarútvegi hefði skilað
vaxandi þjóðartekjum, en hins
vegar hefðu aðrar fjárfestingar
verið mislukkaðar, t.d. Kröflu-
virkjun. Það væri staðreynd að i
Kröfluvirkjun væru komnir 9
miljarðar sem ekki gæfu neitt af
sér auk þess sem við yrðum nú aö
borga með þeim á annan miljarð.
Slikar fjárfestingar reyndust
okkar dýrar. Þannig myndu t.d.
framkvæmdir á Grundartanga
nema nú um 8 miljörðum og i
heild myndu framkvæmdirnar
kosta 3 Kröfluvirkjanir. Og svo
benti allt til þess að þessi
Grundartangaframkvæmd væri
mislukkuð vegna fyrirsjáanlegs
tapreksturs.
Viðbrögð
ríkisst j órnarinnar
En viö þennan vanda reyndi
rikisstjórnin hins vegar ekki að
glima. Það væri ekki um það að
ræða að rikisstjórnin reyndi að
spara á þeim sviðum sem orðið
hefðu á mistök,heldur væru ætiö
valdar þær leiðir er bitnuðu á al-
menningi: lækkun kaups, niður-
skurður félagslegrar þjónustu, og
dregiö úr félagslegum fram-
kvæmdum.
Að lokum sagðist Lúðvik vilja
taka undir þau orð Jóns Sigurðs-
sonar forstöðumanns Þjóðhags-
stofnunar að útilokað væri að ná
tökum á efnahagsvandanum án
samstarfs og trúnaðar milli rikis-
stjórnarinnar og launþegasam-
takanna. En nú væri augljóst að
slikur trúnaður gæti ekki skapast
milli núverandi rikisstjórnar og
launþegasamtakanna eftir sið-
ustu aðgerðir og tillögur rikis-
stjórnarinnar. Eina leiðin væri
þvi að losna við rikisstjórnina og
fá rikisstjórn er gæti öðlast traust
launþegasamtakanna.