Þjóðviljinn - 11.02.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.02.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Loðnu- yeidin er að glæðast Um miðjan dag i gær höfðu 20 loðnuveiðiskip tilkynnt um afla samtals 8.850 lestir, og næsta sól- arhring þar á undan tilkynntu 22 skip um samtals 10.300 lesta afla. Þegar Þjóðviljinn hafði tal af Andreái Finnbogasyni hjá Loðnunefnd i gær var ekki búið að ákveða um löndun einstakra skipa, en hann sagðist búast við að það yrði allt frá Siglufirði og suður á Fáskrúðsf jörð eða Sötöðvarfjörð. Mestan afla var Narfi með,1000 lestir. Hin skipin voru með þetta 200—700 lestir, yfirleitt fullfermi. Heildarafli á loðnuvertiðinni er nú orðinn eitthvað á annað hundr- að þúsund lestir, sem er töluvert minna en á sama tima i fyrra. Ágætisveður hefur verið á mið- unum siðustu dagana. —IGG Athugasemd við athugasemd Tekið skal fram, vegna athuga- semdar Gisla Gestssonar kvik- myndagerðarmanns i Þjóðvilj- anum i gær, að ekki var haft eftir honum i' viðtali á miðvikudag aö „ýmis framkvæmdamistök viö Kvikmyndahátið ’78 væru fram- kvæmdastjóra Listahátiðar og hennar að kenna.” í viðtalinu var rætt um eitt ákveðið tilvik, þ.e. ástæður þess að myndin „Kona undir áhrifum” var ókomin til landsins. Var þá haft eftir Gisla, að þarna hefði orðið misskiln- ingur milli framkvæmdastjóra Kvikmyndahátiðar og dreifingar- aðila myndarinnar i Bandarikj- unum. Hér var ekki rétt með farið, þvi vegna misskilnings var starfsmaður Kvikmyndahátiðar og ritari undirbúningsnefndar kallaður framk væmdastjóri hátfðarinnar. Allsekki var átt við framkvæmdastjóra Listahátiðar, sem Kvikmyndahátið heyrir undir. Þetta leiðréttist hérmeð og er nú vonast til að öllum misskiln- ingi linni. —eös '-SIMI ÞJOÐ VILJAN 81333 Ferðaóœtlun 1978 O Ferðaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Um þessar mundir er Bilanaust h.f., Siðumúla 7—9, Reykjavlk, að gefa út vörulista sem er 154 siður. Vörulisti þessi er nýjung hér á landi og ætti að koma sér vel fyrir hinn almenna bifreiðareig-inda. 1 listanum má finna flestar þær vörur sem Bilanaust h.f. verslar með, bæði varahlulí, aukahluti, verkfæri og fleira. Til að auð- velda notkun á listanum, eru skýringarmyndir af öllum hlut- um. Efnisyfirlit fremst i listanum visar á réttar blaðsiöur, þegar leitað er að sérstökum hlutum sem eru skrá&ir ákveðnu númeri, 'jafnframt er bifreiðaskrá sem einnig visar á ákveðin númer fyr- ir hverja bifreiðagerð. Er þvi auðvelt að finna listanum rétta númerið á þeim hlut sem menn vilja fá og geta gefið afgreiðslu- mönnum það upp og þannig flýtt fyrir afgreiðslu þegar kaupa skal varahluti eða fylgihluti. Jafnframt þessu er i vörulist- anum skrá sem hægt er að nota við athugun á bilun i bilnum. Þannig getur^bifreiðareigandi elt uppi þá bilun sem hann leitar að. Teikningar af alternator-tenging- um eru einnig i vörulistanum. Samkvæmt upplýsingum frá forráðmönnum Bilanausts h.f.,er upplag vörulistans takmarkað og mönnum þvi bent á að tryggja sér eintak i tima. Verðið er kr. 600.- eintakið. Norðuriönd — vikulega — frá miðjum mai Bretland — vikulega — a'lt árið Búlgaria — 3 vikur — 3/07, 22/07, 12/07, 2/09 Júgóslavia — vikulcga — frá miöjum mai Grikkland — vikulega frá miðjum mai Portúgal — vikulega — frá miðjum mai Kina — 2 og 3 vikur — 27/06, 1/06, 31/08, 16/10. Sovétrikin — 1, 2, 3 vikur — 25/06, 16/07, 28/08, 15/10, 5/11 Siglingar — um Atlantshaf — 24/02, 4/06, 24/06, 9/09. Miðjarðarhaf o.fl. Farmiðar i Smyril. Onnumst alla almenna þjónustu — Útvegum flugtarmiða, járnbrautar- og ferjumiða, hótel íbúðir og sumarhús. Bílaleiga o.fl. Otrúlega lágt verð vegna hagkvæmra samn- inga. Reynið viðskiptin — hringið — skrifið — allar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni. Opið 8-5 alla virka daga nema laugardaga og Skólavörðustíg 13A, Sími 29211 VARAHLUTIR-AUKAHLUTIR Flest til viöhalds bifreiöarinnar Mat CIA: Oliuframleidslugeta OPEC miklu minni en talid hefur verid Washington Reuter — Banda- riska blaðið Washington Post skýrir svo frá, að bandariska leyniþjónustan CIA telji oliu- framleiðslumöguleika Saúdi-Ara- biu og annarra rikja i sambandi oliuútflutningsrikja (OPEC) miklu minni en til þessa hefur verið gengið út frá. Að sögn blaðsins telur CIA að Saúdi-Ara- bia geti nú aðeins framleitt 8.8 miljónir tunna af oliu á dag, en s.l. ár taldi leyniþjónustan að dagframleiðsla Saúdi- Arabiu væri 11.5 miljónir tunna. CIA telur nú, gð söpi Post, að OPEC-rikin geti i mesta lagi framleitt 2.5 miljónir tunna á dag íviðbót, en i fyrra taldi leyniþjón- ustan að riki þessi gætu framleitt 9.4 miljónir tunna á dag umfram það sem þau gerðu. Afleiðingin af þessu er sögð verða sú, að for- ustumenn Saúdi-Arabiu muni i vaxandi mæli hallast að þvi. að mikilsverðara sé fyrir þá að draga úr oliuframleiðslunni til þess að olian endist lengur, en að framleiða hana sem hraðast fyrir Vesturlandamarkað. Nýjung frá Bílanausti VÖRULISTI 1978

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.