Þjóðviljinn - 11.02.1978, Blaðsíða 20
Laugardagur 11. febrúar 1978
Aöalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skai bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans I sima-
skrá.
Þingmenn tjögurra flokka í efri deild:
Bann við fjárstuðningi
erlendis frá við flokkana
Þingmenn fjögurra
flokka — allra flokka sem
þar eiga fulltrúa — hafa
lagt fram á Alþingi frum-
varp til laga „um bann við
f járhagslegum stuðningi
erlendra aðila við íslenska
stjórnmálaf lokka."
Flutningsmenn frum-
varpsins eru — í þeirri röð
sem þeir eru taldir: Stefán
Jónsson, Alþýðubandalag,
Oddur Ölafsson, Sjálfstæð-
isflokkur, Jón Ármann
Héðinsson, Alþýðuflokkur,
og Steingrímur Hermanns-
son, Framsóknarf lokkur.
Frumvarpið er stutt og hljóðar
svo:
„1- gr.
Islenskum stjórnmálaflokkum
er óheimilt aö taka við gjafafé eða
öðrum fjárhagslegum stuðningi
til starfsemi sinnar hérlendis frá
erlendum aðilum.
2. gr.
Lög þessi taka til stjórnmála-
Kjartan Ragnarsson
Fimm-
tugasta
og fyrsta
stjarnan
Á fundi til stuönings Málfrelsis-
sjóöi sem haldinn veröur sunnu-
daginn 19. febrúar — eftir viku — i
Háskólabió — verður fluttur þátt-
ur sem Kjartan Ragnarsson, leik-
ari og leikskáld, hefur samiö sér-
staklega fyrir fundinn. Nefnist
þátturinn Fimmtugasta og fyrsta
stjarnan.
Stefán Baldursson stjórnar
flutningi þáttarins, en leiicendur
eru: Arnar Jónsson, Siguröur
Skúlason, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir og Soffia Jakobsdótt-
ir. Auk þeirra munu leikararnir
Sigmundur örn Arngrimsson,
Þórhallur Sigurösson og Kjartan
Ragnarsson flytja annað efni um
málf relsi.
Nánar verður sagt frá fundin-
um til stuðnings Málfrelsissjóði i
blaöinu á morgun, sunnudag. Sér-
staklega er til fundarins vandaö
eins og fram mun koma i blaöinu
á morgun.
flokka og félagasamtaka þeirra,
svo og til hvers konar stofnana,
sem starfa á þeirra vegum, beint
eða óbeint þ.á m. blaða.
3.
Bann það, sem felst i 1. gr.
þessara laga, nær til hvers konar
stuðnings, sem metinn verður til
fjár, þ.á m. til greiðslu launa
starfsmanna eða gjafa i formi
vörusendinga.
4. gr.
Erlendir aðilar teljast i lögum
þessum sérhverjar stofnanir eða
einstaklingar, sem hafa erient
rikisfang, hvort sem þeir eru bú-
settir hér á landi eða ekki.
5.
Brot gegn lögum þessum varða
sektum allt að tiu miljónum
króna og varðhaldi, ef sakir eru
miklar.
Steingrfmur
Stefán Oddur
Fjármagn, sem af hendi er látiö
i trássi við lög þessi, skal gert
upptækt og rennur til rikissjóðs.
6. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.”
t greinargerð segja flutnings-
menn:
,,Að dómi flutningsmanna er
æskilegt að sett veröi sérstök lög-
gjöf um starfsemi stjórnmála-
flokka á landi hér, þar sem m.a.
verði kveðið á um skyldur þeirra
til opinberra reikningsskila, og
verði þar að sjálfsögðu reistar
skorður við þvi, að erlendir aðilar
geti náð á þeim fjárhagslegum
tökum. Sérstök þingnefnd, skipuð
fulltrúum allra flokka, vinnur nú
aö undirbúningi þess máls, sem
er allmikið og vandasamt verk.
Orsök þess, að flutningsmenn
flytja nú þetta sérstaka frum-
varp, sem varðar einn þátt máls-
ins, er hins vegar sú, að upp
komst nú i vetur og liggur fyrir
játning eins stjórnmálaflokks, Al-
þýðuflokksins, að hann hafi leitað
fjárframlaga erlendis frá og fái
nú þaðan peninga til þess að kosta
útgáfu blaðs sins og standa
straum af annarri stjórnmála-
starfsemi á landi hér. Skiptir hér
ekki máli aö dómi flutnings-
manna þótt gjafafé þetta sé sótt
til Norðurlanda. Þarf ekki að rök-
styðja það álit i greinargerð, þvi
alls ekki verður við það unað, að
neinir erlendir aðilar fái að gera
út stjórnmálaflokka á íslandi.”
Stund niilli stríóa
Taktu þér hlé frá daglegum störfum um
stund og fáðu þér mjólkurglas.
Engin fæða uppfyllir betur þau skilyrði
að veita þér ílest þau næringarefni,
sem nauðsynleg eru lífi og heilsu.
Slakaðu á smástund frá starfi og
streitu dagsins og byggðu þig upp
til nýrra átaka um leið.
Drekktu mjólk í dag -
og njóttu þess.
9 Mjólk og
mjólkumfuióir
orkulind okkar og
heiLsugjafi
/?■
■ -1S®
dfie '
■ * *
,
Æ:
%' ‘-4 ' & ”
V Jr . a.i
.«mm «-■