Þjóðviljinn - 11.02.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.02.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 11. febrdar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Silja Aðalsteinsdóttir Alþjódlegur baráttudagur kvenna barátta verkakvenna væri óað- skiljanleg frá frelsisbaráttu ör- eiganna. Hún skar á öll tengsl milli kvenna af borgarastétt eða „feminista” og kvenna af verkalýðsstétt og lagði mikla á- herslu á að stéttabaráttan væri i fullu gildi á milli þessara kvenna. Á þessum grunvelli skipulagði hún kvennahreyfingu flokksins þ.e. virkjun verka- kvenna til baráttu fyrir sósial- isma við hlið verkamanna. Um leið gerði hún sér grein fyrir þviað verkakonurnar yrðu að byggja upp hjá sér nýja vit- und ef þær ættu að taka þátt i baráttunni sem jafningjar verkamanna. Hún sá sömuleiðis að aukin launavinna kvenna hefði þýðingu i þessari vitund- arvakningu kvennanna sjálfra — vitundarvakningu sem byrj- aði þannig strax i hinu kapital- iska þjóðfél. Engels virtist aft- ur á móti hafa reiknað með að frelsi kvenna kæmi eins og af sjálfu sér eftir byltinguna. Klara Zetkin sá að málið var ekki svo einfalt og hún lifði nógu lengi til að sjá hve flókið það var i raun. Hún var mikill aðdáandi Sovétrikjanna, fyrsta rikis verkalýðsins, og hún fékk að sjá hvilik ljón voru i veginum fyrir þvi að frelsi og jafnrétti kvenna væri i raun leitt til sigurs i þvi landi. Sósialisminn verður þannig að vera kenning sem fel- ur f sér vitundar vakningu bæði verkamanna og verkakvenna. Klara Zetkin sagði: „bið segið ef til vill: „Við erum af- sprengi umhverfis okkar; við getum ekki komist yfir þær efn- islegu og hugmyndafræðilegu hindranir sem meina okkur að vinna rétt og af skilningi að upp- eldi barna okkar. Þær hindranir koma sömuleiðis i veg fyrir að við getum unnið af hörku að sjálfsuppeldi okkar.” Ég vara ykkur við þvi að hugsa si svona Þetta er ekki söguleg efnis- hyggja, félagar, þetta er fyrir- litlegur „fatalismi” (þ.e. upp- gjöf fyrir rikj. ástandi). Hver hefur sagt ykkur hvaða hindr- anir það eru sem þið getið ekki yfirunnið? Maður sér hvað hægt er og hvað ekki eftir að það hef-’ ur verið reynt til þrautar — en fyrr ekki. Þeir sem aðhyllast „fatalisma” lita fullkomlega fram hjá þvi, að viljinn hefur lika sitt að segja um það hvern- ig umhverfið verður að lokum. „Fatalismi” af þessu tagi er eins og sæng sem hinir hug- lausu lötu og óhreinskilnu skríða undir til að geta sofið i friði.” (Klara Zetkin um upp- eldismál) Klara Zetkin var ekki mjög mikill kenningasmiður. þ.e. eftir hana liggur enginn haugur af bókum, en hún var mikil bar- áttukona,og sögulegt gildi henn- ar er ótvirætt i baráttunni. Sum- ar hugmyndir hennar um sósi- alisma og kvennabaráttu orka tvimælis núna — næstum hálfri öld eftir dauða hennar — en margt af þvi sem hún sagði er ennþá i fullu gildi. Klara Zetkin Klara Zetkin fæddist árið 1857 i Saxlandi i Þýskalandi. Hún hlaut menntun i fyrsta kennara- skólanum fyrir konur sem stofnaður var i Þýskalandi en hann var i Leipzig. 1 Leipzig komst Klara i samband við hina ungu þýsku verkamannahreyf- ingu en leiðtogar hennar voru August Bebel og Wilhelm Lieb- kneeht. A árunum 1878—1890 voru i gildi svokölluð „sósialista-lög” i Þýskalandi. Sósialdemókrata- flokkurinn var ekki beinlinis bannaður — en öll skipulögð samtök sem kenndu sig við sósi- alisma voru bönnuð. Fundir sósialista voru bannaðir, prent- frelsi tekið af þeim og bannað var skv. lögum þessum að leigja húsnæði undir sósialisk manna- mót. Rikisvaldið hafði svo eftir- lit með verkalýðsfélögunum til að gæta þess að lögunum væri framfylgt. Þessi ár þ.e. 1878—91 hélt Klara Zetkin sig i Austurriki, Sviss og Paris. Arið 1889 var annað Alþjóðasambandið stofn- hún var sannfærð um það að verkakonur næðu aldrei jafn- rétti eða frelsi innan kapltalisks þjóðfélags. „Það verður aldrei um jafnrétti að ræða fyrir konur án sósialisma” sagði hún eins og Engels og Bebel höfðu raun- ar sagt i sinum fræðum — en Klara rökstuddi þetta ákveðnar og betur en áður hafði verið gert. Og hún gekk feti framar. „Það verður heldur enginn sósi- alismi án kvenna” sagði Klara og benti á hinn gifurlega fjölda verkakvenna sem fór stöðugt vaxandi samtimis aukinni iðn- væðingu Þýskalands. Hún hamraði á mikilvægi kvenn- anna i baráttunni og brýndi það stöðugt fyrir flokksforystunni að vanmeta þær ekki. Klara Zetkin felldi þannig saman kvenfrelsiskenningar Bebels og kenningar sósialista i þvi, að 8. mars var gerður að alþjóðlegum baráttudegi á ráðstefnu sem haldin var af róttækum konum árið 1910. Hér á islandi hefur MFIK haldið upp á þennan dag lengst af og í fyrra voru rauðsokkar með í ráðum. A ársfjórðungsfundi rauð- sokka i desember sl. var siðan ákveðið að gera 8. mars að bar- áttudegi sem um munaði og verkalýðsmálahópur hreyfing- arinnar tók að sér undirbúning hans. Verkalýðsmálahópur kom svo saman strax eftir jól og hef- ur nú unnið að undirbúningi 8. mars i rúman mánuð. MFIK og Kvenfélag sósialista munu hafa samvinnu við rauðsokka. Um daginn voru svo stofnuð önnur samtök sem vilja lika halda 8. mars i heiðri. Boðað var til fundar samtakanna með dreifibréfi sem undirritað var „frumkvæðisnefnd”. Auðvitað erum við rauðsokkar fjarska hressir með það að sem flestir taki þátt i að gera þennan dag að myndarlegum baráttudegi. Hitt er svo annað mál að við gátum ekki annað en skellt upp- úr þegar við fengum dreifibréf „frumkvæðisnefndarinnar” i hendur. Þar segist nefndin hreint ekki geta hugsað sér að vinna með rauðsokkum. Rauð- sokkahreyfingin sé alveg rosa- lega borgaraleg sem sést best á þvi að hún — „ræðst gegn karl- mönnum, barneignum (þeirra?) og fjölskyldunni” — eins og segir i dreifibréfinu. Finnst ykkur ekki margt skritið i kýrhausunum?! En brandarar „frumkvæðisnefndar” áttu nú ekki að vera efni þessarar siðu. Eins og áður sagði var það ár- ið 1910 sem ákveðið var að 8. mars yrði alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna. Það var sósial- istinn og baráttukonan Klara Zetkin sem átti frumkvæðið að þessu og nafn hennar er tengt þessum degi órjúfanlegum böndum. að i Paris. Þar hélt Klara sina fyrstu opinberu ræðu og sama ár gaf hún út bókina „Verka- konur nútimans”. Þegar „sósialistalögunum” var aflétt árið 1891 sneri Klara- Zetkin aftur heim til Þýska- lands. Hún varð formaður kvennahreyfingar þýska sósial- demókrataflokksins og ritstjóri málgagns þeirrar hreyfingar, en blaðið hét Die Gleichheit. Árið 1907 var haldin alþjóðleg ráð- stefna sósialiskra kvenna i stuttgart og þar var Klara Zet- kin kosin ritari alþjóðlegra samtaka sósialiskra kvenna og blað hennar Dei Gleichheitvarð málgagn samtakanna. Á þess- um tima má segja að flestir þræðir hafi legið i höndum Klöru og að hún hafi verið á- hrifamesta sósialiska konan i Evrópu. Þegar frá leið... Klara Zetkin var mjög virk i flokkspólitik sósialdemókrata. Hún var marxisti og fylgdi stefnu Rósu Luxemburg, en þær voru raunar mjög góðir vinir. Klara tilheyrði þannig róttæk- asta hópi sósialdemókrata, og þegar frá leið varð sá hópur ekkert sérlega vinsæll i flokkn- um. Konum hafði verið bannað að taka opinberlega þátt i pólitik i Þýskalandi en árið 1908 var þvi banni aflétt. Sósialdemókrata- flokkurinn tók þá upp þá stefnu að fella kvennahreyfinguna inn i sjálfan flokkinn og Luize Zietz var látin taka við forystu kvennahreyfingarinnar af Klöru Zetkin. Zietz var mun hægri sinnaðri en Klara, haföi engan áhuga á alþjóðamálum og litinn áhuga á fræðunum yf- irleitt. Hún var aftur á móti upprunnin úr verkalýðsstétt, harðdugleg og aflaði hreyfing- unni sliks fjöldafylgis meðal verkakvenna að kvennahreyf- ingin hafði 175000 liðsmenn árið 1914. Og þessir liðsmenn lásu DieGleichheitsem Klara Zetkin ritstýrði áfram alveg til ársins 1917. Hún átti að visu töluvert i vök að verjast með blaðið. Hún var til dæmis neydd til aö minnka pólitiskt efni þess og setja inn „sérstaka þætti fyrir konur og börn”. á þingum sinum að karlarnir hæddu þær og niddu vegna kyn- ferðis þeirra ef þær reyndu að hafa áhrif á mikilvægar ákvarð- anir flokksins eða tækju afstöðu gegn þeim i einhverjum málum. Meira að segja leiðtogi flokksins August Bebel sem hafði skrifað stóra bók um Sósialisma og kon- ur — bók sem var eitt af grund- vallarritum kvenfrelsissinna á þessum tima — hallaði sér að „kynferðisfasisma” þegar svo bar undir. Hann sagði t.d um Klöru Zetkin og Rósu Luxem- burg einu sinni þegar þær voru ósammála honum, að þær væru órökréttar, létu stjórnast af dyntum sinum og væru rugl- ingslegar „rétt eins og kvenfólk yfirleitt”. (Um konu sina, Júliu, sagði hann aftur á móti að hún hafi verið „frábær aðstoðar- maður”, „hinn fullkomni lifs- förunautur” sem hefði „stutt hugsjónir minar allt okkar hjónaband”.) En hvernig mátti það vera að þessi flokkur sem var svona gegnsýrður af kvenfyrirlitningu eyddi svo miklu fé og fyrirhöfn i Tviskinnungur Þýski sósialdemókrataflokk- urinn hélt þannig ekki aðeins verndarhendi yfir verka- kvennahreyfingunni fyrst i stað t heldur samþykkti hann fagn- andi byltingarsinnaðar hug- myndir Klöru Zetkin um verka- konur og baráttumál þeirra. Síðasten ekki sist veitti flokkur- inn miklu fé til uppbyggingar hreyfingarinnar. Um leið var hann engan veginn heilsteyptur i afstöðu sinni til kvennanna. Hvað eftir annað stungu þeir undir stól kröfunni um kosning- arétt kvenna til að geta lagt enn meiri áherslu á kosninga- rétt karla. Stefna flokksins um fóstureyðingar og getnaðar- varnir var sú að þetta væru mál sem vörðuðu samvisku einstakl- ingsins en ekki heildina. Nám- skeið til að mennta konur voru stöðvuð af þvi að þau voru talin „of menntandi” og þráfaldlega kom það fram að kröfurnar um jöfn laun verkamanna og verka- kvenna voru aðeins orðin tóm hjá flokknum. Klara Zetkin var i örlitlum minnihlutahópi innan flokksins sem vildi berjast fyrir endur- skoðun á hlutverkaskiptingu kynjanna. Sósialdemókratiskar konur kvörtuðu sáran undan þvi sem allra minnstri tilslökun við þeirra kröfur. Þetta átti svo eft- ir að koma enn skýrar i ljós eftir þvi sem endurskoðunarstefnan náði sterkari fótfestu i flokkn- um (hægri stefna hans) og svik hans við verkalýðinn urðu greinilegri. Arið 1918 var svo kommún- istaflokkur Þýskalands stofnað- ur. Klara Zetkin var einn af stofnendum hans og sat i mið- stjórn flokksins. Hún var siðan sistarfandi fram undir það sið- asta, en hún dó árið 1933. „Ekkert kvenfrelsi án sósíalisma — enginn sósíalismi án kvenna". Þetta eru orð Klöru Zetkin. Engels, Bebel og fleiri höfðu skrifað um konur og sósialisma á 19. öldinni en skrif þeirra voru tiltölulega óhlutstæð og kenn- ingar þeirra óáþreifanlegar —■ einkum með tilliti til baráttunn- ar. Klara Zetkin var marxisti og Clara Zetkin að byggja upp jafn öfluga kvennahreyfingu og raun bar vitni? Skýringarnar eru margar en ein þeirra er sú að forystu- menn flokksins gerðu sér grein fyrir áhrifum kvennanna til góðs eða ills fyrir baráttuna. Ómeðvitaðar, ópólitiskar verkakonur reyndu oft að telja eiginmenn sina af pólitiskri virkni eða þátttöku i verkföll- um. Þær héldu kaþólskri trú til streitu og ólu börn sin upp á hefðbundinn, ihaldssaman hátt. Þær „dreifðu i kringum sig skilningsleysi á sósialdemó- kratiskri pólitik og hugmynda- fræði” eins og þar stendur. Flokkurinn hafði i raun engan áhuga á þvi að fá konurnar inn sem jafnréttháa félaga i barátt- unni eins og áður er sagten þeir höfðu áhuga á að gera þær „ó- skaðlegar” og nota þær með Takið eftir Fyrir nokkrum vikum var hér á siðunni sagt frá athug- un Asgeirs Sigurgestssonar á kynlifi islenskra unglinga. Þá var ritgerðin uppseld i Bóksölu stúdenta, en nú er hún komin aftur. Ahuga- sömu fólki er bent á að ná sér i hana þar á meðan upplag endist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.