Þjóðviljinn - 11.02.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. febrúar 1978 l^ÓÐVILJINN — SIÐA 7
r
A móti kemur svo hinn vandinn sem varðar skilníng
og framsetníngu á orðafari, þar sem
aðgát í stafsetningu kemur ótvírætt við sögu;
um þann vanda er skylt að hirða.
Poi sleinn
frá Hamri:
Stafsetning og
saumaskapur
„Útkoma og afleiðing þessar-
ar þvingunar er upplausn, likt
og þvaður okkar og kjánaleg
fyndnikringum z-una er frábært
dæmi um upplausn og það ráð-
leysi, sem rikir i islensku þjóð-
félagi.”
Guðbergur Bergsson,
i Kompu Þjóðv. 15. jan.
Sama dag og þessi orð voru
birt f Þjóðviljanum yrti Magniis
Kjartansson á mig i þvi blaði og
hafði i frammi sina ögnina af
hverju um stafsetningu og
ýmislegt annað. Hann eykur si-
fellt við þekkingu sina, er nú
kominn úti saumaskap og hefur
á reiðum höndum aðskiljanleg-
ar tegundir hannyrða. Ekki veit
ég i hvaða uppsláttarbók hann
hefur þarna komizt. Að þessu
sinni er það vist ekki Bibliu-
kjarninn.
Ég veit ekki hvort ég er i
nokkurri megingrein ósammála
Magnúsi um stafsetningarmál:
en hann hefur sjálfsagt velt
þeim meira fyrir sér, sem von
.er til, i öllu þvi moldviðri sem
geisað hefur af þessum sökum
innan og utan þingsala. Ég
þekki hann illa ef honum hefur
ekki einhverntima þótt það
skoplegt. Hinsvegar gerir hann
mér upp það álit að stafsetning
sé „ómerkilegt atriði”; hann
segir einnig að ég virðist hald-
inn kreddu, og lýsir yfir vin-
samlegri afstöðu sinni til hljóð-
villtra manna. Slik afstaða er
sjálfsögð, en á ekki skylt við þá
spurningu hvort hljóðvilla er
æskileg eða ekki. Ég fyrir mitt
leyti er heldur andvigur hljóð-
villu. önnur kredda er kannski
sú að einusinni skrifaði ég nafn
mitt á lista til stuðnings z. Sá
listi þykir mér nú léttvægt
plagg, en sjálfurnota ég z og hef
einga löngun til að hætta þvi,
mér er þetta tákn tamt frá fornu
fari og sé i þvi eingan alls-
herjarvoða einsog mér virðist
vægast sagt sumt fólk ala á; að
ég nú ekki tali um þá tilfinn-
íngalegu afstöðu sumra manna
að stafurinn sé svo ljótur til-
sýndar, sem er litiö betri en sú
kynlega speki hinna, að i z sé
fólgið hvorki meira né minna en
varðveizla túngunnar.
1 post scriptum segist Magnús
Kjartansson telja eðlilega meg-
inreglu i stafsetningu eiga rætur
hjá Konráði Gislasyni: ,,Ég hef
hinsvegar aldrei notað hana af
mannúðarástæðum. Ég vann i
aldarfjórðung meö prenturum
og prófarkalesurum og vil sist
af öllu valda þeim ágætu mönn-
um erfiðleikum,” skrifar hann.
Þetta er að visu ekki fyllilega
nákvæmt. Grundvallarskoðanir
Konráðs á stafsetningu tóku
stakkaskiptum: framanaf
Fjölnisárum sinum leit hann á
framburð sem einkareglu staf-
setningar og færði réttritun svo
nærri framburði sem hann sá
sér fært, enda stóð ekki á þvi að
„eldri menn signdu sig og
beiddu guð að varðveita sig firir
slikum biltingamönnum ”
(B.M.Ólsen). Frá þessu hvarf
hann siðan að yfirveguöu máli
og hefur verið tahnn frumkvöð-
ull skólastafsetningar á Islandi.
En úr þvi að Magnús minnist
svo hlýlega prentara. og próf-
arkalesara, þykist ég greina aö
hann eigi við hina eldri reglu
Konráðs — og fleiri kunna aö
vilja reynast göfuglyndir i garð
prentara og prófarkalesara en
Magnús Kjartansson. Ég hef
lagt stund á prófarkalestur og
oft orðið vitni að þolraunum
setjara varðandi texta. í þvi
starfi hefur mér verið stoð i að
taka mið af reglu, hafi henni
veriö fylgt af höfundum. En oft
heíur mér reynzt öröugt að
styðjast við handrit höfunda og
gera mér ljóst hvort þeir notuðu
z og þá hvernig, og svipað er um
margt annað. Höfundum hand-
rita er misjafnlega sýnt um að
brjóta heilann um yfirborðs-
kreddur þegar þeir eru jafn-
framt önnum kafnir við að
vanda hugsun og stil. 1 annarra
hlut fellur oft aö striða við þessa
ytriannmarka og greina á milli
villu og persónulegrar siðvenju.
Þessi óvissa með allskyns tvi-
skinnúngi hefur færzt i vöxt ef
eitthvað er, siðan z-þrasið kom
upp. Stutt er siðan ég lagði hönd
að útgáfú tveggja bóka sem
ætlaðar voru börnum og úng-
lingum. Ég áleit þvi kurteisi að
fylgja settum reglum og notaði
þar ekki z, þótt sjálfum sé mér
hún töm — og á meðan glumdi i
eyrum, oft skrýtilega grund-
vöiluð, krafan um að leiða z-una
i lög aftur.
Magnús skrifar i grein sinni:
„Mikið mega menn f agna þvi að
réttritunarreglur voru engar til
á Islandi til skamms tima. Ég
sé einnig þegar ég les texta fyrri
alda að menn kunnu þá og not-
uðu tungu sina miklu betur en
nú, og éger ekki i nokkrum vafa
um það, að auk breyttra þjóð-
félagshátta bera kreddu-
meistarar i stafsetningu mesta
sök á þvi. Þeir hafa komið inn
ógeði á tungunni hjá stærstum
hluta nemenda sinna og þar aö
auki vanmetakennd”. Þetta
hygg égrétt vera. A móti kemur
svo hinn vandinn sem varðar
skilning og fram setni'ngu á
orðafari, þarsem aðgát i staf-
setningu kemur ótvirætt við
sögu; um þann vanda er skylt
að hirða. Slik aðgát stuðlar að
þvf að merkfng fari ekki for-
görðum, hvort heldur er i fram-
buröi eða ritun máls. Nýlega
kom úngiingur með þá lausn á
skriflegu Islandssöguprófi, að
ákveðin persóna hafi komið
austan úr „ranga ringi”. Hann
fékkgott fýrir, svarið talið rétt,
þó aö nemandinn hafi vart haft
hugmynd um hvað hann var að
skrifa. Hvað og hvar er ranga
ring? Þarna skiptir máli að
barniö skilji orðið og samsetn-
ingu þess. En skólinn virðist
ekki ýta undir skilning þess,
heldur gefa hugsanaletinni und-
ir fótinn, láta drasla hvortbarn-
ið veit eitthvað eða ekki neitt
um það sem það hafði laklega
lesið eða rángheyrt og augsýni-
lega vanskilið. Og þetta finnst
mér brýnna mál en ófrjótt stagl
útaf z og öðrum stafatáknum
sem eingum teljandi misskiln-
ingi valda þótt fólk beiti þeim
eftir eigin lyst og geðþótta, (ef
það hugsar jafnframt mannúð-
legatil prentara og prófarkales-
ara).
Sunnudagurinn 15. janúar var
hreinasta afbrigði annarra
daga. Guðbergur Bergsson
skrifar þá i Kompu Þjóðviljans
um þvaðrið og fyndnina kring-
um z-una. Magnús Kjartansson
hefst jafnframt handa um að
skrifa um stafsetningarmál, en
er áður en hann veit af kominn
úti saumaskap og bróderingar
ásamt hugmyndum um mis-
munandi kýlatizku fyrir stéttir
þjóðfélagsins. Samdægurs flyt-
ur dagblaðið Timinn ábúðar-
fulla grein um skaðvænleg áhrif
aðskorinnar fatatizku á kynfær-
in. Blöðin hættu sér útá hálan is
þennan dag. Sýnt er aö z-striðið
kann að færast yfir á hin ýmsu
svið. Lér konúngur getur fyrr en
varir birzt aftur með friðu föru-
neyti og allirtryllzt i blöðunum.
Þorsteinn frá Hamri.
Veiði vex í Mývatni
Veiði er nú að aukast i Mývatni
en hún hefur verið fremur litil
undanfarin ár.
Sigurður Þórisson á Gænavanti
sagði að veiðin heföi farið að auk-
astifyrrasumaroghefði þá mátt
heita góð þótt silungurinn væri
ekki stór. — Eg held nú að silung-
urinn iiafi verið ofveiddur og
þurrðin hafi m .a. stafað af þvi, en
um það eru sjálfsagt ekki allir á
einu máli. Fleiri orsakir geta að
sjálfsögðueinnig komið til og i þvi
sambandi hefur verið talað um
mengun. Annars hafa alltaf verið
nokkrar sveiflur i veiðinni, klak
getur farið illa eitt árið o.s.frv.
—-Ég veit ekki betur en það sé
bara mikil veiði i þau net, sem
hafa verið lögð núna frá 1. febrú-
ar, sagði Sigurður. En það er
náttúrlega áriðandi að lofa sil-
ungnum að vaxa, drepa hann
ekki of ungan. Þaö er og aðgæt-
andi að mý og æti var meira i
vatninu i sumarenundanfarin ár.
Það er margt, sem þarna getur
haft áhrif, m.a. stiflan, sem
sprengd var i Laxá.
Annars veit enginn hvað hér
gerist. I Mývatnseldunum fýrir
250 árum hækkaði botninn i vatn-
inu norðanverðu og veiðin hvarf.
Hannhefurnú reyndar likahækk-
að þar núna um 30—50 sm og þvi
stendur það óeðlilega hátt hér að
sunnanverðu.
—mhg
Arsrit Útivistar
1977 komið út
Út er komið ársrit Útivistar
fyrir 1977. Þar er að finna ýtar-
lega grein eftir Sigurð Lindal,
sem nefnist Útilifsréttur — um
landssvæði á Islandi. Fjallar hún
eignarétt á landi og réttindi
þeirra sem engar jarðir eiga, til
umferðar um lönd bænda og ann-
arra jarðeigenda. Næst er
Brandsrima Jörundssonar eftir
Hallgrim Jónasson og segir þar
frá frækilegri för valins hóps
manna á bilum um Vestfiröi 1952.
Er þar jnörg góð hringhendan og
fornar Kenmngar hvergi sparað-
ar. Sverrir Pálsson ritar grein um
Hraunsvatn og slóðir Jónasar
Hallgrimssonar. Ólafur B.
Guðmundsson skrifar um ýmsar
jurtategundir og Andrés Davlðs-
sop um Látrabjarg. Hallgrimur
Jónasson segir frá vorflóðum i
Héraðsvötnum og loks er skýrt
frá félagsmálum. Margt mynda
er I ritinu
Auglýsið í
Þjóðviljanum
Þeir árrisulustu að morgni sunnudagsins, frá vinstri Jóhann, Baidur leiðbeinandi, Guðmundur,
Kári, Björn, Hörður, Guðrún, Sigurður, Sigurleif og Hannes. (Ljósm; Július Júliusson)
Alþýðubandalagið 1 Siglufirði:
F élagsmálanámskeið
Dagana 27.—29. janúar s.I. var
haldinn i Siglufirði fyrri hluti
f éla gs m á la ná m skeiös, sem
Alþýðubandaiagið á staönum
gekkst fyrir, og var þátttaka mik-
il.
Námskeiðið hófst að kvöldi
föstudagsins 27. og stóð siðan
mest allan laugardaginn og end-
aði með þátttöku i fjölsóttum,
almennum fundi sem Alþýöu-
bandalagið boðaði til i Siglufirði
sunnudaginn 29.
Þátttakendur i námskeiðinu
voru 16 talsins þau: Kristján S.
Eliasson, Sigurleif Þorsteinsdótt-
ir, Guðmundur Láursson, Björn
J. Hannesson, ólafur Kárason,
Jóhann G. Jónsson, Arnþór Þórs-
son, Hörður Júliusson, Kári
Eðvarðsson, Einar M. Alberts-
son, Þórunn Guðmúndsdóttir,
Hannes Baldvinsson, Gunnar
Rafn Sigurbjörnsson, Sigurður
Hlöðversson, Hinrik Aðalsteins-
son og Guðrún Arnadóttir.
Þau luku öll upp einum rómi
um ágæti og gágnsemi nám-
skeiðsins og er ráðgert að siðari
hluti þessi fari fram eftir nokkrar
vikur.
Leiðbeinandi i þessum fyrri
hluta var Baldur Óskarsson,
starfsmaður Alþýðubandalagsins
en i seinni hluta mun Rúnar
Bachmann, rafvirki, annast leið-
sögn.
Allan undirbúning varðandi
framkvæmd námskeiðsins ann-
aðist Sigurður Hlöðversson,
formaður Alþýðubandalagsins i
Siglufirði.