Þjóðviljinn - 11.02.1978, Blaðsíða 1
MOWIUINN
F uUtrúaráðsfundur
Fundur verður haldinn i fulltrúaráði Alþýðu-
bandalagsins i Reykjavik fimmtudaginn 16.
febrúar. Hefst fundurinn kl. 20.30 i Tjarnarbúð
Dagskrá: Skýrt frá störfum kjörnefndar
vegna framboðs til borgarstjórnar. — Kosin
kjörnefnd vegna framboðs til alþingis. — önn-
ur mál. — Stjórnin.
Laugardagur 11. febrúar 1978—43. árg. 35. tbl.
Verkalýössamtökin svara kaupránsfrumvarpinu:
Uppsögn kjarasamninga
fynr 1. mars
segir í ályktun miöstjórnar ASÍ.
BSRB og ASÍ lýsayfir aö samtökin munu
hafa samstarf og samráö
Miðstjórn Alþýðusambands ts-
lands og stjórn Bandalags starfs-
manna rikis og bæja sendu frá sér
i gær harðorðar yfirlýsingar
vegna kaupránsfrumvarps rikis-
stjórnarinnar. Þjóðviljinn birtir
þessar yfirlýsingar I heild á 3.
siðu.
Uppsögn kaupliða allra
kjarasamninga
t ályktun miðstjórnar Alþýðu-
sambands tslands er fjallað
almennt um ráðstafanir rikis-
stjórnarinnar, en siðan segir:
„Við þær aðstæður sem nú hafa
skapast eiga verkalýðssamtökin
þann kost einan að hefja nú þegar
öflugan undirbúning baráttu fyrir
rétti sinum og hagsmunum, fyrir
fullu eildi kiarasamninga sinna.
Sem fyrsta skref i þá átt ber þeg-
ar í stað að segja upp kaupliðum
allra kjarasamninga frá 22.6.’77
Lúövík Jósepsson á alþingi i gœr:
10—12%
kjaraskeiðing
Kaupránsfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar kom til meðferðar
á alþingi i gær. Lúðvik Jósepsson
formaður Alþýðubandalagsin
flutti yfirgripsmikla ræðu þar
sem hann gagnrýndi stefnu rikis-
stjórnarinnar i efnahagsmálum
og sagði að kaupránsfrumvarpið
heföi i för með sér 11% kjara-
skerðingu frá þvi sem kjara-
samningarnir frá siðasta ári
gerðu ráð fyrir.
Nánar segir frá ræðu Lúðviks
Jósepssonar á þingsiöunni, siðu 6.
Fundir stóðu á aiþingi fram á
nótt og var fjallað um frumvarp-
ið.
Lúðvik Jósepsson
og beinir miðstjórnin þvi til allra
sambandsfélaga sinna að bregða
skjótt við og ganga frá uppsögn-
inni svo snemma að hún verði alls
staðar tilkynnt fyrir 1. mars. Um
allar frekari aðgerðir I þeirri
baráttu sem nú er óhjákvæmileg
mun miðstjórnin beita sér fyrir
nauðsynlegu samráði við og milli
aðildarsamtakanna og við
Bandalag starfsmanna rikis og
bæja”. bá lýsir miðstjórnin þvi
yfir að félagsmenn I verkalýðs-
félögunum séu óbundnir af þeim
ólögum sem rikisvaldið hyggst
setja.
Allsherjarbarátta
Stjórn BSRB lýsir þvi yfir að
„samtök launafólks eigi þann
kost einan að hefja nú þegar und-
irbúning allsherjarkjarabaráttu
fyrir varðveislu grundvallarrétt-
ar sins og tilveru samtakanna.
Stjórn bandalagsins ákveður að
leita samráðs við Alþýðusam-
band íslands i þessu stórmáli.
Stjórn BSRB lýsir stuðningi við
þá ákvörðun formanns banda-
lagsins að kalla saman for-
mannaráðstefnu BSRB þegar i
byrjun næstu viku til þess að
fjalla um viðbrögð samtakanna
við þeim samningsrofum, sem
verið er aö undirbúa af hálfu
stjórnvalda”.
Kjararánsfrumvarp rikis-
stjórnarinnar hefur kallað fram
þau viðbrögð af hálfu verkalýðs-
samtakanna sem við er að búast:
Miðstjórn ASt hvetur til aðgerða
og uppsagnar kaupliða allra
kjarasamninga fyrir 1. mars og
stjórn BSRB hvetur til aðgerða.
Stjórnir beggja samtakanna lýsa
þvi yfir að þau muni hafa sam-
starf og samráö um aögerðir.
ÓVICKntWUDI
UHFERtl
UGVÉLA-STÆÐIC
BDNNU
Jón Sólncs fiaug til Akureyrar i gær. bessi mynd var tekin af honum á
flugveliinum. Ekki tókst að ná til þingmannsins i gær, en Dagblaðiö
staöfestir fyrri fréttir um að hann sé einn stærsti innistæðueigandinn i
Finansbanken.
/
1
T/ miljón
Finansbanken
Hvað gera stjórnarvöld?
Jón G. Sólnes alþingismaöur
átti á fjórðu miljón Islenskra
króna á reikningi i Finansbanken.
Kona Jóns átti i sama banka einn-
ig á fjórðu miljón króna I árslok
1975. Frá þessu skýrir Dagblaöið i
gær og er frétt þess staðfesting á
þeim fréttum sem hafa komið
fram i bjóðviljanum um þetta
efni. bjóðviljinn reyndi í gær að
ná tali af Jóni G. Sólnes en hann
var á flótta undan blaðinu og náð-
ist ekki til hans.
Upplýsingar Dagblaðsins i gær
eru enn mikilvægur rökstuðning-
ur fyrir þvi að nafnalistinn frá
Finansbanken veröi birtur og að
forysta Sjálfstæöisflokksins geri
grein fyrir þvi hvaöa skoöun hún
hefur á gjaldeyrisreikningum
þingmannsins.
Samtals nemur inneign þeirra
hjóna i Finansbanken um 8 mil-
jónum króna.
Augljóst, segir Eðvarð Sigurðs-
sonformaður Dagsbrúnar:
Tafarlaus
uppsögn
Aðeins eitt ráð að hrinda árásinni:
Eövarft
Haraldur
Mér þykir augljóst aö samn-
ingum verður tafarlaust sagt
upp, sagöi Eðvarð Sigurðsson
formaður Dagsbrúnar þegar
bjóðviljinn haföi samband viö
hann um frumvarp rikisstjórn-
arinnar i efnahagsmálum i gær.
bað er fyrst og fremst vegna
þess að með þessu er verið að
ráðast á kjarasamningana frá i
sumar og það i þeim sem við
töldum hvað allra mikiivægast
þe. verðbólguákvæðið. Ætlunin
er aö rýra kaupmátt launa
verulega svo að segja má að
árangri kauphækkana frá i
sumar sé að verulegu ieyti tek-
inn aftur. bað blasir við að
kaupgjaldsskeröingin verður
ekki undir 10-12%.
Með þessari gengisfellingu og
kjaraskerðingu er verið að loka
öllum leiöum til þeL^ að hægt sé
aö taka á verðbólguvandanum,
sagði Eðvarð, þvi það er aug-
ljóst mál aö verkalýðshreyfing-
in mun leita ráða til aö vinna
upp kjaraskerðinguna. Ríkis-
stjórnin er með stefnu sinni og
ráöstöfunum að stofna til átaka
á vinnumarkaðinum.
I þessu frumvarpi er svo
ákvæði um aö allir óbeinir
skattar hafi ekki áhrif á verð-
bólguákvæði kjarasamninga.
betta á að gerast um næstu ára-
mót. Mér er þaö aldeilis óskilj-
anlegt hvaða erindi það á inn I
þessar bráðabirgðaráðstafanir
nú. Ég vil leggja sérstaka
áherslu á að með þessu er rikis-
stjórnin að marka framtiöar-
stefnu i kjarasamningamálum.
6g sé ekki annaö en með þessu
skerðingarákvæöi gæti rikis-
stjórnin ónýtt geröa samninga
umsvifalaust með hækkun
óbeinna skatta sem engar verö-
bætur kæmu fyrír. bar er fyrst
og fremst um að ræða neyslu-
skatta. Hugsanlegar kauphækk-
anir væru að engu geröar á
svipstundu.
Svona stefnumótun er raunar
áskorun til alls launafólks að Ijá
ekki þeim pólitisku öflum fylgi
sitt sem aö henni standa, sagði
EÖvarð að lokum. —GFr
segir Haraldur Steinþórsson,
varaformaður BSRB
börfin á samstöðu opinberra
starfsmanna og verkalýðs-
hreyfingarinnar er augljós og
ég leyfi mér að vænta þess að
þeim takist með samstilitu
átaki að hrinda þeirri árás sem
nú er gerö á samninga þeirra og
samningsrétt, sagði Haraldur
Steinþórsson, varaformaður
BSRB, I samtali við bjóðviljann
i gær.
Ég tel að þau vinnubrögð
rikisstjórnarinnar að gera
kjarasamninga við BSRB fyrir 3
mánuöum síðan en rifta honum
siðan séu alveg forkastanleg,
sagöi Haraldur. Eitt þeirra
ákvæða sem var hampaö hvað
mest af hálfu viðsemjanda okk-
ar i kjarasamningunum var aö
vísitölubætur væru nú betri en
nokkru sinni áður. Nú er þeirri
dýrð svipt i burtu þvi að það eru
einmitt þessi visitöluákvæöi
sem eru gerð ógild.
Ég hef ekki haft aðstöðu til að
reikna kaupmáttarskeröingu
opinberra starfsmanna en hún
er áreiðanlega sist minni en
annarra.
Þaö atriöi að kippa úr samn-
ingum áhrifum óbeinna skatta á
verðbótavisitölu felur i sér geig-
vænlega möguleika til kjara-
skerðingar. Rikisstjórnin er að
búa sér til tæki til að skammta
launafólki starfskjör á þennan
máta og svipta stéttarfélögin
samningsrétti um kaup og kjör.
GFr